Morgunblaðið - 15.01.1959, Side 15

Morgunblaðið - 15.01.1959, Side 15
Fimmtudagur 15. jan. 1959. MORGVTSBLÁÐIÐ 15 * KVIKMYNDIR * Gamla Bíó: FIMM SNERU AFTUR ÞESSI ameríska kvikmynd er byggð á skáldsögu eftir Richard Carroll. Gerist hún að mestu í flugvél á leið frá Bandaríkjunum til Suður-Ameríku og í fjalla- og frumskógaauðn langt frá hinum siðmenntaða heimi en í námunda við vilta og grimma Indíána. — Farþegar í vélinni eru níu og auk þess flugstjórar tveir og flug- þerna. Vélin hreppir óskaplegt óveður og verður að nauðlenda í hrikalegri auðninni. Áður hafði vélin og loftskeytatækin bilað og flugþernan fallið út úr vélinni. — Það tekst þó að gera við vél- ina, en þá kemur í ljós að hún hefur ekki burðarmagn til þess að taka alla farþegana. Fimm fara með henni, en fjórir verða að vera eftir og bíða þarna dauð- ans. Þegar velja á þá sem fara eiga, er athyglisvert hversu menn bregðast við því, allt eftir því hversu fórnfúsir þeir eru og skapgerð þeirra sterk. Sumir bjóðast til að vera eftir, aðrir neyta allra bragða, jafnvel glæp- samlegra, til að komast með. Meðal hinna fyrri er ung stúlka, Rena að nafni. En hún hefur tekið ástfóstri við lítinn dreng sem er farþegi og annast hann af mikilli nærfærni. Hún er því ein af þeim, sem látin er fara með vélinni. Hún og flugstjórinn hafa auk þess fellt hugi saman, — þó að það reyndar hafi ekki áhrif á þessa ákvörðun, því að það er annar maður, sem hefur tekið sér vald til þess að ákveða hverj- ir skuli fara og sjálfur verður hann eftir. — Efni myndarinnar verður ekki rakið hér frekar, enda sjón sögu ríkari. Mynd þessi er dágóð, spenn- an töluverð og leikurinn sæmi- legur. Hin sænska kvikmynda- leikkona, Anita Ekberg, sem um langt skeið hefur verið aðalum- ræðuefni kjaftakerlinga og helzti matur hneykslisblaðanna vestan heims og austan, leikur Renu, eitt af meiriháttar hlutverkunum. Ef dæma má eftir leik hennar í þessari mynd, þá er hún vissu- lega meiri auglýsingasnillingur en leiksnillingur, því leikur hennar er svo sem ekki neitt, sviplaus og tilþrifalaus. Fara flestir aðrir í myndinni miklu betur með hlutverk sín. — Ego. Iðnaðarhúsnœði Höfum til sölu húseign í nýja iðnaðarhverfinu í Síðumúla. Grunnstærð hússins er 315 ferm.. Búið að byggja 1. hæð, sem er fullgerð og má byggja nokkrar hæðir ofan á. FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Gísli G. Isleifsson, hdl. Björn Pétursson: Fasteignasala. Austurstræti 14, II. hæð. Símar 2-28-70 og 1-94-78 Afgreiðslustúlka óskast nú þegar. Ekki yngri en 24 ára. Upplýsingar í verzluninni milli kl. 5,30 og 6,30. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. AUSTURSTRÆTI 9. SÍMI 1116-1117 Cóð 4ra herb. íbúðarhœð um 100 ferm. í nýlegu steinhúsi við Gnoðavog. Laus strax ef óskað er. NÝJA FASTEIGNASALAN Bankastræti 7. Sími 24300 * og 7,30—8,30 e.h. 18546 IJtsala Sléttbotnaðir kvenskór Kvenskór með fleighælum — Karlmannaskór — Inniskór Lágt verð. — Notið tækifærið. — Gerið góð kaup. HECTOR Laugavegi 81 Skrifstofustúlka Fyrirtæki í Miðbænum vill ráða duglega stúlku (ekki yngri en 19 ára) nú þegar til skrifstofu og afgreiðslustarfa. Tilboð með uppl. um aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 16. þ.m. merkt „Rösk—4162“. Æskilegt að mynd fylgi. TIL SÖLU Hus til flutnings Járnvarið timburhús, stæ>rð 5x16 m, 3 herb., eldhús og bað og olíukynt mið- stöð. Allt á 1. hæð. Selst ódýrt ef samið er strax og andvirðið má greiða með SKULDABRÉFI að mestu eða öllu, ef um góða tryggingu er að ræða. FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Gísli G. ísleifsson, hdl. Björn Pétursson: Fasteignasala Austurstræti 14, II. hæð. Símar 2-28-70 og 1-94-78 Ingólfskaffi í kvöld kl. 9. Framsóknar- hiísið H/ð undraverða töfrapar sýnir listir sýnar i kvöld og næstu kvöld FRWHHÚSID Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar. Söngvari: Sigurður Jhonnie Sími 12826. Pórscafe—2a Cömlu dansarnir J. H. kvintettinn leikur. Sigurður Ólafsson syngur Dansstjóri Baldur Gunnarsson. ðgöngumiðasala frá kl. 8. Sími 2-33-33

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.