Morgunblaðið - 15.01.1959, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.01.1959, Qupperneq 16
te MORGUNRLAÐIÐ Fimmtudagur 15. jan. 1959. „Og auk þess er frásögn yðar «kki alveg sannleikanum sam- ikvæm, Helen“, sagði hann. „Hálf «r sannlei-kur er enginn sannleik- »r“. í>að varð stundarþögn, en svo sagði Bill allt í einu: _,Eruð þér ástkona Morrisons?" Hún hafði verið að tala um Jan Möller. Hann talaði um Morrison. En liún fann að hún varð að svara honum. ,?Já, ég er ástkona Morrisons“. „Þér eruð að byrja mikið og glæsilegt æviskeið“, sagði hann. „Og hvað með það?“ Hann sneri sér við og horfði á hana: — „Viljið þér sebja allt í hættu. Helen? Þér lýsið þessum Þjóðverja sem glæsilegri hetju. En undir gálganum hafa meiri hetjur fallið til foldar. Svo þegar öliu er á botninn hvolft, þá er það ekki nein venjuleg „ungfrú", sem hann hefur bjargað, heldur amer-1 Sskur stríðsfréttaritari. Svó fram arlega sem hann getur sannað það, j munu amerísku yfirvöldin áreiðan lega ekki framselja hann. Hvers vegna skyldi hann þegja?“ „Hann mun þegja“. Bill gekk aftur að borðinu sinu. — „En þér viljið hins vegar fara til Berlín og koma þar fram eem vitni. Með öðrum orðum: Þér vizkunnar". farið einungis eftir rödd sam- Hún treysti sér ekki til að mæta augnaráði Bills. Kinkaði að- eins kolli. Gamli maðurinn hló þurrum kuldahlátri: .,Samvizka konunnar er eins og bíll, sem gengur ekki án eldsneytis. Ástin er eldsneytið. Samvizka yð- ar er svo vakandi vegna þess að ástin knýr hana áfram. Þér skul- uð ekki álíta Morrison heimskari en hann er. Hann trúir jafnlítið á samvizkuna og ég sjálfur. Þér gætuð aldrei talið honum trú um það að miili yðar og þessa Þjóð- verja væri ekkert náið samband". Hún vissi ekki hverju hún átti að svara. Eftir nóttina á „Santa Maria“ var hún sannfærð um að Jan Möller væri sér einskis virði. Ekki meira en hver annar maður sem hefði hjálpað henni í nauð- um. Dularfullur maður í dularfull um heimi. Aðalpersóna í ieikritinu hennar. Hvers vegna varð þessi óskammfeilni, gamli blaðamaður að tala um ást? „Morrison á marga óvini“, sagði Bill með breyttri röddu. „Flestir óvinir hans eru í þessu húsi. Þér munuð komast að raun um það á sínum tíma. Hér logar allt af und- irferli og fláttskap. Síðan Morri- son eldri dó hefur stríðinu um æðstu völd í dagblaða-konungsrík- inu aldrei linnt. Sherry aðalfram- kvæmdastjóri vinnur að því dag og nótt að grafa undan aðstöðu Morrisons". (>Hvað kemur það mér við?“ spurði Helen gremjulega. „Enda þótt það sé enn ekki vit- að að þér eruð ástkona Morrisons, mun allt húsið vita það á morg- un. Sem ástkona Morrisons eruð þér þýðingarmikill þáttur í stærsta blaðahringi heimsins. „Ást kona Morrisons flýgur til Berlínar til þess að frelsa riddarakix>ssbera úr höndum bandamanna". Hugsið yður bara annað eins! Það væri hið mi'kla tækifæri sem andstæðing ar Morrisons hafa beðið eftir fram til þessa dags“; Helen kveikti sér í vindlingi. — Hún reýndi að koma reglu á til- finningar sínar. Með hreinskilninni hafði henni ekki orðið neitt ágengt. Hún ákvað því að skipta um aðferð. „Þér hafið rétt fyrir yður, hr. Clark“, sagði hún. — ,_Nafn mitt verður að haldast utan við þetta mál“. „Ég bjóst alltaf við því að þér mynduð taka sonsurn". „En ég verð samt sem áður að fara til Berlínar". „Til hvers?“ Hann tók sér aft- ur sæti við borðið. „Þér sögðuð sjálfur að Jan Möller myndi segja eins og er a. m. k. þegar Ameríkumenn til- kynntu honum að þeir myndu framselja hann. Þess vegna Trerð- ur að telja Ameríkanana af því að framselja hann“. Bill tottaði pípuna í ákafa. Það var dáið í henni. ,,Hvernig hafið þér hugsað yð- ur að gera það?“ spurði hann. — „Haldið þér kannske að málið verði þaggað niður vegna hinna fögru, bláu augna yðar?“ „Nei. Það verður gert, þegar Morrison krefst þess“. Bill leit til hennar með undrun í svipnum. „Morrison kemur snemma í fyrramálið til New York“, sagði hún. — ,.Við munum snæða sam- Utsala Kápur, kjófair, peysur, pils og fleira. Kápu og dömubúðin Laugavegi 15 an kvöldverð. Þá ætla ég að biðja hann að senda mig til Berlínar". „Þér leikið hættulegan leik, Helen". „Má vera“. „Þér þekkið ekki Morrison. Ef hann fær grun um það, að þér elsk ið þennan Jan Möller, þá verður allt gert til þess að koma Þjóð- verjanum yðar sem fyrst í umsjá Rússa“. Hann laut fram á borðið. .,Þér vitið ekki hvað afbrýðissam- ur maður getur gert. Einkum þeg- ar hann er kominn yfir fertugt". „Þér berið ekki mikið traust til Morrisons", sagði hún. „Þér berið of mikið traust til sjálfrar yðar“, svaraði hann stutt- lega. „Ég hef engu að tapa“. Hann stóð á fætur. „Þér hafið öllu að tapa“_ sagði hann. — „Þér gætuð tapað tæki- færinu — möguleikanum á því að verða frú Richard Morrison II.“ Hún reis líka úr sæti. Einni mínútu síðar var hún á leiðinni til herbergis síns. Hún gekk fram hjá vaxbrúðunum er veittu upplýsingar í anddyrunum, tók sér far með hraðlyftunni nið- ur, gekk eins og í draumi eftir dúldögðum ganginum. Hún var staðráðin í því að tefla djarft, jafnvel þótt hún yrði að hætta öllu í þeim leik — gæfu sinni og — ást. Helen virtist dagurinn algerlega endalaus. 1 ritstjórnarskrifstofu sinni las hún hvert einasta skeyti sem kom frá Berlín. Því sannfærð ari sem hún var um að sér myndi takast að fá Morrison til að miðla málum fyrir Jan Möller, þeim mun meira óttaðist hún það að hún yrði of sein að skeiast í leik- inn. Hún braut heilann um það, hvort hún ætti að leita til frétta- deildarinnar eftir nánari upplýs- ingum um gang málsins. Hún hafn aði samt þeirri hugmynd að lok- um og vék ekki eitt andartak út úr skrifstofunni sinni. Einhvern veginn fannst henni að hinar illu fréttir gætu ekki borizt símleiðis, svo lengi sem hún las hvert ein- asta skeyti frá Berlín. jafnskjótt og það barst. „Djöfullinn“, hugs- aði hún með sér — „vakir aðeins, þegar ég vaki ekki“. Hún var stað ráðin í því að vera vakandi. Jafnframt varð sú freisting sífellt áleitnari að þagga niðri í samvizkunni. Bill gamli hlaut að hafa einhverja gilda ástæðu, þeg- ar hann talaði um hið mikla tæki- færi hennar. Hún hugsaði til föð- ur síns, fátæka lyfsalans í Sring- field. Helen Cuttler frá Spring- field, eiginkona blaðakóngsins. Hel en Cuttler, ein auðugasta og áhrifa mesta kona í allri Ameríku. Her- bergið snerist með hana, eins og hamingjuhjól. Hún hafði nærri gleymt því að hún átti að mæta í skrifstofu James Ross leikhússtjóra. klukk- an fimm. Hún hafði afhent hinum þekkta Broadway-forstjóra leikritið sitt fyrir hálfum mánuði. Þegar hún kom aftur frá skrifstofu „Bills gamla“, hafði vélritunarstúlkan tilkynnt henni að hr. Ross byggist við henni kl. fimm næsta dag. Þegar klukkuna vantaði aðeins nokkrar mínútur í fimm, gat hún loks slitið sig frá skrifborðinu og yfirgefið bygginguna við Rocke- feller-Center. Það rigndi. Kalt nóvember-iegn- ið virtist lemja stræti New York borgar með þúsund þráðgrönnum svipum. Fólkið beygði sig undir svipuhöggunum. Helen stóð úti á götujaðrinum og veifaði vonleys- is’.ega til bifreiðanna, sem þutu fram hjá henni —.flestar fullskip aðar farþegum — og hún var orð- in rennvot, þegar leigubifreið renndi loks upp að stéttinni við hlið hennar. Til þess að komast yfir á Broad way, varð vagninn að aka þvert í gegnum borgina. Umferðaljósin hindruðu miskunnarlaust fe rð þeirra. Helen hataði þessi umferða ljós. Hún hataði New York. Hún hugsaði með söknuði um Berlín, þar sem engin umferðaljós voru. Skrifstofa James Ross var i einu af hinum rauðu, tveggja hæða tígulsteinshúsum, sem eru svo algeng í hliðargötum Broad- ways. Helen gekk hægt upp for- stofuþrepin. .,Leikhússmiðlun James Ross“ hafði aðeins tvö herbergi til af- nota. 1 fremra herberginu sátu tvær vélritunarstúlkur. Önnur ljós yfirlitum og brjóstamikil, var önnum kafin við að snyrta hárauð- ar neglurnar. Bersýnilega vin- kona húsbóndans. Hin, grá og guggin, álút yfir ritvélinni. Ber- sýnilega sú er framkvæmdi vinn- una. Á veggjunum héngu tylftir leikhússauglýsinga. James Ross tók á móti Helen í litla hirðuleysislega herberginu sínu, þar sem myndir voru festar á veggina með teiknibólum, í st-að auglýsinganna. Tileinkaðar mynd ir af Robert Sherwood og Max- well Anderson, við hliðina á sömuleiðis tileinkuðum myndum af Marlene Dietrich og Maurice Chevalier. Hr. Ross talaði mállýsku Bronx úthverfisins. Hann var mjög lít- ill maður, með svart hár og hvöss dökk augu, bak við ótrúlega forn- | tízkulegar svartbryddar náklömbr- ur. Með hvassa nefið og hvössu hökuna minnti hann einna helzt á roskna saumakonu. »»Ég er búinn að lesa leikritið yðar. Helen", sagði hann formála laust og ávarpaði hana með for- nafni, eins og allir gerðu J. Broad- way. — „Og ég hef gert meira en það. Ég er búinn að tala við „Eng ilinn minn“. — En því nafni nefndust fjárveitendurnir sem festu peninga í framleiðslu leik- ritanna á Broadway. — „Ég er alveg stórlega hrifinn. Engillinn er fullur áhuga. Hann fyllist sjald an áhuga og verður aldrei hrifinn. Ég held að við getum komið leik- ritinu út“. Helen roðnaði. Ross var ekki að- eins viðurkenndur áhrifamesti leikhússmiðlarinn á Broadway, heldur þótti hann og líka misk- unnarlaus gagnrýnandi. Hún hafði fastlega búizt við því, að hann myndi, í bezta tilfelli. með kurteis- legum orðum hafna þessu fyrsta bókmenntalega tilraunaverki henn ar, dæma það einskis virði. Maðurinn bak við hið ofhlaðna skrifborð, þurrkaði nefklombrurn ar sínar. a l # u 1) „Hvað er þetta, Vaskur? Er þetta hunduiinn hans Markús- W?“ 2) „Svo hann hefur þá sloppið frá pápa gamla. Þá verð ég víst að bregða skjótt við“. 3) „Andi! Kallinn minn gamli! Ég hélt að þú heíðir lent í ein- hverjum vandræðum. Nú pökk- um við farangri okkar í flýti og svo fylgir þú okkur til.... „Til dularfulla mannsins, ekki satt, Markús?" grípur Jói fram i. „Að sjálfsögðu verðið þér að gera fáeinar breytingar“, hélt hann áfram. — „Ég get selt hr. Mason verkið. Hann kann ekki aura sinna tal. Ef hann veitir fyr- irtækinu fjárhagslegan stuðning, þá er því borgið. En Mason er enginn kjáni. Hann hefur þegar séð hvar gallarnir eru“. ,.Og hvar eru gallarnir?" „Aðallega í þriðja þætti. Breyt- ingin á þessarri þýzku hetju yðar er næstum óhugsandi. 1 þriðja þætti verður hann allt í einu hreinn eins og engill. Husch, og hann flýgur í burtu. Það er þó líklega ekki sannfæring yðar að slíkur Þjóðverji sé raunverujega til.....“ „Ég þekki slíkan Þjóðverja. Og ég var nógu lengi í Þýzkalandi". „Vitleysa. Þar að auki kemur sannfæring yðar alls ekkert mál- inu við“. Hann hal 1-aði sér aftur á bak í stólnum og bankaði með fingurgómunum í borðplötuna. Svo sagði hann í prédikunartón: — „Það eru ekki allir ítalir svart- hærðir. Þeir tala ekki allir með höndunum eða syngja við hvert tækifærL En á leiksviðinu verða þeir allir að vera svarthærðir. tala með höndunum og syngja. Áhorf- endurnir krefjast þess. Þér getið ekki komið áhorfendunum í skiln- ing um neina nýja hugmynd á ein- um tveimur klukkustundum. Það er enn ekki liðið eitt ár frá því er styrjöldinni lauk og menn spyrja ekki eftir góðum Þjóðverjum". Helen þagði í þungum hugsun- um. Ef hún ætlaöi að njóta hækk- andi gengis, mátti enginn vita að hún hefði gengið eina nótt eftir Berliner-Strasse með Þjóðverja, Jan Möller að nefni. Ef hún vildi bjarga Jan Möller mátti Morrison ekki gruna að þessi Þjóðverji væri henni meira virði en hver annar.'Ef leikritið hennar átti nokkurn tíma að líta ljós Bix>ad- ways mátti sá maður ekki koma fram í því, sem hún hafði mótað eftir Jan Möller.....Jan Möller, alltaf þessi sami Jan Möller. . . . Hún heyrði háa rödd dvergsins bak við skrifborðið. „Þegar ályktunin er órökrétt, ve.rðið þér að breyta henni“. „Ef ég gerði það, þá yrðu aðeins góðir og göfugir Ameríkanar í öllu leikritinu og vondir Þjóð- verjar". .,Við höfum unnið striðið". „Hið unna stríð neyðir okkur samt ekki til að skrifa léleg leik- rit“. Ross lagði höndina á eina af skjalamöppunum, sem lágu fyrir framan hann á borðinu. Nú fyrst sá Helen að hún hafði að geyma leikritið hennar. „Ég hef lofað Mason því að þér skylduð umskrifa þriðja þáttinn“, sagði hann, SHUtvarpiö Fimmtudagur 15. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni“. sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt ir). 18,30 Barnatími: Yngsiu hlustendurnir (Gyða Ragnarsdótt- ir). 18,50 Framburðarkennsla í frönsku. 19,05 Þingfréttir. -— Tón- leikar. 20,30 Erindi: Um pokadýr (Ingimar Öskarsson náttúrufræð- inpur). 21,00 Tónleikar (plötur). 21.30 Útvarpssagan: .,Útnesja- menn“; XXIV. (Séra Jón Thorar- ensen), 22,10 Erindi: Um veðuiv far og landnytjar (Öskar Stefáns- son frá Kaldbak). 22,25 Sinfónísk- ir tónleikar (plötur). 23,10 Dag- skrárlok. Föstudagur 16. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Barnatími: Merkar uppfinn- ingar (Guðmundur M. Þorláksson kennari). 18,55 Framburðar- kennsla í spænsku. 19,05 Þingfrétt ir. — Tónleikar. 20,20 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,25 Bókmenntakynning: Verk Þóibergs Þórðarsonar (Hljóðritað í hátiðarsal Háskólan* 7. f.m.). 22,10 Lög unga fólksin* (Haukur Hau-ksson). 23.06 Dag- skráriok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.