Morgunblaðið - 15.01.1959, Side 18

Morgunblaðið - 15.01.1959, Side 18
18 1U O R C V JV B L 4 Ð I Ð ■Fimmtudagur 15. jan. 1959. Eggert Arnbjarnarson Stóra-Ósi — Minning Tveir erlendir skíðakennarar kenna hér á vegum Skíðasambandsins AKUREYRI, 14. jan. — f dag átti tíðindamaður blaðsins tal við Her mann Stefánsson, formann Skíða sambands fslands, og innti hann tíðinda um framkvæmdir á veg- um sambandsins. Kvað hann þær talsverðar og mætti meðal ann- ars nefna að í gær hefði hingað til Akureyrar komið finnskur skíðakennari, Ale Laine, og mun hann kenna stökk og göngu. Hér dvelur hann nokkra daga, en heldur síðan til ísafjarðar, og þaðan til ýmissa annarra staða, en alls mun hann dveljast hér á landi í fjóra mánuði. ☆ Þá hefur Skíðasambandið ráðið hingað Egon Zimmerman, sem er frægur austurrískur skíðamaður, og einn af beztu svigmönnum í sínu heimalandi. Er hann talinn ganga næst Toni Sailer, heims- meistara í svigi hvað stíl snertir. Austurríkismaðurinn mun þjálfa hér á landi fámennan hóp úrvals skíðamanna (landslið), til keppni í Alpagreinum. Er nú þegar búið að velja nokkurn hluta liðsins, en hinn hlutinn verður valinn að loknu landsmóti skiðamanna. Zimmerman mu» kenna hér á landi í aprílmánuði og er reikn- að með að nemendur hans verði 10—15 talsins. f þessu sambandi má geta þess að á næsta ári munu fram fara vetrar Olympíuleikar í Kali- forníu. Ókunnugt er um hvort íslendingar geta tekið þátt í þeim leikum. Erlendis eru nú tveir ís- firðingar við skíðaiðkun í Aust- urríki, þeir Kristinn Benedikts- son og Árni Sigurðsson. Æfa þeir þar Alpagreinar og hyggjast keppa á ýmsum mótum þar í vetur. Einn Akureyringur, Matt- hías Gestsson, stundar æfingar í göngu og stökki í Noregi. Ýmsir aðrir skíðamenn munu hafa í hyggju að fara til keppni erlend- is í vetur á ýms mót, en ókunn- ugt er nánar um það. — vig. Skautasvellið á íþrótta- vellinum mjög vel sótt GOTT skautasvell hefur verið undanfarna viku á íþróttavellin- um við Suðurgötu. Hefur fþrótta bandalag Reykjavíkurbæjar séð um að koma því upp og halda því við á vegum bæjarins. Þar hefur verið stöðugur straumur ungra sem gamalla frá því kl. 2 síðdegis til 10,30 á kvöldin, og á morgnana hafa komið heilir Pétur Rögnvaldsson fer fil Bandaríkjanna — til bóklegs náms og iþróttaœfinga EINN úr hópi beztu og fjölhæf ustu frjálsíþróttamanna landsins, Pétur Rögnvaldsson KR, er nú á förum til Bandaríkjanna. Slík urinn frá 1932 alveg við há- skólasvæðið. Meðal þekktra íþróttamanna, sem stunda nám við þennan há- skóla, má nefna þann sem senni- lega allir er hér að íþróttum huga þekkja, en þa ðer Charles Dumas, sem setti heimsmet í hástökki og vann þá grein á Melbourneleikunum. bekkir úr barnaskólunum undir stjórn kennara sinna, þ. e. a. s. þegar ekki hefur þurft að yfir- fara svellið, sprauta það eða ýta af því. ★ Fyrir þremur árum var hætt að halda við góðu skautasvelli á Tjörninni í frostum á veturna, og þessi háttur tekinn upp í stað- inn. Þykir af ýmsum ástæðum heppilegra að hafa skautasvell á íþróttavellinum. Á Tjörninni eru oft vakir, það er erfitt að fara út á hana með þung verkfærí, eins og traktor, og þegar hún botnfrýs, koma oft sprungur í svellið þvert og endilangt. Á íþróttavellinum er líka skjól- betra, og þar er alltaf hafður fullorðinn maður til taks, ef eitt- hvert óhapp hendir og skauta- fólk þarf á aðstoð að halda. ★ Komið hefur til tals að koma upp öðru svelli austar í bænum, og hefur verið athugað svæði skammt frá íþróttavellinum nýja í Laugardalnum, en ekki hefur orðið af því enn sem komið er. ENN er mér minnisstæð hin bú- sældarlega sveit, nyrsti hluti Miðfjarðarbyggðar, og það mynd arlega fólk, sem þar bjó, er ég fyrir um 50 árum var þar fyrst á ferð. Þannig stóð á því ferðalagi, að faðir minn var beðinn að jarð- syngja aldraða konu, Salóme að nafni, er hafði fyrir stuttu flutzt Norsk skipshöfn vann STOKKHÓLMI 14 jan. — Skips- höfnin á norska skipinu „Talis- man“ unnu knattspyrnukeppnina sem staðið hefur frá í sumar milii skipshafna á noræænum skipum. Alls tóku 859 lið þátt í keppninni en keppt er eftir vissum útsláttar reglum. Skipshöfnin á „Talis- man“ hlaut 30,5 stig. Næst kom sænsk skipshöfn með 30 stig og í þriðja sæti var einnig áhöfn sænsks skips. Raflögn til Vest- mannaeyja og vega kerfi á Þingvöllum í GÆR var útbýtt á Alþingi eftir farandi fyrirspurnum: 1. Til ríkisstjórnarinnar um framkvæmd þingsályktunar um rafveitulínu frá Hvolsvelli til Vestmannaeyja. Frá Jóhanni Jósefssyni. Hvað líður framkvæmd þingsályktunar frá 16. apríl 1958 um lagningu raf veitulínu frá Hvolsvelli til Vest- mannaeyja? 2. Til ríkisstjórnarinnar varð- andi vegakerfi á Þingvöllum. Frá Jóhanni Jósefssyni. Hvað hefur verið gert til að framfylgja ályktun Alþingis frá 30. maí 1958 um að láta breyta vegakerfi á Þmgvöllum? Útlendur áburður hækkar um 40% á þessu ári ef ékkert verður Pétur Rögnvaldsson í grindahlaupi, þar sem hann á íslandsmet. för er alltaf dálítið ævintýraleg fyrir íþróttamenn, því óvíða eru aðstæður góðra og efnilegra íþróttamanna betri til æfinga en þar og íþróttamenn ýmissa landa, t. d. Svía, leggja mikið upp úr því að komast vestur um haf til æfinga'um einhvern tíma. För Péturs er ekki beint og einungis í sambandi við íþrótta- iðkun. Hann stundaði um eins árs skeið nám við University of Southern California. Stundaði hann nám undir BA-próf, m. a. í ensku og verzlunarfræðum. — Pétur gat þá ekki lokið náminu, en hefur haldið áfram lestri hér heima og mun geta lokið próf- um sínum vorið 1960. Hefur hann mikinn hug á slíku, þó hann fyrst um sinn verði ekki nema til vorsins fyrir vestan. Pétur sagði Mbl. í gær, að hann yrði mjög að halda sér að lestrinum, en að sjálfsögðu myndi hann eftir föngum iðka íþrótt sína. Aðstæður við háskólann til íþróttaiðkana eru mjög ákjósan- legar, t. d. er Olympíuleikvang- að gert Ræða Jóns Sigurðs- sonar á Alþingi í gær í GÆR var tekin til umræðu í sameinuðu Alþingi þingsályktun- artillaga þeirra Jóns á Reynistað og Ingólfs á Hellu um niður- greiðslu á innfluttum áburði. Til- lagan er á þessa leið. Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að greiða niður verð á innfluttum áburði árið 1959, þannig, að verðið til bænda verði sem líkast því, sem það var árið 1958. Fyrri flm., Jón Sigurðsson fylgdi tillögunni á hlaði og mælti á þessa leið: Þegar lögin um útflutnings- sjóð frá s.l. vori gengu í gildi, var búið að kaupa til landsins það magn af fosfórsýru- og kalíá- burði, sem áætlað var að bænd- ur mundu nota á því ári. Að svona heppilega vildi til bjarg- aði bændum frá að reksturkostn- aður þeirra vegna kaupa á útlend um áburði stórhækkaði þá þegar. Nú verður þessi hækkun ekki lengur umflúin. Fosforsýru- og kalíáburður sem bændur nota á yfirstandandi ári mun hækka um a.m.k. 40% ef ekkert er að gert, miðað við söluverð þessara áburðartegunda s.l. ár. Þessi mikla hækkun veldur mörgum bændum tilfinnanlegum j erfiðleikum. Vel getur svo farið að hækkunin knýi bændur til að | draga stórlega úr notkun þessara áburðartegunda en það væri síð- ur en svo æskilegt. — Áburðar- tilraunir víðs vegar um land hafa leitt í ljós að víða er skortur á þessum efnum í jarðveginum og að margir bændur hafa ekki gætt þess sem skyldi að sjá jarðvegin- um fyrir þessum áburðarefnum. Þar sem mikil brögð eru að þessu veldur það minni sprettu og lé- legri. uppskeru en ella. Engu að síður er hætt við að úrræði bænda sem erfitt eiga með greiðslu verði það að draga úr þessum áburðarkaupum. Þegar verð á innfluttum fóður- bæti var stóhækkað s.l. vor, var því haldið fram af talsmönn- um þeirrar hækkunar að hækk- uninni á fóðurbæisverðinu væri beinlínis ætlað að koma því til leiðar að bændur drægju stór- lega úr fóðurbætiskaupum frá út- löndum. í þess stað áttu bændur að afla meiri og betri heyja og spara sér þannig kjarnfóðurkaupin frá út- löndum. En eins og þegar hafa verið færð rök að eru horfur á, að sú hækkun á útlenda áburð inum sem nú kemur til fram- kvæmda, verki alveg í þveröf- uga átt. En hér kemur fleira til greina. 40% hækkun á innfluttum áburði, áburði, hækkar rekstrar- útgjöld bænda, og kemur til að verka með fullum þunga næsta haust þegar verð á landbúnaðar- vörum verður ákveðið. Talið er að þessi hækkun muni valda tals verðri vísitöluhækkun, en hvert vísitölustig er áætlað að kosti um 6 millj. kr. í auknum útgjöldum. — Við flutningsmenn leggjum því til að verðið á innfluttum áburði verði greitt niður svo það verði sem líkast því er það var s.l. ár. Með þeirri ráðstöfun vinnst þrennt: Það mundi létta bændum áburðarkaupin. Stuðla að betri ræktun og minni kjarnfóðurkaup um frá útlöndum. Og koma í veg fyrir hækkun vísitölu með þeim afleiðingum sem allir þekkja. Loks má benda á að yfirfærslu gjald af áburði 55% sem lagt var á s.l. vori kom ekki til tekna á því ári. Þetta gjald sem nú verð- ur innheimt í fyrsta sinn af inn- fluttum áburði mundi nægja til þeirrar niðurgreiðslu sem þings- ályktunartillagan gerir ráð fyrir. Og allt er þetta í raun og veru sami sjóðurinn útflutningssjóð- urinn og ríkissjóðurinn þó pen- ingum sé stungið í tvo vasa. Að lokum vil ég leggja til, að tillögunni verði vísað til fjárveit inganefndar. Fleiri tóku ekki til máls og var tillagan samþykkt til 2. umr. með 28 samhljóða atkv. og til fjár- veitinganefndar með jafnmörg- um atkvæðum. vestur að Söndum í Miðfirði til þeirra mætu hjóna, Jón Jónsson- ar og Salóme Jóhannesdóttur, og látizt þar. Var ég fylgdar- maður, því að færð var slæm og ár illar yfirferðar. Er mér enn minnisstætt ýmislegt frá þeirri ferð, eins og hinar ágætu við- tökur og vinátta fólksins. Þá einnig hin mörgu vel setnu bændabýli, eins og Sandar og Stóri-Ós, svo að nokkur séu nefnd. Síðar, er árin færðust yfir og sjóndeildarhringurinn varð stærri, urðu fleiri byggðir mér kærar, en þó héldust ætíð þessi kynni mín við líði og urðu meiri, er ég kynntist systkinunum á Stóra-Ósi. Heimilið á Stóra-Ósi var af öllum, sem til þekktu, talið ágætis heimili, sem tók öllum ferðamönnum, sem að garði komu, tveim höndum og veitti ríkulegan beina, og hvort sem komið var að nóttu eða degi. Vosklæðin voru dregin af ferða- manninum, og þau vel þurrkuð. Glaðværð ríkti á heimilinu, sam- ræður hinar ánægjulegustu, í senn greindarlegar og blandnar kímni og skarplegum athugun- um. 1 framhaldi þessara ummæla minna vil ég með nokkrum orð- um minnast hér eins bræðranna frá Stóra-Ósi, sem er Eggert, er andaðist hinn 22. des. 1957. Eggert Arnbjarnarson var fæddur að Stóra-Ósi hinn 1. maí 1883. Hann var kominn af gagn- merku fólki í báðar ættir. Voru foreldrar hans Sólrún Árnadótt- ir og Arnbjörn, hreppstjóri, Bjarnason, stúdents og bónda, Friðrikssonar, prests á Breiða- bólstað í Vesturhópi, Þórarins- sonar, sýslumanns á Grund, Jóns- sonar. Voru þeir bræðrasynir, Bjarni stúdent Friðriksson, afi Eggerts, og Bjarni, amtmaður og skáld, Thorarensen. Er þessi ætt lands- kunn að dugnaði og gáfum. Eggert sál. var greindur mað- ur, fróður og minnugur vel. Hann var ræðinn, mælskur og hrókur alls fagnaðar í glöðum félagsskap. Eggert var góður hestamaður og átti ætíð góðhesta vel alda, enda var hann ferða- maður góður og fljótur í ferð- um. Er mér vel minnisstæðar gangnaferðir í gamla daga suð- ur heiðar og sanda fram til jökla. Þar hittumst við nokkrum sinn- um við Réttarvatn, en þar komu saman fjárleitarmenn úr Þingi, Vatnsdal, Víðidal, Miðfirði og úr Borgarfirði — á annað hundrað manns. Var sauðfénu smalað af hálendinu að Réttarvatni og rétt- að í Réttarvatnstanga, og þar fór fram sundurdráttur á milli lands- byggðanna. Menn voru léttir í skapi, frjálsir í fjallasal og á heiðum uppi, en þó vitandi þess að vera að gegna miklu ábyrgðar- starfi langt frá byggð á haust- nóttum. Gat stundum hitnað í hamsi og orðið harðar deilur og nokkur átök, ef því var að skipta, en allajafna enduðu viðskiptin í sátt og samlyndi, og vinátta batzt á milli manna. Eggert sál. var einn af þess- um góðu og ágætu félögum, einn- ig fram á heiðum og suður við jökla. En heima á Stóra-Ósi, -er mér Eggert minnisstæðastur. Ég þakka honum ómetanlegan greiða, sem hann gerði mér, og alla hans vináttu. Það er góður greiði, að lána óbeðinn hest sinn með reiðtygjum, ferðamanni að vetrarlagi í langa ferð, sem af óviðráðanlegum ástæðum kemst í vanda, en þarf óumflýjanlega að halda ferð sinni áfram. Ýmislegt fleira gæti ég sagt um hjálpsemi og vináttu Eggerts sál., sem öllum er til þekktu, er mjög kunnugt um, en læt hér staðar numið. Ég minnist þessa ágæta félaga. Blessuð sé minning hans. Ólafur Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.