Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 1
Segðu jbað Krúsjeff Kveðjuskeyti til Mikojans frá Dulles NEW YORK, 20. jan. — Skömmu áður en Mikojan steig upp í SAS flugvélina á flugvelli í New York á leið heim eftir 6 daga dvöl í Bandaríkjunum barzt honum skeyti frá Dulles utanríkisráð- herra. Óskaði Dulles .honum góðrar heimferðar og kvaðst vona, að Mikojan segði Krúsjeff það strax eftir heimkomuna, að Bandaríkja menn óskuðu ekki einungis friðar — heldur tryðu þeir einnig statt og stöðugt á rétt sinn, rétt allrar þjóðarinnar til þess að velja sér eigið stjórnarform. Voru og í nafni Eisenhowers forseta árnað- aróskir til rússnesku þjóðarinn- ar svo og óskir um að Mikojan segði þjóð sinni, að bandaríska þjóðin vildi öllu framar lifa í sátt og samlyndi við Rússa. Mun Mikojan hafa viðkomu í Kaupmannahöfn á heimleiðinni og flytja ræðu annað kvöld í hófi, sem Dönsk-sovésk menn- ingartengsl halda honum. Mikið hefur verið rætt hvaða áhrif heimsókn Mikojans vestur um haf muni hafa — og vonast menn til þess að ræða Krúsjeffs á 21. flokksþinginu gefi vísibend- ingu um það. Er almennt talið, að líkurnar fyrir stórveldafundi séu meiri eftir heimsókn Mikojans, því að Bandaríkjastjórn hafi ekki sýnt honum neina undanlátssemi. Hins vegar kom það mönnum á óvart hve Mikojan var harður í horn að taka á seinasta blaða- mannafundinum sínum, þar sem hann réðist á marga bandaríska ráðamenn. Þykir sýnt, að hann hafi talið reynandi að hafa ein- hver áhrif á bandarískan almenn- ing úr því að forystumönnum þjóðarinnar varð ekkert þokað. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið gaf í kvöld út yfirlýsingu varð andi ummæli Mikojans þess efnis, að kalda stríðinu væri enn haldið áfram í utanríkisráðuneyt- inu og það hefði haft áhrif á verzlunarviðskipti landanna. — Sagði í yfirlýsingunni, að Miko- jan hefði eingöngu haft áhuga á að fá lánsvörur hjá Bandaríkja- mönnum — og kaupa það af framleiðslunni, sem bannað væri að flytja til kommúnistaríkja, en það er varningur, sem nemur um 10% af heildarframleiðslu Banda ríkjanna. Ekkert að óttast BONN, 20. jan. — Það er engin ástæða fyrir Þjóðverja að óttast, að Bandaríkjamenn hafi gert ein hvern baktjaldasamning við Rússa um örlög Þýzkalands, sagði Fritz Erler, einn af leið- togum v-þýzkra jafnaðarmanna, í viðtali við blaðamenn, er hann kom úr Bandaríkjaför. Hann sagði, að V-Evrópumenn ættu að treysta Bandaríkjamönnum bet- ur. Mikojan hefði verið gefið fyllilega í skyn vestan hafs, að ekki yrði um neitt fráhvarf að ræða af hálfu Vesturveldanna hvað Berlínardeiluna snerti. Samkomulag hefur nú tekizt milli Breta og Egypta um fjárgreiðslur og skaðabætur þeirra í milli vegna illdeilna þessara þjóða síðustu ár. Það er Eugene Black, bankastjóri Alþjóðabankans, sem hefur unnið það þrekvirki að sætta þessa fjendur. Mynd þessi var tekin í Kaíró fyrir nokkrum dögum, þegar bráðabirgðasamkomulag hafði náðst. Lengst til vinstri er Eugene Black, í miðjunni aðstoðarmaður hans, Rucinsky. Þá kemur efnahagsmálaráðherra Egypta, E1 Kaissouny, og loks fulltrúl Breta, Sir Denis Rickett. Flugvél flóttamanna varð að snúa aftur HAVANA, 20. jan. — Fjórir fyrr- verandi rikisráðsmenn og 18 aðr- ir, sem gegndu opinberum stöð- um undir stjórn Batista leituðu hælis í sendiráði Chile í Havana í dag. í gærkvöldi héldu flótta- Irak sendir ekki fulltrúa BAGDAD, 20. jan. — Talsmaður 1 utanríkisráðuneytisins í írak j skýrði svo frá í dag, að írak mundi ekki senda fulltrúa á ráð- herrafund Bagdad-bandalagsins, sem hefst á mánudaginn í Pak- Fúsir til ráðstefnu, ef... istan. Þó kvað hann enga ákvörðun enn hafa verið tekna um það, að írak segi sig úr Bag- dad-bandlaginu. Það eru mikil- vægari málefni, sem við höfum um að hugsa þessa stundina, sagði hann. Bagdad-bandalagssamningur- inn rennur út árið 1960 — verði hann ekki endurnýjaður fyrir þann tíma og er talið, að írak mennirnir áleiðis til Chile með flugvél, en hún snéri aftur til Ilavana vegna vélarbilunar. Höfðu flóttamennirnir 22 áður leitað hælis í sendiráðinu og dvöldust þar þangað til flugvélin lagði upp. Veittu kúbönsku stjórn arvöldin þeim leyfi til þess að fara frjálsir úr landi, en hálfri stundu eftir að flugvélin fór, var leyfið úr gildi fellt — þar eð flugvélin var þá komin út fyrir landhelgi eyjarinnar. Eftir mikið þras á flugvellin- um í Havana var flóttafólkinu þó aftur leyft að hverfa til sendi- ráðsins, en ekki hefur enn feng- izt endurnýjað leyfi fyrir það að fara út í flugvélina. Halda stjórn- arvöldin fast við það, að fólkið hafi verið komið út fyrir land- helgi og því ekkert erindi haft aftur til landsins. En sendiherra Chile reynir að sannfæra stjórn- ina um, að ekki hafi verið um annað að ræða, hér hafi verið um nauðlendingu að ræða. Frá Chicago herma fregnir, að persónulegur fulltrúi Castro i Bandaríkjunum hafi ákært banda ríska utanríkisráðuneytið og fyrr verandi sendiherra Bandaríkj- anna á Kúbu fyrir að hafa leikið tveim skjöldum meðan á upp- reisninni stóð. Þá hefur og verið haft eftir honum, að í athugun sé, hvort heppilegt væri að senda bandarísku hernaðarsendinefnd- ina heim — og fá aðra frá Venezú ela í staðinn. Monte-Carlo LONDON, 20. jan. — Erfiðlega gengur keppendum í Monte Carlo akstrinum. Miklir snjóar eru víða í Evrópu og hálka á vegum. Margir bílar hafa gengið úr spaft inu vegna óhappa sakir umferðar erfiðleikanna. Enskur togari reyndi að sigla á norskt varðskip Lange segir Norðmenn taka til sinna ráða, ef • •• KAUPMANNAHÖFN 20. jan. LONDON, 20. jan. — Macmillan, forsætisráöherra Breta, lét svo ummælt í brezka þinginu í dag, að stjórn hans væri nú að ráðgast við stjórnir bandalagsríkjanna vegna sýnilegra merkja um það, að Rússar væru nú fúsari til við- ræðna en áður. Kvað hann og ummæli Dulles þess efnis, að hægt væri að fara aðrar leiðir til sameiningar Þýzkalands en með frjálsum kosningum um allt landið. Orð bandaríska utanríkis- ráðherrans hefðu verið í fullu samræmi við sameiginlega yfir- lýsingu Vesturveldanna um að þau væru fús til viðræðna við Rússa um aðrar leiðir til sam- einingar Þýzkalandi. Það var í spurningatíma í þing- inu, sem Macmillan lét þessi orð falla. Sagði hann ennfremur, að samkv. síðustu orðsendingu Rússa vildu þeir einungis efna Ræða fiskverndun LONDON, 20. jan. — Fulltrúar frá 14 þjóðum sitja nú ráðstefnu í London, þar sem rætt er um endurskoðun á alþjóðareglum um fiskvernd. Er þar m. a. fjall- að um möskvastærð í botnvörp- um. Fulltrúarnir eru frá Belgíu, Danmörku, Frakklandi, V-Þýzka- landi, íslandi, trska fríríkinu, Hollandi, Noregi, Póllandi, Portú gal, Spáni, Svíþjóð, Bretlandi og Rússlandi. til ráðstefnu um öryggismálin, ef Þýzkalandsmálin yrðu eina dag- skrármálið. Vesturveldin hefðu hins vegar kosið, að öryggi Evrópu yrði rætt á slikum fundi í heild. En samt sem áður væru Vesturveldin fús til að taka þátt í fundi með Rússum, ef einhver samkomulagslíkindi væru fyrir hendi. Þá sagði hann, að ósveigjan- leiki V-Þjóðverja hvað Oder- Neisse-línunni viðkæmi ætti ekki sízt þátt í því að draga úr sam- komulagslíkunum. GENF, 20. jan. — Á ráðstefnunni um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn urðu deilur í dag. Rætt var um hvernig manna Góðar horfur PARÍS, 20. jan. — Tyrkneski ut- anríkisráðherrann upplýsti það í dag, að samkomulagshorfur með Grikkjum og Tyrkjum varðandi Kýpurdeiluna væru nú góðar. Ilefur ráðherrann átt marga fundi með gríska utanríkisráð- herranum að undanförnu um mál ið — og mun viðræðum verða haldið áfram. ætli ekki að segja sig úr banda- laginu fyrr en önnur aðildarríki endurnýja með sér samninginn, eins og fastlega er búizt við. Hin bandalagsríkin eru Bretland, Pakistan, íran og Tyrkland, en Bandaríkin eru ekki fullgildur meðlimur. Afstaða íraks hefur verið mjög óljós síðan byltingin var gerð þar í sumar — og hefur stjórn landsins ekki tekið neinn þátt í störfum bandalagsins síð- skyldi eftirlitsstöðvar þær, sem settar skyldu upp víðs vegar um heim samkvæmt framkominni áætlun. Eru Vesturveldin þeirrar skoð- unar, að alþjóðlegar nefndir eigi að annast gæzlu stöðvanna — og einstök riki eigi ekki að eiga full- trúa í þeim eftirlitssveitum, sem gæta stöðva innan eigin landa- mæra. Rússar fella sig ekki við þetta sjónarmið. Vilja hafa eftir- litið „sjálfvirkt“, a. m. k. enga erlenda eftirlitsmenn inn fyrir eigin landamæri. HAAG 29. jan. — Hafnar eru viðræður milli Hollendinga og V- Þjóðverja um að ríkin komi upp herbækistöðvum hvort í annars landi. — Kvöldberlingur skýrir svo frá í dag, að Lange utanríkisráðherra Norðmanna hafi í dag lýst því yfir, að í grundvallaratriðum væri Noregur fylgjandi því, að samningaleiðin verði farin til lausnar landhelgismálunum — þ. e. a. s. fiskveiðitakmörkunum. Sagði Lange ennfremur, að norska stjórnin mundi fylgjast vel með þróun málanna og búa sig undir að grípa til nauðsyn- legra verndunarráðstafana, ef innrás erlendra togara við Nor- egsstrendur ógnaði hagsmunum norskra fiskiðnaðarins. -o- Þá herma fregnir frá Osló, að brezkur togari hafi í gær verið staðinn að veiðum innan norskr- ar landhelgi. Hafi togarinn einnig verið búinn að vinna tjón á veið- arfærum norskra báta. Norskt varðskip hafi gert tilraun til að stöðva togarann, sem þá reyndi að sigla á varðskipið. Misheppn- aðist tilraun togarans — og slapp hann varðskipinu úr greipum. -o- Foringi norska sjóhersins í N- Noregi sagði í dag, að það væri ekki rétt, að erlendum togurum hefði fjölgað við Finnmörk síð- an íslendingar færðu út fiskveiði takmörkin. Hvað hann mikinn fisk hafa verið þar að undan- förnu — og í rauninni hefði togarafjöldinn verið minni. Ekki kvað hann strandgæzluna mundu að óbreyttu geta gætt 12 mílna fiskveiðilandhelgi. ★--------------------—★ MiSvikudagur 21. janúar Efni blaðsins m. a.: Bls. 3: 6000 sjúklingar í ríkisspítölun- um á sl. ári. — 6: Hetjueyjan hefur fengið nóg af brezkri stjórn (Erl. yfirlit.) — 8: Ágætir dómar um söng Guð- rúnar Á. Símonar. — 9: Búnaðarmálasjóðhækkunin og lýðræðið. — 10: Forystugreinin: Verið aldrei ot vissir. Eins og víti á jörð (Utan úr heimi.) — 11: Um heilbrigðismál héraðanna (Páll V. G. Kolka.) — 13: Súðavík (vig.) — 18: íþróttir. ★----------------------------★ Rússar við sama hey- garðshornið % *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.