Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 21. jan. 1959 MORCVNBLAÐIÐ 19 Minnzt 50 ára afmœlis Hólskirkju í Bolungarvík BOLUNGARVÍK, 20. jan. — f síð- asta mánuði var minnzt hér í Bolungarvík 50 ára afmælis Hóls kirkju með guðsþjónustu í kirkj- unni. Sóknarpresturinn ,séra Þor bergur Kristjánsson, rakti sögu hennar ýtarlega og minntist starfs manna hennar, lærðra og leikra. ★ Hólskirkja var vígð annan sunndag í aðventu árið 1908 af séra Þorvaldi Jónssyni. — Rögn- valdur Ólafsson, byggingameist- ari, teiknaði hana, en yfirsmiður var Jón Snorri Árnason frá fsa- firði. Kirkjan er sterkviða og gott hús. Nýlega var tekið að hita hana upp með rafmagni, og var þá jafnframt gert allmikið við hana. Er hún nú í mjög góðu á- standi. Sú hugmynd kom fram að Góðar fisksölur erlendis SÍÐUSTU tvo dagana hafa þrír íslenzkir togarar selt af la sinn er- lendis fyrir gott verð. — í fyrra- dag seldi Harðbakur frá Akur- eyri í Cuxhaven í Þýzkalandi 183,3 lestir af fiski fyrir 110,300 mörk. í gær seldi svo togarinn Sólborg frá ísafirði í sömu höfn 240 lestir fyrir 110,000 mörk. í gær seldi einnig Ólafur Jóhann- esson frá Patreksfirði afla sinn, sem var 188 lestir, í Grimsby. Söluverð aflans var 10,168 sterl- ingspund. minnast þessa afmælis með því að gefa til kirkjunnar vandað pípuorgel, og hefir verið hafin söfnun í því skyni. Safnazt hafa rúmlega 50 þúsund krónur; þar af hafa einstaklingar gefið 27 þús. kr., ýmis félög 10 þús. kr., gaml- ir Bolvíkingar á ísafirði 3.400 kr., og loks hefir borizt gjöf frá hjón unum á Geirastöðum, Ingveldi og Kristjáni Ólafssyni, til minning- ar um dóttUr þeirra, Helgu, sem lézt níu ára gömul. Enn vantar mjög mikið fé til þess að hægt sé að kaupa orgelið, en gert er ráð fyrir, að það kosti um 120 þúsund krónur. Eru það eindregin tilmæli þeirra, sem fyr ir orgelkaupunum standa, að eldri og yngri Bolvíkingar, svo og allir velunnarar kirkjunnar, minnist þessa málefnis og stuðli eftir megni að því, að hægt verði að koma orgelinu upp næsta vor. — Á sl. ári stóð á nauðsynlegum leyfum, en það mun standa til bóta, og er því nauðsynlegt, að fjársöfnunin sé efld eftir mætti. ★ Prestar þeir, sem undanfarin 50 ár hafa þjónað Hólskirkju, eru þessir: séra Þorvaldur Jónsson, séra Magnús Jónsson, síðar próf., séra Sigurgeir Sigurðsson, síðar biskup, séra Páll Sigurðsson, séra Guðundur Guðmundsson og séra Látinn laus BAGDAD 20. jan — Irönsk stjórnvöld hafa leyst Haj Mahm. ud Isterbradi, þann sem skaut skjólhúsi yfir Nuri Es-Said á flóttanum í sumar, úr haldi. Hafði maðurinn verið dæmdur til nokkurra ára fangelsisvistar, en of lasburða til þess að sitja í fangelsi. Berja landslýð PEKING, 20. jan. — Kommún ískir erindrekar í norð-austur- héruðum Kína hafa verið gagn- rýndir í tímariti einu í Peking fyrir grimmdarlega framkomu gagnvart almúgafólki. Eru þeir sagðir hafa barið marga til óbóta og bundið menn. Kemur það og fram í greininni, að margir bænd ur urðu að fella búpening sinn, þegar kommúnistastjórnin lög- skipaði „communurnar" svo- nefndu. Kyrrð að komast á BUENOS AIRES, 20. jan. — Frondizi, forseti Argentínu kom til Washington í dag í opinberri heimsókn til Bandaríkjanna. Tók Eisenhower forseti á móti honum. Allt virðist nú vera að komast í eðlilegt horf í höfuðborg Argent ínu. Síðustu fregnir hermdu, að flestir starfshópar hefðu horfið til vinnu í dag eða mundu gera það í fyrramálið. Utan höfuðborgar- innar mun þó víða ríkja verkfall — og hafa Peronistar lýst því yf- ir, að hin almenna þátttaka í verk fallinu sé mikill sigur fyrir Peron og málstað hans. Talið er, að um 200 manns hafi verið handteknir í sambandi við verkfallið. Hreyfilsmeim sigruðu Kefl- víkinga í skák KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 20. jan. — Á sunnudaginn fór fram skákkeppni í Keflavík. Áttust þar við Taflfélag Hreyfils og Skák- félag Keflavíkur, og var teflt á tuttugu borðum. Leikar fóru svo, að Hreyfils- menn ióru með sigur af hólmi, hlutu IIV2 vinning gegn SV2. — Keflvíkingarnir töpuðu aðeins einni skák á fyrstu tólf borðun- um, en vegna fjarveru margra meistaraflokksmanna tefldu ýms- ir úr öðrum og þriðja flokki við lægri borðin. — Keppnin fór vel fram. — B. Þ. Standið saman um dollarann WASHINGTON 20. jan. — Eis- enhower forseti hvatti í dag Band aríkjamenn til þess að standa saman um verðgildi dollarans. Ræddi hann efnahagsmálin á þingi og sagði, að blómaskeið væri framundan í efnahagslífinu, erfiðleikarnir hefðu verið yfir- stignir, en allir hagsmunahópar yrðu að gæta sín og hjálpast að um að vernda gildi gjaldmiðils- ins, hætta gæti stafað af auknum BONN 20. jan — Varaformað- ur v-þýzka jafnaðarmannaflokks ins lagði til í dag, að V-Þjóð- verjar kæmu fram með einhverj- ar tillögur, sem greiddu fyrir lausn Þýzkalandsmálsins. Hætta ekki LONDON 20. jan. — Brezki nýlendumálaráðherrann sagði í dag, að Brétar mundu ekki hætta aðgerðum gegn EOKA á Kýpur — þ. e. a. s. venjulegum löggæzlu herferðum yrði ekki hætt. EOKA hefur boðizt til að gera vopna- hlé, ef Bretar hætti aðgerðum gegn EOKA. Þorbergur Kristjánsson. — Auk þess hafa aðrir prestar þjónað hér í forföllum. Formaður sóknarnefndar er Þórður Hjaltason, meðhjálpari kirkjunnar er Ingimundur Stef- ánsson, organisti er Sigríður Nordquist, og formaður kirkju- kórsins er Sigurður E. Friðriks- son. — Fréttaritari. Leikskóli fyrir vanþroska börn STYRKTARFÉLAG vangefinna hefur komið á fót leikskóla fyrir vanþroska börn hér í bæ. Skólinn er til húsa í bjartri og rúmgóðri stofu að Háteigsvegi 18 og tók til starfa í byrjun desember. Frú Þórdís Guðmundsdóttir er for- stöðukona hans. Þarna er barnanna gætt frá kl. 1—5 daglega, nema kl. 1—4 á laugardögum. Um kennslu er ekki að ræða því ekki var völ á sérmenntuðu fólki í þeirri grein, heldur er haft ofan af fyrir börn unum á ýmsan hátt, leikið við þau, sungið og spilað — reynt að láta þau dunda við að klippa út myndir o. fl. Af hálfu félagsins er þetta til raun til þess að létta undir með foreldrum, sem eiga vanþroska börn. Oft er mjög erfitt að ann- ast þau heima fyrir og ætti því gæzla sem þessi að geta komið í góðar þarfir. Foreldrar eru því hvattir til að nota sér leikskólann svo sem rúm hans leyfir. Þess má geta að mánaðargjald fyrir börnin er hið sama og á leikskól- um Sumargjafar, kr. 310 á mán. Fjórar konur úr stjórn Styrkt arfélagsins sáu um undirbúning að stofnun leikskólans, þær Arn- heiður Jónsdóttir, Benney Guð- mundsdóttir, Kristrún Guðmunds dóttir og Sigríður Ingimarsdótt- ir og gefa þær, ásamt forstöðu- konunni, allar nánari upplýsing ar um skólann. (Frá Styrktarfélagi vangefinna.) — Kona sýknuð Framhald af bls. 2. var á ferð, er bifreið hennar og bifreiðin V 37 rákust á inni á gatnamótunum. Hefur ákærða því með akstri sínum brotið gegn þeim ákvæðum laga og lögreglu samþykktar, sem greind eru í ákæruskjali, sbr. nú 1. mgr. 48 gr. og 49. gr. umferðarlaga nr. 26/1958. Leysir það ekki ákærðu undan sök, þótt mjög hafi skort á löglegan akstur af hálfu öku- manns V 37 í umrætt skipti. Refsing ákærðu þykir hæfilega ákveðin 200 króna sekt í ríkis sjóð, og komi varðhald 2 daga í stað sektarinnar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað eiga að vera órösk uð. Ákærða greiði allan áfrýjun arkostnað sakarinnar. — Utan úr heími Framh. af bls. 10. er, hefir það raunverulega skil ið þannig við landið, að það er lifvænlegra en áður — frjósöm jörð, sem býður góð lífsskilyrði fyrir þá, sem eftir lifa. — En munu þeir geta hugsað sér að búa áfram í þessum „dauðans dal“, með minninguna um nótt ina hryllilegu, 9. janúar 1959, að eilífu fólgna í hinni frjósömu jörð undir fótum sér — minn inguna um það, þegar friðsæli dalurinn þeirra breyttist skyndi lega í helvíti á jörðu? 195S Mercedes Benz 180 til sölu og sýnis næstu daga hjá Ameríska sendkáðinu Laufásvegi 21. Kommúnistar falla! TAIPEI, 20. jan. — Bandaríski sendiherrann á Formósu spáir því í ræðu i dag, að almenningur á meginlandi Kína muni rísa upp einn góðan veðurdag og hrinda aí höndum sér oki kommúnista. Kvað hann það skoðun Banda- ríkjastjórnar, að veldi kommún- ista á meginlandinu yrði ekki til langframa. Sagði hann þess glögg merki, að kommúnistastjórnin væri ekki að óskum og vilja kínversku þjóS arinnar. Bandaríkjastjórn mundi halda áfram að veita þjóðernis- sinnastjórninni hernaðarlegan og efnahagslegslegan stuðning — og hvatti kínverska kom núnista til að láta af ógnarstefnu sinni. Áætlanir kínverskra kommúnista um að binda endi á áhrif Banda- ríkjamannna og lýðræðisþjóð- anna við vestan vert Kyrrahaf, mundu fara út um þúfur. Fronsktsnámskeið Alliance Francaise Námskeið hefst fimmtudaginn 22. þ.m. Innritun og upplýsingar í Bókaverzlun Snæbjamar Jónssonar & Co., Hafnarstræti 9. Sími 11936. Hjartkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir ERIC ERICSSON lézt í Landsspítalanum 17. þ.m. Ákveðið er að jarðar- förin fari fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. febrú- ar kl. 1,30 e.h. Jarðarförinni verður útvarpað. Signe, Inger og Hilmar. Sonur minn og bróðir NÍELS ÞÓRARINSSON Laugaveg 76, lézt í Landakotsspítala, mánudaginn 19. þ.m. Guðrún Daníelsdóttir og börn. Jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa JÓNS SIGURGIJIRS SIGURÐSSONAR frá Vegamótum, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. jan- úar kl. 1,30. Karitas Hjaltadóttir, Sigurborg Jónsdóttir Sigurþór Jónsson, Guðríður Jónsdóttir, Guðmundur Ottósson Alúðarþakkir færi ég öllum þeim sem sýndu mér vin- áttu og hlýhug við andlát og jarðarför móður minnar INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR Einnig þakka ég öllum þeim sem heimsóttu hana í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Arndal. Innilegar þakkir færum við öllum er auðsýndu hlut- tekníngu og samúð við andlát og jarðarför INGIBJARGAR SVEINSDÓTTUR Björn Jónsson, Sveinn Björnsson, Áslaug Jónsdóttir, Jón Björnsson, Halla Guðbjörnsdóttir, Guðmundur Ingi Björnsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför GUÐLAUGAR JÓNASDÓTTUR Þorlákur Guðmundsson, böm og tengdabörn. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför míns ástkæra eiginmanns SKÚLA HERMANNSSONAR Hnífsdal. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Fyrir mína hönd og annara vandamanna. Helga Pálsdóttir. Hjartanlega þökkum við allan þann mikla vinarhug og samúð, sem okkur hefur verið sýndur við andlát og útför mannsins míns og föður okkar TORFA KR. GlSLASONAR verkstjóra. Guð blessi ykkur öll. Ingileif Sigurðardóttir, Kristinn Torfason, Sigurbjörn Torfason, Gísli Torfason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.