Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 21. jan. 1959 MORCUISBLAÐIÐ 13 töku við þaS er ég kom þangað. Til affermingar bátanna eru not- aðir sporvagnar, er ganga eftir sporbrautun* fram á bryggju- hausinn. Er með þessum tækjum hægt að afferma tvo báta í senn. Sporvagnar þessir eru fengnir frá hinni nýju Mjólkárvirkjun, en þar voru þeir notaðir til efnis- flutninga. Árstíðabundinn hráefnaskortur Eftir síðustu breytinguna, sem gerð var á frystihúsinu hefir það nú starfað í eitt ár og má segja að á þeim tíma hafi það hvorki haft nægilegt starfslið né nægi- legt hráefni. ís framleiðir það ekki og háir það nokkuð, en búizt er við að ísvél verði fengin í húsið. Séð yfir hluta af Súðavíkurkauptúni. Kofrinn rís í baksýn. (Myndirnar tók vig). Einn ágang hafa Súðvíkingar, sem gerir þeim talsvert tjón. Er það landbrot sjávarins fram und- an húsdyrum kauptúnsbúa. Þann- ig hefir náttúran sjálf lagt ýms- um öðrum erfiðleikum lið við að hrella búendur þessa vinalega staðar. Á undanförnum árum hef- ir fólksflótti verið nokkur brott Súðvíkingar vænta batnandi hags og aukins atvinnuöryggis Heimsókn i Álftafjörð ÞAÐ er komin hríð og jörð al- hvít, þegar ég legg af stað frá ísafirði áleiðis til Súðavíkur í Álftafirði. Enn liggur leiðin um sæbrattar hlíðarnar, fyrst Kirkjubólshlíð út með Skutulsfirði að austan, sem kennd er við bæinn Kirkju- ból er frægastur er frá tímum galdrabrennanna á 17. öld, er Jón Magnússon þumlungur, prest ur á Eyri í Skutulsfirði (þar sem nú stendur ísafjarðarkaupstað- ur) fékk þá Kirkjubólsfeðga brennda. Talið er að þeir hafi verið brenndir í Seljabrekku er liggur upp af Skipeyri. Það þarf ekki til hausí og hrá- slaga til þess að mann hrylli við tilhugsuninni um þann villimann lega atburð. Næst liggur leiðin út á Naustin, þar sem bjó Þorsteinn Kjarval, sá þjóðkunni maður, þótt frægð bróður hans, Jóhannesar, hafi víðar farið. Á söguslóðum Fóstbræðrasögu Milli Skutulsfjarðar og Álfta- fjarðar gengur talsverð dalhvilft inn í nesið. Nefnist hún Arnar- dalur og eru þar nokkur býli. Nú rifjast upp slitur úr Fóstbræðra- sögu, þá er Katla ekkja Glúms bjó í Arnardal og með henni Þor- björg dóttir hennar, er kölluð var Kolbrún. Hjá Kötlu dvaldisí Þormóður Bersason sumartíma og gerði sér dátt við dóttur henn- ar og orti um hana Kolbrúnar- vísur. Eitthvað hafa þær Arnar- dalsmæðgur kunnað fyrir sér, því að þegar Þormóður kvað vís- urnar á ný og hermdi upp á Þór- dísi Grímudóttur í Ögri, er hann þá stundina vildi eiga vingott við, hlaut hann svo mikinn augnverk, að hann fékk varla þolað óæp- andi. Svo mikið er víst að vísun- um varð hann að skila aftur og rénaði þá verkurinn, enda hafði hann fyrir þær hlotið fingurgull gott af hendi Kötlu. Margt annað sögulegt mun án efa hafa gerzt í Arnardal en ástafar Þormóðar Kolbrúnarskálds, þótt ekki kunni ég frá að segja. Ástir þræls og stórbónda- dóttur Við höldum nú fyrir Arnarnes og inn með Súðavíkurhlíð. Hlíðin er svipuð hinum öðrum Vest- fjarðahlíðum ,sem ég hef farið um, brött og skriðótt víða, enda nýlega ófær sakir skriðufalla. Undir Súðavíkurhlíð er sérkenni- legasti vegarkafli, sem ég hef enn ekið á leið minni, en hann ligg- ur gegnum jarðgöng Arnarnes- Jarðgöngin gegnum Arnarneshamar í Álftafirði. hamars. Sá, sem ekur þessa leið í dag mun sjálfsagt ekki gera sér í hugarlund að fyrr á öldum hafi verið þarna verstöðvar og víða uppsátur undir hlíðinni. Hér eru klappir þangi vaxnar, og að því er mér leikmanninum á þessu sviði virðist, lítt æskilegar sem lendingarstaður. Mættu hamrarn ir og klettarnir hérna mæla mundu þeir marga söguna geta sagt. Ein klöppin í sjónum er við prest kennd er týndi þar lífi sínu fyrir tæpri öld. Þá er þarna Vé- bjarnarvogur og Brúðarhamar og er til um þá staði ævintýraleg- sögn um ástir mikilsháttar bónda- dóttur í Súðavík og Vébjarnar þræls. Nutu þau ástar sinnar á Brúðarhamri áður Vébjörn varð að kasta sér til sunds í fsa- fjarðardjúp og flýja húskarla föður hennar. Synti hann þvert yfir Djúpið en húskörlum Súða- víkurbónda tókst að vinna á honum á klettóttri Snæfjalla- ströndinni. Nú geymir sagan minninguna um þetta 18 ára hraustmenni. Ekki leizt mér Djúp ið árennilegt til sunds og furðu langt var til Snæfjallastrandar- innar fyrir handan, þennan grá- móskulega haustdag, er ég var þar á ferð. kaupmann og Þorberg Þorbegs- son smið. Veittu þeir mér allir greinargóðar upplýsingar um at- vinnulíf og landsháttu þar í kaup túninu eins og þeir eru í dag. Sjávarföng undirstaðan Frá Súðavík, sem er 230—40 manna kauptún, eru gerðir út 3 bátar, tveir 36—40 tonna og einn 15 tonna. Stæi'ri bátarnir eru í eigu hlutafélaga, sem eru eign einstáklinga, frystihússins og Súðavíkurhrepps. Segja má að þessi skipakostur sé undirstaða atvinnulífsins á staðnum. Sjó- sókn er nokkuð stöðug frá því í byrjun nóvember og fram í miðj- an maí. Svo skemmtilega vildi einmitt til að einn bátanna var þennan dag að búa sig í sinn fyrsta róður á haustinu. Að sumr- inu er annar stærri bátanna á síldveiðum ,en hinn á handfæra- veiðum. Að sönnu nægir þessi skipa- kostur ekki til þess að afla hrá- efnis til frystihússins svo að þar geti haldizt stöðug atvinna, en fram undir þetta hafa Súðvík- ingar fengið talsvert af togara- fiski frá ísafirði, en hér sem víða annars staíar er nú fyrir þann möguleika girt með hinu nýja fiskiðjuveri á ísafirði. Hraðfrystihúsið getur unnið úr 25 tonnum af fiski á 8 tímum. Það veitir 45—48 manns vinnu með fullum afköstum. Nýlega er lokið breytiBgu þess í nýtízku- form og var verið að leggja síð- ustu hönd á byggingu fiskmót- af staðnum. Líta björtum augum á framtíðina Nú er þetta hins vegar allt að rétta við og Súðvíkingar líta björtum augum til framtíðarinn- ar. Þessi fólksflótti á sér nokkuð langa sögu. Árið 1942 voru tvö frystihús byggð í Álftafirði, ann- að í Súðavík en hitt á Langeyri □---------------------□ Að vestan □---------------------□ skammt fyrir innan. Þegar í upp- hafi skapaðist togstreita milli þessara tv«ggja fyrirtækja og börðust þau um vinnuaflið og hráefnið, en hvorugt nægði báð- um. Atvinnuöryggi fólksins var minna og ekki hægt að nýta bæði fyrirtækin með ábatavon. Nú hef- ir Langeyrarhúsinu hins vegar verið breytt í sláturhús og Súða- víkurhúsið því eitt um hituna og telja staðarbúar það til bóta. Frá því í íebrúar 1958 og til októberloka hafði frystihúsið framleitt um 9000 kassa fisks. Hins vegar þyrfti það að geta framleitt um 20 þúsund kassa á ári og það hefir möguleika til að framleiða 30—40 þúsund kassa. Af þessu má sjá að hve litlu leyti starfsmöguleikarnir eru nýttir. Þetta stafar, sem fyrr segir, bæði af hráefnisskorti og fólkseklu. Einkum ræður hér tímabundinn hráefnisskortur. Nokkuð bætir úr að í ágúst eg september frystir húsið síld til beitu og á þessu hausti voru fryst þar um 90 tonn. Þá vantar Súðvíkinga fiski- mjölsverksmiðju, en allan úrgang verða þeir að flytja frá sér og selja öðrum. Verbúðir vantar þá einnig auk ísvélarinnar, sem áður er nefnd. Einnig þarf að bæta hafnarskilyrðin. Munu endurheimta þá er burtu fluttu Allt þetta hafa þeir hug á að Framh. á bls. 17 Hin nýja fiskmóttaka við hraðfrystihúsiff í Súðavík. Ekki skal nú frekar dvalið við ástarsögur fornaldarinnar þótt skemmtilegar séu, heldur haldið í skyndi inn i Súðavík. Súða- víkurkauptún er byggt í landi þriggja jarða, sem liggja sam- týnis, Saura, Traðar og Súðavík- ur. Það tekur að byggjast á síð- ustu tugum liðinnar aldar, fyrst og fremst kringum hvalveiði- stöðvar Norðmanna, sem þar voru reistar. Alla (líma hefir Súðavikurkauptún byggt af- komu sína á fiskveiðum og fisk- verkun. Ég hitti að máli þá Börk Áka- son framkvæmdastjóra frystihúss ins á staðnum, Áka Eggertsson, I skjóli hafnarbryggjunnar svamlar æðarfuglinn uppi í fjörustcinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.