Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 2
MORCVNTtLAÐlÐ
Miðvikudagur 21. jan. 1959
'Z
Vinningar í 9. flokki DAS hafa flestir verið afhentir og hefur gifta kvenþjóðarinnar verið miklu
meiri en karla í þessum flokki. Hér eru myndir af tveimur frúm, sem báðar hlutu bíla. Frú Elísa-
bet Hauksdóttir, Bogahlíð 18, Reykjavík, hlaut hinn glæsiiega Chevrolet, módel 1959, og frú Lilja
Ólafsdóttir hlaut hina ítölsku Multiplu Fíat 600, sem er sérstök fyrir það, af ekki stærri bíi,
að hann rúmar 6 manns. Leggja má sætin niður og þá er kominn rúmgóður sendiferðabill.
Sérstök löggjöf Alþingis fráleit í hvert
sinn er íhúðarhús er teksð til annarra
nota
Menntaskólanemar vilja
vinna við vertíðarstörf
Á ALMENNUM nemendafundi
í Menntaskólanum í Reykjavík,
höldnum á vegum Málfunda-
félagsins Framtíðarinnar hinn 20.
janúar 1959, var samþykkt í einu
hljóði neðanskráð ályktun:
„Almennur nemendafundur
menntlinga, haldinn á Hátíðasal
Menntaskólans í Reykjavík 20.
janúar 1959, lýsir yfir þeim vilja
sínum, að íslenzkri skólaæsku
verði heimilað að aðstoða við
framleiðslustörf útflutningsat-
vinnuvega á nýhafinni vertíð.
Fundurinn beinir þeim tilmæl-
um til Ríkisstjórnar íslands, að
Vekfalli frestað
í Stykkishólmi
Á FUNDI, sem haldinn var í
trúnaðarmannaráði Verkalýðsfél
ags Stykkishólms í fyrrakvöld,
var samþykkt að fresta um sinn
verkfalli því, sem boðað hafi ver-
ið á vélbátum þar frá og með 20.
janúar. Var samþykktin gerð á
þeim forsendum, að rétt væri að
bíða og sjá, hvað gerðist á
Alþingi í efnahagsmálunum.
Fer Kmsjeff
í ferðafötin?
KAUPMANNAHÖFN 20. jan.
Einkaskeyti til Mbl. — Infor-
mation segir í dag, að búizt sé
við að Krúsjeff komi í heimsókn
til Norðurlanda í sumar. Þá seg-
ir blaðið, að gera megi ráð fyrir
að rússneska heimboðið. sem for-
sætisráðherrar á Norðurlöndum
höfnuðu 1956 vegna uppreisnar-
innar í Ungverjalandi, verði end-
urnýjað eftir ráðherrafund Norð-
urlanda, sem haldinn verður um
næstu helgi i Osló.
Ameríkuför Mikojans er ekki
sízt talin valda því að forsætis-
ráðherramir þrír á Norðurlönd-
um séu þeirrar skoðunar, að taka
beri boðinu — og mun sænski
forsætisráðherrann hafi þar geng
ið á undan.
Danski forsætisráðherrann er
sagður vilja draga ferðina fram
á síðsumar vegna opinberrar
heimsóknar hans til Bretlands í
apríl og heimsóknar Persakeisara
til Danmerkur í maí.
AKRANESI, 20. jan. — Nú er
góður vegur og algjörlega snjó-
laus frá Reykjavík, fyrir Hval-
fjörð og til Akraness. — Veghefill
hefir skafið svellbunkana af með
göfflum, annars væri hinn harð-
frosni vegur mjög háll á köflum.
Fundur var settur í neðri deild
Alþingis kl. 1,30 í gær. Fjögur
Dagskrá AlþingJs
í DAG er boðaður fundur í sam-
einuðu Alþingi kl. 1,30. Fjögur
mál eru á dagskrá.
1. Fyrirspurnir: a. Fjárfesting
opinberra stofnana. Ein umr. b.
Rafveita Vestmannaeyja. Ein
umræða. c. Vegakerfi á Þingvöll-
um. Ein. umr.
2. Lán til byggingarsjóðs af
greiðsluafgangi ríkissjóðs 1958,
þáltill. Fyrri umr.
hún hlutist til um, að kannað
verði, með hverjum hætti íslenzk
ir framhaldsskólanemar fái bezt
orðið að liði við rekstur útflutn-
ingsatvinnuvega nú og framveg-
is.
Jafnframt skorar fundurinn
á alla framhaldsskólanema að
fylkja liði íslenzkum útvegj til
liðsinnis."
Vatnsleysi
á Akranesi
AKRANESI, 20. janúar —
Bjarnalaug var lokuð í gær
vegna vatnsskorts. í húsum hér
á Akranesi var vatn af skornum
skammti í fyrradag og í gær-
dag var vatnslaust á köflum.
Vatnsgeymir Akurnesinga er
uppi í Berjadalsárgljúfrum. Við
athugun fyrir þrem dögum kom
í ljós, að ekkert vatn hafði bætzt
við í geyminn yfir nóttina. Verk-
stjórinn, Ólafur Þorstéinsson,
lítur daglega eftir því að varlega
sé með vatn farið í húsum og á
plönum. áömuleiðis er bæjarbú-
um treyst til að gæta fyllsta
sparnaðar um vatnsnotkun á
heimilum. , Oddur.
NORSKA blaðið Aftenposten birt
ir nýlega grein frá Lundúna-
fréttaritar sínum, Björn Böstrup,
þar sem hann kveðst hafa kom-
ist að raun um það, að brezkir
togaramenn séu orðnir miklu lin-
ari en áður í fiskveiðideilunni
við íslendinga.
Þetta hefur komið greinilega í
Ijós í sambandi við fisklandanirn
ar úr íslenzkum togurum. Þegar
togaramenn fréttu að fyrsti ís-
lenzki togarinn væri á leiðinni,
varð uppi fótur og fit meðal
þeirra ,en lítið varð úr aðgerð
um vegna þess hve mikil óvissa
ríkir meðal togaramanna. Sér-
staka athygli vekur það að tog-
araeigendur, sem áður fyrr voru
svo herskáir og þvinguðu fram
löndunarbann vilja nú frið.
Þess ber eihnig að geta, að þeg^
ar löndunarbanninu var aflétt
með Parísarsamningnum 1956 var
samið svo að íslendingar hefðu
rétt til að selja fisk á brezkum
markaði. Ef innflutningur á ís-
lenzkum fiski væri hindraður,
væri það algert brot á þessum
samningum og myndi ástandið
þá enn versna.
Fréttaritari Aftenpostens tel-
ur að viðhorf sjávarútvegsins í
heild í íslenzku fiskveiðideilunni
hafi breyzt og Bretar séu orðnir
miklu linari en þeir voru í haust
þegar landhelgin var vikkuð í 12
sjómílur.
mál voru á dagskrá. Frumvarp
um hann gegn botnvörpuveiðum
var til 3. umræðu og samþykkt
samhljóða og afgreitt til efri dejld
ar. Frumvarp til laga um breyt-
ing á lögum um búnaðarmála-
sjóð var til framhalds annarrar
umræðu (atkvæðagreiðsla). Féilu
atkvæði þannig, að rökstudda dag
skráin var felld að viðhöfðu
nafnakalli. Fimm sögðu ja, en 24
nei. Einn greiddi ekki atkvæði,
en fimm voru fjarverandi. Fyrsta
grein frv. var samþykkt með 23
atkv. gegn 4, 2. gr. með 23. atkv.
gegn 2 og frumvarpinu vísað til
3. umræðu með 23 atkv gegn 4.
í GÆR var tekið til fyrstu um-
ræðu í neðri deild Alþingis frum-
varp til laga um afnotarétt hús-
næðis fyrir félagsstarfsemi.
Flm.: Hannibal Valdimarsson
og Sigurður Agústsson.
Aðalgrein frumvarpsins er á
þessa leið:
Styrktarsj óðum Farmanna- og
fiskimannasambands íslands, Vél
Að vísu hefur Bretum tekizt að
vernda togara sína á íslandsmið-
um, en þær aðgerðir hafa orðið
þeim pólitískt til áfellis og tel-
ur fréttamaðurinn að brezka
stjórnin vilji hið fyrsta losna úr
þeirri klípu. Kveðst fréttamað-
ur Afenpostens því litla trú
leggja á „hina leynilegu áætlun“
togaramanna, sem stundum hefur
komið til tals að undanförnu.
MARGIR eru þeir ökumenn, sem
óvægnir eru í akstri á gatna-
mótum, þegar um er að ræða,
að eiga réttinn gagnvart bílum
þeim, sem koma á hægri
hönd, nema þá um sé að ræða
sérstök aðalbrautarréttindi. En
um hin venjulegu gatnamót
göslast ökumenn tíðum með
það eitt í huga að rétturinn
sé þeirra megin. En á slíkt sjón-
armið hefur Hæstiréttur ekki
viljað fallast. — Á miðvikudag-
inn gekk dómur í árekstrarmáli.
Hinn ákærði ökumaður hafði
komið á hægri hönd þess öku-
manns, er ók hinum bílnum. —
Ákærði, sem er kona, var sýknuð
í Hæstarétti.
Þessi árekstur varð á götu í
Vestmannaeyjum. í undirréttar-
skjölum, þar sem árekstrarstað-
urinn er sýndur á teikningu,
hafði fólksbíllinn, V-175, sem Al-
ída Olsen Jónsdóttir ók, ekið eft-
ir Skólastíg, en er bíllinn kom
á gatnamótin við Hvítingaveg,
kom vörubíllinn V-37 akandi og
varð árekstur milli bílanna. —
Fólksbíllinn skemmdist allmikið
við áreksturinn, er framendi
hans lenti á hægri hlið vörubíls-
ins.
Að lokinni lögreglurannsókn
höfðaði ákæruvaldið mál gegn
Alídu Olsen Jónsdóttur og þau
urðu úrslit málsins í héraði að
Alída Olsen var dæmd í 500 kr.
sekt fyrir brot gegn umferðar-
lögunum og iögreglusamþykkt
Vestmannaeyja.
Hæstiréttur sem kvað upp dóm
í málinu á miðvikudaginn var
á þá leið að meirihluti dóm-
enda kvað upp sýknudóm í máli
stjórafélags íslands, Skipstjóra-
og stýrimannafélagsins Aldan,
Mótorvélstjórafélags íslands, Fé-
lags íslenzkra loftskeytamanna,
Skipstjórafélags íslands, Stýri-
mannafélags íslands, Skipstjóra-
og stýrimannafélagsins Ægir,
Reykjavík, Félags bryta, Kven-
félagsins Keðjan og Kvenfélags-
ins Hrönn er heimilt að taka hús-
eignina Bárugötu 11 í Reykjavík
til afnota fyrir félagsstarfsemi
sina.
í greinargerð fyrir frumvarp-
inu er sagt, að meðan skortur sé
á íbúðarhúsnæði í Reykjavík,
verði að áliti flm. frv. að fara
mjög varlega í að taka íbúðarhús
næði til annarra nota, nema alveg
sérstaklega standi á, en hér sé
einmitt um slíkt að ræða. Sé það
óumdeilanlegt, að þörf nefndra
samtaka fyrir hagkvæmt húsnæði
sé brýn, og vitnað til þess, að
Alþingi hafi áður veitt Vinnu-
veitendasambandi íslands og
styrktarsjóðum Múraarafélags
Reykjavíkur og Félags íslenzkra
rafvirkja sams konar fyrir-
greiðslu um afnotarétt húsnæðis
til félagsstarfsemi sinnar og farið
er fram á í frumvarpi þessu.
þessu. Tveir dómenda skiluðu
sératkvæði og voru að mestu
sammála dómaranum er kvað
upp undirréttardóminn.
í forsendum Hæstaréttardóms-
ins segir svo:
„Theódór S. Georgsson, full-
trúi bæjarfógetans í Vestmanna-
eyjum, hefur kveðið upp héraðs-
dóminn.
Samkvæmt athugun lögreglu-
manna á vettvangi var bifreið
ákærða V 175 komin aðeins 80
sm. inn á vegamót Skólavegar
og Hvítingsvegar, er umræddur
árekstur varð. Virðist ökumað-
ur V 37 því hafa haft nægilegt
svigrúm til beygju þeirrar, sem
um var að tefla. Að svo vöxnu
máli þykir eigi í ljós leitt, að
akstur ákærðu varði við laga-
boð þau, sem í ákæruskjali eru
talin. Ber því að sýkna hana af
kröfum ákæruvaldsins.
Eftir þessum úrslitum leggst
allur sakarkostnaður á ríkissjóð.
Sératkvæðið
Sératkvæði þeirra Árna
Tryggvasonar og Jóns Ásbjörns-
sonar er á þessa leið:
Ákærðu bar að gæta sérstakrar
varúðar, er hún ók bifreið sinni
eftir Skólavegi og mátti búast við
umferð frá vinstri frá Hvítinga-
vegi. Veitti það og ákærðu enn
brýnni ástæðu til að gæta varúð-
ar og stöðva bifreið sína við gatna
mótin og girðing virðist hafa skag
að nokkuð út á Hvítingaveg við
mót hans og Skólavegar. Nú er
sannað með eiðfestum framburði
þriggja vitna, að bifreið ákærðu
Framhald á bls. 19.
Fyrri flm., Hannibal Valdimars
son, gerði grein fyrir frumvarp-
inu. Rakti hann það og greinar-
gerðina og lagði til í lok máls
síns, að því yrði vísað til heil-
brigðis- og félagsmálanefndar.
Björn Ólafsson tók næstur til
máls. Kvaðst hann ekki vera mót-
fallinn því, að félagssamtök þau,
er um ræddi í frumvarpinu,
fengju leyfi til að kaupa húseign-
ina á Bárugötu 11. Hins vegar
fyndist sér til of mikils mælzt,
að ætlast til þess, að Alþingi sam-
þykkti sérstök lög í hvert skipti,
sem ósk um slík kaup lægi fyrir.
Hefði verið meiri ástæða til að
bera fram frumvarp um breyt-
ingu á húsnæðislögunum, þannig
að ráðherra yrði falið að hafa
framkvæmdavaldið um þetta
atriði. Þetta mundi ekki verða
síðasta frv., sem fram kæmi um
að taka íbúðarhúsnæði til ann-
arra nota, en erfitt væri fyrir
Alþingi að neita um slíka fyrir-
greiðslu eftir að fordæmi hefði
verið skapað. Kvaðst Björn Ól-
afsson því vilja skora á flutn-
ingsmenn frumvarpsins, að þeir
breyttu því á þann veg, að ráð-
herra yrði gefið vald til að veita
undanþágu frá þessum laga-
ákvæðum.
Hannibal Valdimarsson tók
aftur til máls. Hann sagði, að hér
yrði því að fara mjög varlega í
að opna gáttirnar á ný með því
að rýmka ákvæði húsnæðismála-,
laganna. Meðan hann hefði verið
félagsmálaráðherra, hefði hann
ekki óskað eftir að standa fyrir
þeirri skothríð, sem dynja mundi
yfir þann ráðherra, sem hefði
vald til að veita undanþágu frá
þessu lagaákvæði. Alþingi gæti
vel sett sérstök lög um þetta
atriði hverju sinni.
Jóhann Hafstein tók næstur til
máls. Kvaðst hann vilja taka
undir þau orð Björns Ólafssonar,
að sá háttur, sem hér væri á hafð
ur, væri mjög óviðkunnanlegur.
Það væri óeðlilegt, að þurfa að
leita til Alþingis um sérstaka lög-
gjöf í hvert skipti, sem húsnæði,
sem áður hefði verið notað til
íbúðar, ætti að notast til annarra
þarfa. Það skipti miklu máli,
hvernig með löggjafarvaldið væri
farið og þessi aðferð yrði með
engu móti réttlætt ef málið væri
nánar athugað.
Það væri óeðlilegt, bæði efnis-
lega og formlega séð, að hafa lög
um afnot íbúðarhúsnæðis í kaup-
stöðum, þar sem bannað væri að
nota það til annars en íbúðar, en
fá svo einstakar lagasetningar,
þar sem heimildir væru veittar
fyrir félagssamtök til að nota eig-
ið húsnæði, sem áður hefði verið
notað til íbúðar, til félagsstarf-
semi. Væri nauðsynlegt að taka
þessa löggjöf til nýrrar meðferð-
ar. —■
Jóhann Hafstein kvaðst vilja
taka það fram að lokum, að hann
hefði ekkert við það að athuga,
að það mál, sem nú væri á dag-
skrá næði fram að ganga, enda
mundi það skipta hlutaðeigandi
félagasamtök miklu máli að það
fenigst fljótt afgreitt.
Búnaðarsjóðsfrumvarpið
samþykkt til 3. umr. í ND
Eru Bretar að linast
í fiskveiðideilunni ?
Síona, sem lenti í árekstri
á bíl sýknuð með dómi