Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 21. jan. 1959 MUKGV 1\ HLAÐIO 11 Páll V. G. Kolka Um heilbrigðismál héraðanna NEMANDAFJÖLDI í lsekriadeild Háskólans hefur margfaídast á síðustu áratugum, en >jó gengur engu betur en áður að fá lækna til starfa úti á landsbyggðinni og jafnvel ver en fyrir 2—3 áratug- um. Er þess skammt að minnast, að við lá að enginn fengist til að sækja um Sauðárkrókshéroð um árið, eitt af mestu og skemmtilegustu læknishéruðum landsins, og að Húsavíkurhéraði hefur orðið að slá upp hvað eft- ir annað. f báðum þessum hér- uðum situr læknirinn þó í kaup- stað, sem telur um helming allra héraðsbúa, og á báðum stöðunum er starfrækt sjúkrahús. Nýlega varð Kirkjubæjarhérað læknis- laust, svo að lækninum í Vík í Mýrdal er ætlað að bæta því við sig og sinna einnig læknis- störfum í öllum sveitunum aust- an Mýrdalssands og Eldhrauns, að öræfunum ógleymdum. Frá Hólmavík barst sú blaðafregn ný- lega, að frá 1. október og fram yfir nýár héfði verið læknislaust í Hólmavíkur- og Árneshéruðum, eða í allri Strandasýslu, að Bæj- arhreppi í Hrútafirði undantekn- um. Bæði á Kirkjubæjarklaustri og Hólmavík eru ný og fullkom- in læknishús, reist af héraðsbú- um með ærnum tilkostnaði. f mörgum öðrum héruðum hafa læknarnir verið eins og fló á skinni, kandidatar, sem hafa set- ið þar i mesta lagi 1—2 ár með- an þeir voru að vinna sér fyrir farareyri til útlanda, svo að þeir hafa ekki náð að kynnast fólk- inu, högum þess og háttum, heilsufari þess og ætterni, en allt hefur það sýna þýðingu fyrir lækni að þekkja. Læknishéruðin eru nú að nafn- inu til 55, en héraðslæknar, sem náð hafa að festa rætur í starfi sínu, varla fleiri en 35 og ganga þó alltaf einhverjir þeirra úr skaftinu. Af þessum 35 eru 15 um eða yfir sextugt, svo að næsta áratug verða stéttinni að bætast allmargir ungir menn, ef ekki á að horfa til meiri vandræða. Ástandið í þessum efnum væri miklu verra en það þó er, ef nú- verandi landlæknir hefði ekki barið það í gegn fyrir allmörg- um árum, þrátt fyrir mótspyrnu ýmissa lækna í Reykjavík, að hver kandidat yrði að gegna læknisþjónustu í héraði a. m. k. í sex mánuði til þess að öðlast fullkomið lækningaleyfi. Án þess arar þegnskylduvinnu hefðu miklu fleiri læknishéruð verið læknislaus að undanförnu en raun hefur á orðið. Margir kandi datar verja nú nokkrum árum til framhaldsnáms erlendis stundum við góð launakjör, og sumir setjast þar að fyrir fullt .og allt. Nýir spítalar og aðrar heilbrigðisstofnanir munu taka til sín starfskrafta margra ungra lækna í viðbót við það sem nú er, auk þess sem fólksfjöigunin við Faxaflóa dregur til sín marga praktíserandi lækna og það jafn- vel fleiri en henni nemur. Allt þetta gerir horfur sveitahérað- anna til fullnægjandi tæknisþjón- ustu mjög ískyggilegar. Því er nú ver, að læknarnir eru bara menn og háðir þeim breyskleika nútímans að sækja í íjölmennið eins og mykjuflugur á fjóshaug, þótt eins vel launað, sjálfstæð- ara og að ýmsu leyti skemmti- legra starf standi til boða ann- arsstaðar. Því ber heldur ekki að neita, að sú skammsýni að láta ekki héraðslæknataxtann fylgja nokkurn veginn eftir annari kaup gjaldshækkun í verðbólgu beggja styrjaldanna hefur hefnt sín, vakið gremju og vantraust í garð ríkisins sem vinnuveitanda, auk þess sem tekjujöfnunin milli allra héraða, sem af þessu leiðir, svipt- ir þá að nokkru leyti eðlilegum framavonum, sem vilja gera hér- aðslæknisstarfið að lífsstarfi. Þetta er nú að koma niður á fólkinu utan stærri kaupstað- anna. Margir kandidatar líta meira á þetta hvorttveggja en hitt, að nú er miklu betur búið að héraðslæknum en áður, því að auk sæmilegra embættislauna njóta flestir þeirra mikilsverðra hlunninda, að því er húsnæði snertir, auk þess sem erfiðið hef- ur minnkað stórlega vegna bættra samgangna. Það eru ekki nema aumingjar í hópi ungra manna, sem láta sér vaxa í augum ferða lögin nú orðið. Þau eru ekki nema holl og hressandi tilbreyt- ing frá daglegu snatti, þegar ungir og hraustir menn eiga í hlut. Á undanförnum árum hafa nokkur bæjar- og sýslufélög ráð- izt í að koma sér upp sjúkrahús- um og ber ríkissjóði að greiða ákveðinn hluta byggingarkostn- aðar. Meðan ríkissjóður hafði ríf- legan tekjuafgang fram yfir á- ætlun árlega, sýndi fjármála- stjórnin þann nurlarahátt og skammsýni, að standa aldrei í skilum jafnóðum með sinn hluta, tafði með því verkin og gerði þau miklu dýrari en þurfti. Tug- ir milljóna króna hafa staðið arð- lausar í hálfgerðum framkvæmd- um ár eftir ár, bæði á þessu sviði og öðrum, oft vegna vanskila fjármálastjórnarinnar, sem þumb aðist við að greiða sinn hluta í stað þess að sýna þann dug og forsjálni að hafa hemil á fjár- festingunni. Héraðsspítalinn á Blönduósi hefur nú starfað í þrjú ár, en enn skuldar ríkissjóður sýslufélaginu um milljón krónur af sínum hluta kostnaðarins og húsið stæði enn ófullgert, ef sýslubúar og aðrir unnendur máls ins hefðu ekki lagt fram stórfé í gjöfum og ef ekki hefði tekizt að kría út lánsfé úr öllum áttum út á væntanlegt framlag ríkisins. Þess eru jafnvel dæmi, að litlir spítalar, eins og Keflavíkurspít- ali, hafa verið meira en áratug í smíðum. Til samanburðar má geta þess, að Ísafjarðarspítali, sem var mjög mikið og vandað mannvirki á sínum tíma, fyrir meira en 30 árum, var fullsmíð- aður á einu ári, og Vífilsstaða- hæli var fullbyggt á rúmu ári fyrir hálfri öld síðan, þegar um engar vinnuvélar var að ræða og handhræra þurfti alla stein- steypu með skóflum á tréflek- um. Á þessum samanburði er bersýnileg afturförin í vinnu- brögðum þess opinbera og kurfs- háttur þeirra sem að þeim standa. Sú kórvilla var gerð með spítal- ana í Keflavík og á Akranesi að hafa þá of litla og gerir það reksturskostnað á hvert sjúkra- rúm meiri en annars hefði orð- ið. Með því að hafa húsrýmið fyrir sjúkrastofurnar um 100 fermetrum stærra og að öllu öðru óbreyttu, hefði notagildi þessara stofnana aukizt um 30 til 50%, en byggingarkostnaður ekki orðið nema nokkur hundruð þús- und krónum meiri og rekstrar- kostnaður nærfellt hinn sami. Alþingi tók rögg á sig fyrir nokkrum árum og kaus þrjá lækna í milliþinganefnd í heil- brigðismálum og átti hún að gera tillögur um þau mál, að því er landsbyggðina varðar, einkum sjúkrahúsmálin. Eg var formaður þessarar nefndar og ferðuðumst við um ýmsa lands- hluta, skoðuðum svo að segja öll sjúkrahús utan Reykjavíkur og ráðfærðum okkur við fjölda héraðslækna. Nefndin skilaði ýtarlegu áliti og margs konar til- lögum á tilsettum tíma, en þess sjást hvergi merki, að neinn þing maður hafi lesið álitið, sem var prentað sem þingskjal, því það heyrðist aldrei nefnt í sölum Al- þingis, ekki einu sinni af þeim þingmanni, sem borið hafði fram tllögu um nefndarskipunina. Ef til vill hefur tilgangurinn aldrei verið annar en sá, að láta fólkið úti á landsbyggðinni halda, að nú ætti eitthvað að gera sérstakt fyrir það í þessum málum. Tillög- ur þessa nefndarálits eru enn í sínu fulla gildi. Nú er verið að reisa þrjú spít- alabákn í Reykjavík samtímis og tekur það sjálfsagt einn ára- tug að fá þá í gagnið. Ef þessir spítalar og þeir, sem fyrir eru í landinu, eiga að geta orðið starfs- hæfir, þegar þeir komast loksins upp, verður að fjölga hjúkrunar- konum að mjög miklum mun og er það því aðkallandi nauðsyn fyrir allt landið að fullgera hjúkr unarkvennaskólann sem allra fyrst og helzt að stækka hann að mun eða stofnsetja annan á Akureyri. Mætti nota til þess hús húsmæðraskólans þar, sem stendur víst enn þá autt. Það var sameiginlegt álit á síðustu læknaþingum, að hjúkrunarkon- um yrði að fjölga og að tilgangs- laust yrði annars með öllu að reisa fleiri spítala. Auðvitað mátti ekki fullbyggja hjúki’unarkvenna skólann í einni lotu. Ég skoðaði hann fyrsta árið, sem hann starf- aði, og voru þá útidyrahurðirn- ar negldar saman úr óhefluðum borðum og strengdur á þau tjöru pappi, eins og tíðkaðist í mínu ungdæmi sumstaðar með fjós- og fjárhúshurðir. Það mátti ómögu- lega verja meira fé til skólabygg- ingarinnar það ár og því urðu útidyrahurðirnar að bíða til næsta vors. Heilzugæzlan í Reykjavík og nýju spítalarnir þar munu, jafn- óðum og þeir komast upp, soga til sín alla tiltækilega hjúkrunar- krafta, að óbreyttum aðstæðum, en öll sjúkrahúsin úti um land sitja á hakanum og verða gerð óstarfhæf. Það er þvi sameigin- legt hagsmunamál allra slíkra stofnana, að menntun fleiri hjúkr unarkvenna verði hraðað sem mest, enda komast nú færri stúlk- ur að til þess náms en vilja. Með nægilegri fjölgun hjúkr- unarkvenna væri von til þess að hægt væri að tryggja afskekkt- um byggðarlögum úti á landi, sem eru of fámenn til að vera sérstakt læknishérað, hjúkrunar- konu með Ijósmóðurmenntun, sem hefði tiltækilegar nokkrar lyfjabirgðir undir eftirliti hér- aðslæknis. Mætti þá jafnvel leggja niður eitthvað af fámenn- ustu læknishéruðunum, sem hafa aðeins 260—500 íbúa og hljóta hvort sem er að verða að jafnaði læknislaus og jafnvel ljósmóð- urslaus líka. Héruð þessi eru í hæsta launaflokki og mætti nota þau læknislaun, sem þeim eru nú ætluð, til að launa slíkar hjúkr unarkonur sómasamlega, en nota afganginn til að létta sjúkrakostn að þeirra olnbogabarna, sem þar búa og nauðsynlega þurfa að leggja í mikinn kostnað til að leita sér læknishjálpar. Það er til dæmi þess frá síð- ustu árum, að læknishéruð með yfir 2000 íbúa hafði engri lærðri ljósmóður á að skipa. Þar var þó spítali, sem sængurkonur gátu legið á og læknirinn tekið þar á móti börnunum. Ekki stendur allsstaðar svo vel á. Ung stúlka úr nágrenni Blönduóss giftist fyrir nokkrum árum bónda vestur í Barðastrandarsýslu. Hún hefur tvívegis komið hingað norður til að ala barn, því að í nýja umhverfinu sínu gat hún hvorki náð til læknis né ljós- móður. f Norður-Ástralíu, þar sem tug- ir eða jafnvel hundruð kílómetra eru milli mannabústaða, hefur verið komið á talstöðvasambandi milli afskekktra bændabýla og læknamiðstöðva, sem hægt er að ná til dag og nótt til að fá ráð- leggingar og þar sem alltaf er til- tækilegur læknir og sjúkraflug- vél til að fara með í læknisvitj- un, þegar stöðin telur það nauð- synlegt. Ef til vill mætti koma á líku fyrirkomulagi hér fyrir afskekkt héruð, sem standa lækn- islaus og ekki geta haft nema mjög takmörkuð not af næsta ná- ÞAÐ hefir margur maðurinn bölvað sáran, þegar hann hefir verið að reyna að ræsa bílinn sinn á morgnanna undanfarna frostdaga. — Þeir eru nefnilega óguðlega margir bílarnir, sem hreinlega hafa neitað að fara í gang þessa dagana — og svo, eftir mrgar árangurs- lausar tilraunir hefir þurft að útvega annan bíl til þess að draga þann „staða“, en út- koman hefir orðið: nokkur fjár- útlát og — klukkutíma of seint á skrifstofuna- En, svo sleppt sé öllu gamni, þá hafa margir lent í vandræðum undanfarið, vegna þess að raf- magn hefir mjög þorrið á raf- geymum bíla þeirra í frostunum. Hefir því verið ærið að starfa hjá fyrirtækjum þeim, sem hlaða bílarafgeyma — og margir munu hafa leitað til sendibílastöðv- um að draga bíla sína í gang, einkum á morgnana. Hjá einu fyrirtæki hér í b.æ, sem annast hleðslu á rafgeymum hefir Mbl. fengið þær upplýsing- ar, að það hafi engan veginn und- an að sinna þörfum manna í þess um efnum. Fyrirtækið getur hlað ið um hundrað geyma á dag, en þó hafa stundum verið allt að Gjafir til sjúkra- húss Akraness NÝLEGA var mér afhent f. h. Sjúkrahúss Akraness, peninga- gjöf, að upphæð kr. 5.000.00 — fimm þúsund krónur, frá Krist- ínu Halldórsdóttur, Fjólugrund 6, á Akranesi. Gjöf þessi er gefin til minn- ingar um foreldra gefandans, þau hjónin Gróu Sigurðardóttur og Halldór Ólafsson, er lengi bjuggu á Reyni í Innri-Akranes- hreppi, og eru oftast kennd við þann bæ. Ákveðið hefur verið, að pen- ingum þessum skuli varið til kaupa á tækjum í sjúkrahúsið. Það skal tekið fram, að kona þessi hefur áður, fyrir nokkrum árum, gefið sjúkrahúsinu álitlega peningaupphæð, sem þá var varið til kaupa á áhöldum, fyrir sjúkra húsið. Fyrir þessar myndarlegu gj&f- grannalækni. Landsspítalinn og fjórðungssjúkrahúsin njóta sér- stakra fjárhagsfríðinda hjá rík- inu og væri ekki nema eðlilegt að leggja þó kvöð á þær stofn- anir að hafa sérstakan símavið- talstíma fyrir þessa fjarlægu staði. Landsspítalinn og Akur- eyrarspítali hafa a. m. k. ágætum læknakosti á að skipa og vænt- anlega alltaf ráð á sjúkraflugvél og ættu því að geta látið þessa þjónustu í té. Það er að gera gys að vandræðum fólks í læknis- lausum héruðum að vísa því til lækna í nágrannahéruðum, ef um 1—200 kílómetra fjarlægð og illfærar samgönguhindranir er að ræða. Alþingismenn hafa stundum sótt það af kappi að stofna ný læknishéruð, jafnvel á móti til- lögum landlæknis og þótt vitað sé, að heilbrigðisstjórninni er ó- mögulegt að útvéga lækna til þeirra, sízt að staðaldri. Það verð ur því að taka upp aðra háttu til að tryggja öllum landslýð nauð- synlega læknishjálp. Þetta er þó ekki einhlítt, því að jafnframt verður að tryggja þeim heil- brigðisstofnunum, sem upp hafa risið og rísa kunna, nauðsynlega starfskrafta með því að auka að miklum mun hjúkrunarkvenna- kennsluna frá því sem nú er. P. V. G. Kolka. tvö hundruðábiðlista undanfarna daga. — Ofan á þessar óvenju- legu annir bætist svo það, að vegna vertíðarinnar, sem er að byrja, hefir verið mikið að gera við að hlaða rafgeyma bátanna, sem eru að hefja róðra. Nauðsynlegt er að hafa stöðuga gát á ástandi rafgeymanna, þegar frost ganga. Til dæmis er nauð- synlegt að hreinsa geymanna vel að ofan, því að óhreinindi og spanskgræna geta leitt út raf- magn. Þá eru þeir að líkindum nokkuð margir, sem ekki athuga það, að ráðlegt er að hækka hleðsluna í rafgeymunum yfir köldustu mánuðina. Menn skyldu hafa það í huga, að rýmd geym- anna minnkar um allt að 40% í 10 stiga frosti. — Gamlir raf- geymar og slitnir þola yfirleitt ekki slíkt frost, sem nú hafa gengið, og er þá varla um annað að gera en fá sér nýja. — Svo verða menn að sjálfsögðu að taka það með í reikninginn, að þegar ekið er aðeins stutta „spotta“ í einu, nær bifreiðin ekki að hlaða geyminn neitt til jafns við eyðsl- una. Ef menn hafa ofangreind atr- iði í huga, ætti það að geta fækk- að nokkuð þeim angursstundum sem stafa af eyddum rafgeymum og „stöðum“ bifreiðum. ir og þann hlýhug, sem þeim fylg ir, leyfi ég mér að þakka fyrir hönd sjúkrahússins. — Ráðsmað- ur. — Aflinn 678,5 tonn sl. liálfan mánuð í Sandgerði SANDGERÐI, 19. jan. — Róðrar byrjuðu í Sandgerði 8. jan. Farnir voru almennt 7 róðrar á bát. Alls hafa 17 bátar farið 95 róðra. Á þessum hálfa mánuði er heildar- aflinn orðinn 678, 5 tonn, á móti 477 í fyrra. Mestur afli í róðri var 12. janúar. Þá koma m.b. Guð- björg með 14,5 tonn slægð. Næst- bezti dagurinn var 13. janúar. Þá fékk mb. Helga rúm 12 tonn. Hæst eftir þennan hálfan mánuð er mb. Guðbjörg með 67 tonn, næstir eru Víðir og Hamar með 61,5 tonn. — Axel. Margur á nú í erfiðleik- um með að rœsa bílinn Vel þarf oð gæta að rafgeyminum begar frost ganga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.