Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 18
M O K (; V t\ H L A Ð 1 B Miðvikudagur 21. jan. 1959 1« Reykjavík og Hafnarfj. 18:18 íþróttafréttam gegn KR 12:11 S.I. sunnudagskvöld höfðu íþróttafréttamenn Hálogalands- húsið á leigu og efndu þar til tveggja kappleikja í handknatt- leik til ágóða fyrir væntanlegt mót norrænna íþróttafrétta- manna hér. Er ekki ofsögum sagt, þótt fullyrt sé að flestir eða all- ir, sem að Hálogalandi voru þetta kvöld — og þar rúmuðust alls ekki fleiri en þar voru — muni lengi minnast þessa leikkvölds, sem einhvers hinna skemmtilegri er þar hafa verið haldin. Leikkvöldið hafði þó tvær hlið ar. í fullri alvöru var leikinn leik urinn milli Reykjavíkur og Hafn arfjarðar. Mátti þar ekki á milli sjá. Reykjavíkingar byrjuðu að skora, en Hafnfirðingar náðu að jafna og komust yfir. En aldrei voru afgerandi yfirburðir á hvor- ugan veginn. Leikurinn varð harður — og reyndar á köflum alltof harður, og á þar dómarinn nokkra sök á, því hann lét jafn- vel ljót brot líðast óátalið. Það er leitt til þess að vita, að til eru þeir menn í handknatt- leiknum, sem stundum allt að því leika sér að brjóta reglur leiksins, og það jafnvel svo að mótherja getur staðið slysahætta af, ef þeir sjá sér færi á, þannig að deila megi um hvort viljandi sé gert eða óviljandi. Þetta sást bæði til leikmanna í Reykjavík- ur- og Hafnarfjarðarliðinu í þess um leik. Er líða tók á leikinn náði Reykjavíkurliðið undirtökunum og hafði yfir í mörkum. En á síðustu mínútum leiksins, er Reykjavík hafði eins marks for- skot, tóku Hafnfirðingar upp leik leikaðferðina „maður á mann“. Þeir náðu knettinum af Reykja- víkurliðinu og jöfnuðu, — 18 mörk gegn 18. Það er athyglisvert hve jöfn lið in voru að styrkleika. Nú var Reykjavíkurliðið án KR-inga og skipað eingöngu leikmönnum úr Fram og ÍR. Það féll allvel sam- an með Gunnlaug sem bezta mann. Athyglisverður var og leik ur Matthíasar Ásgeirssonar og traustir voru þeir nú sem fyrr Framararnir í vörninni og Pétur á „línunni“. Reyndar eru 7 lands- liðsmenn í þessu liði Reykjavík- ur, svo Hafnfirðingar áttu við ramman reip að draga, en engum myndi í dag detta í hug, að velja Reykjavíkurlið án KR-inga, en úrslit leiksins sýna aukna „breidd“ í íþróttinni í höfuðborg- inni. Hafnarfjarðarliðið var harð- skeytt og heilsteypt að vanda. Varnarleikur þess var þó nú ekki eins traustur og oft áður, meiðsli háðu framherjum eitthvað. En baráttuhug brestur þá Hafnfirð- inga aldrei — eins og gleggst kom fram á síðustu mínútum þessa leiks. Dómari var Valur Benedikts- son. Blaðamenn - íslandsmeistararnir Þá hoppuðu í salinn Reykja- víkur- og íslandsmeistarar KR. Þeir voru klæddir pokum að mitti, en öðrum fseti þó stungið ið í gegnum gat á pokanum, svo slysahættu af hálu gólfinu væri forðað og meisturunum gæfist möguleiki til spyrnu og ,bremgu‘ Síðan komu íþróttafréttamenn — í svörtum peysum og svörtum buxum. „Svörtu sauðina" vildi einhver nefna þá. Síðastur gekk dómarinn, Magnús Pétursson klæddur búningi indversks fursta skrautlegum kufli með tilheyr- andi túrban á höfði og með totu- skó á fótum. Þá hló fólkið ekki lengur, heldur veinaði. Fríð var þessi fylking. Kenna mátti margan gamlan meistarann í handknattleik í liði íþróttafréttamanna, enda hafa all ir leikmenn þess leikið handknatt leik meira og minna, þó 12 til 20 ár séu síðan þeir hættu keppni. En það lifir lengi í gömlum glæð- um og leikur blaðamannanna var á köflum með miklum ágætum, markviss, hnitmiðaður og allt gert af leikni hins gamla meist- ara, kunnáttu og list! Já, vel á minnst list. Sigurður Sigurðsson (einasti maður liðsins, sem ekki hefur hlotið meistarastig áður í handknatleik) sá aðalega um þá hlið málsins og engum blandast hugur um, sem »vitni varð að leikni hans og kunnáttu, að nú hefur hann unnið til meistara- stigsins. Leikurinn var jafn allan tím- ann, en KR hafði forystuna fyrri hlutann. f hálfleik stóð 8:7 fyrir þá! En mæði tók að sækja á þá er líða tók á leikinn og skot íþróttafréttamanna urðu æ erfið- ari fyrir Guðjón landsliðsmark- vörð, sem þó sjaldan hefur varið betur. Svo kom að jafntefli var, en þá var blaðamönnum dæmd vítaspyrna fyrir gróft brot KR- ings. Sigurður Sigurðsson tók af sér gleraugun, lokaði augunum og skoraði sigurmarkið. Dómarinn Magnús Pétursson, átti sinn sérstaka þátt í að þessi leikur verður öllum eftirminni- legur er sáu. Enginn dómari ann- ar hefði leyst hlutverk hans betur af hendi. íþróttafréttamenn eru þakklát- ir handknattleiksmönnum, hvar í ráði, sambandi eða félagi þeir standa fyrir drengilegan stuðning við málstað fréttamanna og þann skilning, sem með samstarfi þeirra við blaðamenn kom í ljós þetta kvöld á því hvert gildi norrænt mót íþróttafréttamanna hér getur .haft fyrir ísl. íþróttir. Birgir Björnsson fyrirliði lands- liðsins iingurbrotnnði í keppni í LEIKNUM milli úrvalsliða?*' Hafnarfjarðar og Reykjavíkur sl. sunnudag, vildi það slys til að Birgir Björnsson, fyrirliði Hafn- firðinga og landsliðsins, fingur- brotnaði. Er þar með sýnt að hann leikur ekki með landsliðinu í landsleikunum í Danmörku, Sví þjóð og Noregi í næsta mánuði. Birgir er einn af beztu sóknar- leikmönnum landsliðsins og er það liðinu mikill skaði að hans skuli ekki njóta við í hinni erf- iðu keppnisför er framundan er. Evrópumet í kúluvarpi MOSKVU, 20. jan. — Á móti i Leningrad í dag setti Victor Lipsnis nýtt Evrópumet og rúss- neskt met í kúluvarpi. Varpaði hann kúlunni 18,08 metra. Ljósmyndari blaðsins ók um Austurbæinn morgun einn fyrir skömmu og tók þá þessa mynd. — Sólin er morgunsvæf á þessum tíma árs, en þó var hún ljósmyndaranum árrisulli þennan morg- un, og „hvíthærðir“ Móskarðshnjúkarnir höfðu fyrir stundu fengið fyrsta geislakossinn. Ingi R. vann hraðskákmót T. R. Hraðskákmót Haustmóts T. R. var haldið dagana 5. og 7. janúar. Úrslit urðu að Ingi R. Jóhannsson lr var efstur í úrslitakeppninni og hlaut 17 vinninga. nr. 2—3 urðu jafnir Júlíus Loftsson og Jón Páls son með 15 vinninga hvor. Nr. 4 varð Björn Þorsteinsson með 13vinning. Það sem eftirtekt Enska knattspyrnan: 14 leikjum frestað í I og II deild Arsenal hefur endur- heinvt forystuna Á LAUGARDAG var 14 leikjum frestað í fyrstu og annarri deild, aðallega vegna hláku, x ensku deildarkeppninni. Arsenal endurheimti foryst- una, með sigri yfir Everton. Vic Groves skoraði tvö mörk fyrir Arsenal, sem léku heima á High bury og Jimmy Blomfield eitt. Bobby Collins skoraði mark Ever tons seint í leiknum. Preston vann í Leeds 3:1 og skauzt upp í þriðja sæti. Úrslit sl. laugardag. 1. deild: Arsenal — Everton 3:1 Chelsea — Portsmouth 2:2 Leeds Utd. — Preston 1:3. Newcastle — Tottenham 1:2 Þessum leikjum var frestað: Birmingham/Bolton, Blacburn/Manc hester Utd., Blackpool/Wolverhamp- ton, Manchester City/Leicester, Nott- ingham For./Aston Villa, W.B.A./Burn ley, West Ham/Luton. Staðan I fyrstu deild: Arsenal 27 15 3 9 64:44 33 W ol verhampton 25 15 2 8 55:30 32 Preston 27 14 4 9 49:42 32 Manchester Utd. 26 13 5 8 60:45 31 Bolton 25 12 7 6 46:36 31 Tottehham 26 8 5 13 49:61 21 Leicester 25 7 6 12 43:61 20 Manchester City 25 7 6 12 41:59 20 Portsmouth 26 6 6 14 42:65 18 Aston Villa 26 6 4 16 37:65 16 2. deild (Úrslit): Brighton — Bristol City 2:2 Derby County — Scunthorpe 3:1 Ipswich Town. — Fulham 1:2 Swansea — Lincoln City 3:1 Staðan í 2. deild. Sheffield Wedn. 25 18 3 4 73:29 39 Fulham 26 16 4 6 61:43 36 Liverpool 25 16 4 6 61:43 34 Stoke City . 26 15 : 8 53:40 33 Grimsby 24 6 7 11 41:54 19 Leyton Orient 26 7 5 14 39:52 19 Lincoln City .... 26 6 4 16 39:63 16 Rotherham 25 5 4 16 27:57 14 Bikarkeppnin : Newcastle, Sheff. Viedn., Liverpool slegin út Hér á eftir fara úrslit leikja úr 3. umferð bikarkeppninnar, sem var frest að eða urðu jafntefli, laugardaginn 10. janúar og fram fóru í siðustu viku. Lincoin City — Leicester City 0:2 Torquay Utd. — Newport County 0:1 Stockport Co. — Burnley 1:3 Worcester City — Liverpool 2:1 Bikarkeppnin sl. mánudag: Doncaster — Bristol City 0:2 Newcastle — Chelsea 1:4 Preston — Derby County 4:2 Eftir framlengdan leik: Sheffield Wedn — West Bromwich 0:2 vakti var að þeir Júlíus Loftsson og Björn Þorsteinsson unnu báð- Inga R. Jóhannsson. Má því vænta að heyra meira um skák- afrek þessara ungu manna á næst unni. Skákþing Reykjavikur 1959 Eins og áður hefir verið aug- lýst, hefst skákþingið þann 26. þ.m. í stóra salnum í Breiðfirð- ingabúð. Innritun þátttakenda fer fram í Breiðfirðingabúð fimmtudaginn 22. janúar eftir kl. 8 og laugardaginn 24. janúar frá kl. 2—4. Þakkir frá vistfólki á Elliheimilinu ENNÞÁ einu sinni vil ég fyrir hönd fólksins á Elliheimilinu, færa ykkur öllum hjartans þakk læti, sem á einn eða annan hátt glödduð það um jólin, með heim- sóknum, gjöfum og vinarkveðj- um. Ég nefni aðeins nokkur nöfn af mörgum: Haraldi Böðvarssyni og frú, Bókabúðinni, Rotary- klúbbnum fyrir blómakörfur og skreytingar, Lionsklúbburinn fyr ir hugulsamar gjafir til vistfólks- ins, einnig Kvenfélaginu fyrir peningagjafir til fólksins. Ég bið ykkur öllum blessunar guðs og færi ykkur öllum óskir um gleði- legt og farsælt árs. Akranesi, 20. jan. 1959. Sigríðwr Árnadóttir. Hraðkeppni i handknattleik Um nææstu helgi, laugardags- og sunnudagskvöld, efnir H.S.Í. til hraðkeppnismóts fyrir meist- araflokka karla og kvenna. Leik- tími verður 2x10 mín. og verður leikið að Hálogalandi. Öllum félögum ínnan Í.S.Í. er heimil þátttaka. Tilkynna ber um þátttöku fyrir kl. 12 á hádegi á j föstudag; til Hannesar Sigurðs- sonar í síma 11700 eða bréflega í pósthólf 6. * KVIKMYNDIR * Nýja bíó: Stúlkan í rauðu rólunni LEIKKONAN Evelyn Nesbit var um sl. aldmót dáð af öllum leik- húsgestum New York-borgar og þá fyrst og fremst af karlmönn- unum, sakir fegurðar og yndis- þokka. Auðkýfingar borgarinnar kepptust um hylli hennar og eyddu offjár til þess að öðlast blíðu hennar. Hatur og afbrýði- semi, óhóf og spilling lá hvar- vetna í loftinu þar sem hún fór, en sjálf var hún alltaf jafn fögur og heillandi. Um tíma var hún hjákona Stanfords White, eins frægasta arkitekts Bandaríkjanna sem einnig var frægur fyrir sið- laust líf með lauslætiskonum borgarinnar. En síðar giftist Eve- lyn ungum manni, forríkum, Harry Thaw, að nafni, sem óhófs- legt eftirlæti samfara takmarka- lausum peningaráðum hafði gert að trylltum sadista og ofstopa- manni. — Þegar eftir giftinguna komu þessir eiginleikar hans í þessir eiginleikar hans þegar I ljós. Hann misþyrmir konu sinni í æðisgenginni afbrýði vegna kunningsskapar hennar og White. Og einn góðan veðurdag skýtur hann White til bana. — Þetta er sannsögulegur viðburður og hef ur kvikmynd sú, sem hér er um að ræða, verið byggð á honum. — Það hittist svo á, að í síðasta hefti tímaritsins „Satt“, er sagt ýtarlega frá þessum mikla barm- leik og aðalpersónum hans. — Er myndin að ýmsu frábrugðin því, sem þar er sagt, eins og oft á sér stað, þegar kvikmyndaðir eru sannir viðburðir, en engu að síður er myndin athyglisverð, efn ismikil og með talsverðri spennu. Ytri búnaður myndarinnar er mjög glæsilegur og leikurinn góð- ur, einkum þeirra Ray Millands, er leikur Stanford White, Joan Collins, er leikur Evelyn og Farley Granger er leikur Harry Thaw. Þess skal getið að Evelyn mun enn á lífi, en Harry Thaw and- í aðist í Miami árið 1947. Myndin er tekin í litum og ' „Cinemascope". Ego.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.