Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 21. jan. 1959 Skristofum okkar verður lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar. STEFÁN THOKARENSEN H.F. Framholds-aðalfundur verður haldinn í Keilir h.f. í skrifstofu félagsins við Elliðaárvog n.k. laugardag 24. þ.m. kl. 2 e.h. Fundarefni: Áður auglýst dagskrá. STJÓRNIN. Sandgerði Oss vantar mann til að annast afgreiðslu Morgunblaðsins í Sandgerði frá 1. febr. n.k. Upplýsingar gefua* Axel Jónsson, kaupm. Cuðrún Á Símonar hlýtur ágœta dóma vestra GUÐRÚN Á. Símonar óperusöng kona hefur undanfarna þrjá mán uði verið á söngferðalagi um Kanada og Bandaríkin. Fyrstu tvo mánuðina hélt hún sjö tón- leika í sex borgum, þar af þrjá vestur á Kyrrahafsströnd, enn- fremur kom hún fram í sjónvarpi í Winnpeg, og þar söng hún einnig inn á segulband fyrir út- varpið. Hefur hún hvarvetna hlotið hinar beztu móttökur og mikið lof fyrir söng sinn. Fór hún söngför þessa á vegum Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vest- urheimi og The Canada-Iceland Foundation í Winnipeg. f fréttabréfi frá Winnipeg segir m. a.: „Er skemmst af því að segja, að Guðrún hefur þegar getið sér mikinn orðstír, hér í Vesturheimi, enda unnið hvern sigurinn á fætur öðrum, svo sem í öllum þeim þjóðlöndum Evrópu, þar sem hún hafði sungið opin- berlega, áður en hún kom hing- að vestur. Fer það að vonum, að undanfarna mánuði hefur mik ið verið ritað um hana í íslenzk og kanadisk blöð oig tímarit. Er það sannmæli íslendinga og ótal margra fleiri hér í borginni, að hún sé hinn glæsilegasti fulltrúi ísiands“. Fyrstu tónleikana vestan hafs hélt Guðrun í Árborg og á Gimli, en síðar fór hún til Winnipeg. Guðrún Á Símonar Hafnarfjörður Vantar börn, unglinga eða fullorðna til blaðburðar á HVALEYRAR- og HÓLABRAUT Talið við afgreiðsluna Álfaskeið 40 sími 50930. JHergiuttÞffttoife Pökkunarstúlkur vantar okkur strax. Hraðfrystihúsið Frost h.f. Hafnarfirði sími 50165. Ungling vantar til blaðburðar í eftirtalið hverfi Hringbraut (Vestari hluta) Aðalstræti 6 — Sími 22480. Ummæli Lögbergs. Lögberg segir m. a. um tón- leikana i Winnipeg: „Áheyrendur ungfrú Símonar létu óspart fögnuð sinn í ljós yfir hinum hrífandi söng hennar í Playhouse leikhúsinu á mið- vikudagskvöldið, með því að krefjast með dynjandi lófataki, að hún kæmi fram aftur og aftur, og söng hún sex aukalög, öll ís lenzk. Flestir, sem þarna voru, hefðu gjarnan viljað hlýða á fleiri íslenzk tónverk, ekki ein- ungis vegna þess, að þau finna jafnan dýpstan hljómgrunn íhjört um íslendinga, heldur og vegna þess, að söngkona eins og ung- frú Símonar, gædd óvenju fagurri og þjálfaðri rödd, sem kann að túlka söngvana af næmri innlif- un og smekkvísi, gæti þannig borið hróður tónmenningar þjóð- ar sinnar víða um lönd. Og senni- lega á ungfrú Símonar eftir að fara víða og geta sér og þjóð sinni mikinn orðstír með söng sinum. Til Winnipeg hafa komið fjöldi víðfrægra söngkvenna, en þær eru ekki margar, sem hafa hlotið eins ágæta dóma frá hljómlistargagnrýnendum dag- blaða borgarinnar eins og ung- frú Símonar". „Winnipeg Free Press“ birtir söngdóm með þessari fyrirsögn: „Guðrún Símonar: Bezta söng- kona hér á þessu söngári". „Söngrödd ungfrú Símonar er frábær, óþvinguð og jöfn að gæð- um á öllu tónsviðinu. Söngur hennar er fagur, hreinn og leik- andi léttur. Ég gat í rauninni ekkert að honum f,undið“. „The Winnipeg Tribune": „Ung frú Símonar hefur einhverja beztu söngrödd, sem heyrzt hef- ur í mörg söngár. Hún syngur í hreinum bel canto stíl, sem ekki er að undra, því að hún stund- aði nám hjá Carmen Melis í Milano eins og Renata Tebaldi". f Winnipeg var Guðrún bæði sæmd skjaldarmerki borgarinnar úr gulli og gerð að heiðursborg- ara. Kirkjutónleikar í Winnipeg. í bréfi frá Winnipeg er eftir- farandi frásögn um kirkjutón- leikana þar: „Næsta sunnudag, 9. nóv., söng Guðrún Á. Símonar íslenzk lög við kvöldmessu í Fyrstu lút- ersku kirkjunni hér í Winnipeg, aðallega fyrir aldrað, íslenzkt fólk, sem fer aðeins í kirkju, en hafði ekki ráð á að sækja konsert hennar í Playhouse leikhúsinu. Hlýnaði mörgum kirkjugesta um hjartarætur við að heyra og sjá þessa glæsilegu og gáfuðu söng- konu syngja íslenzku lögin á þann hátt, sem gerir söng að list. Kirkjusókn var mikil, og ávarp- aði séra Valdimar Eylands söng- konuna og bað henni og íslenzkri menningu allrar blessunar". Syngur í sjónvarp og útvarp. Hinn 12. nóv. kom Guðrún fram í sjónvarpi CBC í Winnipeg í þættinum „The Music Room“, og söng hún þar létt klassisk lög, ennfremur íslenzk lög. í Winni- peg fór og fram upptaka á seg- ulband á söng Guðrúnar fyrir kanadíska útvarpið, „Canadian Broadcasting Corporation". Var- ir sá dagskrárliður hálfa klukku- stund, sem bráðlega verður út- varpað frá strönd til strandar, eða um allt Kanada, í sérstökum þætti úrvals listamanna. Er Guðrún fyrsti íslendingur- inn, sem syngur í kanadiska út- varpið frá hafi til hafs, einnig í sjónvarpið í Winnipeg. Á öllum þeim tónleikum, sem getið hefur verið hér að fram- an, svo og í sjónvarpi og útvarpi aðstoðaði Guðrúnu íslenzki pfanó snillingurinn ungfrú Snjólaug Sigurðson, sem lokið er miklu lofsorði á fyrir frábæran undir- leik. Á Kyrrahafsströndinni Á Kyrrahafsströndinni söng Guðrún í Vancouver, Bellingham og Seattle. „The Province", í Vancouver segir m. a. svo um söng Guðrúnar þar í borg: „Ungfrú Símonar söng með hinni blæfögru og tónvíðu rödd sinni á mjög áhrifaríkan hátt ís- lenzk lög, ítalskar óperuaríur og sígild lög frá síðastliðnum þrjú hundruð árum. Ást söngkonunnar á hinum hreinu og fögru íslenzku lögum, sem hún hóf og endaði tónleika sína á, var augljóst í hverjum hárfínum blæ og fastmótaðri túlkun og í þeim undirtektum, sem hún skapaði". Með skýrslu formanns mót- tökunefndarinnar, Walters J. Líndals dómara, fylgja eftirfar- andi ágrip úr tveim bréfum, sem honum hafa borist: Stefán Eymundsson, formaður þjóðræknisdeildarinnar í Van- couver: „Ég þakka þér fyrir hið góða verk þitt; fyrir hina ágætu söng- konu, ungfrú Símonar. Að hlusta á hina yndislegu og töfrandi rödd hennar fór fram úr vonum okk- ar. Þegar hinn indæli söngur hljómaði, var eins og að vera í draumi. Aldrei fyrr hefi ég heyrt þvílíkar undirtektir. Þegar tón- leikunum var lokið og ég lauk síðustu ávarpsorðum mínum, stóðu allir upp og lófatakið dundi, svo að undir tók í salnum“. Séra G. P. Johnson, formaður þjóðræknisdeildarinnar í Seattle: „Allir, sem hlustuðu á hana (ungfrú Símonar), dáðust að henni. Söngur hennar var dá- samlegur, og það var framúr- skarandi ánægjulegt að vera við- staddur. Ungfrú Símonar var okkur ákaflega kærkomin gest- ur í Seattle, og við erum þáttlát yður, dómari, og nefndinni fyr- ir austan að undirbúa för hennar hingað“. Úr skýrslu formanns móttóku- nefndar. „Þegar litið er á heimsókn Guð- rúnar Á. Símonar í heiíd, viðtök- urnar, sem hún fékk, hina ágætu blaðadóma, álit músikgagnrýn- enda CBC í Winnpeg, og um- sagnir, sem við og við berast út um ágæti söngs ungfrú Símonar, og hina dásamlegu rödd hennar, og ennfremur hafandi það í huga, hve langt orðstír þessarar lista- konu hefur komizt á svo skömm- um tíma, þá getur enginn vafi leikið á því, að söngför hennar var hin sigursælasta. En það má líta á komu hennar til Kanada frá annarri Klið. Er menn athuga grundvallar-tilgang Þjóðræknis- félags Vestur-íslendinga og Can- ada-Iceland Foundation og íhuga stefnuskráratriði Canada Couns- il, þá er ekki hægt að mæla á móti þeirri staðreynd, að ungfrú Guðrún Á. Símonar hefur lagt mikið af morkum til styrktar þeim menmngartengslum milli Kanada og íslands, sem öllum hlutaðeigendum er svo annt um að viðhalda og efla enn meir.“ Móttökunefnd f móttökunefnd voru auk I ín- dals dómara, þau dr. Richard Bech, frú Hólmfríður F. Daniel- son og Grettir L. Jóhannsson, ræð ismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.