Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 6
t> MORGlIlVfíT. AÐIÐ Miffvikudagur 21. jan. 1959 Hefjueyjan hefur fengið nóg af brezkri stjórn 1 SÍÐUSTU heimsstyrjöld var eyjan Malta í Miðjarðarhafi ein mikilvægasta herstöð Breta. Hún var á miðju óvinasvæðinu milli Italíu og Norður-Afríku. Bretar kölluðu hana hetjueyjuna og sæmdu eyjarskeggja í einu lagi Georgs-krossinum, einu mesta virðingartákni brezka heimsveld- isins. ítalir og Þjóðverjar héldu í marga mánuði uppi svo að segja stanzlausum loftárásum á eyjuna og var það margra mál, að þraut- seigja og æðruleysi eyjarskeggja ætti drjúgan þátt í að Þjóðverj- ar urðu yfirbugaðir í baráttunni um Miðjarðarhafið og Norður- Afriku. Þeir urðu langtímum að dveljast í hellum og neðanjarðar- göngum og baráttan kostaði þá miklar fórnir. Af þeim féllu 1500 manns, en 3500 særðust alvar- lega, 7000 hús voru lögð í rústir. En reynsla Möltu-búa af Bret- um ætlar að verða undarlega lík þeirri reynslu sem íslendingar hafa haft af þeim. Nú fyrir nokkru ákvað brezka stjórnin að nema úr gildi stjórnarskrá eyjar- innar og fela hinum brezka land- stjóra, Sir Robert Laycock hers- höfðingja, að taka öll völd í sínar hendur. Eylenda þessi er yfirleitt köll- uð eintöluorðinu Malta. En í rauninni eru þetta þrjár eyjar, sem bera nöfnin Malta, Gozo og Comino. Þær eru mjög gróður- sælar og fjölbýlar. Samanlagt flatarmál þeirra er aðeins 316 ferkílómetrar, en á þessu litla svæði búa hvorki meira né minna en 320 þúsund íbúar. Eyjar- skeggjar eru mjög blandaðir. Þeir líkjast helzt íbúum Sikileyjar, en voru lengur en þeir undir stjórn Araba. Þeir tala arabíska mál- lýzku, sem er blönduð fjölda ítalskra orða. Malta hefur verið undir yfir- ráðum Breta frá því á Napóleons tímunum. Eftir að skurður var grafinn gegnum Súez-eiðið varð hún einkar mikilvæg herstöð á siglingaleiðinni til Indlands og yfirráð yfir henni komu Bretum vel á stríðsárunum. 1 hafnar- borginni La Valetta var ein stærsta flotastöð Breta, með vold- ugum þurrkvíum og skipaviðgerð arstöðvum. Þar voru gríðarmikl- ar kola- og olíugeymslur og her- flugvöllur. ★ Eftir styrjöldina hugðust Bret- ar í fyrstu gera vel til Möltu-búa. Þeir gáfu eyjunni takmarkaða sjálfstjórn og hjálpuðu til við að reisa byggðina úr rústum styrj- aldarinnar. Vinátta var góð milli Breta og Möltu-búa. Það, sem nú veldur ágreiningn- um er ef til vill fyrst og fremst það, að Malta hefur misst hern- aðarlegt gildi sitt. Bæði hafa Eg- yptar nú tekið Súez-skurðinn undir sína stjórn og svo hefur hernaðartæknin tekið breyting- um. Því er svo komið að Bretar hafa eiginlega lítinn áhuga á Möltu og eru gjarnir á að gleyma sínum gömlu loforðum, að þeir skyldu mupa Möltu-búum lið- veizluna á styrjaldarárunum. Fyrst fór að gæta hins dvín- andi áhuga Breta í sambandi við skipaviðgerðarstöðvar brezka flot ans á Möltu. Áður fyrr var það talinn mikilvægur liður í öryggis- kerfi Breta, að þessar viðgerðar- stöðvar væru virkar og í sem beztu lagi. Gáfu þær Möltu-bú- um mikla atvinnu og hafa 3000 manns verið starfandi við þær. Síðan áhugi Breta á Möltu fór ftiúrverk 4 múrarar geta tekið aS sér verk nú þegar. — Upplýsingar i sínia 2 4991 eftir kl. 6. minnkandi hafa eyjarskeggjar stöðugt óttazt að viðgerðarstöðv- arnar yrðu lagðar niður í ein- hverri sparnaðarherferð brezku stjórnarinnar. En ef flotamála- ráðuneytið í Lundúnum tæki skyndilega þá ákvörðun að leggja niður viðgerðarstöðvarnar myndi það hafa í för með sér alvarlegt atvinnuleysi á Möltu. ★ Á Möltu eru starfandi þrír stjórnmálaflokkar. Þeir eru hinn vinstrisinnaði Verkamannaflokk- ur undir forystu Dom Mintoffs, hinn hægrisinnaði Þjóðernis- flokkur undir forystu dr. Borg Olivers og Framsóknarflokkur- inn, sem er flokkur Bretavina, undir forystu Mabels Stricklands. Fyrrnefndu tveir flokkarnir eiga fylgi meginhluxa kjósendanna. — Hefur Verkamannaflokkurinn meirihluta á þingi eyjarinnar, enda hefur hann mest fylgi meðal starfsmanna í skipavið- gerðarstöðvunum. Óttinn við það að Bretar legðu viðgerðarstöðvarnar niður hefur verið eitt meginaflið í stjórnmál- um Möltu síðustu ár. Forystu- menn eyjarskeggja hafa leitað ýmissa leiða til að hindra að at- vinnuleysi hæfi innreið sína á Möltu. Árið 1955 kom Dom Mint- off, forsætisráðherra Möltu, jafn- vel fram með þá hugmynd að hægt yrði að forðast hættuna með því að treysta tengslin við Bretland. Lagði hann til að Malta sameinaðist Bretlandi og fengi 3 þingmenn í neðri málstofu brezka þingsins. Brezka nýlendumálaráðuneyt- ið gekkst í fyrstu mjög upp við þessar tillögur Möltu-búa. Á þeim tímum voru nýlendur Breta hvarvetna í suðurálfum að krefjast sjálfstæðis og gátu Bret- ar þó bent á dæmið frá Möltu um að ekki líkaði öllum illa við nýlendustjórn þeirra. En þegar Mintoff var kvaddur til Lundúna til að skýra betur tillögur sínar, kom í Ijós að böggull fylgdi skammrifi. Hann lagði til að Malta sameinaðist Bretlandi gegn því að Bretar tryggðu að ekki kæmi til at- vinnuleysis og legðu fram fé til að greiða niður fjárlagahalla og skapa eyjarskeggjum nýjar at- vinnugreinar, allt að því 8 millj. sterlingspund á ári. ★ Síðan hefur verið deilt um þessi fjármál. Bretar hafa lýst sig með öllu ófúsa að ábyrgjast fjárhagslega að lífskjör á Möltu verði hin sömu og í Bretlandi. Á meðan hefur enh verið að síga á ógæfuhliðina í atvinnumálum eyjarinnar. — Nýlega afhenti brezka flotamálaráðuneytið brezku einkafyrirtæki skipavið- gerðarstöðvarnar. Mintoff, for- sætisráðherra, svaraði með því að segja af sér í apríl sl. Þá hófust á eyjunni óeirðir, sem stóðu í nokkra 'daga. Hefur Malta verið stjórnlaus í 7 mánuði, þegar Lennox-Boyd, nýlendumálaráð- Hávaxni maðurinn í miðjunni er Lennox-Boyd, nýlendumála- ráffherra Breta. Lægri mennirnir eru stjórnmálaleiðtogar Möltubúa. Vinstra megin er Dom Mintoff, foringi Verkamanna- flokksins, og hægra megin dr. Borg Oliver, foringi Þjóðernis- sinnaflokksins. K o rs i T\ (Ssrdir 3 fx) \ ) / Csiíoiey^V' >j / ~ ^Tunís / -GoíO °^<a^alta / X / / 1 I \7 haf V V^-w \ \ \ 1 \ rí r Uppdrátturinn sýnir legu Möltu. herra, ákvað nýlega að nema stjórnarskrá eyjarinnar úr gildi. Báðir stærstu flokkarnir eru sammála um það að afnám stjórnarskrárinnar hafi verið mikið óheillaspor og muni aldrei héðan í frá gróa um heilt milli Breta og Möltu-búa. Dr. Borg ---------------------*--------- Oliver, foringi Þjóðernissinna- flokksins, sem áður hefur verið vinveittur Bretum, hefur bannað fylgismönnum flokks síns að taka sæti í landstjórnarráði, sem Lay- cock, landstjóri, mun skipa á næstunni. Oliver leggur til að Malta verði gert sjálfstætt ríki, þó innan brezka samveldisins. Dom Mintoff fyrrv. forsætis- ráðherra, sem árið 1955 kom fram með tillögur um sameiningu við Bretland hefur nú líka snúið við blaðinu. Hann krefst fuxlkomins aðskilnaðar. „Því fyrr sem við verðum lausir við Breta, því betra,“ er orðtak hans. k Mintoff er orðinn þeirrar skoð- unar, að það sé þýðingarlaust ífyrir Möltu-búa að treysta Bret- um. Það sé miklu nær að stofna sjálfstætt ríki og leita nýrra leiða til að styrkja efnahag eyjanna. Hefur hann ekki alls fyrir löngu birt nýjar tillögur um fram tíð Möltu. Hann vill að Malta verði sjálfstætt og hlutlaust ríki í líkingu við Sviss. og að Sam- einuðu þjóðirnar ábyrgist sjálf- stæði þess. Þá leggur hann til að Malta verði fríhöfn og alþjóð- skrifar úr dagleqa lifinu ] Þarf aff gera betur. Velvakanda hefur borizt bréf frá „Hlustanda": „OPURNINGAÞÁTTURINN í út O varpinu á sunnudagskvöldið vakti bæði gleði og gremju á meðal hlustenda. Mesta hrifn- ingu vakti að sjálfsögðu frammi- staða Hjartar, því hún var með svo miklum ágætum, en vel mátti líka dást að fróðleik Þórunnar og við skulum vona að hún hafi ýtt undir eitthvað af unga fólk- inu að lesa Eddukvæðin. En gremju vakti hitt, hve klaufalega var spurt og ólíkt því, sem við höfum átt að venjast. Mælgi spurðu! því hefði verið óhætt að láta hann glíma við miklu erfiðari þraut í þetta sinn. Það var gefið mál, að hann mundi vita þetta. Og úr því þátturinn er til um- ræðu, er ekki hægt að komast hjá því að rhinnast á smekkleysu, sem þarna varð. Á ég hér við það, þegar stjórnandi þáttarins bauð þeim sem næstur kæmist því að . vinna, flugferð til Bandaríkj- j anna í sárabætur, ef hann missti ansemi. Þetta þarf að láta fara , af 10.000 krónunum, og lýsti því yfir um leið, að aðstandendur hans þyrftu ekki að hafa af því neinar áhyggjur þó eitthvað kæmi fyrir í þeirri ferð, því þeim yrði hann bættur. Að sjálfsögðu hefði átt að þurrka þessa smekk- leysu út af bandinu, en úr því þessu var útvarpað í eyru allra landsmanna, hlvtur það að hneyksla marga. fataðist honum, og svo þeir alveg óviðeigandi spurninga (t. d. um kjörgengí hans og bisk- upskjörs, og þar stakk hann vel upp í þá). Oft voru spurningar þeirra óhönduglegar og óljósar. Meðferð þeirra á íslenzkunni var greinilega gerð „upp á grín“ til þess að sýna hve hroðalega væri unnt að misbjóða henni, þegar til þess er góður vilji, en það er vægast sagt ósmekkleg gam- Sveins og stirðmælgi eru næst- um óþolandi. Hinir nýju spyrjend ur spurðu yfir höfuð mjög illa, og spurðu um ýmislegt, sem þeir gátu ekki sjálfir dæmt um hvort rétt væri svarað eða ekki. Slíkt er ótækt. Þeir vissu jafnvel ekki hvort „presturinn" (sem annars stóð sig prýðilega) svaraði rétt eða rangt, þegar spurt var um guðspjall dagsins, en einmitt þar öðruvísi framvegis. Það er heil- ræði“. Velvakandi er bréfritara að mestu sammála. Slíkur þáttur er skemmtilegt og fróðlegt útvarps- efni, sem menn bíða eftir með eftirvæntingu. En ýmislegt er að- finnsluvert, hvað ytri búning snertir, og ætti að vera hægt að laga það. Að vísu veitti Velvak- andi því ekki athygli að með- ferðin á málinu væri verri en algengt er, þegar talað er blaða- laust og undirbúningslaust í út- varp, en hlustaði e. t. v. ekki nógu nákvæmlega á þann hluta þáttarins, þótti hann með léttara móti. Þátttákendur í hinum eiginlega spurningaþætti stóðu sig sannar- lega vel. Ekki síður þeir, sem bréfitarinn ekki nefnir, þeir Thorolf Smith og Sverrir Krist- jánsson. Mér finnst jafnvel, að þeir sem spurningarnar semja, hafi minni trú á kempunum en ástæða er til. Einkum var þetta áberandi hvað 10.000 króna spurn inngunni snerti. Hjörtur var bu- inn að sanna það, að hann gat ráðið við erfiðar spurningar, og M1 Tækni í fluglist. IKIL er flugtæknin orðin, ef marka má grein, sem birtist í nýútkomnu hefti tímarits, sem kennir sig við tækni. f frásögn af flugi, sem Velvakandi fékk eng- an botn í, enda ekki flugfróður maður, stendur þetta m. a.: „Snögglega setti flugmaðurinn á fulla ferð og sleit af vélinni það, sem eftir var af lendingarútbún- aðinum, hemlaði síðan og rann vélin á belgnum 300 fet eftir þil- farinu; við það rifnaði vængur- inn af. Enn var vélin á fullri ferð og hóf sig til flugs“. P.s. Til skýr- iingar fyrir enskumælandi fólk, skal þess getið, að á því máli, sem greinin var þýdd úr, heitir hlut- urinn sem af rifnaði „tiptank“. legir bankar fái starfssvið þar. Atvinnumálin vill hann leysa með því að gera eyjarnar að eftir- sóttu ferðamannalandi, en til þess hafa þær marga góða eiginleika, svo sem góðar baðstrendur og sólríkt veðurfar. Að lokum telur Mintoff að líklegt sé að 2000 Möltubúar gætu fengið starfa í lögreglu og gæzluliði Sameinuðu þjóðanna. Ef þéssar ráðagerðir tækjust þyrftu íbúarnir ekki lengur að vera upp á Breta komn- ir og myndu þegar slíta tengslum við þá. Aðalfundur Félags framreiðslu- manna AÐALFUNDUR Félags fram- reiðslumanna var haldinn 21. des. sl. — Fráfarandi formaður, Janus Halldórsson, flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu ári og gjaldkeri, Sigurður E. Pálsson, lagði fram reikninga félagsins. — Auk venjulegra mála, sem félagið hafði með höndum var undirbún- ingur að stofnun lífeyrissjóðs fyrir framleiðslumenn. Er því máli nú vel á veg komið. Að lokinni stjórnarkosningu skipti stjórnin með sér verkum þannig: Formaður Páll Arnljóts- son, varaformaður Gestur Bene- diktsson, ritari Jón Maríasson, gjaldkeri Sigurður E. Pálsson og meðstjórnandi Janus Halldórsson, sem eindregið baðst undan því að taka að sér formannsstörf á þessu ári. Sigurði E. Pálssyni, g jaldkera félagsins var sérstaklega þakkað ágætt starf á liðnu ári. Fulltrúi félagsins í stjórn Sam- fcands matreiðslu- og framreiðslu manna var kjörinn Haraldur Tom ásson, en formaður félagsins er sjálfkjörinn í stjórn sambands- ins. Aðalfundinum varð ekkí lokið og verður framhaldsaðalfundur bráðlega. Gcysilcg liitabylgja MELBOURNE 19. jan. (NTB) Hitabylgja sú mesta í lengri tíma gengur yfir sunnanverða Ástralíu Er hitinn víða 43 stig í skugga, og hefur hitabylgjan nú staðið í nær viku. Hafnarverkamenn í Mel- bourne hafa neitað að vinna í hitunum og lýstu vinnuveitend- ur því loks yfir í dag, að sú ákvörðun væri skiljanleg. Vegna hitanna, hefur orðið að flytja 30 smábörn á sjúkrahús í Mel- bourne og á hverjum degi berast fregnir af fjölda dauðsfalla, sem eru bein afleiðing hitanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.