Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1959, Blaðsíða 12
12 UORCVNBL4Ð1D Miðvikudagur 21. jan. 1959 SAMKOMUHÚSIÐ Uppsalir á ísafirði er til leigu frá 1. febrúar 1959. Allar nánari uppl. gefur Kjartan Halldórssoir Tunguveg 21, ísafirði — Símar 62 og 58. Hverfiprentvél Notuð hverfiprentvél vel við haldið og í gangi (tegund: Koenig & Bauer) er til sölu með sanngjörnu verði, þar sem eigandinn befur fengið sér nýja afkastameiri vél. Getur prentað 32-síðu dagblað í einu afkasti og 16-síðu i tvöföldu. Vélin hefur tvo falsa. Mesti hraði er: 16-síðu dag- tolað 24000 eintök á klukkutíma. Hverfivélin er einnig vel nothæf til prentunar á bókum, skrám, vikubiöðum, dagblöð- um o. s. frv. Handsnúin flatsteypuvél, steypuvél fyrir litprentun og hringskering fyrir litprentun fylgir með ásamt tveimur vél- um á 24 hö. Einnig: 1 hálfsjálfvirk steypuvél Pony Autoplate með bræðsluofni fyrir 3000 kg. málm — 54 kw. Gúmmívalsar i öllum prentvélum. Afgreiðslutími í byrjun marzmánaðar 1959. Þeir sem hafa áhuga á þessu geta séð prentsmiðjuna í gangi í Suður-Noregi, einnig geta nánari upplýsingar feng- ist með því að leggja inn tilboð merkt: „Selges som den stár“, í afgreiðslu þessa blaðs. Ný sendisag AMERÍSKIR Kjólar Stærðir: 16 V2 18%, 20% og 22%. Einnig: 12-14-16-18-20. Guðrún Gísladóttir Minning. í DAG, 21. janúar, verður jarð- sungm frá Dómkirkjunni Guðrún Gisladóttir, Hoivallagötu 7, er andaðist á sjúkradeild El'iheim- ilisins Grundar, 12. þ. m. Hafði hún verið þar tæpt ár, íavin að heilsu og kröftum. Guðrún var lædd 16. janúar 1882, oóttir sæmdaihjónanna Sig- ríðar Þorgeirsdóttur frá Háfi og Gísla Pálssonar úr Þykkvabæ. — Foreldrar hennar fluttust til Eyr- arbakka. þegar hún var barn að aldri, og ólst hún þar upp fram að tvítugu. Þaðan fluttist hún ásamt foreldrum sínum til Viðeyjar, og stundaði ýmis störf í sambandi við útgerðina þar, en lengst af dvaldist hún á búi Eggerts Briem, fyrst hjá fyrri konu hans, Katrínu og svo siðari konu hans Höliu. Eftir að Guðrún hafði misst föð- ur sinn, hafði hún móður sína hjá sér, þar til hún andaðist. — Systkin átti hún tvö, Siggeir og Kristínu, sem bæði fluttust til Danmerkur. Siggeir dó fyrir 10 árum, en Kristínu lifir enn, bú- sett á Jótlandi. Fyrir 22 árum réð Guðrún sig á heimili okkar hjóna. Er hún kom til okkar, var hún 55 ára. Hún hafði unnið mikið, allt frá barnæsku. Man ég hana segja frá því, að eitt hið fyrsta sem hún myndi eftir sér, var að hún eltist við kindur berfætt, sárfætt og köld, í frosti. Foreldrar hennar Beitingamenn vantar strax á bát sem rær frá Grinda- vík. Uppl. í síma 50565. Hin vinsælu Slankbelti tegund 500 frá LADY eru ávalt til hjá okkur OUftnpia Úfsola — Útsolo Allskonar nærfatnaður fyrir börn og fullorðna. Vinnufatnaður allskonar. Kvensokkar frá 15 kr. parið. Handklæði frá 14 kr. stk. Ferðatöskur, púðaver, manchettskyrtur, drengjaskyrtur. * Ufsalan á horni Snorrabrautar og Njáilsgötu. Síðdegisk/ólaefni kvöldkjólaefni MARKAÐURINHI Hafnarstræti 11. I voru þá mjög fátæk, og lífsskil-i yrði í þá daga voru oft hörð fyr- ir börn. Enga menntun íékk hún aðra en einhverja líúlsháttar til- sögn á barnsaldri. Samt varð Guð rún hámenntuð kona. kunni að koma mjólk í mat og ull í fat. Fróðleiksþorstinn var svo inikill, að hún las allt, sem hún komst yfir, enda var hún t. d. mjög fróð í íslendingasógum og öðrum þjóð- legum fræðum. Dönsku las hún og talaði, dálítið lærði hún af ensku í útvarpinu, þegar kennd vav enska þar. I raun og veru var hún svo fjölhæf, að það hefði verið sama, hvað hún heíði feng- izt við, hvort heldur he;milis- störf, útivinnu, saumaskap, tó- vinnu, smíðar eða bóklestur, hún virtist jafnvíg á allt, sem hún tók sér fyrir hendur. — En henn- ar hlutskipti var að vinna í þjón- ustu annarra allt sitt líf. Um- hyggja fyrir öðrum sat í fyrir- rúmi hjá henni. „Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð". Alltaf var hún sistarfandi, féll aldrei verk úr hendi, það. sem hún vann fyrir aðra gerði hún jafnvel og væri hún að vinna fyrir sjálfa sig. Hún var svo heppin að vera í samvistum við menntaða og gáf- aða menn, um margra ára skeið, og höfðu allir þessir menn mikla ánægju af að ræða við hana og hún ekki síður að menntast af þeim. Má það sérstakt heita að vera há sömu ætt og tengdafólki í 57 ár. Ýmsum fátækum gerði hún gott, og var þá stórrausnarleg í gjöfum sínum, en um hennar góð verk mátti aldrei tala, þá brást hún reið við. Ég vil votta henni hjartans þakklæti mitt fyrir frábæra vin- áttu og trúmennsku í okkar garð öll þau ár, sem hún dvaldist á heimili okkar. Blessuð sé minning hennar. Anna Guðmundsdóttir. ★ ÁRIÐ 1936 kom Guðrún Gísla- dóttir á heimili foreldra minna, Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðar- nesi og konu hans Önnu Guð- mundsdóttur. Dvaldist hún b ir ae síðan, utan síðasta árið, að hún var á sjúkradeild Elliheimilisins Grundar, farin að heilsu. Guðrún Gísladóttir var óvenju- leg kona. Ég hygg, að fátt sé orð- ið um hennar líka nú á tímum, enda tímarnir brejrttir. Þótt hún hefði í æsku átt lítillar mennt- unar kost, var hún geysivel lesin og stálminnug á allt, sem hún las og heyrði. Hún kunni ógrynni gamalla sagna og málshátta, og oft kom hún ókunnugu fólki á óvart með hnyttilegum og skýr- um tilsvörum. Við börnin á heim- ilinu eigum Guðrúnu mikið að þakka. Hún tók mikilli tryggð við okkur og vildi allt fyrir okk- ur gera. Man ég alltaf eftir þeim ánægjustundum, þegar hún sagði okkur sögur í rökkrinu, Komum við oft langar leiðir að, þegar við sáum, að tekið var að skyggja,. til þess að athuga, hvort Gunna (eins og við kölluðum hana) vildi ekki segja okkur sögur í rökkr- inu. Hjá henni kynntumst við ýmsum furðuhe*mum þjóðsagna og ævintýra, og rökkrið tók á sig ýmsar töframyndir Heimilinu sýndi hún órofa tryggð. Öll verk sín leysti hún af hendi með mikillj samvizku- semi og trúmennsku. Einnig var hún afbragðs saumakona. Þungt féll Guðrúnu, þegar heilsan tók að bila og verkin létu henni ekki eins vel og fyrr. Hún fékkst fyrst í stað ekki til að hlífa sér, enda hafði hún oft sagt, að vinnugleðia væri eitt af því bezta, sem lífið hefði að bjóða. Síðustu árin urðu henni því löng og þimgbær. Ég vil flytja þessari góðu vin- konu beztu kveðjur og þakklæti okkar systkinanna fyrir tryggð- ina, sem hún sýndi okkur og allt, sem hún gerði fyrir okkur. Við munum ætíð minnast henn- ar með aðdaun og virðingu. S. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.