Morgunblaðið - 25.01.1959, Page 6

Morgunblaðið - 25.01.1959, Page 6
6 M O R C U /V R r 4 f) 1Ð Sunnudagur 25. jan. 1959 Halldór Hansen Halldór HALLDÓR HANSEN er sjötugur í dag. Ég hygg að fáir jafnaldrar hans hérlendis og raunar hvar sem er í veröldinni, vinni jafn langan og strangan dag og veit það með vissu að mörgum á miðj- um aldri, þótt fullhraustir teljist, væri um megn að fara í fötin hans. Maður skyldi þó halda að hér staulaðist um þrekaður mað- ur og örþreyttur. En það er öðru nær. Hann er teinréttur, kvikur í spori, hreyfingar fjaðurmagnað- ar. Obbinn af tvítugum mönnum á götum bæjarins sýnist þreytt- ari en hann. Og þar er ég ekki einn til vættis, mikill meiri hluti bæjarbúa þekkir Halldór Han- sen. Hann fæddist 25. janúar 1889. Hálfþrítugur lauk hann prófi frá læknadeild Háskóla íslands eftir skemmri tíma en þá tíðkaðist, en með svo hárri einkunn að fáir einir hafa áður eða síðan tekið hærra próf. Námsafrek af því tagi eru þeim einum fær, sem sameina mikinn dugnað og góðar gáfur. Eftir tveggja ára dvöl við framhaldsnám erlendis, settist hann að í Reykjavík og hefur unnið sitt ævistarf hér. Hann hefur sundað handlæknisstörf alla tíð og tók strax frá upphafi ástfóstri við kvilla í meltingar- færum. Var það óvenjulegt fyrir fjórum áratugum að læknar legðu stund á eitt tiltölulega þröngt svið öðru frekar, en hann var þar á undan sínum tíma og hefur haldið þeim hætti æ síðan að ríða á öldufaldinum. Hann hefur alla tíð síðan stundað sjúklinga sína í Landakotsspítala og hefur verið yfirlæknir þar síðastliðin tólf ár, tók við því starfi þegar Matthías Einarsson lét af stjórn spítalans. Læknisstörf eru margþætt, slungin saman úr fleiri þáttum, en þeir kunna að halda, sem aldrei hafa þar nærri komið, en allir spinnast þeir saman í einn þráð, að bæta mein fólksins, sá er mestur læknir, sem flesta bætir. Mér finnst afmælisbarnið sé í fremstu röð lækna, sem ég hefi kynnst. Þegar ungur maður leggur út á læknisbraut, byrjar hann á því að viða að sér tiltækum fróðleik, þekkingu og reynslu kynslóða, sem á undan hafa runnið sitt skeið, síðan leitast hann við að auka hana eftir föngum, enda er honum það skylt, fyrst vegna þess að hann hefur lagt þar við dreng- skap sinn, þegar hann vann lækn- isheitið, sem komið er að efni til aftan úr forneskju og kennt við Hippokrates frá Kos, en ís- lenzkum læknum er auk þess lögð sú kvöð á herðar með lagaboði og veit ég ekki um aðra stétt manna, sem löggjafinn skyldar til linnulauss framhaldsnáms. En þegar læknirinn fer að starfa sér hann fljótt að margt er óleyst og þá er tvennt til, að sætta sig við það eða að reyna að leysa vandann. Og það eru þeir, sem reyna að skyggnast inn í það óþekkta, sem þoka þekkingunni áfram. Halldór Hansen hafði skamma stund starfað, þegar hann fann að sumir þeir, sem að réttum reglum áttu að hafa magasár höfðu það ekki, þegar hann skar til sársins. í önn dagsins lét þetta hann ekki í friði, í stað þess að sætta sig við að þetta væri nú einu sinni svo, þá fór hann að leita að hvað ylli. Þann tíma sem aðrir notuðu til hvíldar og af- þreyingar notaði hann til rann- sókna. Árangurinn varð þykk bók sem hann varði til doktorsprófs 1933 og varð hann fyrstur lækna til þess að Ijúka doktorsprófi við Háskóla íslands. Hann hefur hald ið áfram á þessari braut alla tíð, hann hefur ætíð gert sér far um að gera upp sakirnar, staldra við og athuga hvað er gott í þessari aðgerð, í hverju hinni meðferð- Sjötugur í dag: Hansen inni er ábótavant og hvernig verður bætt úr því. Hann hefur alla tíð hlýtt boðum Hippokrat- esar. Mér er Halldór Hansen fyrst minnistæður, þegar ég var að taka próf í læknadeild Háskólans, en hann var prófdómari. Ég man frán augu og hörkulegt augna- ráð, sem virtist sjá inn í leynd- ustu fylgsni. Mér fannst að nú væri að duga eða drepast, hér væri engrar miskunnar að vænta. Síðar komst ég að raun um, að ég hafði rangt fyrir mér. Augun voru að vísu frán og skarpskygn- in var fyrir hendi, en miskunnar- leysið var ekki til. Það er nú komið nærri aldar- fjórðungi, síðan ég fyrst kom í Landakotsspítala, ungur kandi- dat, og ég hefi verið þar viðloð- andi síðan, að vísu með frátöfum. Það eru því orðin mörg árin, sem ég hefi umgengist Halldór Hansen daglega og unnið með honum. Við svo náin kynni getur enginn mað- ur dulist. Harðneskjan er til í augnaráðinu og hann beitir henni við sjálfan sig einan, við aðra er hann ljúfmenni, stundum kann- ske meira en gott er fyrir hann sjálfan. Ég gat þess áðan að hann væri léttur í spori og óbugaður af þrotlausu starfi langa ævi, enda af miklu að taka. Ungur var hann afrendur að afli, var í fremstu röð íþróttamanna, fór á Olympíu- leiki í Stockhólmi, var einn af stofnendum íþróttasambands fs- lands. Á seinni árum hefir hann stundað golf, varð fyrstur manna hér til þess að gera holu í höggi og er enn ríflega hlutgengur í golfkeppni. En undanfarin sumur hefir hann haft sér það til hvíld- ar að klífa hlíðar Mundíafjalla. Mál er að linni. Þetta er hvorki ævisaga né minningargrein, ekki einu sinni mannlýsing, aðeins árn aðaróskir til gamals vinar á merkisafmæli. Og hræddur er ég um að næst þegar ég hitti hann, fári mér líkt og þegar ég leit hann fyrst, að mér þyki augun hörð. Jafn hlédrægur maður og Þorrablótin aS hefjast. föstudaginn var bóndadagur, þá gekk þorri í garð. Nú eru menn að mestu búnir að gleyma tilefni og siðum hins forna þorra blóts fornmanna, en ég er ekki frá því að sá siður að fagna þorra sé aftur að verða vinsæll. Hér er ekki átt við það, að nú séu húsbændur á hverju heimili farn ir að fara eldsnemma á fætur þenna dag og fagna þorra með því að hopa á öðrum fæti þrjá hringi í kringum bæinn með við- eigandi fyrirbænum, klæddir skyrtunni einni fata og í annarri brókarskálminni, dragandi hina á eftir sér. Nei, nú er þorra fagn- að með því að borða vel af göml- um íslenzkum mat, súrum og reyktum. Þá fullyrðingu að siður- inn að blóta þorra hafi verið lagður niður um tíma, hef ég Erá Jónasi á Hranfagili, sem í Þjóð- háttum sínum segir: „Nú er þetta löngu horfið, hafi það nokkurn tíma verið almennur siður, en það er ennþá almennur siður í Múlasýslum að borða hangiket og annan hátíðamat þann dag“. Mig grunar að veitingahúsið Naust eigi mikinn þátt í því að endurvekja þennan gamla góða sið. Það er nú svo, að íbúar Reykjavíkur hafa lítið af súrmat undir höndum, jafnvel þó þeim þyki slíkur matur góður og séu aldir upp við hann. Bæði er það, að það þykir orðið fyrirhafnar- mikið að búa hann til, og hitt, að síðan farið var að innrétta kjallara til íbúðar, er varla nokk- dr, med. hann er og lítt fyrir að berast á, kann mér væntanlega litlar þakk ir fyrir að minnast sín á opinber- um vettvangi. En nú veit ég það, sem ég vissi ekki þá, að hann fær ekki af sér að setja mér kárínur. Bjarni Jónsson. ★ EINN allra fremsti maður ís- lenzkra lækna, dr. med. Halldór Hansen yfirlæknir, er sjötugur í dag. Halldór Hansen hefur í marga áratugi eða raunar lengst af æ.v- inni verið þjóðfrægur maður. í æsku gat hann sér mikinn orðstír sem einn glæsilegasti glímumað- ur íslands, í senn sterkur, fim- ur, bragðmargur og drengilegur í sókn og vörn. Þá var hann og lyftingamaður mikill og vel í- þróttum búinn á fleiri sviðum. í dag minnir mig að hann sjötug- ur sé golfkóngur í öldungadeild- inni. Geri aðrir betur. Halldór var mikill námsmað- ur, tók há próf á skemmsta tíma. Eftir það hófst hinn mikli lækn- isferill hans. Þar hafa mjúkar og fimar snillingshendur ágæts lærdómsmanns bætt heilsu og bjargað lífi þúsunda manna, sem allir elska og virða sinn ljúf- mannlega og mikilhæfa læknir. Dagsverk þessa manns er oftast næsta ótrúlegt. Oft margar skurð aðgerðir á dag, þar eftir móttaka sjúklinga á læknisstofu sinni, þá sjúkravitjanir í bænum og loks sjúkrahúseftirlit síðla dags. Þar við bætast svo oftar en skyldi kvöldkvaðningar og stundum líka skurðaðgerðir, jafnvel um miðja nótt. — Það er sannast sagna með ólíkindum hverju þessi maður fær afkastað og hitt þó ef til vill enn einstakara hvað hann sýnist vinna sér allt létt. En þetta er vöggugjöf hamingju- samra afburðamanna. Halldór Hansen hefur verð- skuldað að þjóðfélagið létti störf- um af honum. Líklegt þykir þó þeim, er þetta skrifar, að hann kæri sig ekki um það. Það er líkara honum að standa meðan stætt er, hlífa sér hvergi, að minnsta kosti ekki á meðan hann ur köld geymsla til að geyma slík- an mat í. En síðan Naust fór að gefa gestum sínum kost á fjöl- breyttum „þorramat" í trogum, virðist sá siður vera að breið- ast út, að fólk annað hvort útvegi sér slikan mat á þorranum eða fari með kunningjum og vinum á veitingastaðinn til að fagna þorra. Það bendir líka til þess að gamli, íslenzki maturinn sé að, verða nokkurs konar hátíðarmat- ur í sveitunum að í fyrra komu menn unnvörpum úr ná- grannasveitum Reykjavíkur til að smakka súrmat í Nausti á þorr- anum. Svo lýk ég þessu spjalli um þorrann með gamalli þorravísu og veðurspárvísu, sem á vel við í ár, þar sem undanfarið hafa ver- ið stillur og frost um allt land. Þurr skyldi’ hann þorri, þeysin (þeysisöm) góa, votur einmánuður, þá mun vel vora. Fyrstu skrefin niður dýrtíðarstigaun. G svo skulum við kveðja gömlu siðina og snúa okkur að alvarlegri málefnum. Þessa dagana er verið að gera út um mál, sem sennilega er meira virði fyrir afkomu okkar og framtíð, en við gerum okkur ljóst. Og það mál er í höndum þeirra fulltrúa, sem við með atkvæði okkar höf- um kjörið til að hafa forsjá fyrir þjóðinni og sjá fótum hennar for- veit að hann hefur einskis í misst af hæfni, heldur þvert á móti eflst með nýrri daglegri reynslu. Þeir verða margir sem hugsa hlýtt til Halldórs Hansens í dag. Og líka margir sem hugsa meira um sjálfa sig en hann og óska þess vegna að hann hætti aldrei störfum meðan hann getur stað- ið uppréttur. En kannski fara þarna saman óskir okkar og hans. Vinur. ★ EINN af merkismönnum samtíð- ar vorrar, dr. med. Halldór Han- sen, yfirlæknir, er sjötugur í dag. Honum eiga margir menn að þakka góða læknishjálp og betra heilsufar. Hinar frábæru læknis- aðgerðir hans, sérstaklega skurð- aðgerðir eru landkunnar. Halldór er ólatur að lækna og liðsinna meðbræðrum sínum, enda mörg- um góðum íþróttum búinn á læknasviðinu. — Ungur tók hann að iðka lík- amsíþróttir. Einkum var það ís- lenzka glíman, sem heillaði hann. ráð. Við hljótum því miður að viðurkenna, að undanfarið hefur verið misbrestur á að málefna okkar hafi verið gætt sem skyldi, pnda koma allir aðilar sér sam- an um að út í ógöngur sé kom- ið. Vinnuafl, og allt sem við- kemur framleiðslunni, er orðið oí dýrt á íslandi, til að framleiðslu- vörur okkar séu samkeppnisfærar á erlendum markaði, nema niður- greiddar. Og það þarf engan fjár málaspeking til að sjá að niður- greiðslur verða ekki gripnar úr lausu lofti, þær verða óhjákvæmi lega að koma úr vasa íbúa lands- ins, í einhverri mynd. Hvað eftir annað hefur verið reynt að fara i kringum þessa staðreynd og beita einhverjum „hókus-pókus“ aðferðum. Nú er svo komið, að slíkt dugar ekki lengur. Við verð- um að horfast í augu við stað- reyndirnar. Eitthvað annað verð- ur að gera —og það fyrr en seinna. Nú hefur einmitt verið stungið upp á því, að lagt verði út á nýja braut, að tekin verði fyrstu skrefia niður sama dyr- tíðarstigann, sem klifrað var upp. Leikmanni á sviði stjórnmála virð ist það spor í rétta átt. En til þess að það megi takast verðum við öll að vera samstiga, enginn má verða eftir uppi, annars er leikur- inn tapaður. Þessir dagar eru því örlagaríkir og fróðlegir. Reyna einhverjir að taka sig út úr og skara einungis eld að sinni köku? Og hverjir eru ófáanlegir til að leggja eitthvað á sig tii að bjarga við málunum? Hann tók þátt í mörgum glíma- mótum fyrir Ármenninga, enda gamall og góður félagi í Glímu- fél. Ármann, sem átti sjötugs af- mæli þann 15. desember sl. En Halldór lagði stund á fleiri íþrótt- ir en glímuna okkar; ; hann iðk- aði einnig grísk-rómverska glímu, lyftingar, fimleika og síðast en ekki sízt kylfuleik (golfleik), sem hann leikur enn þann dag í dag af miklum á- huga. Sjaldan segist hann vera hressari, en eftir golfleik og aldrei betur fyrir kallaður til skurðaðgerða. Halldór er einn af þeim fáu, sem iðkar golfleik all- an ársins hring. Á veturnar vilja hvítu knettirnir týna tölunni í snjónum, þess vegna hefir einn af vinum hans gefið honum rauða knetti, til að leika með þegar snjór er á jörðu; og er þess að vænta að hann týni þeim ekki eða „línunni".-------- Halldór Hansen var einn af Ólympíuförunum, sem fór á Stokkhólmsleikina 1912, er gátu sér svo góðan orðstír að enn er í minnum haft. En þá gerðist sá sögulegi atburður, að Stokkhólms fararnir neituðu að ganga inn á leikvöllinn í flokki Dana. Þeir vildu fá að ganga sér í flokki, undir merki íslands, en ekki danska fánanum. En um þessar mundir var stjórnmáladeilan við Dani hvað hörðust. — Halldór Hansen átti um margra ára skeið sæti 1 stjórn íþrótta- sambands íslands (ÍSÍ) og reynd- ist þar sem annars staðar starf- samur og tillögugóður. Hann brýndir fyrir íþróttamönnum að æfa skynsamlega og ætla sér af. Menn yrðu að gæta þess að of- reyna sig ekki. Metnaðarfullir íþróttamenn ættu að hafa það hugfast, að það sem þeir geta ekki afrekað í dag, gætu þeir ef til vill gert á morgun, ef skyn- samlega væri að farið. Og má í þessu sambandi benda íþrótta- mönnum á Heilsufræði íþrótta- manna, sem Guðmundur Björns- son, landlæknir, þýddi fyrir ÍSÍ svo snilldarlega. — Við vorum svo heppnir á uppvaxtarárum ÍSÍ, að þrír þjóðkunnir læknar tóku að sér stjórnarstörf í ÍSÍ, en það voru þeir: Guðm. Björns- son, Matthías Einarsson og Hall- dór Hansen. Þessum ágætísmönn- um á ÍSÍ mjög mikið að þakka. Þeir bentu þjóðinni á þroskagildi íþróttanna, og hvöttu menn til skynsamlegra líkamsíþrótta. Þeir töluðu af góðri reynslu og þjóð- in trúði þeim vissulega betur en leikmönnum, þótt góðir væru. — Þegar Halldór hóf læknisstarf sitt hér í höfuðstaðnum, var læknastéttin fámennari en nú. Vökurnar og vaktirnar voru lengri, en alltaf var Halldór til- búinn að lækna og líkna, jafnt á nóttu sem degi — og aldrei heyrð- ist til hans æðruorð, hvernig sem Framh. á bls. 9 skrifar úr dagiegq lifínu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.