Morgunblaðið - 25.01.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.1959, Blaðsíða 10
1C MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 25. Jan. 1959 SIR WINSTON CHURCHILL dvelst um þessar mundir í borg- inni Marrakesh í Marokkó. — Þar eyðir hann dögunum við að mála á hinum litríku strætum borgar- innar, eða í garði gistihússins þar sem hann býr, ásamt konu sinni. Stundum situr nann líka við svala gluggann og festir liti og form hins fagra útsýnis þaðan á lér- eftið. Churchill hefur jafnan barða- stóran sólhatt á höfði, þegar hann situr við málaratrönurnar, enda hefur undanfarið gengið óvenju- leg hitabylgja yfir Marokkó — hitinn farið allt upp í 30 stig. Einkalífvörður Churchilis fylgir honum jafnan eins og skugginn og stendur að baki honum, þegar hann er að mála, en innfæddir lögreglumenn sjá um, að forvitn- ir vegfarendur ónáði ekki gamla manninn. Churchill er nú 84 ára gamall, en er enn vel ern og situr sjald- an auðum höndum. Hann dvelst flesta daga utandyra þangað til um kl. 5 síðdegis — þá hvcrfur hann til gistihúss síns og fær sér vænan slurk af góðu skozku viskíi .... Groucho Marx — einn af Marx bræðrunum frægu — er langt frá því að vera gallagripur, en eitt bá þó nefna hon um til ávirðing- ar: Hann er mjög ákafur í að spila póker. Undanfarið hef- ir hann verið ó- venjulega óhepp inn og tapað há- u m f járhæðum kvöld eftir kvöld. Þegar svona illa fer etur Groucho vindilinn sinn í ákafa. En í þetta sinn lét hann ekki þar við sitja, heldur settist hann nið- ur og skrifaði forráðamönnum fyrirtækisins er framleiðir spil- in, sem hann notar: — Segið mér — er fyrirtæki yðar alveg hætt að framleiða spil, sem ásar og kóngar eru í? Brezku konungsfjöskyldunni berst ýmislegt til eyrna, sem hún verður að kæra sig kollóttan um. Og margt birtist um konungsfjöl- skylduna á prenti, sem til- gangslaust er að taka nærri sér. Bandaríska blað- ið Ladies Home Journal birti fyr ir nokkru grein um Margréti 1. Vélstjóri óskast á nýsköpunartogara Upplýsingair hjá Skipa og Vélaeftirlitinu Ægisgötu 10 Skrifstofusfúlka óskast Stórt fyrirtæki í Reykjavík vill ráða vana skrifstofu- stúlku nú þegar. — Góð vélritunarkunnátta sæki- leg. Hátt kaup í boði. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 1. febr. merkt: „Skrifstofustúlka — 4166“. W. C. kassar háskolandi nýkomnir. Sighvatur Einarsson & Co. Skipholti 15 — Sími 24133 og 24137. Verzlunaratvinna Ungur maður, alvanur afgreiðslustörfum í kjöt- og nýlenduvöruverzlunum óskar eftir atvinnu 1. apríl eða síðar. Hefur einnig unnið við matreiðslu og við kjötvinnslu. Bílpróf Tilboð með uppl. um kaup sendist afgr. Mbl. fyrir 1. febr. n.k. merkt: „Kjöt — 5774“. Húsgagnafjaðrir fyrirliggjandi. Ó. V. Jóhannsson & Co. Hafnarstræti 19 — Símar 12363 og 17563. prinsessu. Ætlunin var, að grein- in yrði lofsamleg, en óvíst er, að tigna fólkið í Englandi hafi orð- ið mjög hrifið af eftirfarandi kafla úr greininni: — Prinsessan er reyndar ekki sérstakt gáfnaljós, en að andlegu atgervi ber hún þó langt af öðr- um í konungsfjölskyldunni. Ef þið haldið að þessi mynd sé af Tyrene sáluga Power, sem ný- lega lézt á Spáni í miðri töku myndarinnar „Salomon og drottn ingin af Saba“, þá skuluð þið skoða hana betur. — Myndin er sem sagt.af 33 ára gömlum tann- lækni, Antonio Morra-Greco frá Napoli. Þar til í fyrra var hann skipstannlæknir í hinum ítalska verzlunarflota, en nú eru allar líkur til, að hann gerist kvik- myndaleikari. Amerískt kvikmyndafélag hef- ir gert honum tilboð um að leika aðalhlutverkið í kvikmynd, sem meiningin er að gera bráðlega um líf Tyrone Powers — og á an „Ty“, enda líkist hann hinni hann að sjálfsögðu að leika sjálf- föllnu kvikmyndahetju mjög. Ekki hefir Andtonio þó svarað tilboðinu enn ,og velta menn því nú fyrir sér, hvort hann muni kjósa — skemmdar tennur eða hvíta tjaldið. Eins og kunnugt er, þykir Jó- hannes páfi XXIII. frjálslyndari og „ógætnari" í orðum og gjörð- um en flestir fyrirrennarar hans. Líður varla svo dagur, að ekki birtist í heims- blöðunum ein- hver smásaga af páfanum. Eftirfarandi at- hugasemd v a r höfð eftir honum fyrir skömmu — og þótti blaða- efni:- — Menn verða einkum ör- eigar með þrennu móti: með því að leggja lag sitt við konur, á spilamennsku — eða með því að leggja fyrir sig búskap. — Faðir minn valdi á sínum tíma örugg- ustu leiðina — þá síðastnefndu! Hinn fjölhæfi, enski leikari, Alese Guinness, var ekki aðeins kjörinn bezti kvikmyndaleikari sl. árs fyrir frábæran leik í kvik-. myndinni „Brúin yfir Kwai-fljót- ið“, heldur sló Elísabet drottning hann einnig til r i d d a r a , sem kunnugt er af fréttum. f tilefni hins mikla heiðurs æ 11 u ð u vinir hans að halda h o n u m veizlu mikla. Sir Guinn es var svo sem ekkert á móti því að gleðjast með vinum sínum, en tók það fram, að hann mundi ekki neyta ann- ars en einna eða tveggja samloka og sódavatns. — Til þessa hófs hans í mat og drykk liggja eðli- legar orsakir. Hann mun á sumri komanda leika Mahatma Gandhi í kvikmynd, sem gerð verður um líf þessa merkilega, indverksa leiðtoga — og sá sem fer með hlutverk hans, má ekki vera mjög þykkholda. Mountbatten lávarður, sem ný- lega var skipaður yfirmaður her- foringjaráðsins brezka, segir frá því, að eitt sinn, er hann var á ferð um Pakistan, á þeim árum, er hann var landstjóri í Indlandi, hafði hann haft með sér prýðis- góðan túlk, sem var mjög vel að sér í ensku. Á þessari ferð sinni heimsótti Mountbatten m.a. herbúðir nokkr ar í Pakistan. Þar sagði hann að sjálfsögðu eina af sínum vel þekktu kímnisögum — en Mount batten þykir hinn mesti háðfugl. Hann sagði sögu sína á ensku, en síðan tók túlkurinn við, og jafnskjótt fóru allir viðstaddir að hlæja svo ofsalega, að Mountbatt en vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið — og er hann þó ýmsu vanur í þeim efnum. Haalkunne öHHíHhe — Þér hljótið að hafa þýtt sög- una mjög vel, sagði hann við túlkinn, úr því að hún vekur slíka kátínu .... —Nei-nei, greip túlkurinn fram í. Þessi saga var alltof löng til þess að ég treysti mér til þess að endursegja hana að gagni, svo ég sagði bara við þá: Stóri Eng- lendingurinn var að segja ágæta skrýtlu. Viljið þið gera svo vel að hlæja nú hátt og snjallt! Anita E k e b e r g vakti fyrir skömmu athygli í Rómaboi^. Á- stæðan er sú, að hár hennar er nú stutt og svart, en eins og menn munu minnast hefir hún til þessa verið með sítt, ljóst hár. Félagslíf SkíðaferSir um helgina Laugardag kl. 2 á Heilisheiði; kl. 2,30 á Skálafell og Mosfells- heiði; kl. 6 á Hellisheiði. — Sunnu dag kl. 9,3Í á Skálafell og Mos- fellsheiði; kl. 10 á Hellisheiði; kl. 1,30 á Hellisheiði. — Skíðabrekk- urnar við Skálafell, Jósefsdal og skíðaskálann verða upplýstar á laugardagskvöldið. Afgreiðsla á B.S.R. — SkíSafélögin í Reykjavík. Ármefiningar — Handknattleiksdeild Æfingar um helgina verða sem hér segir: Sunnud. kl. 3, 3. flokk- ur karla. Mánud. kl. 9,20 kvenna- flokkar; kl. 10,10 meistara-, 1. og 2. flokkur karla. — Mætið vel og stundvíslega. — Þjálfarinn. Körfuknattleiksdeild K.R. Piltar! — Munið æfingarnar í dag kl. 3,30 og 7,40 í K.R.-heimi!- inu. Mætið vel og stundvíslega. — Stjórnin. V A L U R Önnur umferð í tvímennings- keppninni í bridge verður spiluð í dag (sunnudag), kl. 2 e.h. Mætið réttstundis. — Nefndin. Auglýsingagildi ■ blaða fer aðallega ettir les- endafjölda þeirra. Ekkert hérlent blaf kem bar i námunda við 3Bör0unl>IaM& IMauðungaruppboð sem auglýst var í 42., 44. og 46. tbl. Lögbirtingablaðsins 1958 á húseigninni Seljaholti við Seljalandsveg, hér í bæn- um, talin eign ívars Guðlaugssonar, fer fram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 30 janúar 1959, kl. 214 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Málaranemi Reglusamur ungur piltur getur komist að sem nemi í málaraiðn nú þegar. — Tilboð er greini aldur og menntun sendist afgr. Mbl. fyrir föstudag merkt: „Ákveðinn — 5780“. Nauðungaruppboð á húseigninni Merkurgötu 3 Hafnarfirði sem auglýst var í 76., 77. og 78. tbl. Lögbirtingablaðsins fer fram eftir kröfu Gústafs A. Sveinssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 27. jan. kl. 11 árdegis. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. í fréttunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.