Morgunblaðið - 25.01.1959, Blaðsíða 13
Sunnudagur 25. ian. 1959
MORCUNBLAÐIÐ
„Nokkru eftir komu skipsins til Haugasunds, kom vörubíll akandi niður að skipinu. Hann kom
með varninginn, sem skipið átti að taka, nokkrar hurðir, dyraumbúnað og karma, og var allt
þetta merkt starísmanni í skipadeild SÍS“.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard. 24. jan.
Þrennar
þjóðlífslýsingar
Þegar fyrir jól var rætt um
bækur í einhverju blaði munu
þrjár hafa verið taldar saman:
Sjálfsævisaga Björns Eysteins-
sonar, Með góðu fólki eftir Ósk-
ar Clausen og örlagaþræðir eft-
ir Björn Blöndal. Mikið er til í
því að telja allar þessar bækur
skyldar og þó eru þær harla
ólíkar.
Ein þeirra, örlagaþræðir
Björns Blöndals, er m. a. s. í
skáldsöguformi. Gildi hennar er
þó fyrst og fremst þjóðlífslýs-
ingin, sem þar er gefin frá fyrri
hluta þessarar aldar. Fáum eða
engum íslenzkum höfundum hef-
ur tekizt betur að lýsa útilífi og
dásemdum íslenzkrar náttúru en
Birni.
Bók Clausens er með allt
öðrum hætti, og er hún þó lýs-
ing íslenzks þjóðlíís á sömu ára-
tugum en séð frá öðrum sjón-
arhól. Með réttu hefur verið
sagt, að Óskar næði blæ hins
forna umhverfis meistaralega.
Sumar mannlýsingar hans eins og
á frú Þuríði Kúld í Stykkishólmi
eru og með ágætum. Góðvild hans
til allra þeirra, sem hann minn-
ist á ber þó af. Má segja, að ef
hann treystir sér ekki til að
hæla manni, en getur þó ekki
alveg fellt minninguna um hann
úr frásögn sinni, gætir hann þess
að nafngreina hann ekki.
Ævisaga Björns Eysteinssonar
er öll með hrjúfara móti. Ævin,
sem sagt er frá, hefur og verið
harðneskjulegri en flestar aðrar,
sem sögur fará af frá seinni öld-
um. Maðurinn hefur verið stór-
merkur og saga hans er ein eft-
irtektarverðasta sálarlýsing, sem
finnst í íslenzkum bókmenntum.
Er óneitanlega athyglisvert, að
afdalabóndi, hálfgerður útilegu-
maður, skuli vera höfundur henn-
ar. Slíkur er þróttur íslenzkrar
menningar.
Tengsl við for-
tíðina
Islenzka þjóðin væri vissulega
illa farin, ef hún glataði tengsl-
um sínum við fortíð og forna
menningu. Við, sem erum allra
þjóða minnstir og eigum oft í
vök að verjast í samskiptum
okkar við aðra, höfum gott af að
minnast þess, að ekki eru örðug-
leikar okkar miklir miðað við
það, sem fyrri tíðar menn á ís-
landi áttu við að etja.
ísland hættir að vera það Is-
land, sem við elskum og gefið
hefur okkur þrótt, ef allir þyrp-
ast í fjölbýlið. Holl sveitamenn-
ing er ein af undirstöðum íslenzks
þjóðlífs. íslendingar mega aldrei
gera fólkið í strjálbýlinu að horn
rekum, heldur stuðla að þvi, að
blómlegt atvinnulíf og menning
geti hvarvetna þróast. Hafa
verður í huga, að hver íslend-
ingur er jafnmikilsverður, hvar
sem hann býr í landinu. Allir
eiga þeir að hafa sama rétt, eng-
inn má á annan halla.
Frumsanninda slíkra sem þess-
ara verður ætíð að gæta, en
ekki sízt, þegar til úrlausnar
kemur vandamál á borð við
kjördæmaskipunina, sem varðar
í senn heill og framtíð allrar
þjóðarinnar og hvers einstaklings
hennar.
Goðorð og
kjördæmaskipun
Menn mega ekki kasta öllu
hinu gamla fyrir borð, þó að
tímarnir breytist. Halda ber því,
sem vel hefur reynzt, og laga
það eftir kröfum tímanna. Sjálf-
sagt er að sækja til fornra fyr-
irmynda, en auðvitað verður að
læra af þeim á þann veg, að til
framfara horfi en ekki aftur-
halds.
Fróðlegt er að athuga, að kjör-
dæmaskipun sú, sem Sjálfstæð-
ismenn nú hafa gert tillögu um,
minnir að breyttum tímum og
staðháttum mjög á goðorðin
fornu, sem íslendingar höfðu á
tímum fyrra frelsis síns.
Goðorðin voru aldrei stað-
bundin, heldur mátti maður
kjósa sér hvern þann goða, sem
hann vildi innan fjórðungs. Á
sama veg leggja Sjálfstæðis-
menn nú til, að afnumdar verði1
hinar þröngu staðatakmarkanir,
sem eru leyfar frá danska ein-
veldistímanum og gersamlega
eru orðnar úreltar með breytt-
um samgöngum nútímans. Með
því næst, að menn geti kosið á
milli mun fleiri þingmanna en
áður. Valið verður miklu meira,
bæði á milli frambjóðenda í
fyrstu, og síðan þeirra þing-
manna, sem hver kjósandi getur
hallað sér að.
Betra að liafa 5 eða
6 þingmenn
en 1 eða 2
Ekki þarf um það að ræða,
að hverjum einstökum kjósanda
er betra að geta valið á milli
fimm eða sex þingmanna, sem
hann beiti fyrir mál sín en eins
eða tveggja. Reynslan úr tví-
menningskjördæmunum sker
þar úr. í fyrstu reyndu Fram-
sóknarmenn að gera hlutfalls-
kosningar í tvímenningskjör-
dæmum að algerri goðgá. Þeir
fullyrtu, að slík skrípakosning
þekktist hvergi á byggðu bóli.
Raunin hefur orðið sú, að kjós-
endur, þar sem kosnir hafa ver-
ið menn af sitt hvorum flokki
í tvímenningskjördæmum, una
hlut sínum betur en flestir aðrir.
Sá háttur hefur orðið til þess
að setja niður innanhéraðsdeil-
ur, vegna þess að menn vita, að
betur er tekið tillit til óska allra
heldur en áður var gert. Víðast
hvar hefur og orðið hið bezta
samkomulag um héraðsmál á
milli þingmannanna eftir að þeir
náðu kjöri. Ennþá fleiri ná rétti
sínum með þessu móti, ef fleiri
þingmenn verða kjörnir á sama
veg. Þá þarf ekki helming at-
kvæða til að fá mann kosinn,
eins og nú, heldur verður hlut-
fallið því minna, eftir því, sem
þeir verða fleiri, er kosnir eru
í hverju kjördæmi. Vegna stærð-
ar kjördæmanna er hins vegar
ekki veruleg hætta á, að þetta
leiði til óhæfilegrar myndunar
smáflokka.
Fordæmi
Reykjavíkur
Eini staðurinn, þar sem alvar-
leg hætta kynni að vera á þessu,
er Reykjavík, ef hún fær 15
þingmenn, sem allir eru kosnir
í einu með hlutfaliskosningu. Þó
er það ekki annað en gert hefur
verið áratugum saman til bæj-
arstjórnar Reykjavíkur og aldrei
komið að sök. í Reykjavík hef-
ur stjórnmálaglundroðinn ein-
mitt verið minni en víðast hvar
annars staðar á landinu. Sjálf-
stæðisflokkurinn einn hefur ætíð
fengið hreinan meirihluta. Úr
smáflokkahættunni mundi vissu-
lega draga í Reykjavík, ef þar
væri kosið í tvennu eða þrennu
lagi. Sjálfstæðismenn kjósa
fremur slíka skiptingu. En um
það ræðast þeir að sjálfsögðu
ekki einir við, heldur verður það
að vera komið undir allsherjar
samkomulagi þeirra, sem málinu
fylgja.
Annað atriði er einnig mjög
athyglisvert um Reykjavík; Sum-
ir segja, að ef kjördæmin verði
stækkuð, þá geti þingmenn ekki
haldið sama sambandi við kjós-
endur og verið hefur. Slíkt er
auðsæ fjarstæða, því að bæði
geta þingmenn komið sér sam-
an um — og hljóta að vissu
marki að gera — a. m. k. innan
flokks, að hver kynni sér og ann-
ist sérstök mál, sem nokkuð
hljóta að verða staðbundin úti á
landi. Eins er nú orðið auðveld-
ara að ferðast t. d. um allt svæð-
ið frá Eyjafirði til Langaness en
var um Norður-Þingeyjarsýslu
eina fyrir mannsaldri. Hér sem
ella segir tæknin að sjálfsögðu
til sín. En það lærdómsríka varð-
andi Reykjavík er þetta: Hér
hefur hvað eftir annað komið
upp sú hugmynd, hvort ætti að
óska þeirrar breytingar að skipta
bænum, t. d. í 15 einmennings-
kjördæmi til bæjarstjórnar. Sá
háttur er hafður á í stórborgum
erlendis og þykir þar sjálfsagður.
Hér hefur sú hugmynd ekki
fengið neinn byr. Henni til ágæt-
is hefur samt verið fært, að þá
gætu kjósendur í hverju bæjar-
hverfi snúið sér að sínum full-
trúa og haft hann fyrir talsmann.
Kjósendur vilja hitt miklu held-
ur að eiga hönk upp í bakið á
öllum bæjarfulltrúunum. Þeir
telja betra að eiga 15 talsmenn
en 1. —
Ákefð Framsólmar
Litlu kjördæmunum er ekki
hægt að halda við í sinni núver-
andi mynd, nema með því að
magna ár frá ári það misrétti,
sem nú þegar er orðið alltof mik-
ið á milli kjósenda, eftir því hvar
þeir búa í landinu. Þanþolið er
nú þegar orðið meira en hollt er.
Engum er gerður verri óleikur
en einmitt kjósendum í litlu kjör-
dæmunum, ef þeim er talin trú
um, að núverandi ástand geti
haldizt, hvað þá versnað. Með
því móti væri skapað sprengi-
efni og sundrungar, sem myndi
gera öll vandamál þjóðfélagsins
margfalt erfiðari viðureignar en
þau þurfa að vera að eðlilegum
hætti.
Þetta er ærið ískyggilegt. Ekki
bætir úr, að greinilegt er, af
hverju Framsókn legggur ofur-
ást á þessa stjórnarhætti. Það
er vegna þess að þar njóta henn-
ar sérstöku aðferðir sín til fulls.
Um það þekkja allir landsmenn
dæmin, svo að þau þarf ekki að
nefna. Menn, sem hafa yfir að
ráða nær ótakmörkuðu fjár-
magni, er þeir síðan skammta
öðrum eftir eigin vild og hafa
reikninga yfir efnahag og neyzlu
hvers einasta manns í heilum
héruðum undir höndum, þeir
vilja hafa kjördæmin sem
minnst í því skyni, að skömmt-
un þeirra komi að tilætluðum
notum. Henni þarf að fylgja eft-
irlit, sem tryggi, að Framsókn-
arbroddarnir haldi völdum
hvernig sem allt veltist. SÍS-
hramminum er ætlað að hindra
frjálsa skoðanamyndun, þar sem
hann fær að njóta sín til fulls.
í Reykjavíkurbréfi voru fyrir
viku talin nokkur dæmi um að-
ferðir Framsóknar í valdbeitingu
hennar. Sú upptalning hefur
bersýnilega komið illilega við
kaunin, því að um hana hafa
síðan verið birtar forystugreinar
og svartleturs hver eftir aðra,
eftir því sem rúmast hefur í
dálkum Tímans.
Tíma-óhróður
í stað raka
Dæmi þau, sem talin voru í
Reykjavíkurbréfi, voru höfð eft-
ir ákveðnum mönnum eða blaða-
greinum, sem vitnað var til, svo
að ekki er um að villast. 1 stað
þess að hnekkja þeim staðreynd-
um, er þar var frá skýrt, hefur
Tíminn tekið hitt ráðið, sem
raunar eitt er honum tamt, að
ráðast með svívirðingum að
þeim, sem til var vitnað. Ekki
er um að villast, hvaðan aðferð-
in kemur. Hinn síðasti, sem gerði
hana fræga víða um heim var
McCarthy í Bandaríkjunum. Á
undan honum voru þeir Göbbels
og Hitler, sem raunar höfðu lært
listir sínar af kommúnistum, sem
aldrei hafa hætt iðkun þeirra.
Engir menn hafa oftar hér á
landi skammað aðra fyrir Mc
Carthyisma eða ásakað þá um
að hafa lært af Göbbels og Hitl-
er en einmitt Tímamenn. Þetta
er hluti aðferðarinnar að ásaka
aðra mest fyrir það, sem þeir
helzt iðka sjálfir. Hér á landi
hefur sennilega enginn komizt
lengra í þeirri list en Hermann
Jónasson. Nokkurn veginn er
segin saga, að þegar hann byrj-
ar að ásaka einhvern andstæðing
13
<
sinn, þá er hann að undirbua'
sjálfur að gera það, sem hann
reynir að telja almenningi trú
um, að hinn hafi framið. *-
Haugasunds-
ferðin
1 Reykjavíkurbréfi var vitnað
til þess að Helgafelli hefði í til-
tekinni ferð verið snúið úr leið
og sent inn til Haugasunds í því
skyni að sækja þangað smádót,
sem einn SÍS-herrann þurfti á að
halda til húsbyggingar. Svarið
við þessu í Tímanum er svo:
„Annað vitnið er fyrrv. sjó-
maður á einum af kaupskipum
SÍS. Hann heldur því fram, að
forystumenn SÍS noti skipin til
snattferða fyrir sig. Þessi vitnis-
burður mannsins, sem upphaf-
lega birtist í Mbl. 20. nóvember
Í957, var þannig til kominn, að
hann var rekinn af skipinu fyrir
óreglu, og reyndi að hefna sín
fyrir það með níðskrifi í Mbl.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að skip SÍS eru rekin með
mikilli hagsýni og stjórnsemi og
mun Skipadeild SÍS vel þola í
því samanburð við Eimskipafélag
íslands, þar sem Bjarni er vara-
formaður. Með því er alveg
nægilega svarað þeim áburði, að
skip SÍS séu misnotuð fyrir ráða-
menn þess“.
Hér er sem sagt talað um allt
annað en það, sem máli skiptir.
Var hin tiltekna för farin í því
skyni, sem sagt var eða ekki?
Þetta er einföld spurning. Af
hverju er henni ekki svarað?
Af hverju er í þess stað mann-
inum, sem hafði kjark til að koma
upp um ósómann brugðið um
óreglu? Og af hverju er farið að
bera Skipadeild SÍS saman við
Eimskip? Væri ekki nær, eíns
og á stendur um þessar mundir
fyrir Tímann að vitna til Esso?
Og vel á minnst, af hverju
fæst Tíminn ekki til að segja frá
því með hverjum hætti hinir er-
lendu skemmtikraftar Framsókn-
arhússins fái yfirfærð í erlend-
an gjaldeyri laun sín hjá því?
Hvort heldur Fram
sóknarmaður
eða Sjálfstæðis 'i
Hinni skeleggu og ágætu grein
Magnúsar L. Sveinssonar hefur
Tíminn í einni af mörgum grein-
um svarað með því, að Magnús
hafi verið „yfirlýstur Sjálfstæð-
ismaður allan tímann og var síð-
ur en svo látinn gjalda skoðana
sinna“ meðan hann var starfs-
maður hjá Kaupfélagi Árnesinga
frá 1951—57. Þetta segir Tíminn
20. janúar, en tveimur dögum
síðar, fimmtudaginn 22. janúar,
segir sama blað um sama mann:
í þetta skiptið teymir hann
fram í dagsljósið ungan mann,
sem nýlega hefur ráðizt til starfa
hjá Olíufélaginu Skeljungi hf., en
var áður starfsmaður hjá Kaup-
félagi Árnesinga. Er af öllu sýni-
legt, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur aftur tekið fram gömlu
tólin. Skulu nú allir, sem til nást,
rannsakaðir pólitískt og þeim út-
skúfað, sem ekki standast próf-
ið. Hinn ungi maður hefur séð
sitt óvænna að sverjast í flokk
sinna atvinnuveitenda og segja
það eitt, sem lét bezt í eyrum“.
Ef þetta skvaldur hefur nokkra
meiningu, felst í því, að Magnús
L. Sveinsson hafi aldrei verið
Sjálfstæðismaður fyrr en hann
fékk atvinnu hjá Skeljungi, sem
er þveröfugt við það, er Tíminn
sagði tveimur dögum áður. Hann
taldi það þá til sérstakrar góð-
semi, að einn maður skyldi þó
fá að vera nokkur ár hjá einu
stærsta kaupfélagi landsins, þrátt
fyrir að hann væri yfirlýstur
Sjálfstæðismaður. Svona fer fyr-
ir þeim, sem hefur slæma sam-
vizku og reynir að bjarga sér
með ósannindum. Hvað inni fyr-
ir býr sést hins vegar á þessum
Framh. á bls. 14