Morgunblaðið - 29.01.1959, Side 1
20 síður
46. árgangur
23. tbl. — Fimmtudagur 29. janúar 1959
-Prentsmiðja MorgtmblaðsiM
Við verðum að sleppa úr svika
myllu styrkja og hafta
Hagnýtum orku og auðlindir landsins
IVfikil tímamót framundan í ísEenzkum stjórnmálum
Úr ræðum Bjarna Benediktssonar og
Jóhanns Hafstein á Alþingi í gærkvöldi
ÚTVARPSUMRÆÐURNAR í Neðri deild Alþingis í gærkvöldi
báru fyrst og fremst svip af tvennu: Annars vegar þungum inn-
byrðis ásökunum fyrrverandi stjórnarflokka, hins vegar jákvæðum
og rökstuddum málflutningi Sjálfstæðismanna. Töluðu þeir Bjarni
Benediktsson og Jóhann Hafstein fyrir hönd Sjálfstæðisflokks-
ins. Brugðu þeir upp greinilegri mynd af því einstæða ófremdar-
ástandi, þegar vinstri stjórnin gafst upp og hröklaðist frá völdum.
Jafnframt gerðu þeir grein fyrir úrræðum Sjálfstæðisflokksins
gagnvart þeim vandamálum, sem nú er við að etja. Lögðu þeir
báðir áherzlu á það, að óskynsamlegt væri að segja þjóðinni að
mögulegt væri að ráða fram úr erfiðleikunum án þess að nokkur
þyrfti nokkru að fórna. Hins vegar biðu þjóðarinnar miklir mögu-
leikar, ef hún þekkti vitjunartíma sinn og tæki á vandamálunum
með skynsemi og ábyrgðartilfinningu.
Það vakti nokkra athygli í umræðunum, að Eysteinn Jónsson
réðist í fyrri ræðu sinni af mikilli heift á Alþýðuflokkinn fyrir
stjórnarmyndun hans, sem Eysteinn kvað vera „furðulega."
diktssonar er birt í heild á bls.
11 og 12 í blaðinu í dag.
Úr ræðu Jóhanns Hafstein
Jóhann Hafstein talaði fyrir
hönd Sjálfstæðisflokksins í síðari
umferð umræðnanna. Hann benti
á hina hættulegu þróun í íslenzk-
um stjórnmálum undir forystu
vinstri stjórnarinnar. Þar hefði
skort mjög á stefnu og festu í
stjórnarframkvæmdum. Hinar
miklu vanefndir vinstri stjórn-
arinnar hefðu stuðlað mjög að
því að veikja traust almenni^gs
á Alþingi og ríkisstjórn, á stjóra
málaflokkunum og hlutverki
þeirra i þjóðfélaginu. Hann svar-
aði staðhæfingum Eysteins Jóns-
sonar um kjördæmamálið og
benti á það, að Sjálfstæðismenn
hafa í tillögum sínum í því máli
lagt áherzlu á að tryggja rétt
strjálbýlisins. En þeir teldu að
það ranglæti sem Framsóknar-
flokkurinn stritaðist við að halda
í væri óviðunandi og raunar
hættulegt lýðræðisskipulaginu.
Jóhann Hafstein sagði að
það væri ekki nóg með að
Framsóknarflokkurinn hefði
righaldið í hina ranglátu kjör-
dæmaskipun. Hann hefði við
síðustu alþingiskosningar
Frh. á bls. 3
Samróma lofsöngur um Krúsjeff
í Moskvu
Ræða Bjarna Benediktssonar
Bjarni Benediktsson talaði í
fyrri umferð umræðnanna af
hálfu Sjálfstæðisfl. Benti hann
í upphafi máls síns á gagnsleysi
„bjargráða“ vinstri stjórnarinn-
ar. 1 kjölfar þeirra hefði runnið
stórfeld ný verðbólgualda, eins
og Hermann Jónasson hefði við-
urkennt í uppgjafarræðu sinni á
Alþingi 4. des. sl., þegar vinstri
stjórnin sagði af sér. Hermann
Jónasson hefði þá lýst því yfir,
að ekki væri samstaða í ríkis-
stjórn hans um nein úrræði í
efnahagsmálupnum.
Bjarni Benediktsson kvað þjóð
ina nú þurfa að taka afleiðing-
um þess, hvernig komið væri
undir forustu vinstri stjórnar-
innar. Ræddi hann síðan um þá
stefnu, sem Sjálfstæðismenn
hefðu markað í efnahagsmálun-
um í sambandi við athugun
flokksins á möguleikum til mynd
unar meirihlutastjórnar. Þá
ræddi Bjarni Benediktsson frum-
varp það um niðurfærslu verð-
lags og kaupgjalds, sem minni-
hlutastjórn Alþýðuflokksins
hefði lagt fyrir Alþingi. 1 því
væri reynt að láta jafnt ganga
yfir alla. En margt fleira þyrfti
að gera til þess að skapa jafn-
vægi í efnahagsmálum þjóðar-
inhar. Og víst væri að það tækist
ekki erfiðleikalaust. Hann kvað
Alþýðuflokkinn ef til vill gera
of lítið úr erfiðleikunum, en
hann hefði þó komið fram af
miklu meiri manndómi en hinir
flokkar vinstri stjórnarinnar, sem
gefizt hefðu gersamlega upp.
Við verðum að sleppa úr
svikamyllu styrkja og hafta,
skapa traust á íslenzkri krónu,
leggja grundvöll að víðtækum
framkvæmdum og hagnýta
orku og auðlindir landsins,
sagði Bjarni Benediktsson að
lokum. Ræða Bjarna Bene-
MOSKVU, 28. jan. — NTB-AFP
Bæði Sjú En-Uaí forsætisráð-
herra Kína og Gómúlka fram-
kvæmdastjóri pólska kommún-
istaflokksins báru mikið lof á
Sovétríkin í ræðum sínum á 21.
þingi kommúnistaflokksins í
Moskvu í dag. Létu þeir báðir
í Ijós fullan stuðning við stefnu
Rússa.
Þingið ræddi í dag sex klukku-
stunda ræðu Krúsjeffs við setn-
ingu þingsins í gær. Bæði Sjú
En-Laí og Gómúlka tóku undir
árásir Krúsjeffs á „endurskoð-
unarstefnu" Júgóslava.
Sjú En-Laí las upp orðsend-
ingu til þingsins frá Maó Tse-
Túng forseta, þar sem sagði m. a.
að heimsvaldasinnar í Bandaríkj-
unum og endurskoðunarsinnar í
Júgóslavíu reyndu árangurslaust
að rjúfa þá samstöðu, sem ein-
Mao hyllir Krúsjeff
kenndi öll samskipti Kína
Sovétríkjanna.
og
Gómúlka
Gómúlka
hyllir Krúsjeff
kvaðst fyllilega
Rússneskt skip rýfur
landhelgi Noregs
KRISTIANSUND, 28. jan. NTB.
í morgun rauf rússneskt fiski-
skip norska landhelgi við Hustad
Ceislavirk dufl við strendur Kanada
Talið að Rússar hafi lagt þau sem
„neðansjávar-vita" handa kafbátum
með flugskeyti
London, 28. jan.
ÚTI fyrir ströndum Kanada
hafa fundizt dularfull dufl,
sem voru geislavirk og lágu
á hafsbotni. Foringjar í
njósnadeild flotans álíta að
þessi neðansjávardufl hafi
verið lögð til að beina kafbát
um fjandmanna til mikil-
vægra staða, þaðan sem
hægt væri að gera árásir á
meginlandið með eldflaug-
um, sem kafbátar flyttu.
Það hefur verið upplýst, að
umrædd dufl hafa ekki verið
lögð af neinu meðlimaríki At-
lantshafsbandalagsins. Menn eru
ekki ennþá búnir að gera sér
fulla grein fyrir tæknilegum út-
búnaði duflanna, en þau senda
frá sér af hafsbotni geislavirkar
bylgjur, sem kafbátar gætu num-
ið, ef fest væri við þá sérstökum
geiger-mælum. Stjórnarvöldin
eru nú að rannsaka, hvort slík-
um duflum hafi lika verið lagt
undan Kyrrahafsströnd Banda-
ríkjanna.
Óþekktir kafbátar
Fréttaritari brezka blaðsins
„Sunday Express" í Toronto sím
ar, að menn séu þeirrar skoðun-
ar að rússnesk skip hafi lagt
duflunum. Á þessum slóðum hafa
menn orðið varir við marga ó-
þekkta kafbáta, og voru tveir
þeirra innan kanadískrar land-
helgi.
Flutningaskip
Rússnesk kornflutningaskip,
sem hafa affermt í Vancouver,
hafa líka oft gert merkilegar
„siglingaæfingar" á hafi úti.
Kanadísk flugáhöfn fylgdist einu
einni með því, þegar slíkt flutn-
ingaskip dældi eldsneyti í kafbát
á hafi úti.
500 kafbátar
Kanadíska gagnnjósnastofnun-
in vill ekki láta uppi, hvernig
duflin fundust, en þau eru eink-
um meðfram fjölförnum siglinga
leiðum. Hins vegar hefur fréttin
valdið miklum áhyggjum meðal
þeirra, sem sjá um landvarnir.
Rússar eiga rúmlega 500 kaf-
báta, og er haft fyrir satt að
margir þeirra geti skotið frá sér
flugskeytum án þess að koma
upp á yfirborðið. Það krefst að
sjálfsögðu nákvæmrar staðsetn-
ingar og miðunar að hæfa mark
langt inni í landi. Duflin virðast
eiga að tryggja þessi nauðsyn-
legu skilyrði.
vika, en á þessum slóðum er all-
mikili floti rússneskra reknetja
skipa. Rannsóknaskipið „Govert
Grundhaug", sem rannsakar síld-
argöngur við strendur Romsdals
og Norðmæris, og norsk fiskiskip
á þessu svæði sáu til rússneska
skipsins og kærðu það.
Skipið sigldi beint í vestur,
þegar hafði fengið inn net sin,
en „Govert Grundhaug" sigldi
alveg að því. Katlínuflugbátur, er
var á flugi annarra erinda var
sendur á vettvang, þegar tilkynn-
ingin um athafnir rússneska
skipsins kom, og voru teknar
myndir og staðarákvarðanir.
Norðmenn hafa iylgzt gaum-
gæfilega með rússneska fiskveiði
flotanum við Hustadvika, og eru
brot sem þessi sjaldgæf, segir yfir
maður strandgæzlunnar.
styðja fordæmingu Krúsjeffs i
endurskoðunarstefnunni, að þvi
er segir í skeyti frá Tassfrétta-
stofunni rússnesku. Gómúlka tal-
aði næst á eftir Sjú En-Laí og
var annar erlendi kommúnista-
foringinn, sem tók til máls á
þinginu. Hann sagði að pólska
þjóðin styddi í öllum greinum
tillögur Rússa í Berlínarmálinu
og uppástunguna um friðarsamn-
inga við Þýzkaland. Hann kvað
pólsku sendinefndina hafa hlýtt
á það með óskiptum áhuga, þeg-
ar Krúsjeff gerði grein fyrir
sambandi kommúnistaflokkanna
og sósíalistaríkjanna. „Sjónarmið
Krúsjeffs munu efla kommún-
istahreyíinguna, sem byggð er á
grundvallarkenningum Lenins“,
sagði Gómúlka.
Rússar hylla Krúsjeff
Fyrsti ræðumaður í morgun
var Nikolaj Podgorníj, fulltrúi
frá Úkraínu og varamaður í mið-
stjórn flokksins. Hann lýsti full-
um stuðningi við sjö ára áætlun
Krúsjeffs. Síðar lýsti fram-
kvæmdastjóri kommúnistaflokks
ins í Hvíta-Rússlandi, Kril
Mazurov, því yfir að allir íbúar
Sovétríkjanna hefðu af heilum
hug stutt þá stefnu, sem mörkuð
var á 20. flokksþinginu, og þær
framkvæmdir sem væru ávöxtur
hennar. Það væri aðeins hinn
litli auvirðilegi hópur klofnings-
mananna, sem reynt hefðu aS
hindra framkvæmdirnar.
Maó hyllir Krúsjeff
í orðsendingunni sem Sjú En-
Laí las upp frá Maó -Tse-Tung,
hyllti Maó Krúsjeff fyrir hið
merkilega starf sem hann hefði
innt af hendi sem leiðtogi Sovét-
ríkjanna og miðstjórnar komm-
únistaflokksins. Hann lét í ljós
þakklæti sitt til rússneska komm
Framh. á bls. 18.
Gunnar Myrdal?
STOKKHÓLMI, 27. jan. — Aften-
blaðið hér í borg er strax farið
að bollaleggja um það, hver
hljóta muni Nóbelsverðlaunin
fyrir 1959. Norska stórþingið seg-
ir blaðið hefur fengið tillögu um
það, að veita Gunnari Myrdal
friðarverðlaunin, en tillögur
verða að hafa borizt fyrir febrú-
arlok.
Fimmtudagur 29. janúar
Efni m.a.:
BIs. 2: Fjárfestingin og skattarnir
leggja of þungar byrðar á þjóð-
ina. Frá umræðum á AlþingL
— 6: Viðbúið að Danir hefji bíla-
framleiðslu.
— 8: Hestamannarabb Gunnars
Bjarnasonar, 3. grein.
— 10: Forystugreinin: Sakbitnlr
Framsóknarmenn.
— 11 og 12: Við verðum að taka af-
leiðingum þess, sem orðið er«
Ræða Bjarna Benediktssonar á
Alþingi í gær.
— 13: Kvennadálkar.