Morgunblaðið - 29.01.1959, Side 2

Morgunblaðið - 29.01.1959, Side 2
2 MORCVMHT. 4 ÐIÐ Fimmtudagur 29. jan. 1959 Fjárfestingin og skattarnir leggja of þungar byrðar á þjóðina Ræða Ólafs Björnssonar við umræður á Alþingi i fyrrinótt ÓLAFUR BJÖRNSSON prófess- or, tók til máls í fyrrakvöld við 2. umr. um niðurfaerslufrumvarp ríkisstjórnarinnar. Vék hann fyrst að því, að 7. þm. Reykvík- inga, Hannibal Valdimarsson, hefði sagt við 1. umr. þessa frv., að vísitöluskerðing sú, er hér vaeri um að ræða, væri annars eðlis en kaupgjaldsskerðing, sem gerð hefði verið 1948 og 1956. Á þessu væri hins vegar enginn eðlismunur. 1948 hefði verið lög- boðin niðurfærsla kaupgjaldsvísi- tölu, sem hefði leitt af sér 9—10% lækkun kaupgjalds, og hefðu verkalýðsfélögin verið andvig þeirri niðurfærslu. Þegar kaup- gjaldsskerðingin hefði verið gerð 1956 hefði verið hóað saman for- ingjafundi í verkalýðsfélögunum, sem hefði samþykkt lækkunina, án þess að hafa til þess nokkurt umboð. Einar lýsti eftir úttektinni Næst vék ræðumaður að því, sem Einar Olgeirsson hafði sagt í umræðunum, varðandi gengis- lækkunina 1950, sem hann hafði talið mjög mikla skerðingu á kjörum launþega. Þá kvað Ólaf- ur Björnsson hafa verið um að ræða gengislækkun til að losna við vandræðaástand og lýsti hann í fáum dráttum því hörmungar- ástandi, sem þá ríkti í verzlun og viðskiptum, og því okri og svörtum markaði, sem við var að stríða. Gengislækkunin hefði hins vegar valdið nokkurri verð- hækkun, sem m. a. hefði stafað af því, að ekki var hægt að sjá fyrir hækkun á erlendum vör- um, þar eð Stalin heitinn hafði ekki tilkynnt, að hann myndi hefja árásarstyrjöld í Kóreu. Einar Olgeirsson hefði rætt um ráðstöfun á skiptingu þjóðar- teknanna og lýst í ræðu sinni eftir þeirri margumtöluðu úttekt, sem lofað var eftir að margnefnd vinstri stjóm settist að völdum. Kvaðst Ólafur Björnsson sjálfur hafa lýst eftir þessari úttekt fyr- ir tveimur árum, en þeirri fyrir- spurn hefði verið svarað með skætingi, en þó sagt að rann- sóknin væri 1 fullum gangi og úttektin yrði birt síðar. Kvað hann fáa mundi hafa grunað, að Einar Olgeirsson yrði til þess 2 árum síðar að spyrja um þessa sömu úttekt. Helmingur teknanna í fjárfestingu Næst vék Ólafur Bjömsson að íjárfestingu og rakti sambandið milli fjárfestingar og kjara al- mennings. Á grundvelli skýrslu, sem lögð var fram á ASÍ-þingi í vetur áætlaði hann 63 þús. kr. tekjur á framfæranda og kvað um það bil helming af þessum tekjum fara í fjárfestingu og til opinberra útgjalda. Hér væri um Dagskrá Alþingis í dag eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis kl. 1,30 mið degis. Á dagskrá efri deildai voru tvö mál. 1. Sjúkrahúslög, frv. — 2. úmr. 2 Aðstoð við vangeíið fólk, frv. — 3. umr. Fjögur mál em á dagskrá neðri deildar. 1. Niðurfærsla verðlags og launa, frv. — Frh. 3. umr. (At- kvgr.). — 2. Bráðabirgðafjár- greiðslur úr ríkissjóði 1959, frv. — 1. umr. — 3. Útflutningssjóður O. fl., frv. — Frh. 1. umr. — 4. Skuldaskil útgerðarmanna 1951, frv. — 1. umr. þyngri skatta að ræða á þjóð- inni, hvað þetta snerti, en tíðk- azt mundi í nokkru okkar ná- grannalanda. Af þessum 63 þús. kr. tekjum væru tekin um 30 þús. 13 þúsundir væru teknar í beina skatta og opinber gjöld, en auk þess væri tekin % þess sem eftir væri, eða um 17 þúsundir. Væri það tekið með dýrtíðarskatti, sem notaður væri til að fullnægja því sem þyrfti til fjárfestingar fram yfir venjulega skatta, og fram yfir það sem færi í frjálsan sparnað, sem þó væri furðu mik- ill hér á landi, miðað við allar aðstæður. Ræðumaður kvað launamenn nú gera sér betur ljóst en áður um hvílíka byrði hér væri um að ræða. Því hefði lengi verið haldið á lofti, að ef fjárfesting væri takmörkuð, mundi það hafa í för með sér meira eða minna atvinnuleysi, en þetta væri ekki rétt, því það væru ekki fyrst og fremst fjárfestingarfram- kvæmdir, sem sköpuðu atvinn- una. Lífskjörin voru óbreytt Ólafur Björnsson kvað fróðlegt í sambandi við fjárfestingarmál- in og efnahagsmálin almennt, að gera sér grein fyrir því, hvernig þróun þessara mála hefði verið í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. Á árunum 1954—1957 hefði neyzla aukizt um það bil um 200 milljónir króna, en það væri svipað að hlutfalli og fólksfjölg- un á þessu tímabili, þannig að segja mætti að neyzlan eða lífs- kjörin hefðu staðið nokkuð í stað. Fjárfestingin hefði hins vegar aukizt um 50% á þessu tímabili. Það mætti kannske segja, að fjárfestingin hefði verið meiri en góðu hófi gegndi árið 1954 og þá sæju menn, hversu gífurleg hún hefði verið orðin árið 1957. Ef miðað væri við einstakling, þá hefði neyzlan minnkað um 1200 krónur á hvern einstakling á fyrsta valdaári fyrrv. ríkis- stjórnar, en fjárfestingin vaxið um 600 krónur á hvern einstakl- ing. Rekstrarútgjöld hins opin- bera hafa hækkað um 260 kr. á einstakling. Kvað Ólafur Björnsson það hafa vakið furðu erlendra hag- fræðinga, er kynnt hefðu sér efna hagsmál á íslandi, að þrátt fyrir hina miklu fjárfestingu hefði neyzlan eða lífskjörin verið svo til óbreytt á þessu tímabili. Þetta stafaði fyrst og fremst af því, að mjög mikill hluti af þessari fjár- festingu hefði farið til óarðbærra framkvæmda. Fjárfestingin hefði þá eingöngu átt sér stað vegna þess, að menn hefðu viljað koma fé sínu í föst verðmæti til að koma í veg fyrir rýrnun þess. í þessu sambandi vék ræðumað ur að verzlunarhúsabyggingum á vegum Sambands íslenzkra sam vinnufélaga, sem hafði borið á góma fyrr í þessum umræðum. Kvað hann það í sjálfu sér skyn samlega eignaráðstöfun frá sjón armiði þeirra manna, sem ættu greiðan aðgang að opinberum lánum, að stuðla að byggingum meðan gildi peninganna færi sí- minnkandi. Þeir væru aðeins að auka eigur sínar með því móti, því þegar kæmi að skuldadögun- um þyrfti ekki að greiða nema helming lánsfjárins. Meiri vafi væri á að þetta væri nauðsyn- legt frá sjónarmiði þjóðfélagsins. Pólitísk fjárfesting. Auk verðbólgu-fjárfestingarinn ar minntist ræðumaður á aðra tegund fjárfestingar, sem hann sagði að kalla mætti pólitíska fjárfestingu. Kvað hann ekki mundu hægt að neita því, að tals- vert af framleiðslustarfsemi sem komið hefði verið á fót, hefði verið ráðstafað meira og minna í áróðursskyni, án tillits til vænt- anlegs notagildis. Vitnaði hann í því sambandi í grein í Morgun- blaðinu eftir Einar Sigurðsson, útgerðarmann um verklegar fram kvæmdir á Seyðisfirði, og sagði að víða mundi svipaða sögu að segja. Ólafur Björnsson sagði, að það væri möguleiki til að leysa efna- hagsmálin án þess að skerða þyrfti kjör almennings, en slík lausn yrði ekki undirbúin nema á löngum tíma. Það sem hinsveg- ar skipti máli við þetta frv. væri að vandinn sem nú þyrfti að leysa yrði að leysa þegar í stað. Nú yrði að vinda bráðan bug að stöðvun á víxlverkun kaupgjalds og verðlags. Gengismál. f lok ræðu sinnar vék Ólafur Björnsson örfáum orðum að geng ismálunum. Kvað hann vandann, sem þar væri við að etja ekki grundvöll meinsins. Grundvöllur inn væri fjárfestingin, eins og hann hefði gert grein fyrir. Þá vék hann því, að í flokksamþykkt Sjálfstæðisflokksins frá 18. des. sl., hefði verið talið æskilegt að komið yrði á einu gengi. Eitt gengi væri hins vegar ekki sama og jafnvægisgengi, þótt hitt væri vitanlega æskilegra, að það eina gengi, sem sett væri, gæti um leið orðið jafnvægisgengi. Vandi efnahagsmálanna yrði bezt leystur í þeirri röð, að fyrst væri ráðið fram úr fjárfestingar- vandamálunum, en þegar þau væru leyst, væri aftur möguleiki að lagfæra gengið. Hugsanlegt væri, af fjárfestingarmálin væru tekin réttum tökum, að hægt væri að koma fram þeim verðlækkun- um, að færa mætti gengið í rétt horf, án þess að til verulegra verðhækkana þyrfti að koma. Ekki kæmi til mála að afnema niðurgreiðslukerfið og þar með gengisskráninguna, nema um leið væri búið að tryggja með öðrum ráðstöfunum, að hagur hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu yrði ekki lakari en áður var. Voru bændur hlunnfarnir s.l. haust? Forseti neðri deildar ætlaði nú að tilkynna að annarri umræðu um niðurgreiðslufrumvarpið væri lokið, en þá kvaddi sér hljóðs á síðustu stundu sr. Svein björn Högnason 2. þingmaður Rangæinga. Hann mælti með tillögu Skúla Guðmundssonar um það að bænd ur fengju þegar í stað hækkun á afurðaverði sínu til samræmis við kauphækkun Dagsbrúnar- manna í október s.l. En sam- kvæmt núgildandi lögum eiga þeir ekki kröfu á þeirri hækkun fyrr en að hausti. Var Sveinbirni mikið niðri fyr- ir og þótti undarleg sú yfirlýsing forsætisráðherra Emils Jónsson- ar, að öllu þessu frumvarpi væri stefnt í voða og upplausn ef bænd ur fengju þessa hækkun. Sagði hann að bændur nytu ekki sama réttar og aðrar stéttir samkvæmt þessu frumvarpi, í fyrsta lagi væri aukin niðurgreiðsla á land- búnaðarvörum þeim óhagkvæm og í öðru lagi kæmi svo þetta að þeir fengju ekki hækkanir til samræmis við aðrar stéttir. f þessu sambandi minntist Sveinbjörn á það, að vinstri stjórnin hefði hlunnfarið bændur með kauphækkuninni til Dags- brúnarmanna. Kvað hann sér leika grunur á að beðið hefði ver ið með það af ásettu ráði að semja við verkamenn, þar til framleiðsluráðið hefði ákveðið verð landbúnaðarafurða. En þannig væri þetta alltaf. Bænd- ur fengju sínar verðhækkanir í september, en síðan komu aðrar stéttir með nýjar kauphækkanir í október, nóvember og desem- ber. Bændur fengju ekki leiðrétt ingu sina mála fyrr en þar næsta haust. Þar með var umræðum lok ið. Lúðvík segir eitt í dag og annað á morgun ALMENNINGUR hefir að vonum fylgst af miklum áhuga með þeim umræðum, sem fram hafa farið á Alþingi undanfarna daga um efnahagsmálafrumvarp ríkis- stjórnarinnar. í hópi -útvegs manna hefur málflutningur Lúðvíks Jósefssonar, fyrrv. sjáv- arútvegsmálaráðherra, vakið nokkra furðu. í ráðherratíð sinni hældi Lúðvík sér mjög af því, hversu vel honum tækist jafnan að leysa vandamál útflutnings- framleiðslunnar og gaf jafnframt í skyn, að fyrir ráðherratíð sína hefði hvað eftir annað legið við stöðvun þessa þýðingarmikla at- vinnuvegar vegna sinnuleysis fyrrverandi ríkisstjórna í þessu efni. Nú gerist hvorttveggja í senn, að Lúðvík hælir sjálfum sér af því, að hann hafi í ráð- herratíð sinni beitt sér fyrir betri fyrirgreiðslu útgerðarmönnum til handa en áður hafði þekkst og álasar núverandi rikisstjórn fyr- ir að hafa ivilnað útgerðinni með samningunum um sl. áramót. Engum dylst gremja Lúðvíks Jósefssonar, sem stafar af þvi að núverandi ríkisstjórn skyldi tak ast að finna leiðir, sem leiddu til þess að fiskiskipaflotinn stöðv- aðist ekki nú upn áramótin þrátt fyrir þau gífurlegu vandamál, sem vinstri-stjórn Hermanns Jónassonar lét eftir sig óleyst. Með málflutningi sínum er Lúðvík Jósefsson sýnilega að gera tilraun til að sporna við vax- andi dýrtíð og öngþveiti í efna- hagsmálum m.a. með því að leggja nokkrar byrðar á almenn- ing, sé núverandi ríkisstjórn að ívilna sjávarútveginum sérstak- lega. Sannleikurinn er sá, að samningar þeir ,sem gerðir voru við útvegsmenn og aðra fiskfram leiðendur um sl. áramót voru í aðalatriðum í samræmi við þær athuganir á hag og afkomu þess- ara aðila, sem gerðar voru á veg um fyrrverandi ríkisstjórnar und ir forystu Lúðvíks Jósefssonar. Þess má m.a. geta, að af hálfu núverandi ríkisstjórnar munu sömu sérfræðingar hafa haft með höndum alla útreikninga í þessu sambandi og samningagerð við útvegsmenn, sem önnuðust þau mál, er lögin um Útflutningssjóð o. fl. voru undirbúin og sett á sl. ári. Lúðvík Jósefssyni hefir láðst að geta þess, sem honum þó hlýt- ur að vera fullkunnugt um, að útvegsmenn urðu í samningum sínum við ríkisstjórnina nú um áramótin að samþ., að uppbæt- ur til þeirra skyldu lækka í hlut- falli við þá kauplækkun, sem kynni að leiða af væntanlegum ráðstöfunum Alþingis í efnahags málunum og sem nú eru til um- ræðu. Ýmsir munu ætla, að vegna afskipta sinna af útvegsmálum fyrr meir, hafi Lúðvík Jósefsson verið fíestum úr vinstri stjórnar- liðinu færari til að fjalla um sjávarútvegsmálin. Það vekur því nokkra furðu, að hann skuli að ráðherradómi loknum loka aug- unum fyrir staðreyndum og mis- nota reynslu sína og þekkingu á þessum málum nú, til þess að gera sjávarútveginn tortryggi- legan í augum almennings. Hann virðist ekki hafa áhyggjur af því nú, þótt sjávarútvegurinn beri skarðan hlut frá borði. Hér kemur skýrt fram sú alþekkta' veila í íslenzkri pólitík, að vinstri menn segja eitt í dag og annað á morgun, allt eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. F ramsóknarmenn gresddu ekki atkvœði um niðurfœrsiufrumvarpið FUNDUR var settur í neðri deild Alþingis kl. 1,30 miðdegis í gær. Eitt mál var á dagskrá. Fram- hald annarrar umræðu um niður færslufrumvarp ríkisstjórnarinn ar, atkvæðagreiðsla. Samþykktar voru fjórar breyt ingartillögur við frumvapið. Voru það breytingartillaga frá fjárhagsnefnd deildarinnar, frá Pétri Péturssyni, Jóhanni Haf- Bráðabirgðafjárgreiðsiu- heimild framlengd í GÆR var útbýtt á Alþingi frumvarpi til laga um framleng- ing á gildi laga nr. 73 1958, um bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkis sjóði á árinu 1959. Er í frv. þessu lagt til að heim- ild sú, sem ríkisstjórninni er veitt í lögum nr. 73 1958 um bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkis sjóði á árinu 1959, skuli gilda til 1. apríl 1959. í greinargerð segir að frv. þetta sé flutt að beiðni fjármálaráð- , herra, og fylgi því eftirfarandi athugasemd um málið: Þar sem fyrirsjáanlegt er, að af greiðslu fjárlaga fyrir árið 1959 muni eigi verða lokið fyrir 1. febrúar n.k., er með frv. þessu lagt til, að framlengd verði til 1. apríl n.k. heimild sú, er felst í lögum nr. 73 1958, um bráða- birgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði á árinu 1959. í gær voru hafðar þjár umræð- ur um þetta frv. í efri deild og í dag er það á dagskrá neðri deild- stein og Ólafi Björnssyni, frá Jó- hanni Hafstein, en hluti af hans tillögu var samhljóða öðrum lið í tillögu frá Skúla Guðmunds- syni. Aðrar breytingartillögur voru felldar. Frumvarpinu var vísað til þriðju umræðu með 19 atkv. gegn 5 að viðhöfðu nafnakalli. Sjálf- stæðismenn og Alþýðuflokks- menn sögðu já, Kommúnistar sögðu nei, en Framsóknarmenn greiddu ekki atkvæði. Góðviðri nyrðra SIGLUFIRÐI, 28. jan. — Ágæt- isveður var hér í gær og nótt, þíðviðri og hlánaði mikið. — Gott færi er nú á götum bæj- arins. í dag er hér suðvestan kaldi og bjartviðri með ofurlitlu frosti. Bátarnir hafa þó ekki ró- ið í dag. I gær lestaði Jökulfell hér frosinn fisk, sem fara á til Rússlands, og Selfoss lestar í dag frosinn fisk til Ameríku. — Guðjón.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.