Morgunblaðið - 29.01.1959, Page 3

Morgunblaðið - 29.01.1959, Page 3
Fimmtudagur 29. jan. 1959 MORGVNBLAÐIÐ 3 — Utvarpsum- ræðurnar Framhald af bls. 1. stofnað til Hræðslubandalags- ins tii þess að hægt væri að þverbrjóta kosningalög og stjórnarskrá, til enn frekari hagsbóta fyrir Framsóknar- flokkinn og bandamenn hans. En einmitt þetta hefði opnað augu þjóðarinnar fyrir nauð- syn nýrrar kjördæmaskipun- Vanefndir vinstri stjórnarinnar Jóhann Hafstein rakti síðan feril vinstri stjórnarinnar og bentt á hvernig hún hefði van- efnt svo ttl hvert einasta fyrir- heit sitt. Hún hefði m.a. lofað vinnufriði í landinu, en niður- staðan hefði orðið vinnudeilur og verkföll. Stjórnin hefði lofað 15 stórum togurum. Enginn þeirra væri kominn og ekki einu sinni samið um smíði þeirra. Lofað hefði verið nýju skipulagi á út- flutningsverzluninni. Það hefði reynzt tómur hégómi. Stjórnin hefði lofað auknu fjármagni til íbúðabygginga. Efndirnar væru þær, að allir lánasjóðir væru tóm ir og við borð lægi að fjöldi fólks missti hálfgerðar íbúðir sínar vegna svikanna. Jóhann Hafstein ræddi síðan hina gífurlegu skuldasöfnun vinstri stjórnarinnar, öngþveitið • í gjaldeyrismálunum og fleiri mis gerðir vinstri *tjórnarinnar. Síðan ræddi hann stefnumál Sjálfstæðisflokksins og hina ábyrgu afstöðu hans, er hann tók þá ákvörðun að styðja minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins, með þeim hætti að verja hana varj,- trausti, meðan hún freistaði þess að stöðva verðbólguna með sam- stöðu um kjördæmamálið og kosningar í vor. Hann kvað Sjálfstæðismenn styðja ríkisstjórnina heilshugar í því að frumvarpið um niður- færslu verðlags og launa næði fram að ganga. Jóhann Hafstein lauk máli sínu með þessum orð um, eftir að hann hafði gert grein fyrir afleiðingunum af mistök- um vinstri stjórnarinnar. Hætta að blekkja fólkið Ég leyfi mér að segja, að það er óhjákvæmilegt að hætta að reyna að blekkja íólkið — enda mun það ekki láta blekkjast. Kommúnistum er ekki of gott að reyna enn að telja mönnum trú um, að enginn hafi fundið til j undan eitt þúsund millj. kr. nýj- um álögum á allan almenning í landinu, sem þeir stóðu fyrir í tíð fyrrv. ríkisstjórnar.Þeir beittu sér ekki aðeins fyrir launaskerð ingu í tíð vinstri stjórnarinnar — heldur stöðugri launalækkun, sem sjólfkrafa leiddi af hinni geigvænlega vaxandi dýrtíð — þar sem kaupmáttur launanna þvarr jafnt og þétt.. Ofan á þetta bættu þeir beinni gengislækkun með 55% yfirfærslugjaldinu á nær allar erlendar yfirfærslur. Mikil tímamót Nú eru framundan mikil tíma- mót í íslenzkum stjórnmálum. Það er rétt, að reyna mun á þroska og skilning almennings — og mönnum er ætlað að færa fórnir fyrst í stað. En verið er að leggja grund- völl að tvennu: í fyrsta lagi: Efnahagslegu jafn vægi í þjóðarbúskapnum, sem framtíðarvelferð almennings velt ur_á, að takast megi. í öðru lagi: Stjórnskipulegu réttlæti, sem er forsenda þess, að festa í þjóðmálum geti náðst. Eru ekki margir orðnir þreytt- ir á því að hjakka í gamla far- inu? Hverjir mundu ekki vilja vera með í nýrri sókn að nýjum mark- miðum í íslenzku stjórnmáiabar- áttunni og íslenzkri þjóðlífsþró- un? sagði Jóhann Hafstein að lok um. Aldrei meiri verðbólga Emil Jónsson forsætisráðherra talaði fyrir hönd Alþýðuflokks- ins í fyrri umferð. Hann kvað Sjúklingurinn fluttur úr flugvélinni yfir í sjúkrabifreið. Bak við hann standa ambassador Dana og frú hans og Storr aðalræðismaður. vél sinni í fyrra. Tók hún sjúk- iinginn og lenti á Reykjavíkur- flugvelli um kl. 2,30 e. b Ambassador Dana, Knuth greifi, og frú hans tóku á móti sjúklingn um á flugvellinum, ásamt Storr aðalræðismanni. Var pilturinn samstundis fluttur í sjúkrahús, þar sem hann verður skorinn upp við meinsemd í höfði. Var hann mikið bólginn í andliti, og mun það stafa af stóru kýli við eyrað. Nafn mannsins er Isak Danielsen. Fárveikur sjúklingur sóttur til Grœnlands SNEMMA í gærmorgun lögðu tvær flugvélar af Keflavíkurflug velli upp í sjúkraflug til Scores- bysunds á Grænlandi. Voru það Skymasterflugvél og tveggja hreyfla Grunman Albastros flug bátur. Tveim dögum áður hafði borizt beiðni um hjálp til að koma 19 ára gömlum Grænlend- ingi á sjúkarhús, en ekki var hægt að sinna því fyrr vegna óhag stæðs flugveðurs. Flugbáturinn lenti á ís á Scoresbysundi, á sama stað sem Björn Pálsson lenti flug- verðbólguna hafa vaxið hraðar en nokkru sinni fyrr á sl. ári. Hann kvað vinstri stjórnina ekki hafa getað komið sér saman um úrræði til þess að hindra sívax- andi dýrtíð. Alþýðuflokkurinn hefði nú tekið að sér að gera til- raun til stöðvunar henni. Nyti stjórn hans til þess stuðnings Sjálfstæðisflokksins, að hann verðLhana vantrausti. Forsætisráðherra rakti síðan frumvarpið um niðurfærslu verð- lags og kaupgjalds. Myndi sú leið léttbærust fyrir almenning, af þeim sem til greina hefðu komið. Hann kvað ekki vanta mikið á að endar næðu saman til þess að mögulegt væri að standa undir auknum niðurgreiðslum og út- flutningsuppbótum, án þess að leggja þyrfti á nýja skatta. Emil Jónsson kvað undir- tektir verkalýðsfélaganna hafa verið góðar undir þetta frum- varp af hálfu allra nema kommúnista. Það væri tilraun til þess að leysa mikinn vanda, sem vinstri stjórnin hefði vik- ið sér undan að ráða fram úr. Mikið væri undir því komið að þjóðin styddi þessa tilraun. Furðuleg stjórnarmyndun Næstir töluðu fulltrúar Fram- sóknarflokksins. Páll Þorsteins- son ræddi aðallega um að „bjarg ráðin“ á sl. vori hefðu verið skyn- samleg. Hann kvað ríkisstjórnina hafa í undirbúningi lækkun fram laga til verklegra framkvæmda. Eysteinn Jónsson kvað stjórn- armyndun AlþýjSuflokksins veta „furðulega". Hann kvað vinstri stjórnina hafa fylgt jafnvægis- stefnu í efnahagsmálunum. Al- þýðuflokkurinn hefði rofið „um- bótabandalagið“ og væri nú kom- inn í samvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn, m. a. um nýja kjör- dæmaskipun. Mættu Alþýðu- flokksþingmenn þó vita að þeir hefðu ekki verið kjörnir til þess í kjördæmum sínum, að hafa for- göngu um að leggja þau síðan niður. Taldi Eysteinn Jónsson Al- þýðuflokkinn hafa brugðizt sér og Framsóknarflokknum herfi- lega. Leikbrúð'uhús! Af hálfu kommúnista töluðu í fyrri umferð þeir Lúðvík Jós- efsson og Hannibal Valdimarsson. Lúðvík sagði að allir flokkar nema Alþýðubandalagið teldu kauplækkun nauðsynlega. Hann kvað Alþýðubandalagið fyrst og fremst vilja fylgja fram stefnu Alþýðusambandsþings í efnahags málunum. Hannibal Valdimarsson kvað núverandi stjórn Alþýðuflokksins minna sig helzt á leikbrúðuhús. Á þessu leikhúsi væri nú að hefjast sýning á leikritinu „Kaup lækkun til kjarabóta". Réðist hann síðan harkalega á Alþýðu- flokkinn, sem nú hefði gengið undir jarðarmen Sjálfstæðis- flokksins. Hannibal kvað Alþýðubanda- lagið vilja stöðva verðbólguna. En það ætti ekki að byrja á því að lækka kaupið, heldur skatt- leggja hina ríku. Of mikil fjárfesting Gylfi Þ. Gíslason, menntamála ráðherra, talaði ein'nig fyrir hönd Alþýðuflokksins. Taldi hann illa sitja á Hannibal að líkja núver- andi stjórn við leikbrúður. Aftan úr forseta Alþýðusambandsins lægju þræðir, sem margir kipptu í. Ráðherrann ræddi síðan þróun efnahagsmálanna á undanförnum árum. Kvað hann of mikla fjár- festingu vera eina meginorsök sí vaxahdi verðbólgu. Hann kvað því hafa verið slegið á frest síðast liðið vor að gera ráðstafanir vegna 10 stiga vísitöluhækkunar. Alþýðuflokkurinn hefði ekki vil]- að skorast undan þeim vanda, að hafa forystu um raunhæfar ráð- stafanir til stöðvunar verðbólg- unni. Hann kvað kaupgjald um síðustu áramót hafa verið 17— 21% hærra en gert var ráð fyrir þegar samið var um rekstr argrundvöll sjávarútvegsins um næstu áramót á undan. Hver kauphækkunin af annari hefði fuðrað upp í verðbólgueldi. I síðustu ræðu sinni ræddi Ey- steinn Jónsson aðallega um kjör- dæmaskipunina og endurtók þau ummæli að með fyrihugaðri kjör- dæmabreytingu ætti að leggja niður öll kjördæmi landsins nema Reykjavík. Útvarpsumræðunum lauk rétt fyrir miðnætti og höfðu þær þá staðið tæpar fjórar klukkustund- ir. Skólasafni komið upp STJÖRN Ríkisútgáfu námsbóka ákvað haustið 1957 að koma upp á næstu árum safni kennslubóka og ýmissa kennsluáhalda eða eins konar skólasafni. í safninu eiga að vera bæði innlendar kennslubækur, gamlar og nýjar, og erlendar bækur eftir því sem föng verða á. Nú þegar hefur verið safnað allmiklu af kennslubókum og hafa útgáfunni borizt sumar þeirra ókeypis. Nýlega barst útgáfunni að gjöf stórt safn bandarískra bóka frá Upplýsingarþjónustu Bandaríkj- anna hér. í safni þessu eru alls um 370 bækur, bæði almennar kennslubækur og ýmis uppeldis- fræðilegt rit. M.a. eru þarna kennslubækur í sögu, reikningi, skrift, söng, ensku, félagsfræði, heilsufræði, náttúrufræði og landafræði. Markmið ríkisútgáfunnar með hinu fyrirhugaða skólasafni er að sjálfsögðu fyrst og fremst að hafa það til sýnis fyrir kennara og aðra áhugamenn um kennslumál. Enn hefur þó ríkisútgáfan ekki húsnæði eða fjárráð til að hafa safnið til sýnis. En það mun verða gert eins fljótt og ástæður leyfa. STAKSTEIHAR Hólmavíkurlækn- ir tvo daga í man- uði í Arneshreppi GJÖGRI, Ströndum, 28. jan. — Hinn nýsetti læknir á Hólmavík, sem einnig gegnir Djúpavíkur- héraði, kom í gær í Árneshrepp. Skoðaði hann skólabörnin og at- hugaði heilsufar fólksins. Er Garðar læknir búinn að ákveða að koma hér einu sinni í mánuði og stanza í tvo daga í byggðar- laginu. Lýsir þetta sérstökum á- huga og samvizkusemi í starfi og höfum við Árneshreppsbúar ekki átt því að venjast að Hólmavík- urlæknir komi hér reglulega. — Regína. KosningasvÍHdlið í Dagsbrún Kommúnistar hæla sér nú ákaflega af því að hafa haldið völdum í Dagsbrún. Sigur þeirra er þó ekki stærri en svo að listi þeirra hlaut 1268 atkvæði, en listi lýðræðissinna tæp 800. Það er ekki svo ýkja langt síðan að kommar voru svo sterk- ir í Dagsbrún, að frambjóðendur þeirra urðu sjálfkjörnir. Nú fær listi andstæðinga þeirra hinsveg- ar um 800 atkvæði. En hvernig haga kommúnist- ar sér í stjórn sinni á þessu stærsta verkalýðsfélagi landsins Hvernig tryggja þeir sér t.d. sig- ur við stjórnarkjör þar? Það er rétt að athuga það nokkuð nán- ar. Á það má þá benda fyrst, að við þessar síðustu kosningar skip uðu kommúnistar einhliða kjör- stjórn til þess að stjórna þeim. Andstæðingar þeirra fengu eng- ann mann kjörinn í kjörstjórn- ina. Þessa aðstöðu notuðu svo kommúnistar til margvíslegra of- beldisaðgerða gagnvart verka- mönnum í hópi lýðræðissinna. Mun það varla þekkjast í nokkru verkalýðsfélagi að þeim, sem eru í andstöðu við stjórn félagsins, sé neitað um að hafa fulltrúa i kjörstjórn þess. En kommúnist- ar vita, að vinnubrögð þeirra þola illa dagsljósið. Þessvegna standa þeir trúan vörð um hina einlitiu kommúnistakjörstjórn Yfir 400 verkamenn strikaðir út. En það er ekki nóg með það að kommúnistar hindri lýðræðis- sinna með ofbeldi í því að eiga fulltrúa í kjörstjórn Dagsbrúnar. Fyrir þessar stjórnarkosningar, gerði stjórnin sér lítið fyrir og strikaði út af kjörskrá félags- ins 409 verkamenn-! Svo hrædd- ir voru kommúnistar um völd sín í þessu höfuðvígi sínu, að þeir gripu til þess fáheyrða ofbeldis að svipta hundruð verkamanna úr hópi lýðræðissinna atkvæðis- rétti. Það er með slíkum aðferðum hins „austræna lýðræðis“, sem kommúnistar halda völdum sín- um í Dagsbrú*. Vea*kamenn gerðir afturreka Þær staðreyndir blasa við að á heilum fjölmennum vinnustöð- um eru örfáir verkamannanna, sem eru á kjörskrá Dagsbrúnar, enda þótt þeir hafi staði'ð í skil- um við félag sitt. Það hefur jafn- vel komið fyrir að verkamenn, sem mætt hafa á kjörstað með fullgilt félagsskýrteini hafa verið gerðir afturreka af hinni ein- litu kommúnistakjörstjórn. ÖIl vinnubrögð kjörstjómarinnar hafa verið í samræmi við þetta. Ofbeldi og yfirgangur er beitt gagnvart andstæðingum komm- únista. Svona var þetta einnig í Iðju, meðan kommúnistar voru þar allsráðandi. En þrátt fyrir ein- ræðisaðgerðir kommúnista tókst lýðræðissinnum að hnekkja völd- um þeirra og koma á lýðræðis- legri stjórn í félaginu. Síðan hafa kommúnistar verið þar í yfir- gnæfandi minnihluta. Þeir höfðu ekkert fylgi til þess í Iðju að halda stjórn félagsins ef iðnað- arverkafólkið fékk að ganga til frjálsra og lýðræðislegra kosn- inga. Svipuð myndi niðurstaðan áreiðanlega verða í Dagsbrún. Það er á ofbeldi og einræði, sem völd kommúnista þar byggjast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.