Morgunblaðið - 29.01.1959, Qupperneq 10
1C
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 29. jan. 1959
Utg.: H.i. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innaniands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
SAKBITNIR FRAMSÓKNARMENN
UTAN ÚR HEIMI
Með brotsjó fyrir borð
og til baka
r
HUGAEFNI manna eru
misjöfn. Um þessar mund
ir hefur til dæmis Ey-
steinn Jónsson hog á því
öðru fremur, að ísland taki
nýtt lán erlendis. í umræð-
unum um efnahagsmálin á Al-
þingi síðastliðinn mánudag og
þriðjudag spurðist hann mjög
fyrir una það, hvort minnihluta-
stjórn Alþýðuflokksins ætlaði sér
að taka 6 milljón dollara íán
vestanhafs.
Emil Jónsson svaraði því svo,
að með öllu væri óráðið, hvort úr
þessari lántöku yrði. Þegar Ey-
steinn Jónsson heyrði það, brást
hann hið versta við, og taldi mjög
tortryggilegt, ef lántakan yrði
látin niður falla. Öll fyrrverandi
stjórn hefði bundið sig við þessa
lántöku og var svo að skilja sem
það væri bein svik af Alþýðu-
flokknum, ef minnihlutastjórn
hans hyrfi nú frá henni.
Áhugi Eysteins Jónssonar fyrir
lántökum íslands erlendis er að
vísu ekki nýr. Skuldabagginn
fyrir stríð í fjármálaráðherratíð
hans var orðinn mikill. Þeim
bagga tókst að létta að mestu af,
þegar Pétur Magnússon var fjár-
málaráðherra 1944—1947.
Um skuldaaukninguna á árum
V-stjórnarinnar þarf ekki að fjöl-
yrða. Hún er margföld miðað
við það, sem var t. d. á þremur
valdaárum stjórnar Ólafs Thors
næst á undan. Eitt dæmi óreiðu
V-stjórnarinnar er, að opinberir
aðilar og stofnanir segja oftast
sitt hvað um hversu skuldaaukn-
ingin hafi orðið mikil. Leikur þar
á hundruðum milljóna. Fyrir-
hyggjan var ekki meiri en svo,
að ekki þótti taka því af hálfu
fjármálaráðuneytisins að tölur
um skuldir erlendis og aukningu
þeirra væru óyggjandi.
★
Áhugi Eysteins Jónssonar fyrir
erlendum lánum er því engan
veginn nýr. Fyrir það eitt er hann
ekki ámælisverður. Það fer alveg
eftir eðli' hvers einstaks láns og
í hvaða skyni það er notað, hvort
heilbrigt er að taka það eða ekki.
En áhugi Framsóknarmanna
fyrir lántöku minnihlutastjórnar
Alþýðufl. er af annarlegum
toga spunninn. Þeir vita ofur vel,
að lántökur undanfarinna ára,
hafa verið með óeðlilegum hætti.
Undan þessu svíður þá og þess
vegna vonast þeir til að geta
komið höggi á Sjálfstæðismenn,
ef hægt sé að kenna þeim um
lántökur nú.
Meðal arnars af þessum sökum
leggja Framsóknarmenn megin-
áherzlu á að skrökva því til, að
Sjálfstæðismenn séu „stjórnar-
flokkur" og tala stöðugt um
„stjórn Sjálfstæðismanna og Al-
þýðuflokks.“ Allir vita þó, að
stjórnarflokkurinn er nú aðeins
einn, Alþýðuflokkurinn. Hér á
landi er nú ekki venjuleg meiri-
hlutastjórn, heldur minnihluta-
stjórn eins flokks. Sjálfstæðis-
menn hafa einungis lofað að
verja minnihlutastjórn Alþýðu-
flokksins vantrausti gegn tiltekn-
um skilyrðum, sem Emil Jónsson
forsætisráðherra skýrði frá í
útvarpi sama dag og stjórnin var
mynduð. Um enga aðra samninga
milli flokkanna er að ræða.
Ríkisstjórn getur hvorki*nú né
endranær tekið lán nema hún
hafi til þess lagaheimild. Ef sú
heimild er fyrir hendi og svo er
nú, þá hefir Sjálfstæðisflokkurinn
engin tök á því, hvort sú heimild
er notuð, nema með því að bera
fram lagafrumvarp um að svipta
stjórnina þessari heimild. En
Eysteinn Jónsson hefur einmitt
upplýst, að fyrrverandi stjórnar-
flokkar hafi bundizt samtökum
um lántökuna.
★
Allt eru þetta óyggjandi stað-
reyndir, sem segja hvorki af eða
á um, hvort rétt sé eða hyggilegt
að taka nú nýtt lán.
Hitt er annað mál, að e. t- v.
verður ekki komizt hjá lántöku.
Þó að Emil Jónsson forsætisráð-
herra hafi sagt að óvissa væri um,
hvort lán yrði tekið eða ekki, þá
er það vafalaust rétt hjá Fram-
sóknarmönnum, að hag þjóðar-
innar er nú svo illa komið, að
erfitt verður að bjargast án lán-
töku á meðan verið er að koma
þjóðarskútunni á réttan kjöl.
Sjálfstæðismenn munu aldrei
hika við að taka nauðsynleg lán
innanlands eða utan til þjóðnýtra
hluta, ef engin þau skilyrði
fylgja, sem lítillækkandi eru. Hið
versta við lántökur undanfarinna
ára er ekki, að þær hafa farið úr
hófi, þó að svo sé, heldur, að þær
voru bundnar ósæmilegum skil-
yrðum.
★
Samhliða því sem samið var
um endurnýjun varnarsamnings-
ins haustið og veturinn 1956, var
samið um íslenzka lántöku í
Bandaríkjunum. Það mun rétt, að
utanríkisráðherra íslands stóð
ekki í lántökusamningunum, en
allir vissu að þessar tvennar sanrm
ingsgerðir voru samtengdar.
Málgagn stærsta stjórnarflokks
ins, Þjóðviljinn, skýrði og að
samningum loknum frá að svo
hefði verið. Framsóknarmenn
hafa reynt að gera þann vitnis-
burð ómerkan með því að segja,
að þá mætti eins taka mark á því,
sem Þjóðviljinn hafi sagt að
Marshall-féð hafi verið veitt
gegn því skilyrði að Bandaríkja-
menn fengju herstöðvar hér á
landi. Framsóknarmenn segja, að
Þjóðviljinn háfi skrökvað þessu,
og þar af hljóti að leiða, að hann
skrökvi hinu líka.
Hér er sá meginmunur á, að
sögunni um Marshall-féð skrökv-
ar Þjóðviljinn upp á andstæðinga
sína, en í hinu tilfellinu játar
hann sök á sína eigin flokksmenn,
og segir það eitt, sem hann gerla
veit. Flutningur kommúnista á
tillögunni um brottrekstur hers-
ins mánuði eftir, að þeir fóru úr
ríkisstjórn talar og sínu máli.
Þeir töldu sig skuldbundna til að
hreyfa ekki málinu á meðan þeir
voru í stjórn og nutu lána, sem
svona voru til komin, en nú
telja þeir sig óbundna. Ótvíræðar
yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar
segja loks úr hvaða sjóði lánsféð
er komið.
Úrslitum ræður, að V-stjórnar-
flokkarnir höfðu skuldbundið sig
til að reka herinn, en hurfu frá
því loforði gegn því að fá erlend
lán. Sjálfstæðismenn hafa aldrei
lofað að gera landið varnarlaust
og munu ekki, hvorki fyrr né
síðar, tengja dvöl hersins við lán-
tökur til íslands.
HANN kallaði sjálfan sig „heppn-
asta mann heimsins“ — og þó var
hann með brákaðan ökla og illa
marinn á öðrum fótleggnum. —
Hann viðhafði þessi orð einmitt
þegar verið var að flytja hann
í sjúkrahús frá skipi hans, sem
var nýlagzt að bryggju í Liver-
pool — og lék sem sagt við hvern
sinn fingur, þrátt fyrir meiðslin
— en til þess lágu gildar ástæður.
★
Maðurinn heitir Francis H.
Schremp, 57 ára gamall, og er
fyrsti stýrimaður á bandaríska
flutningaskipinu John Lykes. —
Á leiðinni til Liverpool hafði
skipið hreppt vonzkuveður, og
eitt sinn, er brotsjór reið óvænt
yfir það, var Schremp einmitt
staddur á þilíarinu. Brotsjórinn
hreif hann með sér og þeytti hon-
um útbyrðis, en jafnskjótt hófst
hann upp á öðrum öldufaldi, sem
skilaði honum aftur um borð. Þar
náði einn af af skipsmönnum
taki á honum, rétt áður en hon-
um skolaði útbyrðis á nýjan leik.
HINN 52 ára gamli Sidney Brad-
ford sat framan á rúmi sínu í
sjúkrahúsi einu í Lundúnum og
hafði ekki augun af glugganum.
— Sjáið þið, sagði hann hrifinn
— regnið bylur á rúðunum. Er
þetta ekki stórkostlegt?
k
Fyrir hann var
þetta stórfengleg
sjón. — Hann
fæddist blindur
og hefir lifað í
myrkri allt sitt
líf — unz hann
gekk undir
merkilegan upp-
skurð nú íyrir
skömmu. —
Hornhimnur úr
augum nýlátins
manns voru
græddar á augu
Sidney Brad-
fords — og þegar
umbúðirnar
voru teknar af
höfði hans að nokkrum tíma liðn-
um, sá hann umheiminn í fyrsta
skipti.
Það fyrsta, sem hann sá, er
han'n var leiddur út að gluggan-
eða ....
Einn ágætur heimspekingur
enskur varð þungt hugsandi á
dögunum (annars eru heimspek-
ingar sjálfsagt alltaf í þungum
þönkum). — Tilefnið var það, að
hann hafði lesið í blaðinu sínu,
að Bandaríkjastjórn hefði pantað
hið traustbyggðasta geimfar hjá
einu ágætu fyrirtæki þar í landi
— til þess að senda í því mann
upp í himingeiminn — og til baka.
Útgjöldin voru ekki áætluð neitt
smáræði, nálægt 4000 milljónum
reiknað í ísl. krónum.
Og neimspekingurinn settist
niður og skrifaði blaðínu sínu:
Ég er með kvef. Ég geng í sund-
ur sokkana mína á nokkrum dög-
um. Enginn hefir enn fundið upp
eldspýtur, sem hægt er að kveikja
á oftar en einu sinni né heldur
rafmagnsperu með 10 ára ábyrgð.
Enginn hefur enn getað gert göt-
ur og vegi þannig úr garði að ekki
Schremp sagði sjálfur frétta-
mönnum frá þessu einstæða at-
viki. — Hann sagðist hafa verið
að aðstoða við að festa nokkra
stóra bjálka á þilfarinu, sem þar
höfðu legið lausir, þegar stóreflis
holskeflur tóku að dynja á skip-
inu.
Við vorum 180 mílur norð-
vestur af Bermuda. — Það var
mjög rökkvað orðið, og vissum
við því ekki fyrr til en brotsjór
reið yfir skipið. Ég missti jafn-
skjótt fótanna og barst eins og fis
fyrir heljarkrafti holskeflunnar
þvert yfir þilfarið — og út fyrir
borðstokkinn. — Ég var ekki í
neinum vafa um. að dagar míriir
væru taldir, því að mikill sjó-
gangur var, e'ns og fyrr segir;
auk þess var mér vel kunnugt
um, að meira en nóg var um há-
karla þarna — og síðast en ekki
sízt — ég get ekki synt frekar en
steinn.
★
En þá gerðist kraftaverkið.
Önnur holskefla hóf mig upp og
um, var snævi þakinn garðurinn
úti fyrir — og hann varð frá sér
numinn. Og ekki varð hrifning
hans minni, þegar hann sá kon-
una sína í fyrsta skipti. — Hún
er dásamleg, sagði hann. Næstum
því alveg eins og ég alltaf hugsaði
mér hana.
Síðan sat hann langtímum sam-
an við gluggann — sá snjóinn
bráðna og regnið streyma. Og
hann grét af hrifningu og gleði.
þurfi sílfellt að vera að gera við
þær — og enn verður húsmóð-
irin að afhýða kartöflurnar í
höndunum. Sömuleiðis verðum
við víst enn að bíða lengi eftir
því að upp verði fundið gler sem
ekki springur. — Hér við bætist
heil hersing af hvers kyns sjúk-
— Os/o
Danska blaðið B. T. skýrði frá
því sl. þriðjudag, að danski söngv
arinn og leikstjórinn Thyge
Thygesen, sem væri nýkominn
frá íslandi, þar sem hann setti
„Rakarann í Sevilla" á svið, væri
á förum til Osló til þess að stjórna
þar óperunni „Der Freischútz“
eftir Weber. — Thygesen þekkir
þessa óperumjög vel, hefur marg
oft sungið aðalhlutverkið í henni,
bæði í Danmörku og erlendis.
þeytti mér aftur um borð í skipið.
Aldan skellti mér af miklu afli
á eina vinduna, en síðan hreif
útsogið mig með sér til baka. Ég
náði þó taki á borðstokknum og
hékk þar andartak á annarri
hendi. En það skipti engum tog-
um — enn reið brotsjór yfir skip-
ið, og ég barst með ógnarhraða
á öldufaldinum þvert yfir þilfar-
ið.“
Einn af áhöfninni náði taki á
fötum Schremps, um leið og hann
bar fram hjá. En sjórinn var ekki
á því að sleppa herfangi sínu —
hafði nú tvö fórnarlömb í stað
eins áður. Rétt sem þeir voru að
berast út yfir borðstokkinn, tókst
bátsmanninum, Joe Duplessis,
sem er yfir 200 pund að þyngd og
heljarmenni að burðum. að kom-
ast til þeirra og ná taki á þeim
báðum. Tókst honum þarna að
hrífa mennina tvo úr heijargreip-
um og draga þá í hlé.
Búið var að sárum Schremp*
stýrimanns eftir föngum, og ekki
hirti hann um að liggja í rúminu
það sem eftir var ferðarinnar til
Liverpool, heldur hökti um á
hækjum — og gaf æstum úthafs-
öldunum langt nef.
— Ég er áreiðanlega hamingju-
samasti maður ársins, sagði hann.
★
Enda þótt sjón Sidney Brad.
fords sé ekki skörp, getur hann
hæglega notið sjónvarpsdagskrár
innar. Áður var útvarp og sjón-
varp hið sama fyrir honum. —
Og nú er hann að byrja að læra
að lesa.
Heimurinn er að ljúkast upp
fyrir augum hans. Það er eins
og lífið sé að byrja í annað sinn ..
dómum sem læknar kunna engin
rað við enn sem komið er. — Ég
geri ráð fyrir, að unnt yrði að
leysa öll þessi vandamál, ef nægt
fé væri veitt til þess — t. d. svona
4000 milljónir.
En mannkynið vill víst miklu
heldur eignast eitt geimfar, sem
— ef til vill — getur borið einn
mann upp í himingeiminn og —
aftur ef til vill — til baka!
Óperan verður sýnd í „Norsku
óperunni", sem hin fræga, norska
söngkona Kirsten Flagstad stjórn
ar, og hefjast sýningar sennilega
seint í febrúar.
k BELGRAD, 28. jan. — Júgó-
slavar hafa hafið öfluga baráttu
fyrir stundvísi í öllum ríkisstofn-
unum. Jafnvel yfirmenn slíkra
stöfnana hafa fengið skipun um
að vera komnir á skrifstofuna
ekki síðar en kl. 7 á morgnana.
Fékk sjónina 52 ára gamall
Hvort er betra geimfar
Thygesen: Reykjavík