Morgunblaðið - 29.01.1959, Qupperneq 11
Fimmtudagur 29. jan. 1959
MORGVNBL4Ð1Ð
11
Við verðum að taka afleið-
ingurn þess, sem orðið er
vi!;a til að draga fjárveitinga-
valdið úr höndum Alþingis.
Hitt er rétt, sem háttv. 1. þm.
Sunnmýlinga, Eysteinn Jónsson,
hefur haldið fram, að engir hafa
verið frekari í fjárkröfum en ein
mitt kommúnistar og þess vegna
sitji ekki á þeim að saka aðra.
En það er önnur sagc. Nú verðum
við að taka afleiðingum þess, sem
orðið er.
Sigrum örðugleikana og
inni betri lífskjör
Ræða Bjarna Benediktssonar
á Alþingi í gær
AUÐHEYRT var, að háttv.
þm. Sunnm., Eysteini Jóns-
syni, sem nú var að ljúka
máli sínu, var mikið niðri fyr-
ir. Eg hygg þó að það hefði
verið vænlegra fyrir málstað
þeirra félaga, að hann hefði
leyft háttv. þm. A-Skaft.,
Páli Þorsteinssyni, að halda
tnáli sínu, en við, sem
staddir vorum í þingsalnum
sáum þm. Sunnm. ganga að
ræðustólnum og afhenda
honum miða áður en hann
hvarf þaðan, svo bráðlátur
var þm. Sunnm. Eysteinn
Jónsson um að komast þang-
að.
Með frumvarpi þessu er
ætlunin að gera hina fyrstu
af þeim raunhæfu ráðstöfun-
um, sem fyrrv. hæstv. for-
sætisráðherra, þingmaður
Strandamanna, Hermann
Jónasson, lýsti í uppgjafar-
ræðu sinni hér á Alþingi hinn
4. desember sl., að láðst hefði
að gera við setningu efna-
hagslaganna á sl. vori. Eins
og kunnugt er, var sú löggjöf,
sem í háði hefur hlotið heit-
ið bjargráðin meðal almenn-
ings, sett til að útvega fé bæði
til að geta staðið undir út-
gjöldum fjárlaga og til efnda
á loforðum um útflutnings-
bætur, sem atvinnurekendum
höfðu verið gefin nær hálfu
ári fyrr, þ. e. um áramótin
1957—1958. Þegar þau loforð
voru gefin, hafði þáverandi
ríkisstjórn ekki komið sér
saman um, hvernig afla skyldi
fjár til að standa við þau, né
heldur til að afgreiða fjárlög
tekjuhallalaus. Fjárlagaaf-
greiðslan fyrir 1958 var með
þeim frumlega hætti, að nokk-
ur hluti vitaðra útgjalda var
hreinlega tekinn út af frum-
varpinu og þar með látið svo
sem tekjuhallinn væri úr
sögunni.
Bjargráðin juku verð-
bólguna.
Þáverandi ríkisstjórn hafði
vafalaust í huga að bæta úr
þessu, tryggja tekjur handa út-
flutningssjóði og jafna fjárlögin.
En vangaveltur um aðferðina til
þess tóku nærri 5 mánuði. Kunn-
ugir segja, að allan þann tíma,
hafi í raun og veru verið stjórn-
arkrepþa hvern einasta dag, svo
að enginn ráðherranna vissi að
morgni, hvort að stjórnin hjarði
að kveldi. Loks var svo látið
heita í mailok sem samkomulag
væri komið á og bjargráðin lög-
fest.
Með þeim ráðstöfunum var að
vísu mikilla tekna aflað, svo
mikilla, að sumir hinna fyrrv.
ráðherra segja greiðsluafgang
ríkissjóðs 1958 hafa orðið milli
60 til 70 millj. kr., auk þess sem
vegna þeirrar skattheimtu hafi
einhverjum áskotnazt þar fyrir
utan 63 milljónir króna, sem rík-
isstjórnin ráðstafaði á banadægri
sínu, með meirihluta atkvæða
gegn atkvæðum minnihlutans og
án þess að bera málið undir Al-
þingi. Öflun þeirrar fjárhæðar
og ráðstöfun hennar er rann-
sóknarefni fyrir sig, sem ekki
mun verða látin undan fallast.
Með bjargráðunum var sem
sagt mikilla tekna aflað, en á
þann veg, að ljóst var að verð-
bólga hlyti stórlega að aukast,
ef ekki væri að gert. En verð-
bólguvöxturinn var einmitt sá
vandi, er við var að etja. Bjarg-
ráðin voru sett til að reyna að
ráða við hann, svo að úr því
að árangurinn varð sá að verð-
bólgan jókst í stað þess að
minnka, var bersýnilega meira
en lítið varhugavert við þær á-
kvarðanir, sem þá voru teknar.
Af ræðu háttv. þm. A-Skaftfell
inga, Páls Þorsteinssonar, var
auðheyrt, að jafnvel þeir, sem
dyggastir eru í þjónustunni eru
nú farnir að sjá, að bjargráðun-
um var meira en lítið áfátt. Enda
kom það strax fram í játningu
hæstv. fyrrv. forsætisráðherra,
Hermanns Jónassonar, í uppgjaf-
arræðunni, er hann sagði:
„— — — í ríkisstjórninni er
ekki samstaða um nein úrræði
í þessum málum, sem að mínu
áliti geti stöðvað hina háska-
legu verðbólguþróun, sem verð-
ur óviðráðanleg, ef ekki næst
samkomulag um þær raunhæfu
ráðstafanir, sem lýst var yfir að
gera þyrfti, þegar efnahagsfrum-
varp ríkisstjórnarinnar var lagt
fyrir Alþingi á sl. vori.“
Kauphækkanir
Framsóknacr.
Það voru ekki aðeins hinir
gifurlegu skattar, sem settir voru
með bjargráðunum, sem hlutu að
auka vöxt verðbólgunnar, úr því
að ekki var að gert, heldur var
með þeim einnig beint lögboðin
grunnkaupshækkun. Þar sem
bjargráðin voru einmitt sett af
því að kaup í landinu var þeg-
ar orðið of hátt, var það auðvit-
að algert öfugmæli, einungis sett
til að villa um fyrir mönnum,
að lögskipa í þeim sjálfum nýja
grunnkaupshækkun. Þó að ótrú-
legt megi virðast, mun tilætlun-
in með þessu hafa verið sú, að
draga úr frekari hækkunum.
Árangurinn varð svo sem sjá
mátti fyrir, þveröfugur, enda
höfðu stjórnarliðar sjálfir for-
ystu um kauphækkanirnar sem
í kjölfarið sigldu. öll stjórnar-
blöðin, Tíminn t. d. hinn 27. júní,
mæltu með frekari kauphækk-
unum til fyrstu félaganna, sem
kröfu gerðu um hækkanir eftir
setningu bjargráðanna. Það voru
nokkur félög iðnaðarmanna í
Reykjavík. Þá er kunnari en frá
þurfi að segja ályktunin, sem
bæjarfulltrúi Framsóknarflokks-
ins, deildarstjóri í fjármálaráðu-
neytinu, bar fram í bæjarstjórn
Reykjavíkur 18. sept. sl. Hún
hljóðar svo:
„Bæjarstjórn þakkar Verka-
mannafélaginu Dagsbrún þjóð-
holla afstöðu að undanförnu í
búum þjóð-
efnahagsmálum þjóðarinnar.
Jafnframt ályktar bæjarstjórn,
að brýna nauðsyn beri til að
hindra að til vinnstöðvunar komi
hjá bænum og bæjarstofnunum í
vinnudeilu þeirri, sem fram und-
an er milli Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar og atvinnurekenda,
og felur því borgarstjóra að und-
irrita samninga við Dagsbrún í
meginatriðum á grundvelli þeirra
krafna, er félagið hefur lagt
fram“.
Bjarni Benediktsson
Eins og tíðkast í vinnudeilum
voru kröfurnar í meginatriðum
miklu hærri en ætlunin var að
knýja fram. Raunin varð og sú,
að örfáum dögum síðar sam-
þykktu Dagsbrúnarmenn sjálfir
mun lægra kaup en bæjarfull-
trúi Framsóknar hafði krafizt að
umsvifalaust væri gengið að. Þá
er það vitað, að kommúnistar,
Moskvukommúnistar, sem Tím-
inn svo kallar nú, eru alls ráð-
andi í Dagsbrún. Um þessar mund
ir eiga Framsóknarmenn ekki
nógu hörð orð til fordæmingar
þeim mönnum, en ekki er lengra
síðan en í miðjum september að
þeir sendu fulltrúa sinn til að
þakka þeim þjóðholla afstöðu
og vildu láta ganga að ýtrustu
kröfum þeirra. Er sú afstaða
raunar í fullu samræmi við það,
að einmitt SÍS, Samband ísl.
samvinnufélaga, þar sem Ey-
steinn Jónsson, hæstv. fyrrv. fjár
málaráðherra, er varaformaður,
var sú stofnun, er beitti sér fyrir
að brjóta niður eina varnargarð-
inn, sem fyrrv. ríkisstjórn reyndi
að reisa gegn verðbólgunni, þ. e.
kaupfestingarlögin frá því í
ágúst 1956. Á meðan þau lög
voru í gildi veitti SÍS starfs-
mönnum sínum 8% kauphækkun
og gerði þar með erfiðara fyr-
ir aðra að standa á móti kaup-
hækkunum. Sú afsökun, sem nú
er borin fram, að þar hafi ein-
ungis verið um „samræmingu“
að ræða er haldlaus, því að svo
er sagt um hverja einustu kaup-
hækkun.
Fjandskapur við Iðju-
fólk og farmenn.
Tveir voru þó þeir hópar, sem
Framsóknarmenn og kommún-
istar hafa í sameiningu fyrr og
síðar sýnt fullkominn fjandskap.
Þegar Iðjufólk, sem eftir lang-
varandi yfirráð kommúnista í fé-
laginu, var um margt ver stætt
en aðrir fékk nokkra leiðrétt-
' gu mála sinna vorið 1957, þá
i snerust bæði Framsóknarmenn og
I kommúnistar gegn henni af
I miklu offorsi og vitna enn til
hennar sem mikils hneykslis.
Þannig var hugurinn til þeirra,
sem lakast voru stæðir.
Annar hópur, sem varð fyrir
barðinu á stjórnarvöldunum,
voru farmenn. í bjargráðunum
töldu þeir sérstaklega á
sig hallað og reistu þeir
kröfur á þeim grundvelli á
síðastl. sumri. Sérfræðingur
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál-
unum, Jónas Haralz, gaf þá yfir-
lýsingu um, að farmenn hefðu
orðið ver úti en aðrir vegna
þessarar löggjáfar. Eftir það
treysti stjórnin sér ekki til að
halda í ranglætið og heimilaði
hækkun á farmgjöldum til að
gera mögulegt, að farmenn gætu
fengið hlut sinn réttan. En af
einhverjum ástæðum bannaði
ríkisstjórnin algjörlega, að birt
væri tilkynning sérfræðingsins
um af hverju hækkunin væri
nauðsynleg. Sú tilkynning var
þó bezta vörnin gegn því, að
aðrir reistu kröfur á þeim grund-
velli, að fordæmi hefði verið
skapað með leiðréttingunni til
handa farmönnum.En í þessu sem
fleiru var svo að sjá sem hæstv.
fyrrverandi ríkisstjórn gerði sér
ekki grein fyrir afleiðingum
verka sinna.
í V-stjórninni „ekki sam-
staða um nein úrræði“.
Eins og af þessu yfirliti sést,
hafa á valdaárum fyrrv. hæstv.
ríkistjórnar sífelldar kauphækk-
anir og stórkostlegar álögur lagst
á eitt um að auka verðbólgu-
vöxtinn. Gegn þessu voru engar
raunhæfar ráðstafanir gerðar af
hálfu ríkisstjórnarinnar eftir að
kaupbindingarlögin 1956 féllu úr
gildi. Það var orð að sönnu þeg-
ar hæstv. fyrrv. forsætisráðherra,
Hermann Jónasson, sagði í upp-
gjafarræðu sinni:
„í ríkistjórninni er ekki sam-
staða um nein úrræði i þessum
málum“.
Um ástæðurnar fyrir því ósam
komulagi skal ég ekki fjölyrða
í kvöld. Málflutningur Framsókn
armanna og kommúnista skýrir
þær betur en mér vinnst tími til.
Framsóknarmenn telja, að óhæfi-
legar kauphækkanir eigi fyrst
og fremst sök á verðbólguþró-
uninni. Vissulega er margt, sem
þeir segja um hættuna af kaup-
hækkunum umfram getu atvinnu
veganna, alveg rétt. En við þá
eiga orð séra Hallgríms, þegar
hann sagði:
Þetta, sem helzt nú varazt vann
varð þó að koma yfir hann.
Framsóknarmenn og þá ekki
sízt háttv. 1. þm. Sunnmýlinga,
Eysteinn Jónsson, hafa með at-
ferli sínu allra manna mest ýtt
undir örar kauphækkanir hér á
landi síðustu árin.
Á sama veg er um kommún-
ista. Ýmislegt er beir segja um
hættuna, sem stafar af ofboðslegri
fjárheimtu ríkisins, er rétt. Eng-
inn efi er á því, að svo gífurleg
skattheimta, sem gerir mögulegt
að þrátt fyrir óstöðvandi eyðslu
sé nú tekjuafgangur 1958 60—70
millj. að viðbættum 63 milljónum,
sem „áskotnuðust" vegna bjarg-
ráðanna, slíkar skefjalausar álög-
ur hljóta mjög að ýta undir verð
bólguvöxtinn. Hæstv. forsætis-
ráðherra Emil Jónsson hefur og
upplýst, að tekjurnar á fjárlaga-
frumvarpinu fyrir árið 1959 séu
vantaldar að mati sérfræðinga í
fjármálaráðuneytinu um 83 millj.
króna. Hnígur það að hinu sama,
að úr hófi er farið um skaít-
heimtuna. Og bætir það ekki úr
skák, að reynt hefur verið að
halda svo stórfeldum fjárhæðum
leyndum fyrir Alþingi. Er það í
senn vitni ótrúlegrar óreiðu og
„Ný verðbólgualda
skollin yfir“.
Hæstv. fyrrv. forsætisráðherra
Hermann Jónasson lýsti þeim svo
í uppgjafarræðu sinni hinn 4. des
ember:
„Ný verðbólgualda--------er
skollin yfir“.
Og þrátt fyrir alla skattheimt-
una og milljónatugina, sem xoma
í leitirnar, sagði 1. þm. Sunnmýl-
inga hinn 23. janúar að við blöstu
tcmir sjóðir, missir fjölda rnanns
á íbúðum sínum og botnlaus verð
bólguhít. Því miður er ekkert of
mælt í lýsingu þeirra flokks-
bræðranna Hermanns Jónassonar
og Eysteins Jónssonar á viðskiln-
aði þeirra.
Sérfræðingur ríkisstjórnarinn-
ar í efnahagsmálum, Jónas Har-
alz, hefur sannað, að þar sem
verðbólga hefur að meðaltali á
ári vaxið um 10% frá árinu 1946
fram á 1958, þá er nú fyrirsjáan-
legt, að vöxturinn verður 20—•
30% árlega og sennilega meiri.
Hann telur að næsta haust komist
vísitalan upp í 270 stig og hv. 9.
landsk., prófessor Ólafur Björns-
son, hefur sýnt fram á, að eftir
1% ár muni hún verða 400 stig,
ef ekki verða gerðar gagnráðstaf-
anir.
Aimenningur finnur og af eig-
in útgjöldum, hversu þróunin er
orðin geigvænleg. Niðurgreiðslur
hæstv. núverandi ríkisstjórnar
um áramótin hafa að vísu nokk-
uð dregin úr ofurþunga útgjald-
anna, en þar var um ráðstöfun að
ræða, sem senn segir til sín í
lækkaðri vísitölu og þar með
kaupgjaldi.
Skollaleikur á Alþýðu-
sambandsþingi.
Hæstv. fyrrv. stjórn færir sér
það til afsökunar, að hún hafi
ekki gert ,,hinar raunhæfu ráð-
stafanir", sem hún vissi að gera
þurfti í sambandi við bjargráðin
á s.l. vori, vegna þess, að hún
vild: hafa samráð við stéttasam-
tökin og hafi því beðið eftir þing
um þeirra, sem ekki áttu að verða
fyrr en nú í vetur. Hér var að
visu talað um stéttasamtök, en
öllum er Ijóst ,að fyrst og fremst
var átt við Alþýðusamband ís-
lands. Raunin varð sú, að ríkis-
stjórnin beið eftir Alþýðusam-
bandsþinginu. Það var haldið síð
ustu vikuna í nóvember. En voru
nokkrar „raunhæfar“ tillögur
lagðar fyrir það?
Nei, síður en svo. Hæstv.
menntamálaráðherra, Gylfi Þ.
Gíslason, hefur upplýst, að Fram-
sóknarmenn hafi haft tillögur sín
ar í efnahagsmálunum til um
miðjan nóvember og lagt þær
fram á ríkisstjórnarfundi hinn
17. nóvember. Síðustu daga í
nóvember höfðu ráðherrar kcmm
únista einnig lagt tillögur sínr -
fram í ríkisstjórninni. En hre.'ki
Framsóknarmenn né komr .únist-
ar báru þessar tillögur i :lir Al-
þýðusambandsþing, þó að peim
hefði verið það í lófa lagið. í
stað þess fór hæstv. fv. forsætis-
ráðherra Hermann Jónasson á
fund í Alþýðusambandsþingi og
bað þar um frest ,sem auðsjáan-
lega var fyrst og fremst og raun-
ar eingöngu, miðaður við það, að
sjálft Alþýðusambandsþingið
tæki enga málefnaaðstöðu til
þessa vandamáls, heldur yrði við
það látið sitja að veita einhverj-
um umboð, sem síðan gætu ráðið
málunum til lykta að eigin vild.
Frestinum var neitað.
Sjálft fékk Alþýðusambands-
þing ekki neitt færi á því að taka
efnislega ákvörðun um málið.
Framh. á bls. 12