Morgunblaðið - 29.01.1959, Side 16

Morgunblaðið - 29.01.1959, Side 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. jan. 1959 Helen settist. Hún renndi aug- unum yfir umsagnir blaðanna. Bill virti hana fyrir sér og tott- aði pípuna í ákafa. „Þér eruð engill", hrópaði hún. — „Mér þykir vænt um að þér skylduð fyrstur manna færa mér þessar góðu fréttir“. Hann ræskti sig. Hún horfði á hann og vissi sam stundis að hann hafði ekki komið til þess eins að færa henni blaða- dómana. Hún reyndi að brosa glað lega. „Jæja, nú skuluð þér segja það sem yður býr í brjósti, Bill“, mælti hún. „Hefi ég sagt eitthvað . . .“ „Þér ætlið að segja eitthvað". Hún fann til undarlegra brjóst þyngsla. „Það er erfitt að koma fram sem einhver gleðispillir", sagði hann. Hún hleypti brúnum. „Ég hlusta". „Ég veit raunverulega ekki hvers vegna ég er að skipta mér af því sem mér kemur alls ekkert við“, sagði hann. — „Sennilega vegna þess að ég er elzta húsgagn ið í byggingu Morrisons". — Enn var hann ekki kominn að efninu. — „Morrison vill alls ekkert af mér vita, vegna þess að hann er vanastur að hluta á tóma jábræður. Og mér leizt ekki jafnerfitt að segja neitt orð og þetta blessað já. En . . . það sem kemur fyrir Morrison, kemur líka fyrir mig“. „Hefur eitthvað komið fyrir Morrison?" „Húsbóndinn á 75% hlutabréf- anna. En 25% eru talsverður minnihluti. Húsbóndinn stjórnar eins og einvaldur í skýjaborg sinni. Hann hefur hlotið marga fjandmenn að erfðum — annarra hefur hann aflað sér sjálfur. — Sherry aðalforstjóri er andstæð- ingur sem ekki er hægt að líta niður á. Sherry hefur gengið í bandalag við Ruth Ryan. Þau hafa keypt upp öll lausu hluta- bréfin“. „Hvað geta þau gert Morri- son?“ „Húsbóndinn myndi sjálfur segja: Alls ekki neitt. En hann hefur á röngu að standa. Hlut- hafarnir geta krafist atkvæðis- réttar. Og Morrison getur aðeins stjórnað einn“. „Segið þér bara það sem þér viljið segja. Ég þoli að heyra það“. Bill leit hikandi á hana. „Ætli þér þylduð það?“ Hann þagði stundarkorn og virtist hugsa sig um. — „Mér finnst ég bera ábyrgð á yður, Helen". Rödd hans var hlýleg og áhyggjufull. „Er það svo slæmt?“ „Það getur orðið slæmt. — Allt starfsfólkið veit að húsbónd- inn er orðinn dauðlega ástfang- inn í yður. Vitið þér það að hann hefur nú í þrjú ár ekki látið sjá sig opinberlega með Ruth Ryan?“ „Ég er ekki Ruth Ryan“. „Fólk veit líka að Morrison ætlar að kvænast yður“. „Og hvað meira?“ „Sherry og menn hans hafa gert sér það ljóst að þarna er veikur blettur á Morrison. í gær héldu samsærismennirnir leyni- ráðstefnu. Auðvitað vissi ég um það sjö mínútum áður. Leyni- þjónustan mín er" sem betur fer ekki dauð úr öllum æðum". Hann nagaði pípuna sina. — „Þar var samþykkt að kynna sér og end- urskoða yðar fyrra líf, Helen“. „Mitt fyrra líf . . .?“ „Já . . . Leyfist mér að leggja fyrir yður nokkrar spurningar?" Hún krosslagði fæturnar og kveikti sér í vindlingi. Brjóst- þyngslin virtust fara vaxandi. Hún kinkaði kolli. „Hafið þér nokkurntíma þekkt mann, Stuart Michigan að nafni?“ Hún gat ekki varist brosi. „Auðvitað. Fyrsta æskuástin mín. í Springfield. Ég var þá átján ára. Eða kannske tæplega það. Þér spurðuð mig einu sinni að því hvort ég væri hrein mær, Bill. Ég er það því miður ekki“. Á skorpnu andliti hins önug- lynda gamla manns, þar sem hrukkurnar lágu og kvísluðust eins og brautarlínur á skiptistöð, sáust engin svipbrigði. — „Er það satt að faðir yðar sé skuldugur?“ spurði hann. „Það kemur ekki neinum við“, svaraði Helen og roðnaði. „Sér- hver sjálfstæður kaupmaður er skuldugur. Annars veit ég mjög lítið um fjárhag föður míns“. „Hann er skuldugur", sagði Skrifstofustúlka vön vélritun, svo og enskri og íslenzkri hraðritun, óskast til starfa hjá oss strax eða á næstunni eftir samkomulagi. — Framtíðaratvinna. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu vorii í Ham- arshúsinu, Tryggvagötu 2, 4. hæð í dag og á morgun, föstudag, kl. 2—4 e.h., laugardag kl. 10—12 f.h. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. OLfUFÉLAGIÐ SKEUUNGUR H.F. Bill — „og það meira en lítið“. Hann færði pípuna úr einu munn vikinu í hitt., — „Kannist þér nokkuð við nafnið Kelly major?“ „Það er mjög algengt írskt nafn“. „Sleppið allri gamansemi, Hel- en“. „John Kelly major?“ „Já“. „Kannske hafði ég einhver mök við hann. Næturnar á ítölsku víglínunni voru langar. Ég sagði yður það áðan, Bill að ég væri engin hrein og óspjölluð yngis- mær“. „Vissuð þér að hann var kvænt ur?“ „Það stóð hvergi skráð á vega- bréfinu hans“. „Gamli Bill“ lét ekki koma sér úr jafnvægi. „Og þessi Jan Möller?“, spurði hann. — „Er það allt satt sem þér hafið sagt um viðskipti ykk- ar?“ Hann hallaði sér í áttina til hennar. — „Ég verð að vita sann- leikann". „Þér vitið hann líka nú þegar“. Örsmáir svitadropar spruttu fram á enninu á henni. Bill stóð á fætur og gekk aft- ur og fram um herbergið. Allt í einu stanzaði hann. „Og hvað gátuð þér gert hon- um til þægðar í Berlín?“, spurði hann. „Ég sannfærði Rússana um sakleysi hans“. „Ef þér hafið talið Rússunum hughvarf, þá hafið þér gert nokk- uð það, sem hvorki Churchill né Truman tókst að gera“. Hann þagnaði sem snöggvast, en bætti svo við: „Hefur eitthvað það gerzt í Berlín, sem þér verðið að halda leyndu?“ „Nei . . . Ekkert". „Gamli Bill“ hélt áfram göngu sinni um herbergisgólfið. „Ég er ekki að spyrja yður að öllu þessu, Helen, vegna þess að ég sé for- vitinn gamall karlfauskur. Ég vil yður vel. Ég vil ekki að neitt illt hendi yður. Ég verð að aðvara yður. Menn munu lýsa inn í hvern minnsta afkima, eins og lögreglu þjónar sem leita að földum morð- ingja í dimmum kjallara“. Hún reis á fætur. „Krefjist þér þess af mér að ég segi algerlega skilið við Morri son?“ „Það verðið þér sjálf að dæma um, Helen. Ég þekki ekki hinn dimma kjallara í yður, sem menn nefna einkalíf“. Hann klæddi sig í frakkann og setti hattinn á höfuð sér. Hún fylgdi honum til dyra. „Get ég reitt mig á vináttu yðar?“, spurði hún. „Já“. — Svarið var hiklaust og ákveðið. Svo bætti hann við eft- ir örstutta þögn: — „Ef þér eruð hreinskilin við mig“. „Ég þakka“, sagði hún. Svo hló hún stuttum hlátri. — „Og þér ætlið ekki að leyna mig neinu?“. Hann greip hönd hennar þéttu taki. „Nei, ekki neinu“. Hann horfði beint í augu hennar. — „Þér verðið að vita allt. Sherry hefur sent tvo menn sína til Berlínar. Þeir eiga að komast að hinu sanna um samband yðar og Jan Möllers“. Hann stóð kyrr og hélt um hurðarhúninn. — „Hafið þér ekkert að segja mér, Helen?“ Hún hrissti höfuðið þegjandi. Þegar gamli Bill var farinn gekk hún aftur að morgunverð- arborðinu og settist. Á borðinu lágu dagblöðin, sem höfðu að geyma gagnrýnina á hinu nýja Broadway-leikriti. Dag blöðin sem tilkynntu hinn glæsi- lega sigur skáldkonunnar Helen Cuttlers. 6. Þingkosningarnar í Kaliforníu fóru fram fjórum vikum eftir hina hina glæsilegu frumsýningu á Broadway. í fjórar vikur dvaldi Helen í héraðinu og eink- um í nágrenni Los Angeles. Oft hafði hún haldið ræður á þrem- ur stöðum sama daginn. Á þess- um fjórum vikum hafði hún að- eins einu sinni séð Morrison. Hún hafði dvalið á „Santa Maria“ um eina helgi og og þá hafði Morrison ákveðið brúðkaupsdag þeirra: hinn 21. apríl skyldi hún verða eiginkona hans. „En ef ég félli nú í kosningun- um?“, hafði Helen spurt hálft í gamni og hálft í alvöru. „Þessi Broadway-sigur þinn hefur gert þig algerlega óháða mér“, hafði Morrison svarað. — „Þú ert orðinn áhrifamanneskja. Það er nægilegt“. Samt ríkti engin gleði bjart- sýnna ráðagerða á „Santa Maria“ um þessa helgi. Helen fann nú í fyrsta skipti svo ekki varð um að villst að Morrison þjáðist af áhyggjum, sem hann reyndi þó að fela bak við grímu sjálfsör- yggis. Öðru hverju brutust þó innri áhyggjur hans út í hálf- kveðnum setningum. — „Þeir vilja hrifsa völdin úr höndum mér“, sagði hann einu sinni, en flýtti- sér svo að skipta um um- ræðuefni. Demokratar buðu ekki fram konu á móti Helen, eins og Morri son hafði gert ráð fyrir í upphafi. Jafnskjótt og þeir fréttu um framboð Helen tilnefndu þeir sem frambjóðanda sinn einn reyndasta stjórnmálamann lands ins: Paul Bowman málfærslu- mann í Los Angeles. Hann hafði áður verið þingmaður, en hafði sökum veikinda ekki verið í fram STÚLKUR Nokkrar duglegar og reglusamar stúlkur, ekki yngri enn 17 ára geta fengið atvinnu. liexverksmiðjan Frón h.f. boði á móti Ruth Ryan við síð- ustu kosningar. Paul Bowman var maður um sextugt, gráhærð- ur, alúðlegur og naut vegna sinn ar föðurlegu framkomu mikillar hylli, einkum meðal kvenna. Hann átti tvær dætur, sem báð- ar voru eldri en Helen. Hann átti líka hálfa tylft af barna- börnum, sem hann lét taka mynd ir af sér með við öll hugsanleg tækifæri. Þangað til tveim dögum fyrir kosningarnar var herförinni stjórnað þannig, að menn töluðu um „heiðarlega“ samkeppni. Fjörutíu og átta klukkustund- um fyrir kosninguna, þegar báð- um aðilum reið á að vinna hina óákveðnu og reikulu á sitt band, hófst stórskotahríðin fyrir al- vöru. Flugritum var dreift um Kaliforníu þvera og endilanga, þar sem ráðist var harkalega á Helen Cuttler fyrir einkalíf hennar. Það var eins oft og mögu legt var gefið í skyn að „hin lítilmótlega blaðakona“ væri ást kona blaðakóngsins Morrisons, sem hefði látið girnast og flækst í net hennar. í byggðarlögum þeim sem þekktust voru fyrir and-þýzkar skoðanir var einn morguninn kastað allstórum ritl- ingi í alla bréfakassa, þar sem prentaðar voru þær setningar úr leikriti Helen sem helzt gátu vak ið þær hugmyndir há mönnum að frambjóðandinn ræki áróður fyrir hinum sigruðu Þjóðverjum. Nokkrir handritahöfundar í Hollywood undirrituðu ávarp gegn Helen, þar sem hún var brennimerkt sem „vinkona hinna nazisku morðingja“. I þessu sama ávarpi var einnig minnst lítillega á kunningsskap hennar og þýzks riddarakross- hafa. ailltvarpiö Fimmtudagur 29. janúar. Fastir liðir eins og venjulega, 15.50—14.00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18.30 Barnatími: Yngstu hlustendurnir (Gyða Ragnarsd.). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.05 Þingfréttir. — Tón leikar. 20.30 Erindi: Theódóra drottning (Einar M. Jónsson). 20.55 Tónleikar: Tito Gobbi syng- ur með öðrum lög úr ýmsum óperum (plötur). 21.30 Útvarps- sagan: „Viktoría" eftir Knut Hamsun; II. (Ólöf Nordal). 22.20 Erindi: Pesaro, fæðingarbær Ross inis (Eggert Stefánsson söngv- ari). 22.40 Sinfónískir tónleikar (plötur), 23.20 Dagskrárlok. Föstudagur 30. janúar. Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Barnatími: Merkar uppfinn ingar (Guðmundur M. Þorláks- son kennari). 18.55 Framburðar- kennsla í spænsku. 19.05 Þing- fréttir. — Tónleikar. 20.30 Dag- legt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20.35 Kvöldvaka: a) Rík- arður Jónsson myndhöggvari flytur erindi: Austfirzk orð og orðtök. b) Eiríkur Bjarnason skrifstofustjóri flytur annan þátt um hrakninga á Eskifjarðar- heiði eftir Bergþóru Pálsdóttur frá Veturhúsum. c) íslenzk tón- list: Lög eftir Sigvalda Kalda- lóns (pl.). d) Valdimar Lárusson leikari les kvæði eftir Vilhjálm Ólafsson frá Hvammi í Lands- sveit. e) Hallgrímur Jónasson kennari flytur frásöguþátt: Nótt á Bláfellshálsi. 22.20 Lög unga fólksins (Haukur Hauksson). 23.15 Dagskrárlok. tíh/.l A0 AIWLÝSA t UORGVNBLABim

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.