Morgunblaðið - 29.01.1959, Side 17
Fimmtudagur 29. jan. 1959
MORCVNBLA9IÐ
17
- Hestamannarabb
Frh. af bls. 8
munur í átaki gerir það að verk-
um, að mönnum geðjast ekki að
því að skipta um beizlisgerð.
Beiti menn sama átaki á stangar-
beizli og hringamélum, verka
stangirnar sem hringamél og er
þá útbúnaðurinn tilgangslaus.
Noti menn hins vegar stangar-
beizlisátök á hringamélum, lenda
mélin upp í munnvikunum og
inn á milli jaxla. Er það ljótt á að
horfa, og hestinum fellur það
illa.
Með stangarmélum og keðju
beita margir of hörkulegum á-
tökum vegna vogarstangarinnar,
sem myndast með keðjunni, og
veldur það hestum ofboðslegum
sársauka, sem hann venjulega
hlýðir. Þetta getur þó einnig gert
hann allt að því vitstola af sárs-
auka. Reynir hann þá að sprengja
af sér alla fjötra mannsins og
hlaupa stjórnlaust og ofboðslega
(gönuhlaup).
Fyrsta taumþjálfun er í því
fólgin, eins og áður er sagt, að
kenna hestinum að „taka bitann“.
Taumurinn er látinn „fjaðra"
mjúkt í hendinni og hestinum
kennt að hlýða honum. Stöðvun
er gefin til kynna með átaki, en
átakinu þarf að létta af um leið
og hesturinn stanzar. Til að
styrkja átakið er hægt að stöðva
við með þumalfingri á hnakknefi
og skapa þannig vogaraflsátak
með höndunum. Nægir það oft-
ast, svo að það er óþarft að mynda
átak með spyrnu, sem er þjösna-
legt á að horfa og óreiðmannlegt.
Þá skyldu menn ekki gefa
tauminn alveg lausan, sérstak-
lega á ófulltömdum hestum,
nema þegar farið er fetið. Hest-
urinn fær styrk og traust frá
taumstjórninni, einnig þegar
hleypt er á fullri ferð. Að sleppa
lausum taumum á stökkvándi
hesti, berja fótastokk, æpa og
baða út öngum eru fíflalegar að-
farir og í mesta máta óreiðmann-
legar, en sjást því miður stund-
um. Á hinn bóginn mega menn
heldur ekki venja sig á stöðugt
og þétt átak á taumi. Það gerir
hesta taumþnnga og óþjála. Sum
um kraftamönnum verður þetta á
óafvitandi.
Konur hafa að jafnaði mun lipr
ara og næmara taumhald en karl-
ar. Er þetta helzta ástæða þess, að
þær reynast oft „hinu sterka
kyni“ fremri í tamningalist og
reiðmennsku.
Hestamennska «r því ekki síð-
ur íþrótt kvenna en karla. Fátt
á lífið og náttúran fegurra og full
komnara að sýna en fagra konu
á fögrum góðhesti, þegar afl og
skap hestsins baygir sig í full-
kominni hlýðiai undir hið milda
ok konunnar.
5. Gangþjálfun
Vandasamasti þáttur tamning-
ar er gangþjálfunin, og hefst
hún að frumtamningu lokinni.
Skal ekki farið út í þá sálma hér,
aðeins drepið á það helzta.
Samhliða frumtamningu er
hestinum kennt að ganga og
brokka, en þessar tvær gangteg-
undir eru eins konar undirstaða
hreyfinganna. Með þjálfun fet-
gangs os brokks er hestinum
kennt að ná hreyfingajafnvægi.
T ækifæri
Er kaupandi að jeppa má vera
ógangfær. Tilboðuim um verð
og ásigkomulag sé skilað á
afgr. Mbl. fyrir næstkomandi
mánaðamót, merkt: „Ögang-
fær — 5718“.
íbúðaeigendur
Barnlaus hjón óska eftir lítillx
íbiið til leigu, — eitt herbergi
og eldhús. Æskilegt væri að
fyi-irframgreiðsla væri sem
minnst, eða helzt engin. —
Fyrirheit imu góða umgengni.
— Tilboð aendist blaðinu merkt
„5719“.
Smátt og smátt æfist hesturinn í
að ganga vel reistur, og hverj-
wm hesti hentar ákveðin reising
samkvæmt byggingarlagi hans.
Sumir ofreisa hesta, og þá rask-
ast hreyfingajafnvægið. Samfara
aukinni reisingu lærir hesturinn
að skjóta fram bógum og mýkja
bakið, vex þá framgrip fóta,
stæling og fjaðurmagn í hreyf-
ingum öllum. Þegar hestur heí-
ur lært að ganga reistur, löngum
og reglulegum fetgangsskrefum
og brokka með góðu og svífandi
framgripi, þá er rétt að byrja að
kenna honum aðrar gangtegimd-
ir. Það .þarf ekki að vera nein
skemmd á hesti, þótt byrjað sé
fyrr og jöfnum höndum að kenna
honum tölt, en upplagsvökrum
hestum verður að halda frá skeiði
eftir megni og kenna þeim að
ganga rétt og brokka.
í flestum föllum má ljúka
frumtamningu hesta svo viðun-
andi sé á 3—5 mánuðum, en varla
verður nokkur hestur fulltaminn
á skemmri tíma en tveimur ár-
uro, og oft eru hæfileikamiklir
hestar að læra og bæta við sig í
3—4 ár.
Þeim, sem óska eftir frekari
fróðleik um tamningu hesta og
gangþjálfun; vil ég vísa á bókina
„Á fáki“, sem er til sölu hjá
Landssambandi hestamannafé-
laga og skrifstofu Fáks í Reykja-
vík.
ÍBIÍÐ ÓSKAST
Góð 3ja til 4ra herb. íbúð í Vesturbænum óskast
nú þegar eða ekki síðar en 14. mai.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 3. febr. merkt: fbúð—
5717.
Bílskúr eða gott herbergi
óskast til leigu, fyrir léttan iðnað. Upplýsingar í
síma 10775.
SEIMDISVEIIMIM
Sendisveinn óskast allan daginn, eða fyrri hluta dags
Sveinn Björnsson & Asgeirsson
5 manna Skoda
einkabifreið í sérlega góðu ástandi til sýnis og sðlu
á Skodaverkstæðinu við Kringlumýrarveg, sími 32881
Verksmiðjustjóri
óskast í síldarverksmiðju n.k. sum&r.
Upplýsingar gefur Vélsmiðjan Héðinn h.f.
lönaðarhusnæði
Iðnaðarhúsnæði, 150—300 ferm. óskast til kaups
eða leigu, þarf að vera á jarðhæð. Einnig koma til
greina kaup á lóð fyrir slíkt hús.
Tilboð merkt ; Hús—5724“ sendist blaðinu fyrir laug-
ardag.
Orðsending
trá Húsmœðraskóla Reykjavíkur
þeir nemendur, sem fengið hafa loforð um skólavist
á seinna dagnámskeiði skólans, mæti í skólanum
þriðjudaginn 3. febr. kl. 2 e.h.
Skólastjóri
Tvœr duglegar stúlkur
óskast nú þegar.
Þvottahús
ELLI OG HJ (JKRUNARHEIMILISINS
GRUNDAR — Sími 13187
IMýr Moskwitch 1959
er til sölu. Upplýsingar í síma 34679, eftir kl. 7 e.h.
Sendisveinn
Röskan sendisvein vantar okkur strax.
Vinnutími 6—12 f.h-
afgreiðslan. Sími 22480-
Ný snotur
tveggja herbergja
kjallaraíbúð
vönduð og lítið niðurgrafin við Skaftahlíð til sölu.
Tilbúin til íbúðar.
NÝJA FASTEIGNASAEAN
Bankastræti 7
Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 18546
Afgreiðslustúlka
óskast nú þegar, ekki yngri en 20 ára.
Upplýsingar í verzluninni milli kl. 5 og
6 í dag.
Fyrirspiwrnum ekki svarað í síma.
ÚTSALA
Karlmannaskór svartir brúnir. Verð frá
kr. 190.00
Kvenskór margar gerðir. Verð frá
Kvenkuldaskór verð frá kr. 90.00
kr. 90.00
Barna og unglinga inniskór. Verð frá
kr. 30.00
Notið tækifærið
og gerið góð kaup á skótaui
Skóverzlunin Hector
Laugarveg 81