Morgunblaðið - 29.01.1959, Side 19
Fimmtudaerur 29. jan. 1959
ntfíRCTJNBLAÐIÐ
19
Aðalfundur Skíðufé-
lags Reykjuvíkur
AÐALFUNDUR Skíðafélags
Reykjavíkur var haldinn að
„Café Höll“ hinn 20. þ. m. kl.
8.30 síðdegis, og stjórnaði for-
maður fundi, samkvæmt óskum
fundarmanna. f fundarbyrjun
minntist formaðurinn Erlendur
Ó. Péturssonar, fyrrv. formanns
K. R., er lézt í september sl., og
Geirs G. Zoéga, vegamála-
stjóra, forseta Ferðaféiags ís-
lands, er lézt hinn 4. janúar sl.,
en báðir þessir menn voru miklir
velvildarmenn S. R., og risu fund-
armenn úr sætum í virðingar-
skyni við hina látnu heiðursmenn.
Einnig minntíst formaður Sig-
fúsar Sighvatssonar, sem lézt fyr-
ir skömmu og vottuðu fundar-
menn honum virðingu sína á
sama hátt.
Formaður flutti fundinum
skýrslu um starf stjórnarinnar á
árinu, og gat þess, sem gerst
hafði, í sambandi við rekstur
Skíðaskálans, viðhald hans og
annað, er slíkt áhrærir, en. eins
og kunnugt er hefur Skíðafélagið
haft það sem eitt af sínum aðal-
markn iðum á undanförnum ár-
um, að sjá um að halda skíða-
skálanum opnum, og þar með að
skapa einn aðalgrundvöllinn und-
ir iðkun skíðaíþróttarinnar hér á
Suðurlandi með þeirri aðstöðu
sem hann veitir til slíks. í skýrsl-
unni kom einnig fram, að Skíða-
félagið hefur í samráði við ýmsar
deildir íþróttafélaganna séð um
skíðaferðir, eins og á undanförn-
um árum. Formaður gat þess að
Skíðafélagið og stjórn þess hafi
gefið vandaðan silfurbikar til
keppni í boðgöngu á skíðalands-
mótinu síðast.
Eftir að formaður hafði flutt
akýrsluna, las gjaldkeri upp
reikninga Skíðafélagsins fyrir
starfsárið 1957 til 1958, sem voru
áritaðir af endurskoðendum og
voru reikningarnir bornir upp til
atkvæða og samþykktir sam-
hljóða. Þar næst lagði formaður
fram drög að fjárhagsáætlun fyrir
Skíðafélagið næsta starfsár. Sam-
kvæmt venju, átti þar næst að
fara fram kjör formanns, en
Stefán G. Björnsson, var endur-
kjörinn einróma með lófataki
fundarmanna tólfta árið í röð, en
hann var fyrst kjÖrinn formaður
í Nóvember 1947, þegar Kristján
Ó Skagfjörð lét af formennsku.
I tilefni af þessu stóð upp hr.
Benedikt G. Waage, forseti
íþróttasambands fslands, sem
staddur var á fundinum, og ávarp
aði hann Stefán G. Björnsson, og
þakkaði honum vel unnin störf
og röggsamleg í þágu Skíðafélags
ins á undanförnum 12 árum, þakk
aði hann einnig stjórninni á
sama hátt.
Næst á dagskránni var kosning
í stjórn í stað þeirra, sem úr
stjórn :áttu að ganga, þeir voru
Lárus G. Jónsson, Árni Steinsson
og Sveinn Ólafsson, og voru þeir
allir endurkjörnir. Endurskoðend
ur voru kjörnir þeir sömu og
áður, Einar Guðmundsson og
Steinn Stephensen.
Undir lið um ýms mál, tóku til
máls Kristinn Guðjónsson, og
minntist þess, er hann var við-
staddur vð vígslu Skíðaskálans,
sem hann sagði vera í sínum huga
bridce :;
í 8. UMFERÐ í sveitakeppni
starfsmanna ríkisstofnana fóru
leikar þannig:
A-sveit stjórnarráðsins vann
Tollstjóraskrifstofuna.
Fiskifélagið vann póststofuna.
Útvarp og viðtækjaverzlun
vann Landssímann.
B-sveit stjórnarráðsins vann
Landssmið j una.
Innflutningsskrifstofan vana
Brunabótafélagið.
9. umferð og sú síðasta fer
fram annað kvöld.
Sveitakeppni meistaraflokks
hjá Bridgefélagi kvenna er haf-
in. Úrslit í I. umferð:
Eggrún vann Lovísu 51:36
Dagbjört vann Ástu G. 46:34
Elín vann Astu B. 77:21
Þorgerður vann Unni 46:33
Vigdís vann Margréti 55:17
Næsta umferð fer fram annað
kvöld og verður spiluð í Sjó-
mannaskólanum.
Bridgesamband Islands hefir í
hyggju að gangast fyrir nám-
skeiði fyrir keppnisstjóra. Er
hugmyndin, að námskeið þetta
fari fram í bréf aformi eftir
sænskri fyrirmynd, og mun Eirík
ur Baldvinsson stjórna námskeiði
þessu. Munu þeir, sem taka þátt
í námskeiði þessu og standast
væntanlega prófraun, fá réttindi
hjá Bridgesambandi íslands til
þess að stjórna keppnum á veg-
um sambandsins. Þátttökutil-
kynningar skulu sendar Eiríki
Baldvinssyni, pósthólf 464, Rvík,
og skal um leið senda þátttöku-
gjaldið kr. 100,00. Er nauðsyn-
legt, að þátttökutilkynningar
berist hið fyrsta, þar sem hug-
myndin er ,að námskeiðið hefjist
í næsta mánuði.
Er rétt að hvetja fólk til að
taka þátt í námskeiði þessu, þar
sem mikill skortur er á vönum
keppnisstjórum, og því hugmynd
in hjá Bridgesambandinu mjög
góð, og Bridgesambandið tekur
það fram, að þetta námskeið sé
einnig fyrir meðlimi í bridgefé-
lögum, þó félögin séu ekki aðilj-
ar að Bridgesambandi íslands.
Eftirfarandi spil kom fyrir í
annari umferð tvímennings-
keppni meistaraflokks hjá Bridge
félagi Reykjavíkur.
A 10 7 5 4 3
V D G 6
♦ 542
* 8 5
♦ K 6
¥ Á 10 8 7
♦ D G 6
♦ A D 7 3
N
V A
S
4k D G 8
¥ 3
♦ 973
* G 10 Q 6
4 2
4 A 9 t
¥ K 9 5 4 2
♦ A K 10 8
* K
Spil þetta var spilað á átta
borðum og varð árangur mjög
misjafn. Á tveim borðum spilaði
Austur 3 lauf og vann fjögur og
á einu borði spilaði Austur 2
lauf og vann einnig fjögur. Vestur
spilaði 3 grönd á einu borðinu
og tapaði einum. Á þrem borð-
um varð Suður sagnhafi í 3
hjörtum og töpuðust þau á öll-
um borðunum, en á tveim borð-
um voru þau dobluð. Á einu
borði spilaði Suður 1 grand og
vann tvö, en þar lét Vestur út
tiguldrottningu í byrjun og Suð-
ur drap með ás. Nú var hjartanu
spilað og Vestur drap með ás í
annarri umferð og af því að
Austur lét láglauf í, þú spilaði
Vestur út tígli í annað sinn.
eitt af því minnisstæðasta, sem
hann hefði upplifað í sambandi
við skíðaíþróttina í framhaldi af
þessu ræddi forseti í. S. I. um
staðarval fyrir Skíðaskálann, og
undirstrikaði það sérstaklega,
hversu það hefði heppnast einkar
vel. þrátt fyrir það, þótt ýmsir
hefðu verið þessu staðarvali mót-
fadnir þar sem Hveradalir væru
einn af mestu rigningarstöðum í
heimi. Ennfremur tók til máls
Brynjólfur Hallgrímsson, gjald-
keri félagsins, og ræddi um mögu
leika S. R. á þátttöku í skíða-
keppnum. Var ennfremur rætt
um þörf á því að Skíðafélagið
gengist fyrir skíðakennslu, og var
upplýst á fundinum, að stjórn
þess hefði þegar gert ráðstafanir
til undirbúnings því máli, þannig
að von væri um að skíðakennsla
gæti hafizt á vegum félagsins í
vetur.
í sambandi við aðalfund Skíða-
félags Reykjavíkur, er rétt að
geta þess, að Skíðafélagið á nú
45 ára afmæli á þessu ári, eða
nánar tiltekið 25. febrúar nk.
Þykir stjórninni rétt að undir-
strika það við almenning í bæn,
um, að mikil nauðsyn er á því, að
menn fylki sér um þetta forgöngu
félag að iðkun skíðaiþróttar hér
sunnanlands, með því að gerast
meðlimir, og þá e. t. v. ævifélag-
ar, þar sem, eins og komið hefur
fram, Skíðafélagið er einn af
þeim sterkustu máttarstólpum,
sem við nú eigum, og hefur staðið
að meira eða minna leyti á bak
við iðkun skíðaíþróttarinnar frá
því hún fyrst hófst til vegs hér
á landi við stofnun Skíðafélags-
ins.
Enska bikarkeppnir
Úrslit leikja úr 4. umferð bik-
arkeppninnar í gær, urðu sem
hér segir:
Arsenal — Colchester 4:0
Birmingham — Fulham 1:1
Blackburn — Burnley 1:2
Blackpool — Bristol City 1:0
(Eftir framlengdan leik)
Everton — Charlton 4:1
Luton Town — Leicester 4:1
Nottingh. For. — Grimsby T. 4:1
Portsmouth — Accrington 4:1
Skíðamót um flest-
ar helgar á Akur-
eyri
AKUREYRI, 24. jan. — Finnski
skíðakennarinn Ale i_,aine, hefur
að undanförnu dvalist hér á veg-
um Skíðasambands Islands, _ en
mun nú vera á förum til Isa-
fjarðar.
Síðastliðið fimmtudagskvöld
fór fram boðgöngukeppni milli
sveitar frá Menntaskólanum og
„blandaðrar" sveitar (2 Þingey-
ingar, 1 Akureyringur og Ale
Laine). Gekk hver maður um það
bil 3 km vegalengd. — Sveit M.
A. bar sigur úr býtum. gekk
vegalengdina á 53 mín. og 46,4
sek. Hin sveitin fékk tímann 54
mín. og 3,0 sek.
Mikill áhugi er ríkjandi meðal
skíðamanna hér, og æfa þeir af
kappi. Munu verða haldin skíða-
mót hér um flestar helgar fram
að landsmótinu.
RACNAR JÓNSSON
hæstaréttarlögmaður.
Laugavegi 8. — Sími 17752.
Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla
Málflutningsskrifstofa
Einar B. Guðmundsson
Cuðlaugur Þorlóksson
Guðmundur Pétvrsson
ASalstræti 6, III. hæð.
Síniar 12002 — 13202 — 13602.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem heiðruðu mig
á 75 ára afmæli mínu með heimsóknum, gjöfum og
skeytum. Guð blessi ykkur öll.
ÁGÚSTA GUÐJÓNSDÓTTIR
Suðurgötu 23, Keflavík
Þakka ykkur öllum hjartanlega, sem mintust mín
75 ára 9. þ.m. með heimsóknum, hlýjum handtökum,
skeytum og gjöfum.
Guð gefi ykkur öllum gleðilegt ár
JÓHANN SVKINRJARNARSON
Siglufirði
Innilegar þakkir fyrir vinarhug og hlýjar kveðjur
á niræðisafmæli mínu.
vilhjAlmur BRIKM
Vegna jarðarfarar, verða skrifstofur
vorar
lokaðar í dag
frákl. 12 til 3,30.
Ingólfsstræti 5 og Borgartúni 7
MARfA GUÐMUNDSDÓTTIR
Efstasundi 7,
andaðist 28. þ.m. á Bæjarsjúkrahúsinu.
Fyrir hönd aðstandenda.
Málfríður Kristjánsdóttir, Helgi Bjarnason.
Faðir minn
HALLGRfMUR JÓNSSON
frá Bakkagerði, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akra-
ness, þriðjudaginn 27. janúar.
Klísabet Hallgrímsdóttir
Jarðarför konunnar minnar
BJARNEYJAR K. GÍSLADÓTTUR
fer fram frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 29. þ.m.
kl. 2 e.h. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vildu
minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Líknar-
og Minningarsjóð Guðnýjar Kristjánsdóttur og Gísla
G. Ásgeirssonar frá Álftamýri. Minningarspjöld fást í
Bókaverzlunum Lárusar Blöndals.
Fyrir hönd vandamanna.
Brynjólfur Stefánsson
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar tengdaföður
og bróður.
JÓNS HELGASONAR
Kaplaskjólsvegi 12
María Majasdóttir, börn, tengdabörn og systttini.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og jarðarför mannsins míns
STEFANS SKÚLASONAR
afgreiðslumanns
Guð blessi ykkur öll.
Sveinborg Símc. ^.. dóttir
Innileg þökk fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför
GUÐRÚNAR GfSLADÓTTUR
Hólavallagötu 7
Anna Guðmundsdóttir