Morgunblaðið - 31.01.1959, Side 1
16 síður og Lesbók
46. árgangur
25. tbl. — Laugardagur 31. janúar 1959
Prentsmiðja Morg-unMaðsin*
Nýft „Titanic-slys" sunnan Crœnlands?
Danska skipið Hans Hedtoft rakst á ísjaka í gœr
Áhöfn og /arjbegar 90—700 — Óvist um björgun
Dsló, 30. janúar. —
Danska skipið „Hans Hed-
toft“, sem er 2875 tonn að
stærð og er í eigu Hinnar
konunglegu Grænlandsverzl-
unar, rakst á ísjaka í dag um
20 mílur SA af Kap Farvell.
Skipið er á jómfrúsiglingu
sinni og fór frá Júlianehaab
á fimmtudag áleiðis heim til
Kaupmannahafnar.
Um miðjan dag í dag sendi
skipið út SOS-kall, en þá fyrir
skömmu hafði það rekizt á jak-
ann. Radióstöðin í Angmagsalik
skýrði frá því nokkru síðar, að
sjór fossaði inn í vélarrúmið.
Bandaríska strandgæzlan
aðstoðar
Eitt af eftirlitsskipum banda-
rísku strandgæzlunnar, Camp-
bell, fór þegar á vettvang, en
skipið átti fyrir höndum 250
mílna ferð á slysstaðinn og er
óvíst, hvenær það kemst þangað.
Þá hefur bandaríski flugherinn
verið beðinn um aðstoð og er
gert ráð fyrir, að björgunarvél
eða kopti frá Keflavík leggi á
stað hið fyrsta. Einnig verður,
ef unnt er, send björgunarvél frá
Thule.
Óvíst um tölu farþega
1 fréttum síðar í gærkvöldi var
sagt, að ekki væri alveg víst,
hversu margir farþegar væru
um borð í skipinu. Bandaríski
flugherinn segði, að þeir væru
130, en Grænlandsverzlunin held-
ur, að þeir séu ekki fleiri en 60
talsins, Fréttaritari Ritzaus í Godt
haab símaði í gærkvöldi, að 55
farþegar væru með skipinu og
39 manna áhöfn, eða 94 menn í
allt.
Ósökkvandi
Hans Hedtoft fór á stað til
Kaupmannahafnar í gærkvöldi
og var eins og Titanic, sem rakst
á ísjaka 1912, svo sem frægt er
orðið, í jómfrúferð sinni. Skip-
stjóri á skipinu er Rasmussen,
sem um margra ára skeið hefur
siglt til Grænlands. Skipið er
Laugardagur 31. janúar.
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Nýr samningur tim möskva-
stærð á botnvörpu og dragnót
og lágmarksstærð á fiski.
6: Heuss forseti Þýzkalands 75 ára
— 8: Forystugreinin: — Skuggi yfir
Finnlandi.
Utan úr heimi: Verður kona
næsti forseti Kína?
— 9: Fyrir hvað var Benedikt Grön-
dal merkasti íslendingurinn? —
Rætt við Pál Jónsson járnsmið.
LESBÓKIN fylgir blaðinu í dag.
Hákon Bjarnason: Frævöxtur barr
trjáa á íslandi.
Nóg gull í sjónum — en hvernig
er hægt að ná því upp?
Geta vísindin breytt mannkyninu?
Bræðralag allra manna.
Mold og friður, ljóð eftir Áina G.
Eylands.
Smásagan: Dularfull úlfaldalest.
Álagablettir, eftir Odd Sveinsson
Úr ríki náttúrunnar: Snakkur I
kornökrum.
Bridge, fjaðrafok o. fl.
byggt sérstaklega með það fyrir
augum, að það sigli til Græn-
lands og á ekki að sökkva, þótt
vélarrúmið fyllist af sjó. Á skip-
□---------------□
Siðustu fréttir
Við erum
að sökkva
I nótt klukkan sjö mínútur
yfir eitt fékk Mbl. eftirfar-
andi skeyti frá NTB-frétta-
stofunni:
Við erum að sökkva, var
síðasta kall, sem heyrðist
frá Hans Hedtoft, segir lög-
reglan í Julíanehaab. Loft-
skeytastöðin í Júlíanehaab
heyrði þetta, en þá voru
miklar tryflanir og loft-
skeytamennirnir voru ekki
alveg vissir um, að þeir
hefðu heyrt rétt.
inu eru þrír björgunarbátar,
sem hver tekur 35 menn.
Flugvél á slysstaðnum
í fregnum klukkan 10
af „Hans Hedtoft“ segir:
að skipið hafi rekizt á ís í
vonzkuveðri og búizt væri
við, að það myndi sökkva. Þá
hafði kanadísk flugvél flogið
nokkra stund yfir slysstaðn-
og þýzkur togari, Jo-
Kreuss, var 20
um
hannes
sjómílur frá honum. Hélt
hann ferð sinni áfram á slys-
staðinn, en aðstæður voru
slæmar vegna stórsjóa og
veðurs. Erfitt var að sjá skip-
ið úr lofti vegna myrkviðris.
Grænlandsfarið Umanak
fór frá Grænlandi í kvöld
Framh. á bls. 2
Frumvarpið um niður■
fœrslu verðlags og launa
orðið að lögum
Var samþykkt með 8 afkvæðum gegn
3 í Efri deild i gærkvöldi
EFRI deild Alþingis samþykkti kl. 7 í gærkvöldi frumvarpið um
niðurfærslu verðlags og launa. — Með frv. greiddu að lokum
atkvæði allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins
í deildinni, 8 að tölu. Á móti voru þrír þingmenn kommúnista en
6 þingmenn Framsóknarflokksins í deildinni sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna.
Umræður stóðu allan daginn
Umræður um málið stóðu all-
an daginn í gær.
Báru þær fyrst og fremst svip
reikningsskila milli flokka
vinstri stjórnarinnar. Upplýsti
Hermann Jónasson enn einu
sinni fyrir hönd Framsóknar-
flokksins að hann hefði viljað
myndun þjóðstjórnar eftir að
vinstri stjórnin hafði reynzt
óstarfshæf. Einnig hefði flokkur
hans viljað styðja myndun
nýrrar vinstri stjórnar undir for-
ystu formanns Alþýðuflokksins.
En samkomulag hefði ekki get-
að tekizt um þetta.
Breytingartillögur felldar
Bæði kommúnistar og Fram-
sóknarmenn báru fram svipaðar
breytingartillögur við frv. og í
Neðri deild. En þær voru allar
felldar. Kommúnistar sátu hjá
við atkvæðagreiðslur um breyt-
ingartillögur Framsóknarmanna
og Framsóknarmenn greiddu
yfirleitt ekki atkvæði með breyt-
ingartillögum kommúnista. Ein
breytingartillaga Framsóknar-
manna var þó felld með 8 at-
kvæðum gegn 8. Greiddu tveir
af þingmönnum kommúnista at-
kvæði með henni, en einn sat
hjá. Var það Alfreð Gíslason.
Niðurfærsla verðlags og
kaupgjalds
Efni hinna nýju laga, sem taka
gildi nú þegar er öllum almenn-
ingi kunnugt. Höfuðtakmark
þeirra er stöðvun vetðbólgunnar
með niðurfærslu verðlags og
kaupgjalds. Er gert Er gert ráð
fyrir að frá 1. febrúar skuli
greiða verðlagsuppbót á laun og
allar greiðslur, er fylgja kaup-
greiðsluvísitölu samkvæmt vísi-
tölu 175 stig. Frá þessu eru þó
undantekningar um greiðslur
samkvæmt II. kafla laga um al-
mannatryggingar og samkvæmt
lögum um atvinnuleysistrygg-
ingar.
Lækkun afurða og verzlunar-
álagningar
Gert er ráð fyrir að framleið-
endur hvers konar vöru og þjón-
ustu skulu þegar eftir gildistöku
laganna lækka söluverð til sam-
ræmis við þá lækkun launa-
kostnaðar, sem leiðir af skerð-
ingu vísitöluuppbótarinnar. —
Einnig skal færa niður laun
bónda og verkafólks hans í verð-
lagsgrundvelli landbúnaðarvara
fyrir árið 1958—1959, sem svar-
ar lækkun kaupgreiðsluvísitölu
úr 185 stigum 1 175 stig.
Þá er gert ráð fyrir lækkun
verzlunarálagningar í heildsölu
og smásölu.
Frá umræðunum um málið í
Ed. í gær er sagt nánar á öðrum
stað í blaðinu.
Þessi mynd var tekin af Hans
Hedtoft skömmu áður en hann
lagði af stað í hina sögulegu jóm-
frú ferð sína til Grænlands. Örin
bendir á útsýnisturn í aftasta
mastrinu, sem er með nýtízku-
sniði. í honum er hinn bezti út-
búnaður til að fylgjast með rek-
ís og þótti það mikil nýjung, þeg-
ar dönsk blöð skrifuðu um skip-
ið skömmu áður en það fór til
Grænlands. Útsýnisturnínn er
upphitaður og þar geta fimm
menn verið, ef nauðsyn krefur,
skipstjórinn og aðstoðarmenn
hans.
Skipið var smíðað í Frederiks-
havns Skibsværft og lagði af stað
í Grænlandsferð sína hinn 7. jan-
úar sl. Áfangastaðir þessa flagg-
skips Grænlandsverzlunarinnar
voru: Julianehaab, Godthaab og
Holsteinborg.
Skipið kostaði 13,6 milljónir
danskra króna. Það er 350 tonn-
um stærra og 10 metrum iengra
en Umanak. Vélin var byggð í
Helsingpr Skibsværft eftir teikn-
ingu frá B & W. Skipið gekk 14
sjómílur í reynsluferð.
Skipið er hið nýtízkulegasta i
alla staði og var gert ráð fyrir,
að það tæki um 60 farþega. t
því eru ýmiss konar þægindi
fyrir skipshöfn og farþega t.d.
eru í því baðherbergi með sturt-
um. Skrúfturnar þóttu mjög góðar
í reynsluförinni og sýndi það sig
þá, að unnt var að breyta fullri
ferð áfram í Oulla ferð aftur á
einum 13 sekúndum. — Smíði
skipsins olli miklum deilum í
Danmörku á sínum tíma, eink-
um milli Kjærbols Grænlands-
málráðherra og Knuds Lauritz-
ens. Kosnaðarverð þess fór >4
millj. kr. d. fram úr áætlun.