Morgunblaðið - 31.01.1959, Page 14

Morgunblaðið - 31.01.1959, Page 14
14 „JORGUNBLAÐ19 Laugardagur 31. jan. 1959 Stjörnubíó sýnir um þessar mundir amerísku kvikmyndina „Haustlauf“ (Autumn leaves) með Joan Grawford og Cliff Robertson í aðalhlutverkunum. Höft og hitaveita SUNNUDAGINN 11. jan. sl. birti Morgunblaðið viðtal við hitaveitustjórann í Reykjavík. Full ástæða er til þess að vekja sérstaka athygli á viðtali þessu, þar sem þar kemur fram hugsanaháttur, er telja verður mjög varhugaverðan. Þröngsýni, höft og skerðing á eðlilegu athafnafrelsi einstakl- inga, hafa aldrei leitt til neins góðs og er leitt til þess að vita, ef þessháttar hugsanaháttur ræður gjörðum þeirra er hafa með höndum mikilvæg fram- faramál höfuðstaðarins. Aðalinntak áðurnefnds viðtals er það eitt, á hvern hátt hægt sé að takmarka frelsi þeirra er hitaveitu hafa, til þess að hita upp sín eigin híbýli. Það hvarflar hvorki að blaða- manni né hitaveitustjóra, að hægt sé að auka heita vatnið með öðrum ráðum en þeim að takmarka notkun vatnsins. Hitaveitustjóri átelur nætur- rennsli og boðar hálftíma lokun á daginn. Til þess að koma í veg fyrir næturrennsli telur hann sig þurfa 5—6 milljónir króna, til kaupa á fjarstýrðum lokum. Væri nú ekki eðlilegra að eyða þessu fé í að auka og tryggja fólki heita vatnið? Ég hef áður haldið því fram* 1 í blaðagrein að hita mætti allan bæinn örugglega í hvaða veðri sem er með hjálp kyndistöðva. Þetta hefur ekki enn verið hrakið af framámönnum Hita- veitunnar með neinum rökum. Það er í sjálfu sér undarlegt hve rangsnúinn hugsanaháttur manna getur orðið, þegar þeir komast í þá aðstöðu að ráða opinberum einokunarfyrirtækj- um. Það er engu líkara en að hinir venjulegu viðskiptahættir einkarekstursins snúist algjör- lega við. Viðskiptavinurinn verður í augum einkasölumanns- ins að þurfamanni, sem þakka má fyrir að verða þeirrar náðar aðnjótandi, að verzla við einok- unarfyrirtækið. Þessi rangsnún- ingur er ein höfuðástæðan fyrir andstöðu allra frjálshuga manna gegn opinberum rekstri. Hvaða kaupmanni dytti í hug að krefjast þess að viðskiptavin- irnir minnkuðu neyzlu sína til þess að vörubirgðir hans þrytu ekki, ekki einu sinni nætur- neyzlu, heldur myndi hann eyða fé og tíma í vöruöflun. Hvað þá með olíufélögin. Hvað myndum við segja, ef þau krefðust þess að við hefðum þeirra hentisemi við upphitun húsa? Sem betur fer kveður þar við annan tón. Þau keppast við að afla okkur tækja, sem gera okk- ur þægilegri upphitun, og útbún- að allan, enda eru þau rekin á samkeppnisgrundvelli. Hvað myndi sagt um forstjóra olíufélags, sem eyddi fjármunum félags síns til þess að draga úr olusölunni? Við myndum telja hann eitt- hvað skrítinn. Sennilega er ástæðulaust að æsa sig út af þessu máli einu sér, því orsakanna er fyrst og fremst að leita í þeirri ömurlegu staðreynd, að opinber einokunar- fyrirtæki skuli á stofn sett og það af þeim mönnum, er telja sig aðhyllast einkarekstur og frelsi einstaklinga til eigna og atvinnurekstrar. Væru menn trú- ir þeim skoðunum, myndu þeir aldrei stofna einokunarfyrir- tæki og því aðeins stofna til opin bers rekstrar að aðrir fengjust ekki til að reka. Það, sem mestu máli skiptir er í HÆSTARÉTTI er genginn dómur í óvenjulegu máli er Banda ríkjamaður einn höfðaði gegn fjármálaráðuneytinu. Bandaríkja- maðurinn sem heitir Robert P. Walsh og starfar á Keflavíkur- flugvelli, hafði eftir ákæru eigin- konu sinnar til lögregiustjórans á Keflavíkurflugvelli, verið fluttur á geðveikrarhælið á Kleppi. Eiginkona Walsh hafði sikýrt yfirlækni varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli frá þvi að maður sinn væri geðveikur og hún eigi óhult um líf sitt og barnanna. Yfii'maður varnarliðsins hafði neitað að hafa afskipti á máli Ro- berts Walsh, þar eð hann væri ekki í þjónustu þess. Embætti lög reglustjórans á Keflavíkurflugv. sneri sér til hinna ýmsu deilda stjórnarráðsins, en þaðan var mál- inu vísað til sakadómaraembættis- ins. Tveim rannsóknarlögreglu- mönnum var falið að handtaka Robert Walsh. Fór handtákan fram á heimili hans án þess að úrskurður um það væri upp kveð- i inn. Er Bandaríkjamaðurinn var handtekinn, bað hann um að lofa sér að hafa samband við sendiráð lands síns hér. Honum var sagt að það væri búið og þegar gert. Á geðveikrahælinu var Banda- ríkjamaðurinn settur inn í her- bergi með 20—35 geðveikissjúkl- ingum. Um kvöldið kom sjúkra- húslæknirinn og ræddi við hann. Var maðurinn siðan um nóttina á geðveikrahælinu_ en næsta morg- un hafi læknirinn tjáð honum að þessi rannsókn og aðfarir virtust vera að óþröfu gerðar. Var mann inum þar með sleppt út af hælinu. Næst gerðist það haustið 1955 að Robert Walsh ritaði dómsmála- i-áðuneytinu bréf út af máli þessu og krafðist þess að rannsóknar- dómari yrði skipaður til að rann- saka þetta mál allt. Kvaðst hann þá jafnframt krefjast bóta úr hendi ríkissjóðs að fjárhæð 100,000 krónur, þar sem aðförin að einstaklingum og félögum sé ávallt leyfð samkeppni á jafn- réttisgrundvelli. Því miður gera menn sér ekki alltaf grein fyrir þeirri augljósu staðreynd, að frjáls samkeppni er undirstaða framfara og blóm- legs atvinnulífs, en opinber og hálfopinber rekstur leiðir til hins gagnstæða, eins og sjá má af ótal dæmum. Að lokum þetta: Við, sem byggjum þennan bæ, hljótum að krefjast þess að þeir, sem þegar njóta þeirra hlunninda, að hafa hitaveitu, geti treyst á hana hvernig sem viðrar svo og að tak markið sé hitaveita í hvert hús í bænum. Að fjármunum fyrir- tækisins verði ekki eytt í að skerða frelsi viðskiptamanna Hitaveitunnar, en verði þess i stað eytt í frekari leit að heitu vatni og til bygginga kyndi- stöðva til öryggis fyrir viðskipta- menn og svo auka megi við- skipti fyrirtækisins og bæta þjónustu alla. Að þessu fram- ko mnu gæti forstöðumaður Hita veitunnar átt blaðaviðtal, þar sem hann ræddi áætlanir um aukna sölu á heitu vatni og máli sínu til stuðnings gæti hann bent fólki á hve notalegt það er að hafa svolítinn yl á nóttinni. Arni Brynjólfsson. Morgunblaðið vill geta þess, að borgarstjóri hefur skýrt svo frá, að hugmyndin um fjarstýrð tæki til að takmarka hitanotkun hafi aldrei verið borin undir bæjar- ráð né borgarstjóra, enda er borgarstjóri henni algerlega and- vígur. gagnvart sér hafi verið með öllu ólögleg. Þessu bréfi var aldrei svarað af dómsmálaráðuneytinu. Því höfðaði hann þetta einikamál sitt á hendur ríkissjóði. Við vitnaleiðslur í saimbandi við rannsókn máls þessa voru lögð fram gögn um það að Röbert Walsh hefði í 10 ára sambúð hans og konu hans Bergljótar, sem er hjúkrunarkona, oft sýnt henni hrottaskap og lagt á hana hendur. Eru þessi atriði öll ýtar- lega rakin, í forsendum dóms und irréttar en þr.r segir m.a. á þessa leið: Af gögnum málsins þykja fram kompar allmiklar líkur fyrir al- varlegum skapbrestum stefnanda. Hins vegar er algerlega ósannað, að hann hafi verið svo hættulegur umhverfi sínu_ að nauðsyn hafi borið til svo róttækra aðgerða gagnvart honum sem rauii varð á. I Handtöku stefnanda og geymslu hans á geðveikrahælinu verður því að telja mistök af hálfu starfs manna ríkisvaldsins, en á slíkum mistökum ber stefnandi fébóta- ábyrgð gagnvart stefnanda. Ber stefnda því að bæta stefnanda það tjón_ sem hann kann að hafa beð- ið vegna hinnar ólögmætu hand- töku og gæzluvistar, sbr. 151. gr. 1-aga nr. 27 frá 1951. Þegar það er virt, að stefnanda var meinað að hafa samband við sendiráð lands síns, að hann var fluttur í fangahús og ekki sízt, að hann var síðan lokaður inn í her- bergi með hópi geðsjúklinga, svo og annað það haft í huga, er máli skiftir_ þá þykja bætur stefnanda til handa hæfilega ákveðnar kr. 10.000,00. Ber stefnda að greiða stefnanda þá fjáhæð ásamt 6% ársvöxtum frá þeim degi, sem sem krafizt er, svo og málskostnað. Hæstiréttur staðfesti niðurstöð- ur dóms undirréttar, en hækkaði bætur þær til handa Bandaríkja- manninum um kr. 5,000, þannig að fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs er gertað greiða manninum kr. 15.000 með 6 prósent vöxtum frá 22. okt. 1955 til greiðsludags, svo og allan málskostnað. Var fluttur formála- laust á Klepp og fær 15,000 kr. í skaðabætur UndrabarniÖ Gitta kem- ur hingað í nœsfu viku Hún mun skemmta ásamt „Four Jacks" i Austurbæjarbiói n.k. föstudag í NÆSTU viku kemur hingað til lands undrabarnið Gitta Hænn- ing. Það mun ekki ofsagt, að stúlkubarnið Gitta, sem er aðeins 12 ára, sé einhver vinsælasta söngkonan í Danmörku og jafn vel á Norðurlöndum um þessar mundir. Fyrstu hljómleikarnir. sem Gitta kemur fram á hér í Reykjavík, verða haldnir nk. föstudag i Austurbæjarbíó. Hljóm leikar þessir verða óvenju fjöl- breyttir, því að auk Gittu mun skemmta þar kvartettinn „Four Jacks“, sem er talinn bera af öðrum sínum líkum á Norður- löndum. Hefur sungið inn á nærri 50 plötur. Gitta er þekkt hérlendis af þeim fjölmörgu hljórnplötum, TTndrabarnið Gitta Hænning sem hún hefur sungið inn á veg- um „His Master’s Voice“. Hún hefur sungið inn á nærri 50 plöt- ur, sem allar hafa selzt í miklu upplagi. Otto Hænning, faðir Gittu, er tónskáld og þekktur söngvari. Segja má, að tilviljunin hafi ráð- ið því, að Gitta Hænning fór út á þessa braut. Eitt sinn, er faðir hennar hafði samið nokkur lög, sem „His Master’s Voice“ ætlaði Söngkvartettinn að taka upp á hljómplötur, stungu forráðamenn fyrirtækis- ins upp á því, að Hænning út- vegaði unga stúlku til að syngja lögin. Varð það úr, að Gitía reyndi. Fyrsta lagið, sem hún söng inn á plötu, var: „Jeg vil giftes med Farmand“, og seldist platan í 25 þúsund eintökum. Síðustu plöturnar, sem hún hefur sungið inn á, hafa selzt í hundruð þús- undum eintaka’ Vinsældir Gittu fara sívaxandi. Meðal þeirra laga sem hún hefur sungið má nefna „I love you baby“, sem Paul Anka hefur einnig sungig, en flestir telja Gittu syngja lagið betur. Einnig má nefna rokklagið „Mama“, sem allir þekkja, og hefur verið kjörið vinsælasta dægurlagið hérlendis og erlendis. Gitta syngur ef til vill á íslenzku. Asamt föður sínum hefur Gitta komið fram í sjónvarpi og leikið í kvikmynd. Þau hafa ferðazt um Norðurlönd og Þýzkaland og haldið hljómleika. Faðir hennar verður með henrii í íslandsferð- inni, og syngur ef til vill með henni nokkur lög. Sennilega mun Gitta syngja á íslenzku á hljómleikunum hér. Elsa Sigfúss hefur æft Gittu í íslenzkum fram burði. í ráði er, að Gitta komi fram í sjónvarpi Ed Sullivans í New York, áður en langt um líður. Kvartettsöngvararnir, sem skemmta með Gittu á hljómleik- unum, eru þekktir i Evrópu. — Kvartettinn syngur aðeins dæg- urlög. Þeir m. a. starfað með hin- um frægahljómsveitarstjóraSven Asmunssen, í revíum Stigs Lom- mers. E;nn af kvartettsöngvur- unum er rokk-kónguiinn James Rasmunsen, sem stundum hefur verið nefndur „Tommj Steele Norðurland'a”. ★ Hljómsveit Árna Elíars aðstoð- ar á tónieikunum, en kynnir verður Haukur Mortlxens. Á þess- um tónlcikum verðir tízkusýn- ing með nýju sniði, sem ýmis fyrirtæki hér í bæ standa að. — Listafólkið stendur stutt við hér, svo að hljómleikarnir verða fáir. Forsala verður því á aðgöngu- miðum, og hefst miðasalan í Aust urbæjarbíói á morgun. „Four Jacks“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.