Morgunblaðið - 31.01.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.01.1959, Blaðsíða 9
Laugardagur 31. jan. 1959 MORCVNRLAÐIÐ 9 I Páll meff prjónana. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Fyrir hvað var Benedikt Grön- dal merkasti íslendingurinn? Rætt v/ð Pál Jóns- son járnsmið Þ E G A R blaðamaður Morgun- blaðsins hitti Pál Jónsson járn- smið að rnáli fyrir skömmu á Sóivangi í Hafnarfirði, var gamli maðurinn mjög hress í bragði, þó hann ætti erfitt með má', enda hefur hann legið rúmfast- ur um árabil vegna lóuiujiar. Páll er merkilegur samtíðamaður á margan hátt. Það er einkar skemmtilegt að kynnast þrot- lausri baráttu þessa fátæka sveitapilts fyrir því að svala menntaþrá sinni og verða nýtur þegn í þjóðfélagi sínu. Hann er fæddur á Hvammi í Kjós 2. nóv. 1874 og er því kominn talsvert á níræðisaldur. Hann ólst upp á Hvammi þar til hann var 10 ára gamall, en þá fluttu foreldrar hans Hallbera Pálsdóttir og Jón Einarsson bóndi að Skorhaga í Kjós, og tóku þau Pál með sér og systkini hans bæði. Páll kvaðst fús að segja Morgunblaðinu nokk ur atriði úr ævi sinni og bað blaðamanninn um að rétta sér höndina: — Ég tala betur, ef ég næ í hönd þess sem ég tala við, sagði hann. Það er eins og ég fái mátt við það. Og svo bætti hann við: — Það er ekki hægt að segja, að það hafi verið beinlínis bú- sæld á æskuheimili mínu, en okkur brast aldrei neitt. Við lifð- um aldrei við skort. Foreldrar mínir voru allan sinn búskap fremur efnalítil, eins og títt er um vel gefið fólk. Bæði lásu þau vel, en hvorugt kunni að skrifa. Þau létu okkur börnin læra að skrifa jafnskjótt og viff höfðum vit á. — En hver kenndi ykkur að skrifa? — Faðir minn keypti handa mér forskriftarhefti eftir Bene- dikt gamla Gröndal. Ég kynntist Gröndal sei»»». Hann var tví- mælalaust merkilegasti maður hér á landi á sínum tima. — Af hverju helzt? — Hann var nú hámenntaður maður, en það voru auðvitað fleiri á þessum árum. Hitt þótti mér merkilegra, hversu fyndinn hann var. Skemmtileg kímnigáfa hefur ekki verið sterkasta hlið íslendinga, hvnrki fyrr né síðar, og hygg ég aff Benedikt Gröndal hafi þar all»»ikla sérstöðu. Hann sýndi meðal annars, að fyndinn íslendingur getur bara verið nokk uð skemmtilegur. Þú sagðist hafa kynnzt Grön dal. Hvað viltu segja mér af þeim kynnum? — Hann stofnaði Náttúrugripa- safnið og hafði það í mörg ár í húsi sínu við Vesturgötu. Þang- að kom ég oft. Hann var ákaf- lega innlifaSur í safnið, ef svo má segja. Hann var dálítið brúna- þungur og ófríður í andliti og það hafði þau áhrif, að brand- ararnir, sem hann lét fjúka, þeg- ar hann var í því skapi, höfðu ennþá meiri áhrif en ella. Svo hló gamli maðurinn upp- hátt og það var eins og minn- ingin um fyndni Benedikts Grön- dals blési enn að gömlum glóð- um. — Ojá, mér þykir hann merki- legastur fyrir fyndnina, þó hann gæti verið meinhæðinn líka, ef því var að skipta. Hann var alltaf sjálfur að tala um, að hann væri latur, en samt var hann sívinn- andi að áhugamálum sínum. Hann haföi vit á því að snerta aldrei á annarri vinnu en þeirri, sem hann hafði áhuga á. Fyrir það var honum auðvitað ámælt, en betur væri að fleiri fslendingar tækju hann til fyrirmyndar í þeim efnum en raun ber vitni. Þá mundu menn almennt verða ánægðari með starf sitt og sjálfa sig. Hann samdi nokkrar ágætar bækur, eins og þú veizt, og þar á meðal Heljarslóðaorrustu. Það hefði ekki hver sem er leikið eftir. Hann var ekki hræddur við að kalla valdamenn þeirra tíma sínum réttu nöfnum og benda á veilurnar í fari þeirra. Slíkir menn veita pólitíkusum gott að- hald »g eru nauðsynlegir í hverju þjóðfélagi. En svo var Gröndal líka mjög merkilegur maður fyr- ir þaff, hversu hagur hann var, og skrifaði fa«ra rithönd, sem ég tók r»*r til fyrirmyndar, þó ég næði ekki fegurðinni í hans stíl. — Hvenær kynntistu honum? — Þ»gar ég var í Reykjavík. En þú spurðir að því, hvernig ég lærði að skrifa. Þegar ég hafði skrifað eftir forskriftabók Grön- dals, þá gekk ég í barnaskóla. Á þessum árum voru Kjósverjar svo myndarlegir, að þeir ráku heimavistarskóla á Reynivöllum. f þennan skóla gekk ég í 8 eða 9 mánuði. Þá var ég 13 eða 14 ára. — Var það eina skólaganga þín? — Nei, svolítið lærði ég nú meira, því ég stundaði járnsmíði, eins og þú veizt, og tók próf í þeirri grein. Ég lærði járnsmíði 17 ára á heimili Þorsteins Tómas- sonar að Lækjargötu 10. Þar búa enn tvær dætur þeirra hjóna og Ólafur læknir, sonur þeirra, á sömu lóðinni. Heimili Þorsteins og konu hans var fyrirmyndar ágætisheimili. Ég mátti vel þekkja það, því þar var ég í 9 ár. Ég gerði ekki prófsmíði fyrr en árið sem ég fór frá þeim og var þá látinn smíða skrúflykil, sem þær systur eiga ennþá. Haustið 1901 fór ég til Kaupmannahafnar og komst þar í smiðju hjá L. V. Olsen, frábærum dugnaðamanni. Smiðja hans var í 0resundsgade 8. Hjá honum var ég í hálft ann- að ár og tók þar próf annað sinn til að fá réttindi. Var sveinsbréf mitt gefið út á þremur málum, dönsku, þýzku og ensku. — Hvað smíðaðirðu þar fyrir prófið? — Ja, sú prófsmíði er nú einnig til hján Jóni syni mínum. Þetta var á þeim árum, þegar bílar voru fátíðir á götum Kaupmanna hafnar, en hestar þeim mun al- gengari. Vanalega gengu 2 hest- ar fyrir stórum vögnum og milli þeirra var löng stöng með járn- hólk fremst á endanum og á hon- um voru tvö augu, sem aktýgja- ólarnar voru þræddar í gegnum. Kölluðu Danir þetta „brillejærn". Slíkan járnhólk smíðaði ég fyrir sveinsprófið í Danmöiku. — Þú hefur auðvitað gengið í skóla á meðan þú varst í Kaup- mannahöfn? — Já, þar gekk ég líka á iðn- skóla, byrjaði þar 19#2. Mér lík- aði ágætlega í Kaupmannahöfn. En nú ætla ég að segja þér frá iðnskólanáminu. Ég var orðinn 27 ára, þegar ég byrjaði í skól- anum, og þar sem ég hafði aldrei gengið í neinn slíkan skóla áður, var ég settur í l»ekk með smá- strákum 14—16 ára gömlum. Ég var allstór vexti og þrekinn, en strákarnir allir litlir og pervisa- legir og var þei»» auðvitað mjög starsýnt á þen»an útlenzka risa, sem var settur í bekk með þeim. Við vorum látnir byrja á einföld- ustu frihendisteikningum og voru allir strákarnir liprari í því en ég, þótt ekki væru þeir háir í loftinu. Þeir hefðu líka lært teikn ingu í barnaskóla, en ég ekki. En nú er bezt að ég grobbi dá- lítið. Yfirken»arinn hafði eftirlit með öllu náxwi í skólanum. Hann var fallegur »g viðkunnanlegur maður, en ekki vissi ég, hvað hann hét. Fyrstu vikuna var hann óg kennari minn alltaf að stinga saman nefjum um mig, og 6. dag- inn, sem ég var í skólanum, kem- ur yfirkennarinn til mín, áður en kennslaw byrjaði, og segir, að það sé leiðinlegt að sjá mig innan um þessi „smábörn“, hvort ég vilji ekki fara í annan bekk. I skólanum sé bekkur fyrir jafn- aldra mína með minni menntun. Ég var auðvitað guðsfeginn. Hann fór þá s»eð mig í bekk uppi á lofti og á honum stóð 12A-12B. Við vorum 2 íslendingetr saman í herbergi. Herbergisfélagi minn var Sigurður Loftur Jónsson kenndur við Berg í Reykjavík og var han» einmitt fyrir í þessum bekk. Sigurður var uppalinn hjá Erlendi Sakaríassyni og Ingveldi konu hans í Þingholtunum. Þau áttu húsið að Bergi og Siggi á Bergi var járnsmiður eins og ég og hafði lært hjá Þorsteini líka. Kennarinn í 12A-12B hét Sören Lund, hár maður vexti og vel vaxinn, virðulegur með skegg of- an á maga. Hann var um fimm- tugt. Þetta mikla skegg gerði hann e»nþá alvarlegri og virðu- legri en ella. Hann var fram úr skarandi kennari og svo fjölfróð- ur, að kalla mætti, að hann væri stjörnufræðingur. Hann fór lítið eftir kennslubókunum, var alltof mikil persóna til þess að láta þær spilla kennslunni. Hann hafði líka einstakt lag á að kenna áhuga- lausum kjánum. Þegar við fórum að kynnast dálítið, fór hann að leggja fyrir mig þyngri dæmi en sessunauta mína til hægri og vinstri. 30. júní 1902 vorum við brautski-áðir. Þann dag vann ég alveg jafnt og aðra daga. Ég kom í skólann, eins og venjulega. Lund stillti okkur upp við vegginn á kennslustofunni og kvaddi okk- ur síðan með virktum. En þegar við ætluðum að fara, bað hann okkur að bíða fáeinar mínútur enn. Svo gekk hann á röðina frá hægri til vinstri, þangað til hann kom að mér: — Viljið þér gjöra svo vel að stíga eitt skref fram úr röðinni, sagði hann. Og svo hélt hann ræðu yfir mér sérstak- lega. Hann byrjs.ði á að spyrja, hvaða númer ég hefði. Ég sagði honum það: 3777. — Flestir hafa lært miklu meira en þú, en að hæfileikum skarar þú fram úr þeim öllum. Ég er hróðugur yfir að hafa bezta nemandann í ár. Fá orð hafa glatt mig m°ira á lífsleiðinni, get ég sagt þér. — Og svo fórstu heim. — Já, svo fór ég heim. — Þú hefur ekki gift þig í Kaupmannahöfn? — Nei, ég gifti mig í Reykja- vik 10. október 1910, Vigdísi Ást- ríði Jónsdóttur frá Brekkukoti í Reykholtsdal í Borgarfjarðar- sýslu. Við eignuðumst 7 börn og eru 5 á lífi. Það var ágætt hjóna- band. Ég var alltaf reglumaður, neytti hvorki víns né tóbaks og vann ævinlega mikið. Við bjugg- um lengst af í Reykjavík. Þar vann ég fyrst hjá Þorsteini Tómas syni eða samtals 12 ár, svo tók ég við smiðjunni í Slippnum og var þar 5 ár. Þar var ég meist- ari. Árið 1913 kom hingað til Reykjavíkur Kirk verkfræðingur með áhöld og efni til hafnargerð- ar í Reykjavík. Það fyrsta sem hann gerði var að byggja smiðju og var ég fenginn til að veita henni forstöðu. Vann síðan við hafnargerðina þangað til haustið 1915. Þetta var mikil vinna, en að mörgu leyti skemmtileg, því hér var um miklar framkvæmdir og samgöngubætur aS ræða. Ég las það í haust sem leið í ein- hverju blaði, að við hafnargerð- ina hefðu aðeins verið notaðir hakar og skóflur, •» þetta er ekki rétt, því eins *g kunnugt er, kom Kirk einmitt »neð ýmsar vinnuvélar, eins og l«komotiv og 100 vagna, 2 krana *g fleira af því tagi. — En hvenær fluttist þú til Hafnarfjarðar, Páll? Gamli maðurinn svaraði ekki spurningunni, en tffk sér dálitla hvíld. Hann greip í prjónana, sem lágu á sængin»i: — Ég hefi alltaf prjónað eitthvað frá því ég var 7 ára gamaM, sagði hann. Nú er ég að prjóna sokka á föð- ur Hrafnhildar litlu. Það er hún, sem kom hér áðan. Hún er sonar- dóttir mín. Hingað koma út- lendingar stundura, bætti hann við. Það eru vinir »iínir. Það eru vottar Jehova. En við erum ekki alltaf sammála, su»»t af því, sem þeir halda fram er fjarstæða að mínu viti. Oft eruwi við þó sam- mála. Ég veit t.d., að við lifum eftir þetta líf og ég hlakka til að hitta Vigdísi aftur. Svo sýnir han» okkur rit votta Jehova, sem nefnist „Awake“: Það er á ensku. — Lestu kannski ensku Páll? — Já, og þýzku líka. En nú held ég, að við ættum að tala um iðnskólann hér í HafnarfirðL Ég vann hér hjá Hamarsútibú- inu í 7 ár, eða frá 1925 og þang- að til heilsan hilaði. Við höfð- um 4 lærlinga »g nefni ég að- eins einn þeirra, Sigurð Svein,- bjarnarson, sem nú er mikill at-" vinnurekandi í Reykjavík og hef- ur milli 50 og 60 manns í vinnu. Fyrsta árið, sem ég vann hjá Hamri, var ég meðfram að reyna piltana og komst að því, hv« mikla menntua þeir hefðu hlotið. Þeir ætluðu allir í Vélstjóraskól- ann í Reykjavík. Eftir fyrsta ár- ið fann ég aS piltarnir voru sv» lítið menntaffir, að ég óttaðist, að þeir mundu falla á prófi inn i Vélstjóraskðlann. Þá var enginn iðnskóli hér í Hafnarfirði, svo ég hófst handa vorið 1926 um að stofna hér slíkan skóla. Ég reri að því öllum árum í frístundum mínum með þeim árangri, að iðn- skóli tók til starfa í Hafnarfirði fyrsta vetrardag 1926, minnir mig. Þá var Emil Jónsson nýorðinn bæjarverkfræðingur hér og fór ég á hans fu»d og fékk hann til að verða skólastjóra. Hann tók málaleitun minni ákaflega vel og gerðist forstöðumaður skólans. I Ég var búinn að safna fé með því að fara til allra þeirra, sem áttu pilta í iðnnámi og fá þá til að leggja fram 25 krónur með hverj- um pilti. Var það fyrsti vísirinn að þessari merkilegu menntastofn un, sem að mínu viti hefur borið þúsundfaldan ávöxt. f þessu kom Hrafnhildur litla aftur inn til afa si»s. Hún er •Tónsdóttir og segist vera 9 ára. í fylgd með henni er vinkona hennar, Halldóra Níelsdóttir, sem er 10 ára. Við erum alltaf saman, sö«ðu þær, um leið og afi klapp- aði á kollinn á litlu stúlkunni sinni. „Akranes" BLAÐINU hefur borizt 3.—4. hefti 1958 af tímaritinu „Akra- nes“. Er það 68 bls. að stærð og fjölbreytt að vanda. Heftið hefst á þriðju grein Sigui’ðar A. Magn- ússonar blaðamanns um Samein- uðu þjóðirnar, og nefnist hún „Neitunarvaldið". Er hún prýdd nokkrum myndum. Þá er greinin „Aldarminning", sem íjallar um séra Jón Sveins- son prófast, sem var sóknarprest- ur á Akranesi í 35 ár. Greinina ritar séra Jón M. Guðjónsson. Þá er grein um Pétur Ottesen al- þingismann sjötugan eftir ritstjór ann Ólaf B Björnsson, sem einn- ig ritar greininr „Lán og lífs- nautnin frjóa“ um Guðlaug Sig- urðsson innheimtumann í Kefla- vík. Þá er kvæðið „Þóra Hlaðhönd“ eftir Árna G. Eylands. Jón Gísla- son fræðimaður ritar þátt úr borg firzkri byggðasögu, sem hann nefnir „Reykhyltingar". Ritstjór- inn skrifar greinina „Nú er risiff orðið lágt á Alþingi". Séra Friðrik Friðriksson birtir langa og fróðlega grein um róm- verska skáldið Quintus Horatius Flaccus, og fylgir henni kvæði sem séra Friðrik orti um skáldið árið 1949. Þá er þátturinn „Hversu Akra- nes byggðist“ eftir ritscjórann, og er að þessu sinni fjallað um Ármót. í þættinum „Um bækur“ er fjallað um íslenzka fálka, og í leiklistarþættinum er sagt frá sýningum á „Gamla Heidelberg" á Akranesi. Eftir séra Þorstein Briem er greinin „Syndir feðranna ... “ . Loks er „Annáll Akraness" og þátturinn „Til fróðleiks og skemmtunar", sem að þessu sinni flytur heilmikið af skemmtíleg- um tækifæriskveðskap.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.