Morgunblaðið - 31.01.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.01.1959, Blaðsíða 13
Laugardagur 31. jan. 1959 MORCUIVBLAÐIÐ 13 Gyldendals opslagsbog BÓKAFORLAG Gyldendals í Kaupmannahöfn hefir gefið út alfræðibók (leksikon) — Gylden- dals Opslagsbog —, sem forlagið telur mesta útgáfufyrirtæki, sem það hefir ráðist í. Fyrsta útgáfan er 25.000 eintök. Bókin er í 5 bir.d um og er eitt þeirra orðaregistur y fír innihald riisins. X bókinni eru ca. 10.000 myndir til teks'a- skýringa, en bókin er alls 2.700 blaðsíður. Myndirnar eru í svört- um, hvítum og sumar í 2—8 lit- um. Auk þess eru um 250 landa- bréf í bókinni ásamt ca. 10.000 mynda- og 10.000 landabréfatil- vísunum. Við samning bókarinnar hafa útgefendur notið aðstoðar fræði- manna víðs vegar að, einkum gagngerðrar samvinnu allra Norð urlanda, en án slíkrar samvinnu telja útgefendur að ekkert eitt landanna hefði getað látið semja slíka bók og gefið hana út fyrir svo lágt verð, sem á henni er. Kaupendur bókarinnar fá skír- teini, sem gefur þeim rétt til að leggja fram spurningar til útgáf- unnar um hvert það efni, sem er í samræmi við upplýsingasvið bókarinnar, svo sem nánar er fram tekið í skírteininu. Fjöldi fólks hefir skrifað rit- dóma um bókina. Meðal þeirra eru margir helztu skólamenn Dan merkur, svo sem: Per Krarup, rektor, Knud Hansen, skólastjóri í Askov, Stinus Nielsen, formað- ur kennarasambands Danmerkur, Mogens Pihl, prófessor, fyrrv. kennslumálaráðherra, Flemming Hvidberg og fleiri. Auk þeirra: H. Dons Christensen, biskup, Erik Eriksen, fyrrv. forsætisráðherra, Viggo Starcke, ráðherra, Paul Reumert, leikari við Konungiega leikhúsið, og ýmsir fleiri. Allir fara þessir menn lofsam- legum orðum um alfræðibókina. Læggja margir þeirra áherzlu á að bókin sé skemmtileg aflestiar og öllum ber saman um að hún veiti fræðslu í stuttu en skilmerki legu máli um flest það, sem nú- tímafólk þurfi að fræðast um. Þá telja þeir bókina óvenjulega hand hæga í notkun vegna hins ágæta orðaregisturs, sem henni fylgir. Þá er farið mjög lofsamlegum orðum um myndirnar, meðal annars af frægum málverkum, en auk þess sé pappír, prentun og allur frágangur bókarinnar ágæt- ur og miklu betri en títt sé um alfræðibækur. Frásagnir allar eru stuttorðar og gagnorðar og skýra aðeins frá staðreyndum, en eru lausar við dóma og skoðanir höf- undanna. — Utan úr heimi Framh. af bls. 8 þolinmæði Chiang Kai-sheks þrot in, og gefin var út skipun um að handtaka Ching-ling. En það var of seint. Kommún- istarnir foru á góðum vegi með að leggja undir sig þetta viðlenda ríki. Chiang Kai-shek og Mai-ling hörfuðu til Formósu, en Ching- ling fékk skjótan frama, er kommúnistar höfðu tekið völdin í Kína í sínar hendur. ★ Það er áreiðanlega ekki ofsagt, að Mao getur þakkað henni, að fjöldi fátæklinga í Kína sættu sig við stjórn hans og fylgismenn hans. Nafn hennar var þeim næg trygging. Þeir þekktu af eigin raun samúð hernar með öllum, sem búa við bag kjör. Ummæli hennar um Konfúcius voru alþekkt í Kína: — Aðeins ein ummæli hans met ég mikils. Þau eru þessi: Það er ekki hægt að eiga göfugar hug- sjónir án þess að vera vel saddur. Slík orð skildi fólkið, sem bjó við þröngar, sóðalegar götur kín- versku borganna eða stritaði við uppskeruvinnuna. Og hún hefir haldið fast við þessa stefnu und- anfarin ár, er hún hefir látið stjórnmálin í Peking til sin taka. Hugmyndir manna um ÞÚSUND AKA FRIÐARRlKI Er líklegt að það rætist? Um.ofanritað efni talar O. J. OLSEN í Aðventkirkjunni annað kvöld (sunnud. 1. febr), kl. 20,30. Kórsöngur og einsöngur. Allir velkomnir H úsgagnasmiðir Vanir vélamenn óskast Upplýsingatr í síma 22222 T résmíðameistarar Óska eftir sambandi við Trésmíðameistara, sem hefði áhuga fyrir að koma sér upp eigin verkstæði. •— Hef allar vélar og verkfæri til verkstæðisreksturs. Upplýsingar gefnar á Bræðraborgarstíg 29. Sími 22439. Pökkunarsfúlkur óskast strax Hraðfrystihusið FROST Hafnarfirði — Sími 50165 KVENFÉLAG HÁTEIGSSÓKNAR Aðalfundur félagsins verður þriðjudaginn 3. febr. kl. 8,30 í Sjómannaskólanum. Venjuleg aðalfundarstörf, Upplestur Kaffidrykkja Stjórnin Cello fape rúllur, ýmsar stærðir Eggert Kristjánsson & Co, h.f. Sími 1-14 00 Stúdentar Skemmtið ykkur að Gamla Garði í kvöld (★) Aðgöngumiðar afhentir gegn framvísun stúdenta- skírteina, milli kl. 5 og 7 í dag að Gamla Garði. Nefndin Frystihúsvinna Maður, sem vanur er vinnu við hraðfrystingar (tækjamaður) og gæti haft umsjón í tækja- og frystiklefa, gjöri svo vel að senda afgr. Mbl. um- sóknir, ásamt uplýsingum um fyrri vinnustaði o.fl. merkt: „Tækjamaður—5742“. Saumastúlkur Stúlkur vanar nærfatasaumi, óskast. Upplýsingar í síma 14361 og 13578. Helgi Hartarson Stéttafélag barnakennara í Reykjavík heldur almennan fund í Melaskólanum, sunnudaginn 1. febr. kl. 14,30. Fundarefni : 1. Erindi um fræðslulögin, Helgi Elíasson, fræ ðslumálastjóri (fyrirspurnum svarað) 2. Sýnikennsla í átthagafræði, Isak Jóns- son, skólastjóri: Öllum heimili aðgangur meðan húsrúm leyfir. Stjórnin Til sölu Til sölu blómabúð, ásamt litlum lager og tilheyrandi, á góðum stað í bænum. Nánari upplýsingar gefur . mAlflutningsskrifstofa Sveinbjörns Dagfinnssonar, Einars Viðar. Hafnarstræti 11 — Sími 19406 Þakjárn Væntanlegt næstu daga. Tökum á móti pöntunum. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19 Símar: 13184 og 17227 Simi 15300 Ægisgötu 4 Viftur MARGAR STÆRÐIR Siml 15300 Ægisgötu 4 SMIÐJU- blAsarar 3 STÆRÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.