Morgunblaðið - 31.01.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.01.1959, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ Hvass suðvestan með skúrum og síðar éljum. 25. tbl. — Laugardagur 31. janúar 1959 Theodor Heuss Sjá grein á bls. 6. Einum erninum fœrra HVALLÁÍRUM, A-Barð., 30. jan. — Óvenjulegan reka bar hér á fjöru í dag: Var það dauður örn. Engir áverkar voru á fugl- inum. Er því mjög sennilegt, að hann hafi drepizt af eitri, en svifið út yfir hafið, meðan hann háði dauðastríð sitt. .Hitt er staðreynd, að íslendingar eiga einum erni færra. — Þórður. Mjólk flutt í tóm- um brúsum VIÐ umræður um niðurfærsíu- frumvarpið í efri deild Alþingis í gær talaði Páll Zóphóníasson, 1. þm. Norðmýlinga. Ræddi hann meðal annars um niðurgreiðslur landbúnaðarvara og kvað niður- greiðslu mjólkur nú svo mikla, að það borgaði sig fyrir flesta bændur á landinu, að leggja inn mjólk sína og kaupa hana síðan aftur niðurgreidda. Gætu bændur í Mosfellssveit grætt um 50 aura á mjólkurlítr- anum með þessu móti og bænd- ur annars staðar á Iandinu nokkru minna. — Sagði Páll Zóphóníasson að lokum að bænd- ur gætu komið þessu í kring án mikils tilkostnaðar. Þeir þyrftu ekki annað en fá neyzlumjólk sína til baka í tómu brúsunum! Biblmdaguriim Á MORGUN (2. sunnudag í Níu- viknaföstu) er hinn árlegi Biblíu dagur islenzku kirkjunnar. Við guðsþjónustur dagsins verður talað um Biblíuna og tekið á móti gjöfum til Hins íslenzka Biblíufélags. En Biblíufélagið hefur nú í undirbúningi nýja vandaða út- gáfu af Biblíunni, sem ráðgert er að verði tilbúin á 150 ára af- mæli félagsins 1965, en Hið ís- lenzka Biblíufélag var stofnað 10. júlí 1815 og er elzta starf- andi félag landsins. 9. sinfónía Beethovens flutt á morgun TÓNLISTARNEFND Háskólans lýkur kynningunni á sinfóníum Beethovens í hátíðasal Háskólans sunnudaginn 1. febrúar kl. 5 e.h. Fluttur verður af hljómplötum síðasti þáttur níundu sinfóníunn- ar (kórþátturinn), en fyrri þætt- irnir þrír voru fluttir síðastlið- inn sunnudag. Dr. Páll ísólfsson kynnir verkið fyrir áheyrendum og flytur skýringar. Þátturinn verður tvítekinn og notaðar tvær upptökur: hljómsveitin Philharm onia, stjórnandi Herbert von Karajan, og hljómsveitin Pro Musica, stjórnandi Jascha Horen- stein. Aðgangur er óktypis og öllum heimill. „Á yztu nöf“ eftir bandaríska skáldið Thornton Wilder verð- ur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Leikstjóri er Gunnar Eyjólfsson og Thor Vilhjálmsson hefur gert þýðinguna. Að þessu sinni er óvenjumikil eftirspurn eftir aðgöngumið- um á frumsýningu og má í því sambandi geta þess að hátt á þriðja hundrað manns eru á biðlista, ef einhver frumsýningar- gesta skyldi afþakka miða sína. — Myndin er af Gunnari Eyjólfssyni. — Ákœruvaldið í höndum ópólitísks embœttis- manns — er skoðun Lög- frœðingafélags íslands í FYRRAKVÖLD var haldinn fundur í Lögfræðingafélagi íslands. Var þar til umræðu skipan opinbers ákæranda. Frummælandi var Þórður Björnsson, fulltrúi við saka- dómaraembættið ,en aðrir ræðu- menn voru Theodór B. Líndal, prófessor í réttarfari, Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari, Baldur Möller, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu og Ár- mann Snævarr, prófessor í refsi- rétti. Ræðumenn voru sammála um að réttarörygginu væri betur borgið, ef ákæruvaldið væri í höndum ópólitísks embættis- manns en pólitísks ráðherra eins og nú er. Ræðumenn bentu á að meðal allra siðmenntaðra lýð- ræðisþjóða tíðkaðist það hvergi að ákæruvaldið væri í höndum pólitísks ráðherra. Það kom fram að stjórn fé- lagsins myndi koma skoðunum félagsmanna í þessu veigamikla máli á framfæri við rétt stjórn- arvöld. Hafa lögfræðingar full- an hug á því að láta ekki sitja við orðin tóm í þessu máli. Geta má þess að fyrst var máli þessu hreyft á Alþingi árið 1934 Skjaldarglíma SKJALDARGLÍMA Ármanns fer fram í íþróttahúsinu við Háloga land á morgun og hefst kl. 4,30 e. h. Keppt er um skjöld, sem Eggert Kristjánsson, stórkaup- maður gaf, Meðal keppenda verða þeir Ár- mann J. Lárusson. Umf. R., nú- núverandi skjaldhafi og Trausti Ólafsson, Á, sem vann skjöldinn árið þar áður. Hafnargerðir og lend- ingarbœtur í FYRRADAG var útbýtt á Al- þingi frumvarpi til laga um breytingu á lögum um hafnar- gerðir og lendingarbætur. Flm.: Jóhann Jósefsson. í frv. er lagt til að síðasta málsgrein 1. gr. laganna orðist svo: Til kostnaðar við hafnargerðir og lendingarbætur telst: íafnar- garðar, bryggjur, dýpkun, upp- fyllingar, dráttarbrautir, þurr- kvíar, kranar, innsiglingarmerki, hafnsögubátar og enn fremur ver- búðir í viðleguhöfnUm. í greinargerð segir að frv. þetta sé flutt samkvæmt ósk bæjar- stjórnar Vestmannaeyjakaupstað- ar. af Gunnari Thoroddsen borgar- stjóra. Síðan hefur málið skotið upp kollinum nokkrum sinnum á Alþingi í formi frumvarpa, en aldrei átt nægu fylgi að fagna meðal alþingismanna,, hverju sem það sætir. Banaslys í gærmorgun Vélstjóri varð fyrir togaraskrúfu, er rann af vcirubílspalli í GÆRMORGUN varð hörmulegt slys á Ægisgötunni. Skrúfa af togara féll af bíl, ofan á Skarp- héðinn Jósepsson, vélstjóra, starfsmann hjá vélsmiðjunni Héðni, og beið hann samstundis bana. Var verið að flytja skrúfuna niður í Slipp. Vörubíllinn var kominn niður undir hlið Slipps- ins. Þar er dálítill halli á göt- unni. Fullvíst er talið, að þá hafi hin þunga skipsskrúfa runnið af stað á pallinum, en hún var ekki bundin og ekki skorðuð. Þá mun Skarphéðinn, sem stóð á pallinum hafa séð að hverju stefndi. Mun hann þá hafa gripið til þess ráðs að stökkva af pallinum. Skarphéðni hefur skrikað fótur á snæviþakinni götunni, er hann stökk, því hann féll flatur, en skrúfan kom á eftir honum og varð Skarphéðinn undir einu skrúfublaðinu. Við athugun á aðdraganda slyssins hjá rannsóknarlögregl- unni í gær, kom það í ljós, að pallur vörubílsins, er flutti skrúf una, hafði verið snævi þakinn, skrúfan legið úti og hafði hún hreinlega fryst undir sér snjó- inn. Var það vegna ísingarinnar, Erfitt um rœktun í gróð- urhúsum í Hveragerði vegna skorts á hita HVERAGERÐI, 30. jan. — Frá því í byrjun desember og þar til sl. laugardag hafa verið svo til 35 Færeyinga vantar á Akranes- báta AKRANESI, 30. jan. — Hér hefur veríð landlega síðan á þriðjudag nema hjá Höfrungi, sem fór í einn róður og fiskaði þá 2% lest. Þrjú útgerðarfyrirtæki hér vantar 35 Færeyinga á bátana. Útgerðarfé- lag Ólafs E. Sigurðssonar, kaup- manns, og Þorkels Halldóissonar, skipstjóra, vantar þó engan mann á báta sína, Sigrúnu og Ólaf Magnússon. Þeir Ólafur E. Sigurðsson og Emar Árnason, skipstjóri á Sig- rúnu og aflakóngur Akraness á\sl. ári, hafa fengið leyfi til þess að láta smíða bát. Báturinn verður 85 lestir að stærð og verður smið- aður í Danmörku. Áætlað er, að báturinn verði tilbúinn í nóvem- bermánuði á þesu ári. —Oddur. Nær algjör land- lega í Eyjum VESTMANNAEYJAR, 30. jan. — Undanfarna 4 daga hefur verið nær algjör landlega hér í Vest- mannaeyjum, austan og suðaust- an hvassviðri með miklu brimi. Þó fóru héðan 3 bátar á sjó í gær, en þeir gátu lítt athafnað sig úti á miðunum og afli sáratregur. Heita má að ördeyða sé á miðum Eyjabáta, þar sem aflinn var seinast, þegar róið var 2—3 tonn. Vona menn nú, eftir svona mikil frátök og hafrót að afli glæðis á ný. — Bj. Guðm. samfelldar frosthörkur. Mjög mikið hefir reynt á hitaveitu þorpsins í þessum löngu og miklu frosthörkum, og vegna skorts á gufu til hitaveitunnar var erfiit að halda uppi ræktun í gróður- húsum. Borað hefir verið eftir hita hér frá því í byrjun desember, en af þeirri borun hefir enginn árang- ur fengist ennþá. Menn vonast þó eftir því, að aukinn hiti fáist fljótlega, því að hitaþörfin er mest í febrúar og marz, er agúrku- og tómatræktunin stend ur sem hæst. Þessar tvær teg- undir þurfa einna mestan hita af öllum þeim grænmetistegund- um, sem hér eru ræktaðar. Skortur hefir ekki verið á neyzluvatni hér í frostunum, enda var settur upp 500 tonna vatns- geymir á sl. ári til miðlunar á vatninu. — G.M. sem myndast hafði, að skrúfan rann af stað á pallinum, en fyrir- staða var nær engin á pallbrún- inni. Það mun vera vani að skrúf- ur séu þannig fluttar á bílum, að ekki eru sett á þær bönd, en stundum eru þær skorðaðar. Skarphéðinn Jósepsson var 51 árs að aldri. Lætur hann eftir sig konu og tvær uppkomnar dætur. Rúmlega 130 Fær- eyingar til Eyja VESTMANNAEYJUM, 30. jan. — Með morgni laugardag eru vænt- anlegir hingað með strandferða- skipinu Heklu 134 sjómenn frá Færeyjum. Með komu þeirra vænkast mjög hagur margra út- gerðarmanna, sem ekki hafa get- að mannað báta sína með ís- lendingum og má því búast við að allur floti Vestmannaeyinga verði kominn á vertíð í næstu vikulok. 1 dag eru 53 bátar byrjaðir róðra með línu og fimm með handfæri, en svo sem fyrr greinir fjölgar bátunum verulega í næstu viku, þegar Færeyingarnir koma. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að segja endanlega hve margar fleytur verða gerðar út frá Eyjum í vetur, en ef að lík- um lætur, verða bátarnir ekki færri en í fyrra, en þá voru þeir um 130. — Bj. Guðm. Kona íellur á bálku og lærbrotnar JÓHANNA FRIÐRIKSDÓTTIR, fyrrverandi yfirljósmóðir á Landspítalanum, féll á hálku á fimmtudagsmorgun með þeim af- leiðingum, að hún lærleggsbrotn- aði. Jóhanna býr að Barónsstíg 63. Var hún á leið heiman að frá sér út í búð, er slysið vildi til. Kona nokkur, sem var nær- stödd, sá, er Jóhanna datt. Brá konan þegar við og kom Jóhönnu il hjálpar. Bar þá þar að lækni, sem hjálpaði konunni að koma Jóhönnu inn í húsið. Var Jóhanna síðan flutt í Landspítalann, og var líðan hennar sæmileg í gær. Heildarafli togara Bœj- arútgerðar Reykjavíkur rúml. 40 þús. lesfir á sl. ári í FRÉTT ATILK YNNIN GU frá Bæjarútgerð Reykjavíkur segir, að á árinu 1958 hafi samanlagður afli togara Bæjarútgerðarinnar verið 40,345 lestir. Er þá mið- að við slægðan fisk með haus. Landað var hér tæplega 27.230 lestum af ísfiski og tæplega 5,640 lestum af saltfiski, en erlendis var landað rúmlega 1,840 lestum af ísfiski. Togarar Bæjarútgerðarinnar hafa í janúarmánuði að mestu stundað veiðar á Nýfundnalands miðum, þar sem afli hefur verið mjög rýr, miðað við fyrri ár, sökum fiskleysis og einnig vegna hins takmarkaða veiðisvæðis tog- aranna. Fyrri hluta janúarmánaðar voru sjö af átta togurum Bæj- arútgerðarinnar á Nýfundnalands miðum, en einn þeirra, Ingólfur Arnarson, var á heimamiðum, og seldi hann afla sinn í Grimsby 13. jan. sl. 2.292 kits fyrir 11.593 sterlingspund. Afli togaranna 1 janúarmánuði var samtals tæplega 3.969 lestir. Varðarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 s.d.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.