Morgunblaðið - 31.01.1959, Síða 8

Morgunblaðið - 31.01.1959, Síða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. jan. 1959 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm./ Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Einar Ásmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamand? 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. SKUGGI YFIR FINNLANDI r-j:n UTAN UR HEIMI Verður kona næsti forseti Kína? Ta/zð, að mágkona Chiang Kai-sheks komi til greina sem arftaki Mao Tse-tungs FUNDUR þeirra Kekkon- ens, Finnlandsforseta, og Krúsjeffs, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, í Lenin- grad fyrir skömmu, hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins á Norðurlöndum, heldur og meðal allra lýðræðisþjóða. Finnlands- forseti hafði að vísu látið í veðri vaka að hann færi í þessa för í einkaerindum til þess að skoða ýmis „merkileg menningarverð- mæti“ í Leningrad. En eins og vegna stakrar tilviljunar hitti hann þar fyrir sjálfan Nikita Krúsjeff, sem var þar með fjöl- skyldu sína og Gromiko, utan- rikisráðherra. Finnlandsforseti símaði þá í snatri til verzlunar- málaráðherra Finna og kom hann einnig til fundarins í Leningrad. Undanfari þessa fundar er sá, að síðan Karl Ágúst Fagerholm, leiðtogi jafnaðarmanna í Finn- landi, myndaði ríkisstjórn á breiðum grundvelli sl. sumar, hafa Rússar sýnt Finnum hinn mesta kulda. Sendiherra Rússa í Helsingfors fór úr landi „af heilsufarsástæðum“, að því er sagt var í Moskvu. Verzlunar- og viðskiptasamningar milli Finna og Rússa fengust ekki endurnýjaðir. Hafði þetta í för með sér margvísleg vandræði fyrir finnska útflutningsfram- leiðslu, sem er mjög háð Rúss- um. Atvinnuleysi skapaðist og íinnskir kommúnistar mögnuðu áróður sinn gegn hinni nýju ríkisstjórn, sem var samsteypu- stjórn allra flokka finnska þings- ins nema kommúnista. í>egar hér var komið, féll hin þingræðislega sterka stjórn Fag- erholms. Kekkonen forseti taldi, að áframhaldandi seta hennar stefndi Finnlandi í geigvænlega hættu, vegna óvildar Rússa og tilrauna þeirra til þess að eyði- leggja finnskt efnahagslíf. Þegar Fagerholms-stjórnin var fallin, hófst 5 vikna stjórnarkreppa, ein hin lengsta í sögu Finnlands. Henni lauk með því, að Kekkon- en skipaði einlita stjórn Bænda- flokksins, þess flokks, er hann sjálfur tilheyrði áður en hann varð forseti. En bak við þá stjórn standa aðeins 47 þing- menn af 200 í finnska þinginu. Opinská hádegisverðarræða Svo hittust þeir Krúsjeff og Kekkonen í Leningrad og snæddu þar m. a. saman hádegis- verð. Þar flutti Krúsjeff ræðu, sem vakið hefur mikla athygli, vegna þess að hún sýndi á ótví- ræðan hátt, hver afstaða Sovét- ríkjanna er til Finnlands. Krús- jeff komst þar m. a. að orði á þessa leið: „Við urðum órólegir þegar hr. Fagerholm myndaði stjórn sína. Að því er ég bezt veit, hefur hr. Fagerholm breitt bak, og bak við hann sjáum við Tanner og fylgismenn hans, fólk eins og Leskinen og aðra, sem þekktir eru fyrir fjandsamlega afstöðu til Sovétríkjanna. Nú hefur verið mynduð ný stjórn í Finnlandi með herra Sukselainen í forsæti. Við vonum að þessi stjórn vilji eiga þátt í því að efla vináttuna milli þjóða okkar og stuðla að enn auknum fjárhagslegum, póli- tískum og menningarlegum tengslum milli Finnlands og Sovétríkj anna“. Við þessa yfirlýsingu bætti Krúsjeff nokkrum hótunarorðum um finnska blaðamenn og viss blöð í Finnlandi, sem ástunduðu sérstaklega níð um Sovétríkin, og sem „að öllum líkindum væru studd af löndum, sem hefðu áhuga á að spilla sam- bandinu milli Finnlands og Sovét-Rússlands“. Frekleg íhlutun Engum dylst, að í öllum þessum ummælum forsætis- ráðherra Rússa, felst tilraun til freklegrar íhlutunar um innanríkismál Finna. Krúsjeff er ekkert feiminn við að lýsa því yfir fullum fetum, að stjórnarforysta ákveðinna stjórnmálamanna sem finnska þjóðin hefur sýnt traust og trúnað sé ekki Rúss- um þóknanleg. Á sama hátt lýsir hann því yfir, að hann fagni þvi, að aðrir menn hafi nú tekið við stjórnartaumun- um, og að hann voni að þeir muni stuðla að „enn auknum fjárhagslegum, pólitískum og menningarlegum tengslum milli Finnlands og Sovétríkj- anna“. Krúsjeff lætur ekki við það eitt sitja að krefjast áhrifa á það, hverjir sitji í ríkisstjórn Finnlands. Hann vill líka skipta sér af því, hvernig finnsk blöð og finnskir blaðamenn skrifa. Hann vill ekki hafa neina gagn- rýni á Sovétríkin og stjórn þeirra í hinum frjálsu blöðum Finnlands. Þau eiga að gjöra svo vel að vera vinsamleg í garð kommúnistastjórnarinnar í Kreml, hvað sem hún gerir, hvort sem hún kæfir uppreisnir ungverskra verkamanna og menntamanna í blóði þeirra, eða bannfærir Pasternak og aðra rússneska andans menn fyrir að skrifa skáldsögur og hugsa og tala eins og frjálsir menn. — Nálægðin við Norðiwlönd Þessi fundur Kekkonens og Krúsjeffs í Leningrad og fyrr- greind ræða hins síðarnefnda við þetta tækifæri, hlýtur að vekja þjóðir Norðurlanda til nýrrar umhugsunar um nálægð hins rússneska heimsveldis við Norðurlönd og þjóðir þeirra. Af því sem gerðist á Leningrad- fundinum, er það ljóst, að dimm- ur skuggi hvílir í dag yfir Finn- landi, hinn gamli skuggi rúss- neska bjarnarins, sem hefur hramm sinn á lofti, merktan ham ar og sigð. Minnihlutastjórn Suk- selainens í Finnlandi er veik og ekki til frambúðar. En hvað gerist, þegar nauð- synlegt reynist að breikka grundvöll hennar, fá fleiri flokka og nýja menn til þátt- töku í henni. Verður það þá vilji Krúsjeffs sem ræður, eða óskir hins frjáisa lýðræðis í Finnlandi? Um allt þetta rikir i dag mikil óvissa, sem hlýtur að vekja ugg og kvíða meðal norrænna þjóða. JAPANSKIR stjórnmálamenn telja allar horfur á því, að Sjú En-læ forsætisráðherra muni taka við forsetaembættinu af Mao Tse-tung. innan skamms. Allt er þó óráðið um þetta enn, og meðal þeirra, sem nefndir hafa verið sem líklegir arftakar Maos er Sung Ching-ling, ekkja dr. Sun Yat-sens, er lagði grundvöll- inn að hinu Kína. Fari svo verð- ur hún fyrsta konan, er gegnir forsetaembætti, enda myndi val hennar í embættið vekja athygli um allan heim. Hins vegar myndi það ekki vekja eins mikla athygli í Kína. Henni var boðin staðan þegar ár- ið 1946, en hún hafnaði henni. Boð þetta ber greinilega vott um þá virðingu, sein hún naut þá heima fyrir, og sú virðing hefir sízt farið minnkandi. Hún er einna minnst umdeild af þrettán varaforsetum þingsins, og á að vafalaust rætur sínar að rekja til þess mikla starfs, sem hún hefir lagt af mörkum, til að bæta kjör fátækra landa sinna — og menn hafa það jafnan í huga, að hún nýtur enn trausts hjá allfjölmenn um hóp þjóðeruissinna á For- mósu. Ef til vill gera menn sér vonir um, að það myndi auðvelda samn inga við þjóðernissinna, að Ching-ling er systir frú Chiang Kai-shek. En það er alls óvíst, að þær vonir rætist, þvx að litlir kærleikar rnunu vera með þeim systrum, eins og málum er nú komið. ★ Ching-ling er ein af þrem dætr- um Charlie Soong, sem var krist- inn og hafði orðið fyrir miklum áhrifum af bandarískri menn- ingu. Soong aflaði sér töluverðra efna sem biblíuútgefandi, og hann notaði mikið af fé sínu til að styðja Sun Yat-sen í baráttu hans gegn keisaradæminu. Systurnar þrjár voru fyrr á árum miklar vinkonur, enda þótt pólitískar skoðanir þeirra væru ólíkar: Al- ling var talin íhaldssöm, Mai-ling (frú Chiang Kai-shek) frjálslynd og Ching-ling róttæk. Er Kínverj- ar áttu í styrjöld við Japana, höfðu þær systur samvinnu um útvarpsávörp til Bandaríkjanna. Þær áttu þá þegar allar viðburða- ríka ævi að baki sér, en bezt er að halda sig við Ching-ling í þetta sinn. Hún stundaði fyrst nám í menntaskóla í Shanghai eins og systur hennar, en var síðan við nám í Wesleyanháskólanum í Georgia í Bandaríkjunum. Ching- ling var aðeins 19 ára, er hún sneri aftur heim til föðurhús- anna, og einhver fyrsti maðurinn, sem varð á vegi hennar þar, var dr. Sun Yat-sen. Al-ling, systir hennar, hafði um margra ára skeið verið einkaritari doktorsins. Nú ætlaði hún að giftast dr. Kung, sem síðar varð fjármáa- ráðherra í tíð þjóðernissinna í Kína. Al-ling ráðlagði Sun Yat- sen að láta Ching-ling taka við einkaritarastarfinu. ★ Nafnið Ching-ling merkir „létt lund“ — og Ching-ling varð ást- fangin af húsbónda sínum. í hennar augum var hann hetja — hafinn yfir alla aðra. Nú verður ekki vart neinna rómantískra þátta í skapgerð hennar, en það hefir ekki alltaf verið svo. Dag nokkurn gekk Ching-ling á fund foreldra sinna og sagði þeim, að hún ætlaði að giftast doktornum. Fjölskyldan var öll í uppnámi yfir fréttinni. Soong-fólkið var kristið — og þar við bættist, að Sun Yat-sen var kvæntur. ’Sam- kvæmt kínverskum venjum var að vísu ekkert við það að athuga, að hann tæki sér aðra konu, ef Sung Ching-ling — „létt lund“ og viljafesta. fjölskylduráðið samþykkti það. En að unga stúlkan sjálf tæki málin svo ákveðið í sínar hendur var mjög óvenjulegt. Foreldrar Ching-ling voru, eins og áður segir kristin, og tóku þessa á- kvörðun dótturinnar mjög nærri sér. En Ching-ling er mjög vilja- föst. Hún ætlaði sér að giftast manninum, sem hún virti svo mikils — og hún hafði ekki hugs- að sér að deila honum með ann- arri konu. Hún flutti að heiman, kom því til leiðar, að hann skildi við konu sína — og dag nokkurn var haldið kyrlátt kirkjubrúð- kaup. Ching-ling var nú lögmæt eiginkona Sun Yat-sens. — Þetta var mín ástarsaga, sagði hún eitt sinn. Og ætíð finnst mér, þegar hugur minn hvarflar aftur í tímann, að þetta hafi verið hamingjusömustu dagar lífs míns. ★ En þessir dagar voru ekki næð- issamir. Uppreisnarmaðurinn Sun Yat-sen var hundeltur um gjör- vallt Kína og víðar. Stjórnin í Peking lagði fé til höfuðs honum — en hann slapp ávallt. — Enginn skal skerða hár á höfði þínu, svo lengi sem þú hefir „Létta lund“ við hlið þér, sagði Ching-ling. Og hann slapp ekki aðeins frá ofsóknurum sínum. Hann bar sig- ur úr býtum og grundvallaði hið nýja ríki í Kína. En þá var hann orðinn útslitinn maður og lézt árið 1925. Nokkrum árum síðar voru jarðneskar leifar hans flutt- ar í hið skrautlega grafhýsi á Purpurafjallinu. Allt var á ringulreið í Kína, þegar hann lézt. Honum hafði ekki unnizt tími til að koma skipulagningunni í sæmilegt horf. En hinn ungi Chiang Kai-shek hafði verið aðstoðarmaður hans og átti að verða arftaki hans. Nú átti hann að reyna að koma reglu á ruglið. Hann var þá ást- fanginn af yngstu systurinni Mai- ling (Hrein lund), sem átti eftir að verða injög fræg sem eigin- kona hans og hefir nú mikil áhrif á gang mála á Formósu. ★ Tengdir Chiang Kai-sheks og Ching-lings eiga sér því langa sögu að baki, en hún var aldrei hrifin af mági sínum. Henni fannst Chiang Kai-shek ekki reyna að framkvæma hugsjónir Sun Yat-sen heldur hugsa framar öllu um að styrkja völd sín. Og hún fór ekki dult með, að henni mislíkaði mjög við mág sinn. — Chiang er svikari, sem selur oddborgurunum hugsjónir meist- ara síns, sagði hún eitt sinn. Hún hætti að hafa nokkurt sam neyti við fólk sitt, fór til Moskvu og bjó þar í nokkur ár. Er hún kom aftur til Shanghai, var hún sannfærður kommúnisti. Hún lifði þar mjög kyrrlátu lífi og vann af kappi að ýmiss konar góðgerða- og líknarstarfsemi. ★ En er styrjöldin við Japani braust út, kom hún aftur fram á sjónarsviðið. Hún gleymdi m. a. s. um skeið andúð sinni á Chiang Kai-shek og barðist við hlið hans gegn hinum sameigin- lega óvini. Aður hefir verið minnzt á út- varpssendingar hennar og systra hennar. En hún lét sér ekki nægja að standa við hljóðnemann. Hún stofnaði fyrstu kvenherdeild Kína og var upp frá því jafnan kölluð á Vesturlöndúm Jeanne d’Arc hin kínverska. Enginn skyldi þó ímynda sér, að hún sé karlmannleg í útliti. Frá þessum tíma er til mjög fal- leg pennateikning af henni eftir bandaríska blaðamanninn Vin- cent Shean, sem skrifaði eitt sinn: Aldrei hefir mér fundist ég vera eins digur og klunnalegur ... og þegar ég í fyrsta sinn stóð frammi fyrir þessari konu. Shean hélt í fyrstu, að hann væri að tala við dóttur hennar — en komst brátt að því. að hún var barnlaus. ★ Undir eins og styrjöldin við Japani var um garð gengin, sneri Ching-ling bakinu við Chiang Kai-shek aftur. Hún tók upp nána samvinnu við Mao og hans fylgismenn og endurnýjaði sam- bönd sín við Moskvu. Vafalaust hefir það bjargað henni frá fang- elsuh og þungum refsidómi, að hún var mágkona Chiang Kai- sheks og ekkja Sun Yat-sen. Einn af ráðherrunum í þáverandi ríkis- stjórn Kína sagði eitt sinn við hana: — Ef þér væruð ekki frú Sun Yat-sen, hefðuð þér verið tekin af Jífi fyrir löngu. Og hún svaraði ótrauð: — Ef þið væruð þeir byltingar- menn, sem þið segist vera, hefðuð þið fyrir löngu höggvið af mér höfuðið. ★ En sú stund rann upp, að nafn hennar gat ekki lengur bjargað henni. f júlí 1946 flutti hún út- varpsávarp, sem hún beindi til bandarísku þjóðarinnar, þar sem hún mæltist til þess, að banda- rískar hersveitir í Kína yrðu kall- aðar heim: — Sú stund er runnin upp, er sérhver Kínverji — gæddur mannlegum tilfinningum hlýtur að segja skoðun sína hreinskiln- islega. Það ófremdarástand, sem skapazt hefir í Kína, snýst ekki um það, hver ber sigur úr býtum í borgarastyrjöldinni — khomin- tangstjórnin eða kommúnistar. Það, sem máli skiptir, er kín- verska þjóðin, friðsamt daglegt líf til handa þegnunum, atvimja og matvæli. Þessi vandamál er ekki hægt að leysa* með her, vopnum eða landvinningum. Það eru mannréttindin, sem skipta máli — ekki flokkadrættir. Ef bandarísku hersveitirnar yrðu kallaðar heim, átti Chiang Kai-shek ósigurinn vísan. Nú var Frh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.