Morgunblaðið - 03.02.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1959, Blaðsíða 2
MORCVNfíLAÐlÐ Þriðjudagur 3. febr. 1959 Skógræktinni gefnir 250-300 hekt. sköglendis í Breiðdal I GÆR skýrði Hákon Bjarna- son, skógræktarstjóri, blaðamönn um frá því, að Skógrækt ríkisins hefði verið gefið allt skóglendi jarðarinnar Jórvík í Breiðdal, en það er víðáttumikið, og mjög vel til skógræktar fallið, eins og skógræktarstjóri komst að orði. Eru það systkin, sem þessa gjöf hafa gefið: bræðurnir Bjarni, Andrés, Björgvin og Hannes M. Þórðarsynir og systir þeirra Sig- ríður. Að því er skógræktarstjóri skýrði frá, er Jórvíkur skóglendi víðáttumikið, milli 250 og 300 hektarar að stærð, og má gróð- ursetja í mestan hluta landsins, því að mela og ógróins lands gæt- ir fremur lítið. Jórvikurskógur er í Suðurdalnum í Breiðdal, um 20 km austur af Breiðdalsvík. Skóg- lendið er milli 100 og 200 metra hæðar yfir sjó, utan í aflíðandi fjallshlíð, sem veit á móti suð- vestri. Þetta er Skógrækt ríkisins mjög kærkomin gjöf, sagði skóg ræktarstjóri, og verður hafizt handa um að reisa girðingu og gróðursetja strax á næsta sumri. Skógrækt á íslandi er svo stór- kostlegt verk og yfirgripsmikið, að það verður aldrei unnið til hlítar nema með því að fjöldi manns vinni saman að settu marki, að koma nytjaskógum á „Kata“ F. í. tekur þátt í leitiniii DANSKA útvarpið skýrði frá því á miðnætti í nótt, að Flugfélag íslands hefði boðið fram aðstoð sína og mundi félagið senda katalínabát sinn á leitarsvæðið með morgninum. AKRANESI, 2. febr. — Aflahæst ir bátar hér í janúarmánuði eru þessir: Sigurvon með 107 lestir, Sigrún með 105 lestir og Höfrung- ur með 104 lestir. Færeyingar eru komnir hingað og m.a.s. búnir að beita línuna. legg og gera landið þannig byggi legra um alla framtíð, sagði Hákon. Skógræktarfélög og einstakling ar hafa líka unnið þessu máli mik ið. í sambandi við gjöf þeirra systkinanna frá Jórvík, skýrði Hákon Bjarnason frá því, að Jón Jónsson, fyrrum bóndi á Kvíum, en nú búsettur á ísafirði, hefði gefið hálfa jörðina til skógrækt- ar, og mun nú reynt hversu ýmiskonar barrviðir ná að þrosk- ast í N-ísafjarðarsýslu. Maður fellur fram úr svefnkoju og bíður bana ISAFIRÐI, 2. febr. — Það slys varð í Radar-stöðinni á Straum- nesfjalli aðfaranótt sunnudags- ins, að Jón Alberts, rafvirkja- meistari á Isafirði, sem þar er starfandi, féll úr efri svefnkoju niður á gólf. Mun Jón hafa höfuð- kúbubrotnað, og lézt hann á sjúkrahúsi ísafjarðar í gær. ★ Mun slysið hafa orðið með þeim hætti, að Jón hafi verið að fara fram úr koju sinni í svefn- skála starfsmanna við stöðina. Steingólf er í skálanum. Læknir var þegar fenginn frá ísafirði, og fór Fagranes með hann áleiðis á slysstað. Strax og kunnugt varð um þetta slys, sendi varnarliðið á Keflavíkurflugvelli litla flugvél af tegundinni L-20 vestur. Höfðu starfsmenn við Radar-stöðina rutt dálitla flug- braut í snjóinn við Látra, og tókst flugvélinni að lenda þar eftir IV2 klst. flug. Radar-stöðin stendur uppi á Straumnesfjalli, og var hinn slas- aði maður fiuttur niður af fjall- inu á beltissnjóbíl. Flugtak var erfitt, þar sem hvasst var — 9 vindstiga stormur þvert á flug- brautina. Tókst það þó vel, og lenti flugvélin með hinn slasaða mann á Skipeyrar-flugbrautinni við ísafjörð um þrjúleytið I gær. Var maðurinn þegar í stað flutt ur með sjúkrabíl í sjúkrahúsið á ísafirði, en þar lézt hann nokkru síðar. Jón Alberts var 63 ára, er hann lézt. Hann var einhleypur og barnlaus. Jón var einn af fyrstu rafvirkjameisturum á ísa- firði. — Guðjón. Landlæknir andvigur iyrirhugnðri breytingu ú sjúkrahúslögiun Frá Alþingl Fundur var settur í efri deild Alþingis kl. 1,30 í gær. Tvö mál voru á dagskrá. Frumvarp um breytingu á sjúkrahúslögum var til þriðju umræðu. Alfreð Gísla- son kvaddi sér hljóðs og skýrði frá því, að umsögn landlæknis um frv. hefði ekki borizt fyrr en skömmu fyrir þennan fund og þar sem landlæknir hefði lagzt gegn frumvarpinu fór Alfreð Fundur iðnverkafólks leggur áherzlu á að verð bólgan verði sföðvuð Lífeyrissjóður tekinn til starfa Á FJÖLMENNUM fundi í Iðju, fél. verksmiðjufólks sl. laugar- dag var gerð svofelld ályktun um efnahagsmál: Vegna frumvarps þess, er sam- þykkt hefur verið á Alþingi um niðurfærslu verðlags og kaup- gjalds o.fl., vill almennur félags fundur í Iðju, fél. verksmiðju- fólks í Reykjavík, haldinn 31. janúar 1959 taka fram eftirfar- andi: Fundurinn telur höfuðnauðsyn, að verðbólgan verði stöðvuð og lítur svo á, að frumvarp ríkis- stjórnarinnar stefni í þá átt en þó svo að áliti fundarins, að ekki sé nægilega tryggt. Fundurinn leggur áherzlu á, að kaupmáttur launa verði varð- veittur og felur stjórn félagsins að vera vel á verði gegn hvers kyns kjaraskerðingu. Ennfremur mótmælir fundur- inn endurteknum afskiptum rík- isvaldsins af kjarasamningum launþega og vinnuveitenda og telur æskilegast, að þessir aðilar semji sjálfir um sín mál. Þá skorar fundurinn á ríkis- valdið að efla og styrkja iðnfram- leiðslu þjóðarinnar og tryggja að atvinnuleysi skapist ekki í þess- ari þýðingarmiklu starfsgrein. Ennfremur var á fundinum rætt um lífeyrissjóð iðnverka- fólks, sem um þessar mundir er að taka til starfa. Var samþykkt ályktun þess efnis, að þátttaka í lífeyrissjóðnum yrði gefin frjáls. Lýsti stjórn Iðju því yfir, að hún myndi þegar í stað gera ráðstaf- anir til að breyta reglugerð líf- eyrissjóðsins, en áður hafði verið gert ráð fyrir þátttöku alls þorra iðnverkafólks. Landlega síðustu daga HAFNARFIRÐI — Vélbátarnir hafa ekkert getað aðhafzt undan- farna daga sökum ótíðar. Ekki eru enn alhr bátarnir byrjaðir róðra, en þegar veðrinu slotar, má búast við að nokkrir bætist í hópinn. Togarinn ourprise kom til Reykjavíkur sl. laugardag og hélt sama dag með afla sinn, sem mun hafa veríð um 160—70 tonn, á erlendan markað. Júní fór á veiðar sama dag og hélt á Ný- fundnalandsmið, en þar hefur verið uppgripaafli uiidanfarið. fram á að afgreiðslu þess yrði I frestað. Var það gert. Annað dagskrármálið var frv. til laga um breytingu á lögum um hafnargerðir og lendingar- bætur. Flm. Jóhann Þ. Jósefsson. Hefur áður verið skýrt frá efni frv hér í blaðinu. Fylgdi flm. því úr hlaði, en síða var því vísað til 2. umræðu og sjávarútvegs- nefndar með samhljóða atkvæð um. Fyrsta mál á dagskrá neðri deild ar var frumvarp um veitinga- sölu o. fl. Var það til 2. umræðu. Páll Þorsteinsson hafði framsögu fyrir meiri hluta nefndarinnar, sem fjallað hafði um málið og lagði hann til að frv. yrði sam- þykkt óbreytt. Ingólfur Jónsson hafði framsögu fyrir minni hluta nefndarinnar, eins og fram kom í nefndaráliti minni hlutans, sem birt var hér í blaðinu á dögunum. Var fyrst borin undir atkv. til- laga minni hlutans og var hún felld með 14 atkv.’ gegn 8. Frum- varpið var síðan samþykkt ó- breytt til 3. umræðu með 18 sam- hljóða atkvæðum. Tveim nýjum þingskjölum var útbýtt á Alþingi í gær. Er annað frv. til laga um samkomudag reglulegs Alþingis 1959. Er lagt til að það verði mánudagurinn 12. október. Hitt er frv. til laga um takmarkað leyfi til dragnóta veiða í fiskveiðilandhelgi íslands undir vísindalegu eftirliti Flm. Karl Guðjónsson. Ármann með skjöldinn Flateyjarbók, Munksgaardsútg., á uppboði í dag SIGURÐUR Benediktsson held- ur bókauppboð í Sjálfstæðishús- inu á morgun og hefst það kl. 5 síðdegis. Verða þar á boðstólum margar gamlar bækur, sem bóka- menn mun fýsa að eignast. M. a. eru þar 30 heilir árgangar af ís- lenzkum tímaritum, t. d. Óðinn. Paradísarmissir í þýðingu Jóns frá Bægisá, Khöfn 1928, Verð- andi, Khöfn 1882, nokkrar bækur Laxness, þ. á. m. Alþýðubókin og Nokkrar smásögur, þrír fyrstu árgangarhir af Gesti Vestfirð- ingi og tímaritið Baldursbrá, sem gefið var út í Winnipeg og er mjög fágætt. Þar að auki verða á uppboðinu Flateyjarbók, Munkgaardsútgáfan, Khöfn 1930, og Frísbók, einnig Munksgaards- útgáfan, báðar mjög eftirsóttar. Ármann J. Lárusson vann skjöldinn" í 7. //* Skjaldarglíma Ármanns fór fram að Hálogalandi á sunnudag- inn. Ármann J. Lárusson UMFR hélt áfram glæsilegri sigurgöngu sinni og bar nú sigur úr býtum í 7. sinn i röð. Felldi hann alla keppinauta sína. Þátttakendur í glímunni voru 8 talsins, 6 frá UMFR og 2 frá Ármanni. Úrsht urðu þessi: 1. Ármann J. Lárusson, 7 vinn. 2. Kristján H. Lárusson, 6 vinn 3. Guðm. Jónsson, UMFR 5 v. 4. Ólafur Guðlaugss. Á 4 vinn. 5. Hannes Þorkelss. UMFR 3 v. 6. Trausti Ólafsson Á 2 vinn. 7. Hilmir Bjarnass. UMFR 1 v. 8. Sveinn Sigurjónss. UMFR 0 Glímustjóri var Þorsteinn Ein- smn arsson, íþróttafulltrúi, en Jens Guðbjörnsson, form. Á afhenti verðlaun í mótslok. Hvernig kveðja þeir ? í KVÖLD fara fram að Háloga- landi leikir landsliða í karla- og kvennaflokki gegn „blaðaliðum". Leikurinn í karlaflokki er síð- asta „æfing“ landsliðsins fyrir Norðurlandaförina. Verður fróð- legt að sjá hvernig þeir „kveðja". Utigönguhesti náð eftir 7 klst. eftirför Húsavík, 2. febr. — Eins og áður hefir verið skýrt frá í fréttum, lagði Skarphéðinn Jónasson, bíl- stjóri, upp í leiðangur héðan sl. laugardagskvöld, til að reyna að ná útigönguhesti, sem hefir hald- ið sig á Mývatnsfjöllum og hefir ekki náðst undanfarin 4 ár. Tókst leiðangursmönnum að handsama hestinn eftir að hafa elt hann á snjóbíl samfleytt í sjö klukku- stundir. Leiðangursmenn fóru héðan áleiðis til Mývatnssveitar á tveim ur trukkum, klukkan níu á laug- ardagskvöld, en komu ekki að Reykjahlíð í Mývatnssveit, fyrr en klukkan sjö á sunnudagsmorg un vegna slæmrar færðar. Höfðu þeir snjóbíl meðferðis á palli trukksins og fóru á snjóbílnum frá Reykjahlíð upp í öræfin. Bíl- stjóri á snjóbílnum var Hörður Agnarsson. LA frumsýnir í kvöld gaman- Ieibinn „Forríkur fútæklingar“ Starfsemi félagsins er fjölþœtt AKUREYRI, 2. febr. — í dag hitti tíðindamaður blaðsins for- mann Leikfélags Akureyrar, Jó- hann ögmundsson að máli, og spurði tíðinda af leiklistarlífinu í bænum. Léttur og fjörugur gamanleikur Þar er líklega fyrst til að taka, að annað kvöld verður frumsýnd — G. E. ur hér gamanleikurinn „Forríkur fátæklingur", sem gerður er eftir sögunni „Gestir í Miklagarði“, sem einnig hefir komið sem fram haldssaga í Mbl. undir nafninu „Þrír menn í snjónum". Höfund- ur sögunnar. er Erick Kastner. Þýðingu á leiknum gerði „Vil- hjálmur Eyjólfsson", en það er dulnefni þýðandans. Hér er um að ræða léttan og Framh. á bls. 19 Er þeir höfðu ekið 30 km leið, fundu þeir hestinn í svokölluð- um Norðurmel, sem er um 1 km frá Jökulsá og í afréttarlandi Mý vetninga. Þegar hesturinn varð þeirra var, tók hann á rás niður með Jökulsá, og komust þeir aldrei í námunda við hestinn fyrr én eftir sjö klukkustundir eða í rökkurbyrjun í gær. Fór hesturinn þá inn í skóg- arkjarr ofan við Meiðavelli í Kelduhverfi, sem er næsti bær við Ásbyrgi. í kjarrinu tókst leið- angursmönnum að taka hestinn í vað. Eftir að þeir höfðu handsam- að hestinn, hreyfði hann sig hvergi, var alveg staður. Settu leiðangursmenn hestinn þá á sleða, sem þeir höfðu útbúið sér- staklega í þessa för, og óku síð- an til byggða. Bundu þeir hest- inn ekki á sleðann, en stóðu hjá honum á sleðanum. Virtist hest- urinn ekki vera mjög óður, eftir að þeir höfðu handsamað hann, þó að hann virtist hins vegar ekki mjög þreyttur. Síðan óku leið- angursmenn snjóbílnum niður að Lindarbrekku, settu bílinn og hestinn upp á vörubíl og óku til Húsavíkur. Hesturinn er móbrúnn, meðal- stór, vel feitur, og sagði eigandi hestsins Skarphéðinn Jónasson, að hesturinn virtist vera fremur skapgóður, þó að ekki hefði tek- izt að handsama hann svo lengi. Ástæðan fyrir því, að mikið kapp var lagt á að ná hestinum, var m. a., að það virtist vera komið óyndi í hann, og merktu menn það af því, að hann var alltaf sífellt á ferðinni milli fjalla. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.