Morgunblaðið - 03.02.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.1959, Blaðsíða 6
6 MORGUN fíL AÐIÐ Þriðjudagur 3. febr. 1959 Þjóðleikhúsið: „Á yztu nöí” eftir Thornton Wilder Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi sl. laugardagskvöld leikritið „Á yztu nöf“ (The Skin of Our Teeth“) eftir bandaríska rithöf- undinn Thornton Wilder. Er hann víðfrægur rithöfundur og talinn í fremstu röð bandarískra leikritahöfunda, þeirra, sem nú eru uppi, og hefur þrívegis hlot- ið Pulitzer-bókmenntaverðlaunin í Bandaríkjunum. Hafa leikrit hans hvarvetna vakið mikla at- hygli, ekki sízt vegna óvenju- legs og frumlegs forms og ný- breytni um leiksviðsútbúnað, sem reykvískir leikhúsgestir fengu svo skemmtileg kynni af í leikriti hans „Bærinn okkar", sem sýnt var hér á vegum Leikfélags bær, þar sem „mannkynsfjöl- skyldan“, Antrobúshjónin, börn þeirra tvö cg vinnukonan Sab- ína eiga heima. Og þar gerast atburðir leursins óháðir tíma og rúmi. ísöldin gengur þar yfir, syndaflóðið og hörmungar síð- ustu stríðsára og hjónin halda þarna hátíðlegt fimm þúsund ára hjúskaparafmæli sitt. — Fléttar höfundurinn þessa atburði saman á skemmtilegan hátt og af frá- bærri leikni og hugkvæmni. En höfundurinn lætur sér ekki nægja að hafa að engu lögmál tíma og rúms. Gáski hans nær einnig til leikendanna, sem hann lætur við og við fella niður leikinn og ræða sín á milli einstök atriði leiks'nf, Herdís Þorvaldsdottir í hlutverki vinnukonunnar. I Reykjavíkur veturinn 1947 undir ágætri leikstjórn Lárusar Páls- sonar. í leikritinu „Á yztu nöf“ gengur Thornton Wilder ennþá lengra en í „Bærinn okkar“ að því er snert- ir nýstárleg vinnubrögð, svo að segja má -.ð hann sé kominn þar „á yztu nöf“ með að sprengja sjálft leikritaformið, eins og það hefur tíðkazt frá fyrstu tíð og fram til vorra daga. Slíkar til- raunir í leikritun eru reyndar ekk] nýtt fyrirbæri og má jafnvel finna dæmi þeirra t. d. hjá Strind berg (Ett drömspel) og Piran dello ('Sex persónur leita höfund- ar) og einnig hjá ýmsum síðari höfundum, en Wilder gengur til verks í þessu efni af meiri dirfsku og hugkvæmni en aðrir, enda hef ur hann um langt skeið verið svar inn andstæðingur hins „natur- alistiska“ leikhúss. Leikritið „Á yztu nöf“ er eins konar þverskurður af þróunar- ferli mannkynsins frá örófi alda og til loka síðari heim::; l> rjaldar. Sjónarsviðið ei ameriskur nútíma eins og gerist á leikæfingum, eða hann lætur leikendurna ávarpa áhorfendur. — En þó að höfund- urinn skemmti bæði sér og áhorf endum með þessum fágætu vinnu bröðum, þá er djúp alvara og markviss á bak við gáskann: Hin eilífa barátta mannkynsins við hamfarir náttúrunnar og sjálf- skapað böl, — hatur, bróðurvíg og styrjaldir. — Og þó að Antrobús- fjöiskyldan sé oft komin á yztu nöf tortímingar, tekst henni jafn an að bjarga sér undan voðanum og halda áfram erfiðri göngu sinni að langþráðu marki — hinni sönnu lífshamingju, af því að hún elur í brjósti bjargfasta trú á því að guð hafi gefið henni tækifæri til að byggja upp betn heim og hafi sent henni spámenn ti] að visa henni veginn. „Við eigum langa leið að baki. Við höfum lært sitthvað. Við erum enn að læra. Og hér er okk- ur sýnt hvar vegurinn liggur“, segir Antrobús í leikslok. Eins og áður segir, er Antrobús- fjölskyldan tákn mannkynsins og Sviðsmynd. hefur þar hver einstaklingur sínu hlutverki að gegna. — Antrobús, fjölskyldufaðirinn heyr hina hörðu lífsbaráttu fyrir sér og sínum. Og til þess að létta sér baráttuna reynir hann að finna upp hverskonar tæki. Hann finn- ur upp hjólið, járnkarlinn, marg földunartöfluna og stafrófið — og ölið! — Frú Antrobús er fyrst og fremst hið eilífa tákn móður- innar. Hún lætur sér fátt um finnast þetta uppfinningabjástur bónda síns, en börnin og heimilið er nenni fyrir öllu. Hún finnur þó upp hjónabandið og svuntuna — og hún kemst að því að tóm- atar eru ætir. Dóttirin Gladys er hið unga fyrirheit um viðhald ættarinnar, en sonurinn, Henry, er hinn alræmdi Kain, uppreisn- armaðurinn og bölvaldurinn inn an fjölskyldunnar. Og Sabína, vinnukonan, falleg og tælandi, er freistingin holdi klædd og því meiri vinur húsbóndans en frúin kærir sig um, enda stærir hún sig af því, að það hafi verið fyrir innblástur frá henni að hr. Antro bús fann upp stafrófið og marg- földunartöfluna. Og þegar hún heldur að hún sé að því komin að skipta um hlutverk við frú Antrobús, dynur syndaflóðið yfir og eyðileggur allt fyrir henni og þegar við skiljum við hana í leikslok er hún sama vinnu- konan og í upphafi leiksins. Leikritið er í þremur þáttum og eru þeir nokkuð misjafnir frá hendi höfundar. Beztur þykir mér fyrsti þáttur, enda er hann snilld- arlega gerður. í þriðja þætti slaknar nokkuð á en þó nær hann fullri reisn er á líður. Gunnar Eyjólfsson hefur sett leikinn á svið og annast leik- stjórnina. Hefur Gunnar síðan hann kom að Þjóðleikhúsinu í haust, sýnt það, svo ekki verður um deilt, að hann er mikilhæfur og þróttmikill leikari og nú sýnir hann ennfremur að hann er traustur og skemmtilegur leik- stjóri. Hef ég sjaldan séð hér betra „tempo“ í leik en að þessu sinni og var augljóst að leik- stjórinn hélt öllum þráðum í ör- uggri hendi sinni. Er þó hér vissu lega um óvenjulega vandasamt verk að ræða, því að höfundur- inn, með öllum sínum furðulegu tiltektum gerir miklar kröfur til leikstjóra og leikenda, en gefur þeim reyndar líka gullin tæki- færi til mikilla afreka, sem notuð eru í ríkum mæli. Antrobúshj ónin leika þau Valur Gíslason og Kegina Þórðardóttir. Túlkar Valur þennan mikla og margreynda fjölskylduföður með þróttmiklum leik en jafnframt ágætri kímni og frú Regína er sönn í blíðu og stríðu, hvort sem hún er að hirta börn sín og skamma vinnukonuna heima í Excelsior í New Jersey og siða mammút og risaeðlu, eða hún ávarpar í Atlantic City sex hundr uð þúsundasta ársþing mannfé- lagsdeildar hinnar fornu og göf- ugu Spendýrareglu, með sínu ljúfa ameríska brosi. Börnin, Gladys og Henry leika Bryndís Pétursdóttir og Baldvin Halldórs- son. Túlkar Bryndís mjög skemmtilega og af næmum skiln- ingi hina ungu telpu, en þegar hún gengur út í síðasta þætti, með barn sitt í fanginu, tekst henni miður. Baldvin er öruggur í leik sinum, með minnimáttar- kennd og þrjózku hins síóánægða uppreisnarmanns í svip og öliu látbragði. Herdís Þorvaldsdóttir leikur vinnukonuna, Sabínu. Er það veigamesta og skemmtilegasta hlutverk leiksins. Hlutverkið gef- ur mikið, en það krefst einnig mikils af leikandanum, enda hef- Framh. á bls. 19 skrifar úr# daqieqq hfinu ] Drykkjuskapurinn fyrr og nú. Gunnar Dal hefur sent Velvak- anda eftirfarandi bréf vegna at- hugasemdar við fullyrðingu hans um drykkjuskap lands- manna fyrr og nú: UT af ummælum hins „tölu- fróða reglumanns“, vildi ég taka fram eftirfarandi: — Á blaða mannafundi 8. janúar 1958. gat ég þess að um 1860, nánar til- tekið 1862, hafi íslendingar drukkið þrisvar sinnum meira en íslendingar gerðu 1958. Ég sagði einnig, að árið 1862 hafi þjóðin drukkið sem svarar 8 lítrum af brennivíni á hvert mannsbarn í landmu, en samkvæmt opinber- um skýrslum væri drykkjan 1958 tæpir 1.7 lítrar af óblönduðurr vínanda. Hinn „tölufróði" vitnar í skýrsl ur um landshagi á íslandi III. b. (en einmitt á þeim byggi ég ofan nefnd ummæli!) og segir upplýs- ingar mínar alrangar og alveg út í hött. Lítum þá aftur á heim- ild okkar um ástandið í áfeng- ismálum 1862. Þar er sagt að flutt hafi verið til landsins af (hinu mjög sterka) brennivíni einu saman 6.9 lítrar á hvert manns- barn í landinu. Við þetta bætist 0.7 af öðrum vínum (romm, vín, púnsextrakt og kryddvín). Er þetta að áfengismagni sem svar- ar Vi 1. af brennivíni. Er þá lítra- talan á hvert nef á landinu 7,4. En jafnvel þetta er engan veginn sæmandi. Hér er ekki reiknað með sterkum bjór, sem eins og margir vita fékkst hér á landi í verzlunum alveg fram á bann- ár. Þessi bjór vár miklu sterkari en t. d. danskur bjór nú á dög- um. Hér er heldur ekki reikn- að með hinu gífurlega magni, sem vitað er að barst með hinum fjölmörgu frönsku og öðrum er- lendum fiski- og flutningsskip- um og ekki koma á skýrslur. Það er vitanlega algert lágmark að áætla allt þetta samsvarandi 0,6 1. af brennivíni. Vafalítið, þótt það verði ekki sannað, er drykkju skapur þessa tíma því enn meiri en ég hélt fram (!), jafnvel til mikilla muna. Sjá allir af þessu að sízt er ofmælt, þótt sagt sé, að íslendingar hafi þetta um- rædda ár 1862 drukkið um 8 1. af brennivíni á hvert mannsbarn í landinu. — En það er meira blóð í kúnni: Brennivínið 1862 ekki hreinn vínandi. ÖLUFRÓÐUR“ segir: — Af „ skýrslum verður ekki séð, að miðað sé við hreinan vínanda, eins og nú er gert í töflunum frá Áfengisverzlun ríkisins". Þetta er alveg rétt. Hitt er misskilningur að ég hafi gerzt sekur um það. Ef þessi talnaspekingur vildi leggja sig í það erfiði að deila 7.1 í 8.0, gæti hann sjálfur séð að útkoman er ekki 3.0, — held- ur sem næst 4.7. Þegar ég segi, að drykkjuskapur á íslandi sé 1862 um 8 1., á mann, en 1958 um 1.7 af hreinum vínanda, og að drykkjan sé því þrisvar sinnum meiri 1862 en 1958, kemur það greinilega fram, að ég tek fullt tillit til þess mismunar, sem er á brennivíninu 1862 og hreinum vínanda. Ef ég gerði það ekki, hefði ég vitanlega sagt, að drykkj an 1862 hefði verið 4.7 sinnum meiri en síðastliðið ár! Hvað Góðtemþlurum og frels- isbaráttunni viðvíkur, þá ætti það öllum að vera auðskilið, að með því að þurrka landið af áfengum drykkjum á fyrstu áratugum ald- arinnar leggja Góðtemplarar grundvöllinn að frelsisbaráttunni og Grettistökum aldamótakynslóð arinnar".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.