Morgunblaðið - 03.02.1959, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 3. febr. 1959
MORC r SBLAÐIÐ
19
— Frumsýning LA
Framhald af bls 2
fjörugan gamanleik, er fjallar um
þann mikla mismun, sem gerður
er á ríkum og fátækum. Einnig
fjallar hann um ástir og misskiln-
ing.
Leikstjóri er Jóhann Ögmunds-
son ,en með aðalhlutverk fara:
Guðmundur Gunnarsson, Kristín
Konráðsdóttir, Júlíus Oddsson,
Haukur Haraldsson »g Anna >rúð
ur Þorkelsdóttir. Leikendur eru
alls 18 talsins.
Hjartanlega þakka ég öllum fjær og nær kyldum og
óskyldum, sem sýndu mér margskonar vr vinsemdar
og virðingar á 75 ára afmæli mínu.
P.t. Lundi, Hveragerði. Svava Jónsdóttir.
Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig
með skeytum, gjöfum og heimsóknum á sjötugsafmælinu
SIGURBARA ÁRNADÓTTIR, Hverfisgötu 46.
Leikari frá Reykjavík kennir
við leiklistarskólann
Jóhann hafði frá fleiri tíðind-
um að segja. Má þar t.d. nefna,
að hingað til bæjarins er kominn
ungur leikari frá Reykjavik og
mun setja hér leik á svið, auk
þess sem hann kennir við Leik-
listarskóla félagsins. Er þetta
FIosi Ólafsson. Um þessar mund
ir er Leiklistarskólinn að taka til
starfa, og hafa 30—40 nemendur
innritazt í hann. Skólanefnd skipa
þau Guðmundur Gunnarsson,
Björg Baldvinsdóttir og Jón Ingi-
marsson, en auk Flosa munu þau
Björg og Guðmundur annast
kennslu.
Siðar í vetur munu svo nem-
endur njóta tilsagnar Baldvins
Halldórssonar, leikara frá Reykja
vík, en hann mun væntanlegur
hingað í aprílmánuði n.k. og mun
þá setja á svið leik fyrir félagið,
sem mun verða fjórða og síðasta
sviðsverkefni þess á leikárinu.
Skortur á þjálfuðum leikurum
Miklar vonir eru bundnir við
Leiklistarskóla félagsins, en það,
sem Jóhann taldi mest há félags-
lífi og starfi LA, eru skortur á
þjálfuðum leikurum svo og ungu
áhugafólki um leiklist. Er þess
mjög að vænta, að þessi skóla-
starfsemi félagsins verði til þess
að leysa þennan vanda. Verður
ekki annað sagt en að vel sé af
stað farið í þessu efni.
Leikfélag Akureyrar hefir nú
hin síðari ár öðlazt ýmsa þá að-
stöðu og margs konar tæki til
starfsemi sinnar, er verða má til
þess, að hún geti staðið með
blóma, sagði Jóhann að lokum.
— vig.
— Þjóðleikhúsið
Framh. af bls. 6
ur það hvarvetna verið falið hin-
um mikilhæfustu leikurum, — í
New York Tallulah Bankhead og
Bodil Kjer í Kgl-leikhúsinu í
Kaupmannahöfn. Er leikur Her-
dísar í hlutverki þessu afburða-
snjall, fullur af ferskum „hum-
or“, kvenlegum þokka og marg-
víslegum geðbrigðum, sem gera
persónuna sanna og lifandi. Og
gervi hennar er ágætt og fram-
sögnin til fyrirmyndar nú sem
endranær. Hefur Herdís unnið
hér glæsilegan leiksigur, enda
klöppuðu áhorfendur henni ó-
spart lof í lófa.
Af öðrum leikendum — en
þeir eru margir — má nefna Ingu
Þórðardóttur í hlutverki spákon-
unnar. Var leikur hennar sterkur
og persónan öll kynngimögnuð. —
Róbert Arnfinnsson fer með hlut-
verk þulsins og mundi sóma sér
vel sem slíkur hvar sem væri.
Gunnar Bjarnason hefur gert
leiktjöldin. Falla þau vel við
leikinn og eiga sinn þátt í því að
skapa hina réttu stemningu á
sviðinu, en minna mjög á tjöldin
í hinni dönsku uppfærslu á leikn-
um.
Thor Vilhjálmsson hefur þýtt
leikinn á þjált mál, er fer vel í
munni og víða bregður fyrir
snjöllum setningum, en hnökra-
laus er þýðingin ekki.
Áhorfendur tóku leiknum með
miklum fögnuði og hylltu ákaft
að leikslokum leikstjórann og
leikendur, og þá sérstaklega Her-
dísi Þorvaldsdóttur.
Hef ég sjaldan notið leiksýn-
ingar hér í jafn ríkum mæli, enda
er sýningin stórmerkur leiklistar-
viðburður og öllum, sem að henni
standa, til mikils sóma.
Sigurður Grímsson.
Lokað
allan daginn í dag vegna jarðarfarar.
Sig. Þ.Skjaldberg H.F.
LOKAÐ
frá kl. 1 til 4 vegna jarðarfarar Sigurðar Skjaldbergs
stórkaupmanns.
KJÖTBÚÐIN Grundarstíg 2,
Verzl. ÞINGHOLT.
Vegna jarðarfarar
Sigurðar Þ. Skjaldberg stórkaupmanns, verða skrif-
stofur vorar lokaðar í dag frá kl. 12.
INNFLYTJENDASAMBANDIÐ
Hafnarstræti 5.
Lokað i dag
milli 1 og 4 vegna jarðarfarar Sig. Þ. Skjaldberg.
REYNISBtJÐ Bræðraborgarstíg 43.
Lokað í dag
milli 1 og 4 vegna jarðarfarar Sig. Þ. Skjaldberg.
Verzl. VlÐIR Fjölnisveg 2.
Lokað í dag
milli 1 og 4 vegna jarðarfarar Sig. Þ. Skjaldberg.
SVEINSBUÐ Borgargerði 12.
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma
ELlNBORG L. ÓLAFSDÓTTIR
andaðist fimmtudaginn 22. janúar 1959.
Jarðarförin hefur þegar farið fram. Þökkum innilega
auðsýnda samúð. Þeir sem vildu minnast hennar eru
vinsamlegast beðnir að láta líknarstofnun njóta þess.
Óskar Arnason, dætur, tengdasynir og barnabörn
Við þökkum af alhug sýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður og tengda-
föður
JÓNS GUÐMUNDSSONAR
verzlunarstjóra
Kristín Pálmadóttir,
Pálmi Jónsson, Guðmundur Jónsson,
Hulda Kristinsdóttir
Konan mín
SVEINBJÖRG SVEINSDÓTTIR OTTESEN
Bragagötu 38,
lézt í Landsspítalanum 1. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar.
Fyrir mína hönd og barna minna.
Karl Ottesen.
Elsku litla dóttir okkar andaðist að heimili sínu Holts-
götu 4, Hafnarfirði 30. fyrra mánaðar.
Gunnar Þór Isleifsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
Móðir okkar
KRISTRUN pétursdóttir
Hrísateig 4, andaðist 30. f.m. á Bæjarsjúkrahúsinu.
Fyrir hönd aðstandenda.
Helgi Arason, Kristinn Arason.
Maðurinn minn
VILHJALMUR g. snædal,
frá Eiríksstöðum,
andaðist á Landsspítaianum 2. febrúar. Jarðarförin aug-
lýst síðar.
Elín Pétursdóttir.
Faðir okkar og tengdafaðir
arni arnason
andaðist 1. þ.m.
Fyrir hönd vandamanna.
Guðrún og Loftur Hjartar.
Jarðarför
MARlU GUÐMUNDSDÓTTUR
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. þ.m.
Fyrir hönd aðstandenda.
Málfríður Kristjánsdóttir, Helgi Bjarnason.
Jarðarför mannsins míns
FRIÐRIKS TÓMASSONAR
Hringbraut 15,
fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 5. febrúar kl.
1,30 síðdegis. Blóm vinsamlegast afbeðin.
Vigdís Jónasdóttir.
Kveðjuathöfn um
JÓN JÓNSSON
Valdasteinsstöðum, Hrútafirði
fer fram í Dómkirkjunni miðvikudaginn 4. febrúar kl.
10,30 fyrir hádegi. Athöfninni verður útvarpað.
Vandamenn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför móður okkar og tengdamóður
VILBORGAR HALLDÓRSDÓTTUR
Sólvallagötu 19.
Böm og tengdaböm.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og útför mannsins míns og föður okkar
HERGEIRS ELlASSONAR
skipstjóra.
Ragnheiður Þórðardóttir og börn.
Hjartanlega þökkum við alla þá miklu samúð og vinar-
hug, er okkur var sýndur við andlát*og útför sonar míns
og bróður okkar
NIELSAR ÞÓRARINSSONAR
Laugavegi 76, Rvík.
Guðrún Daníelsdóttir og börn.
Alúðarþakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og
jarðarför
HANS ÖGMUNDSSONAR STEPHENSEN
múrarameistara.
Laufey Vilhjálmsd. Stephensen,
Jóhann Grétar H. Stephensen,
Guðrún og Ögmundur H. Stephensen,
Hadda og Gunnar H. Stephensen,
Ögmundur Hansson Stephensen.
og systkinin.