Morgunblaðið - 03.02.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.1959, Blaðsíða 10
10 M O R C V /V fí I 4 Ð 1 F ■Þriðjudagur 3. febr. 1959 MStMðfr Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá ..... Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. FRAMSÓKN VALDI VERSTA KOSTINN ÍWt UTAN ÚR HEIMI ~ Mesta sjóslys í sögu Dan- merkur síðan „Norge" fórst 1904 Mörg dönsk skip hafa farizt á svip- uðum slóðum og „Hans Hedtoft" LÖGFESTING stöðvunar- og niðurfærslufrum- varps ríkisstjórnarinnar telst til stórtíðinda. Nú er í fyrsta skipti á margra ára bili gerð raunhæf ráðstöfun til að stöðva verðbólguþróunina. — Þetta verður ekki gert erðileika- laust og má búast við, að sumum sýnist hagur sinn þrengjast nokkuð í fyrstu, þegar þeir fá minna kaup greitt en áður. Eng- um er þó þessi ráðstöfun nauð- synlegri en einmitt launþegum. Sívaxandi verðbólga bitnar fyrst og fremst á þeim, enda hafa þeir sízt færi á að skjóta sér undan afleiðingum hennar. Þetta viðurkenndi V-stjórnin á fyrstu vikum tilveru sinnar. Þá voru bráðabirgðalög um fest- ingu verðlags og kaupgjalds sett hinn 28. ágúst 1956. Að efni til voru þau lög svipuð þeim, er nú hafa verið ákveðin. Aðalgallinn var sá, að þeim var ætlað tak- markað gildi, eða eins og þar segir: „Félagsmálaráðherra hefur tjáð mér, að vegna atvinnuör- yggis í landinu, beri nauðsyn til að koma í veg fyrir áframhald- andi hækkun verðlags og kaup- gjalds á meðan athugun fer fram á varanlegri lausn efnahagsmál- anna.“ Þessi orð lagði Hannibal Valdi- marsson, þáverandi félagsmála- ráðherra, forseta íslands í munn í inngangsorðum bráðabirgða- laganna. ★ Þessi athugun á varanlegri lausn efnahagsmálanna stóð all- an valdatíma V-stjórnarinnar og var hvergi nærri lokið, þegar hún hrökklaðist frá völdum. En kaupfestingarlögin voru þó að- eins látin gilda til ársloka 1956. Fyrir þann tíma var þó búið að gera þau óraunhæf að veru- legu leyti, þegar SÍS veitti starfs fólki sínu í desember 1956 8% launahækkun. Kauphækkun SÍS braut að vísu ekki formlega á móti lög- unum, en hún gróf undan þeim. Vel má vera, að frekar hafi verið um að ræða slysni en ásetn- ingssynd, en það var slík slysni, sem allra sízt má henda valda- menn, í þessu tilfelli sjálfan fjár- málaráðherrann. Því verður ekki neitað, að ó- trúlegt stefnuleysi hefur ein- kennt framkomu Framsóknar- flokksins í efnahagsmálunum. Hermann Jónasson og Tíminn áttu drjúgan þátt í að eyða því jafnvægi, sem tekizt hafði að komá á í íslenzkum efnahags- málum fyrir 1955. Þegar komm- únistar og Hannibal Valdimars- son hófu eyðileggingarherférð sína með verkfallinu mikla vorið 1955, veittu Hermann og Tíminn þeim þann atbeina, er þeir máttu. Enda þökkuðu kommúnistar Tímanum drengilegan stuðn- ing, þegar verkfallinu var lokið. Þá sá Eysteinn Jónsson enn, hver voði var á ferðum, ef svo væri að farið, en Hermann kunni á honum tökin og leið ekki á löngu áður en hann brotn- aði og varð óðfús til samstarfs við þá, sern hann skömmu fyrr hafði sagt, að mestu illu hefðu til vegar komið. Rökstyðja má að vert væri að gera tilraun til að leysa efna- hagsmálin í nánu samstarfi við ráðendur Alþýðusambandsins, jafnvel þótt kommúnistar væru. En þá áttu þeir hinir sömu ekki fyrir kosningar að lýsa yfir því, að þeir mundu undir engum kringumstæðum vinna með kommúnistum. Og a. m. k. urðu þeir að tryggja, að til samstarfs- ins yrði efnt á málefnalegum grundvelli, að aðilar í raun og veru kæmu sér saman um ein- hver ákveðin meginatriði. Að því leyti voru kaupbindingarlögin frá því í ágúst 1956 góðra gjalda verð. Allt sem V-stjórnin gerði síð- an í þessum málum var mark- laust fálm, byggt á gjörólíkum skoðunum. Þess vegna var ekki furða, þó að svo færi sem raun ber vitni: Verðbólgan komin í 20—30% árlegan vöxt í stað 10% áður og mundi á IV2 ári hækka vísitöluna upp í 400 stig, ef ekki væri að gert. ★ Ábyrgð þeirra manna, sem að þessu áttu hlut, er vissulega þung. Vonbrigði vegna fram- komu kommúnista urðu þó ekki mikil. Menn urðu að vera við því búnir, að tilgangur þeirra væri einmitt sá að koma öllu í öngþveiti. Framsóknarmenn réðu valda- töku kommúnista og bera ábyrgð á framferði þeirra og sínu eigin aðgerðarleysi. Forystumenn Framsóknar halda því nú fram, að bjargráðin í vor hafi verið til bóta, en verða samt að játa, að þau hafi verið botnlaus. í þau hafi vantað hinar „raunhæfu ráðstafanir“. Það lýsir ótrúlegu ábyrgðar- leysi af Framsóknarmönnum að ganga þannig frá málum, úr því að þeir sáu svo glöggt sem þeir nú segja, hvað á skorti. Ekki bætir um þáttur þeirra í kaup- hækkunum í sumar. Forysta um fyrstu hækkanirnir, sem gerðar voru, tillaga deildarstjórans úr fjármálaráðuneytinu á bæjar- stjórnarfundi um að verða við ýtrustu kröfum Dagsbrúnar- manna, og síðan kauphækkunar- tillögur Eysteins Jónssonar á Al- þingi. Menn hljóta að spyrja sjálfan sig, hvort þessir menn hafi vitað, hvað þeir voru að gera. ★ Ekki tekur betra við nú eftir uppgjöfina. Þá sitja mennirnir, sem mesta ábyrgð bera á öng- þveitinu, hjá, þegar teknar eru ákvarðanir um bráðnauðsynleg- ar ráðstafanir til bóta. Aumari hlut er ekki hægt að kjósa sér. Allra helzt, þegar þeir jafnframt halda því fram, að með þessum ákvörðunum sé hallað á bændur, sem þeir öðrum fremur telja sig umboðsmenn fyrir. Ef þeir tryðu sjálfir á þær ásakanir, mundu þeir vitanlega hafa greitt at- kvæði á móti frumvarpinu. Með hjásetu sinni ómerkja þeir sín eigin svigurmæli. Sem betur fer höfðu aðrir næga ábyrgðartilfinningu til að samþykkja það, sem gera þurfti, og skapa þannig þjóðinni svig- rúm til að hefja nýja sókn til velsældar og framfara. EF svo fer, sem því miður eru allar horfur á, að vonirnar um að nokkrum verði bjargað af danska Grænlandsfarinu „Hans Hedtoft“ bresta, þá verður hér um að ræða eitt alira mesta sjó- slys ‘í siglingasögu Danmerkur. Aðeins einu sinni hefur orðið meira manntjón, er danskt skip hefur farizt. — Það var þegar Ameríkufar Thingvalla-skipafé- lagsins, „Norge“, fórst við Roc- kall-klettana hinn 3. júlí 1904, en þá drukknuðu rúm 600 manns. Er það eitt af mestu sjóslysum, sem um getur. Enn er mönnum óhugnanlega ljóst í minni hið dularfulla hvarf danska skólaskipsins „Köben- hafn“. Það hvarf í desember 1928 — og síðan hefur ekkert til þess spurzt, eða þeirra 59 manna, sem þar voru um borð, en á skipinu var 14 manna áhöfn og 45 nem- ar, þar af 9, sem lokið höfðu siglingatíma sínum. — Enginn veit með nokkurri vissu, hver urðu örlög skipsins, en flestir eru þó þeirrar skoðunar, að „Köbenhavn“ hafi siglt á borgar- ísjaka og sokkið á samri stundu. Þriðja mesta sjóslysið í sögu Danmerkur, þar til nú, varð árið 1948, er sprenging varð í ferj- unni „Köbenhavn“ og 49 manns fórust. Veðravíti Hafsvæðið, þar sem „Hans Hedtoft" fórst, er talið eitt hið hættulegasta á öllum siglinga- leiðum heimsins — veðravíti, þar sem stormar og straumar ógna hverju skipi. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem skip ferst á þessu svæði, þar sem borgarísjakar eru sífellt á reki fyrir vindum og straumi. — Þessir risajakar geta orðið allt að því 100 metra háir og eru yfirleitt um það bil tíu sinnum stærri en það sem sézt af þeim yfir sjávarmál. — Það getur ver- ið erfitt að varast þessa hvítu risa íshafsins, þegar skyggni er slæmt, enda hafa þeir valdið mörgum skipsskaðanum. Titanic-slysið Hið mesta og ógurlegasta af þeim slysum, sem borið hefur að með slíkum hætti, varð hinn 14. apríl árið 1912, er risaskipið Titanic, sem talið var ósökkv- andi, rakst á borgarísjaka og sökk á skammri stundu. Slysið varð ekki langt frá stað þeim, þar sem „Hans Hedtoft" fórst nú. — Menn hafa ekki komizt hjá því að taka eftir, hversu margt er líkt með þessum óhugnanlegu sjóslysum. Bæði voru skipin sér- staklega útbúin til siglingar um hafíssvæði og talin nálega ósökkvandi — og bæði fórust með sama hætti í fyrstu sjóferð sinni. Þegar eftir að Titanic hafði rekizt á ísjakann, tók það að sökkva. En farþegarnir lögðu í fyrstu engan trúnað á tilkynn- ingar um, að skipið væri í bráðri hættu — því að það gat ekki sokkið! Eða svo hafði því verið sagt. — Þegar fólkinu varð það svo loks ljóst, að um líf og dauða var að tefla, greip ofsahræðsla um sig í skipinu. Fólk ruddist í björgunarbátana, sem voru alltof fáir, svo nokkrum þeirra hvolfdi. Skipshöfnin, og einnig margir úr hópi farþega, þótti hins vegar sýna mikið æðruleysi og hetju- lund á þessari ógnþrungnu stund. Alkunn er frásögnin af því, er skipshljómsveitin lék „Hærra minn guð til þín“, á meðan skipið var að sökkva. — Með Titanic fórust 1635 manns, en rúmlega 700 var bjargað af skipum, sem heyrt höfðu neyðar- kallið og komið á slysstaðinn. Eftir þetta mesta sjóslys sögunn- ar varð SOS-neyðarkallið fyrst þekkt um allan heim. Borgarís eða blindsker? Það hefur aldrei verið upplýst að fullu, hvort mesta sjóslys í sögu Danmerkur, þegar „Norge“ fórst 1904, orsakaðist í raun og veru af árekstri við borgarís. Skipstjórinn, sem komst lífs af, gat ekki gefið neina ákveðna skýringu á því, hver orsök slyss- ins hefði verið. En þarna gat raunverulega ekki verið um nema tvennt að ræða: óþekkt blindsker, eða lágan borgarís- jaka, sem rekið hefði hratt fyrir straumi. Orsök þess, að svo margir fórust, 633 menn, var sú, að á „Norge“ voru björgunarbát- ar og flekar fyrir aðeins 296 menn — af 798, sem um borð merkur varð 3. júlí 1904, þegar „Norge“ fórst og með því 633 menn. voru. Og — þótt mönnum þyki það ótrúlegt nú — lögum sam- kvæmt varð þess ekki krafizt, að skipið hefði fleiri björgunarbáta! Þegar „G. C. Amdrup" brann „Hans Hedtoft“ var eign Kon- unglegu dönsku Grænlandsverzl- unarinnar, sem hefur orðið fyrir fleiri miklum skipsköðum, þótt enginn þeirra hafi verið eins hörmulegur og þessi hinn síðasti. Hinn 17. júlí árið 1951 kvikn- aði í flaggskipi félagsins, ,,G. C. Amdrup“, úti fyrir Noregsströnd um, er það var á heimleið frá Angmagsalik í Grænlandi. Eldur inn læsti sig mjög fljótt um skip- ið, sem var byggt úr eik, og varð því ekki bjargað. Aftur á móti bjargaði hersnekkjan „Sværd- fisken“, ásamt nokkrum fiskibát- um, öllum, sem með skipinu voru, 14 farþegum og 29 manna áhöfn. Eftir þetta óhapp, ákvað Grænlandsverzlunin að hætta að smíða tréskip. Framvegis skyldi nota járnskip, sem hefðu þann kost, að brunahætta væri miklu minni, og væru auk þess svo sterk, að þau þyldu mikinn þrýst ing af völdum íssins, og þannig byggð, að þau lyftust upp, ef þau frysu inni í ís, þannig að lítil hætta væri á að þau brotnuðu. Hins vegar er það skoðun margra að tréskip séu að mörgu leyti hentugri og öruggari til íshafs- siglinga, ekki sízt vegna þess að þanþol þeirra er meira en járn- skipanna. Þau þoli því meiri Framh. á bls. 11 Hinn 14. apríl 1912 fórst stórsklpið „Titanic“ — rakst á borgar- ísjaka í sinni fyrstu för og sökk á skömmum tíma. — Hans Hedtoft-slysið minnir um margt óhugnanlega mikið á þetta cgurlegasta slys siglingasögunnar. Aldrei hefur tekizt að upplýsa, hver urðu örlög danska skóla- skipsins „Köbenhavn", sem hvarf í desember 1928, en líklegast er talið, að það hafi rekizt á borgarís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.