Morgunblaðið - 03.02.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.02.1959, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 3. febr. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 11 Myndin var tekin á 20. flokksþinginu I Moskvu 1956. Krúsjeff hefur losað sig við marga félaga sína. Mennirnir sem sjást á myndinni eru þessir: 1) Krúsjeff, 2) Alexei, 3) Kirichenko, 4) Suslov, 5) Malenkov (talið að hann hafi verið tekinn af lífi), 6) Kaganovich (fjarlægður), 7) Búlganin (fjarlægður), 8) Voroshilov, 9) Molotov (fjarlægður), 10) Mikojan, 11) Saburov, 12) Pervuchin (fjarlægður). 7. grein um 2h jbing rússneska kommúnistaflokksins Búizt v/ð að Sirúsjeff faki alrœðisvöld í Rússlandi Ætlar að gera sig óháðan allri gagnrýni FLOKKSÞING rússneska ® kommúnistaflokksins var sett í Kreml-höllinni í Moskvu sl. þriðjudag og hefur setið á fundum alla vikuna. Þar eru saman komnir í hinum gríðar- stóra þingsal Sovétríkjanna um 2000 innlendir og erlendir full- trúar, þar af eru atkvæðisbærir fulltrúar 1269. Ekki var lögboðið, að þingið þyrfti að koma saman fyrr en á næsta ári 1960, en Krúsjeff fram- kvæmdastjóri flokksins vildi flýta þinginu, „til þess að leggja fyrir það hina nýju 7 ára áætlun um efnahagslegar framfarir í Sovétríkjunum", eins og sagt er. Trúlegt er þó, að annað og meira búi undir. Er það samdóma álit allra sérfræðinga í Rússlands málum, að raunveruleg ástæða til þessa þinghalds sé valdabar- átta sem enn stendur bak við tjöldin í Kreml. MIKLAR breytingar hafa orðið í æðstu stjórn rússneska kommúnistaflokksins síðan 20. flokksþingið var haldið í marz 1956. Á því flokksþingi bar mik- ið á mönnum eins og Molotov, Kaganovich, Búlganin og Shepi- lov. Þeir fluttu margar ræður á þinginu og var klappað lof í Iófa. Rúmlega einu ári seinna voru þeir felldir og sparkað burt. Krúsjeff hafði sigrað þá með kænlegri stjórn á kommúnistaflokknum og stuðningi hersins. Áður hafði Krúsjeff sigrað Mal- enkov og veit nú enginn um ör- lög hans, en sterkur orðrómur er um það, að hann hafi verið tekinn af lífi, eða látinn fremja sjálfsmorð. Nú fyrir nokkru var birt játn- ing Búlganíns, þar sem hann viðurkenndi ýmsa glæpi' á sig, enda þótt talið sé, að það eina sem hann hafi gert Krúsjeff til miska. hafi verið að hann var hlutlaus í deilunum við Molotov. Er annars ekki ljóst hver verða afdrif hinnar svonefndu „and- flokkslegu klíku". Benda ýmis ummæli á þinginu nú til þess að framkvæma eigi opinber réttar- höld yfir þeim á næstunni, ef Krúsjeff telur sig nógu valda- sterkan til þess. VALD Krúsjeffs hefur aukizt stórum við fall þessara gömlu félaga hans. Þó er varla nokkur vafi á því, að enn er ófriðlegt í Kreml. Engar opinberar tilkynn ingar eru gefnar út um slíkt, heldur fer það fram í kyrrþey. Geta kunnugir ráðið þetta af ótal smáviðburðum. Það er staðreynd, að enn eru í æðstu stjórn rússneska komm- únistaflokksins menn sem veita Krúsjeff viðnám, eftir því sem þeir þora og getur hann ekki treyst þeim. Ýmis öfl í þjóðfélaginu eru Krúsjeff móthverf. Hin frjáls- lynda stefna sem Malenkov var frumkvöðull að um tíma er öfl- ug undir niðri meðal almennings og sérstaklega meðal stúdenta, en virðist eiga fáa formælendur í æðstu stjórn kommúnistaflokks ins. HINS VEGAR er talið að Stal- inistarnir séu enn öflugir í hinum æðstu ráðum. Það er við þá sem Krúsjeff heyr enn sína baráttu. Hann er að vísu sjálfur gamall Stalinisti og aðgerðir hans oft keimlíkar því sem var á dögum Stalíns sáluga. En hér balndast ýmsar tilfinningar í mál- ið. Hópur gamalla kommúnista getur ekki fyrirgefið Krúsjeff hin hörðu fordæmingarorð um Stalín á 20. flokksþinginu og enn er fjölmennur hópur kommúnista, sem telur að sú ræða hafi verið óheppileg í alla staði fyrir mál- stað kommúnismans. Þar hefði satt betur mátt kyrrt liggja. Þeir gagnrýna það harðlega, að Krús- jeff braut niður gamlar kenn- ingar, svo að upplausn varð í herbúðum kommúnista og árang- urinn stefnuleysi, deilur og upp- reisnir eins og í Póllandi og Ung- verjalandi. Þessir menn líta á Krúsjeff sem versta endurskoð- unarmann. Sú gagnrýni hefur ekki farið hátt, en víst er að þau orð hafa fallið í Kreml, að Krús- jeff sé endurskoðunarmaður. Og það er alvarleg nafngift í heimi kommúnismans. Krúsjeff virðist ekki hafa fast- mótaða stefnu. Hann siglir eftir því sem vindurinn blæs. Hann þykist stundum vera frjálslynd- ur, aðallega í áróðri til alþýðunn- ar, en upp á síðkastið hefur hann í stjórnarframkvæmdum hneigzt æ meir til stalínisma, t.d. með því að handjárna að nýju rithöf- undana og með ósveigjanlegri stefnu í utanríkismálum. Berlín- artillögur hans eru enn eitt dæm- ið um endurnýjaðan stalinisma. Einnig hefur Krúsjeff verið að tvístíga í því hvað gera skuli við Molotov. Er.nú jafnvel talið að hann muni verða skipaður sendiherra í Hollandi. En með öllu þessu virðist Krúsjeff stefna að því að draga úr gagnrýni stalinistanna. Á sama tíma er hann þó að tryggja valdaaðstöðu sína gegn þeim, eins og með brott rekstri Serovs úr embætti yfir- manns öryggislögreglunnar. — Serov er talinn harður stalinisti, en í embætti hans kom Shelepin skjólstæðingur Krúsjeff. Það er ekki hægt að sjá, að fyrir Krúsjeff vaki annað sérstakt en það að halda völdunum og styrkja völd sín. Hann er vissu- lega þegar valdamikill, en til þess að hann geti kallazt ein- valdur eru stalinistarnir enn of sterkir í æðstu stjórn. Því er það margra álit, að Krús- jeff knýi fram þetta þinghald kommúnistaflokksins, ári fyrr en ætlað var, einmitt til þess, að binda lokahnútinn á valdatöku sína. FULLTRÚAR á flokksþing eru ekki frekar en fulltrúar til Æðstaráðs Sovétríkjanna kjörnir með frjálsum kosningum. Skoð- anamyndun meðal almennra flokksmanna ræður þar harla litlu um hverjir kjörnir eru. Þrátt fyrir það, er ekki endi- lega þar með sagt að þingfull- trúarnir hlýði allir einum vilja. En í stað þess að hlýða vilja kjós- endanna, er það miklu meira á- berandi heldur en jafnvel undir mesta flokksvaldi í lýðræðislönd- um, að þeir hlýða flokksviljanum ofanfrá. Útnefningar fulltrúanna ganga ofan frá og með því að Krúsjeff hefur nú verið fram- kvæmdastjóri kommúnistaflokks- ins í fimm ár, hefur hann haft tíma og tækifæri til að byggja sér upp sterkt fylgi í flokknum, með skipun nýrra manna í valda stöður. Þetta hefur ekki gerzt með snöggum breytingum og enn eru eftir í áhrifastöðum í flokkn- um margir sem hann treystir ekki. Því hefur einmitt verið veitt sérstök athygli nú í haust, að meira hefur verið um það en nokkru sinni fyrr, að skipt sé um forustumenn og starfsmenn í flokksdeildum út um öll sovét- ríkin. Hér er oft um að ræða lágt setta menn í litlum héruðum en ekki hefur verið hægt að komast hjá því að tilkynningar um slík mannaskipti birtist í málgögnum flokksins. Er lítill vafi á því, að þarna er Krúsjeff enn að styrkja sig í sessi innan flokksins. En Krúsjeff nægir þetta ekki. Verði honum ný alvarleg mistök á í einhverjum efnum hefur hann enn ekki tryggt sér slíkt einræði, að hann geti þaggað niður gagn- rýnina, með sömu tillitslausu að- gerðunum og Stalín gerði á sín- um tíma. Allt bendir til þess að á þessu flokksþingi ætli Krúsjeff að skapa sér slíka aðstöðu, svo að hann þurfi héðan I frá ekki að óttast neina gagnrýni. KRÚSJEFF hefur mjög góða að- stöðu til þessa einmitt nú. Hann hefur haft áróðursvél flokksins í sínum höndum og í heilt ár hefur hún malað hon- um óstjórnlegt lof. Þá mun upp- skeran í Sovétríkjunum í ár hafa orðið metuppskera vegna sér- staklega hagstæðs tíðarfars og nýræktarframkvæmdir þær sem Krúsjeff beitti sér fyrir í Kazakh- stan hafa gefið góðan arð. Og enn bætist það við, að Krúsjeff eru þakkaðir hinir glæsilegu sigrar Rússa á sviði geimflugs. Vegna þessa alls vill Krúsjeff óðfús flýta flokksþinginu um eitt ár. Hann -getur ekki verið viss um að veðurfar gefi honum nýja metuppskeru og eftir að nýrækt- in í Kazakhstan hefur gefið sæmi legan arð í tvö ár er jarðvegurinn að verða fullnýttur, svo að ógn uppblástursins vofir yfir þessum héruðum á næsta ári. Sterkar líkur benda og til þess, að Bandaríkjamenn sem hafa verið aftur úr Rússum í geim- flugi muni fara fram úr þeim á næsta ári, svo að uppsláttur sá sem Krúsjeff hefur fengið af Spútnik og Lúnik yrði ekki fyrir hendi ef þingið drægist til 1960. AÐ er því e. t. v. ekki seinna vænna fyrir Krúsjeff að nota tækifærið og áróðurinn sjálfum sér til framdráttar, efla fylgi sitt innan flokksins og láta hann s£S- an framselja valdið í hendur nýj- um einvaldsherra. Stalinistarnir geta ekki reist rönd við þessu. Þeir geta ekki hindrað að Krúsjeff beiti áróðurs- vélinni fyrir sig og þeir verða að hlýða stilltir á 6 klst. setningar- ræðu hans með hásteimndum lof- orðum, sem þeir vita að ekki verða efnd. Á fyrsta degi 20. flokksþings- ins árið 1956 töluðu margir flokks foringjar kommúnista. Á fyrsta degi 21. flokksþingsins sem nú situr var aðeins einn ræðumað- ur og hann talaði í 6 klst. Þetta var tákn þess sem er að gerast í Rússlandi. Næstu daga á eftir hafa lofræður um hinn eina og mikla fyllt salarkynni Kremls. Persónudýrkun er tekin upp að nýju í Rússlandi. AÐUR en 21. flokksþinginu lýk- ur ber því að kjósa nýja mið- stjórn. f henni hafa átt sæti síð- ustu þrjú árin 133 atkvæðisbær- ir menn og 122 varafulltrúar, sem höfðu atkvæðisrétt. Það var til þessarar samkundu, sem Krúsjeff leitaði þann 17. júní 1957 til þess að ónýta valdatöku- ráðagerðir Molotovs og félaga hans. Þá gerðist sá einstæði at- burður, að miðstjórnin vék frá 12 manna flokksstjórninni og kaus nýja. En Krúsjeff er enn ekki ánægð- ur með skipun flokksstjórnar- innar. Það er við hina þýðingar- miklu kosningu til miðstjórnar flokksins, sem hann ætlar að skapa sér grundvöll nýrrar flokks stjórnar, sem á að kunna að hlýða honum í blindni. Utan úr heimi — Framh. af bls. 10 þrýsting og séu í minni hættu, þótt þau frjósi inni í þykkum ís. Margir skipskaðar Frá því skömmu fyrir aldamót hafa orðið margir skipstapar í ísnum undan Grænlandsströnd- um. Árið 1895 fórst „Hvidbjörn- en“ við Nunarssuit. Allir, sem með skipinu voru, komust þó í land, en 18 þeirra létust af vos- búð og kulda, áður en hjálp barst. — Einu ári síðar fórst „Castor" við Nanortalik, og frá síðari árum minnast menn „Hans Egede“, sem sökk árið 1942 eftir að þýzkur kafbátur hafði hitt skipið með tundurskeyti, og „Gertrud Rask“, sem á sama ári strandaði við Grænland og fórst. Árið 1948 rakst eftirlitsskipið „Alken“ á borgarísjaka og sökk með átta manna áhöfn, og 1957 fórst „Ternen“, sennilega vegna ísingar. Átta manna áhöfn var einnig á því skipi, og fórust þeir allir. — Mótorskipið „Ebba“ hvarf árið 1949 skammt suður af Grænlandi, og hefur aldrei upp- lýstst, hver urðu örlög þess — og 1954 fórst kútterinn „Peter Grön- vold“ með átta manna áhöfn á svipuðum slóðum. Loks munu menn minnast þess, sem gerðist með norska sel- fangarann „Jopeter“ árið 1955. Hann hafði frosið inni í ísbreið- unni við Scoresbysund og var talinn að því kominn að brotna og sökkva, er áhöfninni var bjargað af bandarískum þyrlum og flutt yfir í danska ishafsfarið „Kista Dan“. Enginn bjóst við að sjá selfangarann framar. En um það bil ári síðar fannst Jopeter í sama ástandi og hann var, er áhöfnin yfirgaf hann. — Jopeter er járnskip, og þetta atvik varð til þess að styrkja aðstöðu þeirra, sem héldu fram yfirburð- um járnskipanna. Að lokum má geta óhapps þess, sem skip Grænlandsverzlun arinnar, ,Digko“, varð fyrir á síðasta sumri — en þar fór betur en á horðist í fyrstu. — Með skipinu var dönsk þingmanna- nefnd. Hinn 4. júlí rakst það á borgarísjaka og festist. Fljót- lega tókst þó að losa skipið. Hafði það ekki orðið fyrir telj- andi skemmdum við áreksturinn — og hélt áfram ferð sinni eins og ekkert hefði í skorizt. — Frá setningu 21. flokksþings kommúnista í Kreml sl. þriðjudag. Krúsjeff í ræðustól að flytja 6 klst. ræðu sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.