Morgunblaðið - 03.02.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.1959, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. febr. 1959 Hans Hedioft — Framhald af bls. 3. ur um það, eins og sjá má af orð- um Laufs hér að framan og sú, sem sennilegust þykir, er eitt- hvað á þá leið, að skipið hafi lensað undan veðrinu og sjóun- um, sem voru fjallháir, og var- izt þeim þannig. Á þann hátt hafi skipið ekki oltið eins mikið. Ratsjáin hafi verið í gangi, en ekki komið að fullum notum, skyggni hafi verið mjög slæmt, eða aðeins nokkrir metrar vegna hríðar. Öldurnar 6—8 metra háar eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, og skipið hefur nálgazt horgarisjaka, sem var á næstu grösum. Jakinn hefur verið eins ■og Lauf lýsir honum. Svo hefur skipið verið á öldutoppi, en jak- inn í öldudalnum við hliðina. Á þann veg hafa skip og jaki skoll- ið saman af ægilegu afli, stál mætt stálhörðum ís, annað á leið upp, hitt á niður leið og af þeim sökum hafi höggið verið meira en ella. Slíkt högg hefði ekkert skip staðizt. Þetta eru þær tilgátur, sem sennilegastar þykja í sam- bandi við afdrif „Hans Hedtoft". „Johannes Kruss“ ræðir við „Hans Hedtoft“ Politiken átti símtal við loft- skeytamanninn á þýzka togaran- um „Johannes Kruss“ og sagðist honum svo frá um viðskipti hans við loftskeytamanninn á „Hans Hedtoft" og leit togarans: Síðustu þrjár stundirnar átti ég 15 morsviðtöl við danska skip- ið og á þessum tíma hafði það einnig 2—3 símtöl við Juliane- haab. Síðast kallaði skipið upp kl. 21,40 (danskur tími) og þá sagði loftskeytamaðurinn frá því, að „Hans Hedtoft“ væri að sökkva. Síðan komu tvö löng hljóðmerki — og dóu hálfpart- inn út. Svo virtist sem rafhlöður neyðarnendisins væru til þurrð- ar gengnar, því loftskeytamaður- inn hafði orðið að grípa til hans, þegar sjórinn tók að flæða inn í vélarrúmið, allar vélar stöðvuð- ust og rafmagn var ekki lengur fyrir hendi. Rómaði þýzki loftskeytamaður inn mjög frammistöðu hins danska starfsbróður síns. Aldrei hefði fát gripið hann, morsmerk- in hefðu allan tímann verið hár- rétt og jöfn, allt til loka. En í samtölum sínum við þýzka tog- arann greindi danski loftskeyta- maðurinn aldrei frá líðan far- Bandaríska strandgæzluskipið Campbell. ofan á allt bættist hríðin og þok- an. Skyggni var mjög slæmt, sterka kastljósið gagnaði lítið og við urðum að fara lúshægt til þess að eiga ekki á hættu að rek- ast á ísjaka. En neyðarblysin sáum við ekki. Við komum á slysstaðinn í sama mund og við heyrðum síðustu merkin frá „Hans Hed- toft“; En við urðum einskis vís- ari. Tilhugsunin um það, að við hefðum siglt fram hjá sökkvandi skipinu eða skipbrotsmönnum í bátum er verst. Skyggnið var svo slæmt, að slíkt er vel hugs- anlegt. Við vorum einu sinni nær búnir að rekast á geysimikinn ís- jaka — og þá hefði farið fyrir okkur eins og „Hans Hedtoft". Það var ákaflega lítið gagn að ratsjánni. Jakarnir mara í kafi, sumir þó stórir séu — og öld- urnar skolast jafnvel yfir þá. Þess vegna var oft erfitt að greina öldutopp frá jaka. En eitt sinn sigldum við fram á geysi- mikinn jaka og þá vildi það okk- ur til happs, að ljóskastaranum var einmitt þá stundina beint fram fyrir skipið, því við skyggndumst jafnan til beggja hliða með kastaranum. Um leið og jakinn sást var sett á fulla ferð aftur á bak — og við slupp- um naumlega. Um kvöldið varð togarinn að hörfa af slysstaðnum vegna íss- ins. Þá var hann orðinn svo þétt- ur, að togarinn var í bráðri þega né áhafnar, né ástandi björgunarbátanna. — Það bendir til þess, að allt hafi borið að mjög skyndilega, enginn hafi átt- að sig á því, hvað var að gerast, enginn hafi haft tíma til að átta sig, sagði þýzki loftskeytamað- urinn. Tíu mínútum, áður en ég heyrði síðast til „Hans Hedtofts", báðum við Danina að skjóta neyðarblysum. Við vorum þá mjög nærri, höfðum verið 25— 30 sjómílur frá slysstaðnum, þeg- ar við lögðum af stað. Togarinn er nýtízkulegur mjög, tveggja ára gamall og gengur 13 hnúta. En vegna íssins urðum við að fara mjög varlega. Veður var hvasst, öldur háar, en mikill rek- iís. stórir jakar innan um — og hættu. Morguninn eftir var leitin hafin af nýju. Molatr um fólkið á „Hans Hedtoft“ Meðal þeirra 95 manna, sem voru á danska Grænlandsfarinu „Hans Hedtoft“, voru 19 konur og 6 börn. Ungur húsasmiður var á leið heim til Danmerkur ásamt unnustu sinni eftir 6 ára dvöl í Grænlandi og var ætlunin að þau gengju í hjónaband 14. febr. Síðan höfðu þau í hyggju að fara aftur til Grænlands og setjast þar að. Meðal farþeganna var Sigurd Nielsen læknir, sem hefur und- anfarin tvö ár haft umsjón með einustu fljótandi berklarann- sóknarstöð í heimi, skipinu „Misigsut". Kona hans og börn búa í Grænlandi. Starfsbróðir hans, Poul Erik Rasmussen. Bentzen skipslæknir, hefur lifað viðburðarríku lífi. Hann fæddist í Julianehaab, þar sem faðir hans var læknir, tók stúdents- próf og læknapróf í Danmörku, tók þátt í sjöunda Thule-leið- angrinum 1933, settist að í New York 1938 og stundaði þar læknisstörf, þangað til hann varð kapteinn í oandaríska hern- um 1944. í maí 1945 kom hann aftur til Danmerkur í SHAEF- sendinefndinni og hefur síðan 1947 verið skurðlæknir í New York, Saudi-Arabíu, Thule, Syðra-Straumfirði, á gúmmekru í Líberíu og á Keflavíkurflug- velli. Móðir hans er enn á lífi og býr í Danmörku. Þá voru með skipinu dönsk skólastjórahjón, sem hafa starfað í Grænlandi undanfarin 12 ár. Skólastjórinn var á leið til Dan- merkur til að ganga undir lækn- isaðgerð. Einnig ætlaði hann að heimsækja foreldra sína, sem eru enn á lífi í Haderslev. Frú Ellen Höegh tannsmiður var grænlenzk, dóttir hins nafn- kennda smíðameistara Pavia Hö- eghs í Julianehaab og tengd danska þingmanninum Elias Lauf. Hún hefur verið búsett í Danmörku árum saman, en þar hlaut hún menntun sína. Karl Egede, meðlimur lands- ráðsins, er frá Narssak og aðeins þritugur að aldri. Hefur hann verið í fylkingarbrjósti græn- lenzkra framtaksmanna og gegnt ýmsum mikilvægum embættum í landi sínu. Hann var á leið til Hafnar til að taka þátt í ráð- stefnu um grænlenzk málefni. Adalbert Schula, verkfræðing- ur, fæddist í Mern og varð verk- fræðingur 1944. Vann hann í ýmsum rannsóknarstofum í Dan- mörku þangað til hann settist að í Suður-Ameríku 1947. Kom hann aftur til Danmerkur 1951 og setti á stofn sykurverksmiðju. Anders Kjær, blaðamaður, var 28 ára gamall og prentari að menntun. Hann hafði í tvör ár unnið sem fréttamaður fyrir grænlenzka útvarpið og blaðið „Grönlandsposten" í Godthaab. Hann var á leið heim til Dan- merkur til að taka við frétta- ritarastarfi 1 Esbjerg fyrir stórt dagblað í Höfn. Kona hans, sem á von á barni, varð eftir í Græn- landi og ætlaði að fara á eftir honum síðar, en hún starfar einnig við grænlenzka útvarpið. Anker Lemvig, kennari, var á leið til Danmerkur til að taka þátt í námskeiði, en skildi konu sína og grænlenzkt kjörbarn eft- ir heima. Sören Salling, trésmíðameist- ari, var ókvæntur. Hann var Jóti, en rak stærsta einkatrésmíðafyr- irtæki í Julianehaab. Preben Saggau, húsameistari, var 38 ára gamall og tæknilegur ráðunautur landshöfðingjans í Godthaab, þar sem kona hans og börn eru búsett. P. L. Rasmussen, skipstjóri á „Hans Hedtoft" var 58 ára gam- all og hefur siglt á Grænland meira en hálfa ævina. Hann er talinn mjög reyndur og gætinn skipstjóri. Rasmussen lætur eftir sig konu og þrjá uppkomna syni. H. M. Bang, fyrsti stýramaður, var 33 ára og naut einnig mikils álits. Hann lætur eftir sig konu. Svend Aage Christensen, fyrsti vélstjóri, var 43 ára. Hann var með í þessari ferð af tilviljun, þar sem fyrsti vélstjóri á „Hans Hedtoft" veiktist skyndilega af inflúenzu rétt áður en skipið lagði af stað. Christensen hefur siglt á Grænland í 10 ár. Aðrir meðlimir áhafnarinnar voru um eða innan við þrítugt, nema loftskeytamaðurinn sem var 58 ára. Yngsti áhafnarmeð- limurinn var 17 ára. Á skipinu voru 4 skipsjómfrúr. Jtudolf Thjellesen, vélstjóri, sem fékk inflúenzu og gat ekki larið með „Hans Hedtoft“. Á myndinni situr hann við útvarps- tæki sitt og hlustar á fregnina um örlög félaga sinna. Ónefndur gefur 40,000 kr. í LandgrœSsiusjóð Hart að mega ekki gefa fósturjörðinni skilding án þess að tefla á tvœr hœttur LANDGRÆÐSLUSJÓÐI, sem nú er að verða ein öflugasta stoð skógræktar í landinu, hefur bor- izt stórhöfðingleg peningagjöf frá manni nokkrum, sem ekki vill láta nafns síns getið. Er hér um að ræða 40,000 krónur. í sambandi við þessa höfðing- legu gjöf ræddi Hákon Bjarna- son nokkuð um Landgræðslusjóð inn, og gjafir til skógræktar í landinu. Landgræðslusjóði berast oft miklar gjafir, sagði Hókon. Ann- ars eykst höfuðstóll hans af sölu jólatrjáa, en með henni er nokk- urn veginn unnt að halda í horf- inu, þannig að sjóðurinn rýrni ekki vegna sífelldrar lækkunar krónunnar, og einnig af gjöfum manna og áheitum, en þau auk- ast stöðugt. Landgræðslusjóður stendur nú undir miklum hluta af trjáplöntu uppeldi í landinu, og eru til þess notaðar tekjur þær, er sjóðurinn fær af merktum vindlingum. Ár- ið 1957 voru þessar tekjur rösk 1,1 milljón króna, en 1958 tæp 1,3 milljón króna. — Án þessa tekjustofns hefði ekki verið unnt að koma uppeldi trjá- plantna á þann rekspöl, sem raun er á orðin. Ýmsir hafa á undanförnum ár- um gefið fé til gróðursetningar. Er ekki ósjaldan að menn bjóð- ast til þess að kosta gróðursetn- ingu á ákveðið landssvæði. Oft- ast eru slíkar gjafir nafnlausar af skiljanlegum ástæðum, og það er í sannleika hart að mega ekki gefa sjálfri fósturjörðinni smá- skilding án þess að eiga á hættu að verða eltur af skattheimtu- mönnum, sagði skógræktarstjóri. Þá eru menn byrjaðir á að gróð- ursetja minningarlundi um merka menn, er þjóðin stendur í þakkarskuld við. Þannig var gróðursettur minningarlundur Halldórs Vilhjálmssonar skóla- stjóra á Hvanneyri á sl. sumri, og gerðu það gamlir nemendur hans. „Afbrýðisöm eigin- kona46 sýnd í Hveragerði HVERAGERÐI, 30. jan. — Sl. sunnudag sýndi Leikfélag Hafnar fjarðar leikritið „Afbrýðisama eiginkonu“ hér í Hveragerði. Sýn- ingarnar voru tvær. Var húsfyll- ir í bæði skiptin, og leikurum og leikstjóra klappað ákaft lof í lófa. — G.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.