Morgunblaðið - 03.02.1959, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 3. febr. 1959
13
Hlustað á útvarp
Paul Pampichler,
hljómsveitarstjóri
Takmarkað frelsi
BÚDAPEST, 31. jan. — Ung-
verska stjórnin hefur sent banda-
ríska sendiráðinu í Búdapest orð
sendingu þess efnis, að nauðsyn-
legt verði að takmarka diolomat-
iskt frelsi sendiráðsins þar eð
starfsmenn þess stofni öryggi
Ungverjalands í hættu. Fulltrúi í
bandaríska sendiráðinu gekk á
fund innanríkisráðherrans og af-
henti honum orðsendinguna aft-
ur, sagði ekki vera hægt að veita
henni viðtöku sakir ósanninda
þeirra sem í henni fælust.
Sinfóníuhljómsveitin
heldur tónleika nk.
fimmtudag
Á efnisskránni eru vel þekkt og vinsœl verk
NÆSTKOMANDI fimmtudag, 5.
KOMIÐ HEFUR fyrir að menn
hafa talað við mig og fundið að
því, að ég hef ekki skrifað skamm
ir eða ónot um útvarpið og þá
er komið hafa fram í útvarpi.
Ég hef stundum fundið að ýmsu
er flutt hefur verið og jafnvel
dæmt það hart, t.d. sum leikritin
o. fl. En mér finnst skemmti-
legra að vera mildur í dómum
og fara fleiri orðum um það sem
vel er gert, en hitt að vera stöð-
ugt að leita að því sem snúa má
út úr og fetta fingur út í eins og
sumt fólk og blaðsneplar virðast
hafa mikla ánægju af að gera.
Ég mun aldrei fylla þeirra flokk
og læt mig litlu skipta hvað
slíkir menn segja um mig og
aðra. Ég tel ríkisútvarpið, hér,
hafa löngum verið og vera enn
þá ágætt, þegar á allar aðstæður
er litið. Snjöllustu og gáfuðustu
og bezt menntuðu menn þjóðar
vorrar hafa komið þar fram all-
flestir, eða verk þeirra verið flutt
í útvarpinu. Auk þess hafa ung
skáld, listamenn og fræðimenn
jafnan átt góðan aðgang að út-
varpinu með það, sem þeir hafa
haft fram að bera. Ég held að
útvarpið hér sé engu lakara en
önnur útvörp í nágrannalöndun-
um. Það mætti þá helzt segja, að
fréttastofan gæti verið betri, eink
um innlendar fréttir, sem oft eru
litlar og lélegar. En þetta stend-
ur vonandi til bóta. Ég ætla ekki
að skrifa um músik útvarpsins,
aðeins geta þess, að hinir mörgu
óskalagaþættir mættu hverfa að
undanskildum óskalögum sjúkl-
inga, sem sjálfsagt er að halda
áfram. Gamanþættir eru að vísu
fáir og færri en annars staðar
er venja, en í erlendum útvörpum
eru gamanþættirnir oft mesta
þunnmeti, kannske nærri því að-
eins fíflalæti.
★
Leikritið Nína eftir André
Roussin í þýðingu Sigríðar Pét-
ursdóttur þótti mér' mjög lélegt.
Ég gat alls ekki skilið fólk það
er þar var sýnt. Ekki var þetta
gamanleikur og því síður sorgar-
leikur, til þess voru persónurnar
allt of skepnulegar og lítilfjör-
legar. Mér fannst þetta eitt af lé-
legustu útvarpsleikritum sem
flutt hafa verið, bæði langt og
leiðinlegt.
★
Sverrir Kristjánsson flutti 3.
erindið um hnignun og hrun
Rómaveldis. Sverrir hefur trausta
og grunnmúraða þekkingu á sagn
fræði, talar vel og skipulega.
Fyrirlestrar hans um þetta merka
mál í sögu vesturlanda hafa ver-
ið veigamiklir og ýmsar nýjar
kenningar komið fram um orsakir
að því, að hið volduga ríki Róm-
verja leið undir lok.
★
Dagur í eyjum, dagskrá á veg-
um Vestmannaeyingafélagsins
Heimakletts var gerð af Birni Th.
Björnssyni listfræðingi. Tókst
honum að gera þessa löngu dag-
skrá ánægjulega, fjölbreytta og
fróðlega, svo að fjöldi fólks
skemmti sér vel og veit nú miklu
meira um hinar merkilegu Vest-
mannaeyjar en áður.
★
Séra Sveinn Víkingur talaði
um daginn og veginn: Fjöidi
ungs fólks, slitið úr tengslum við
fortíðina, sagði hann m.a. T.d.
veit unga fólkið nú varla lengur
um komu þorra, góu og annarra
merkra timamóta. Séra Sveinn
sagði frá því, er hann var kenn-
ari á stóru heimili frostavetur-
inn mikia 1918 í Svínadal í Þing-
eyjarsýslu. Þar var stór bað-
stofa og sat þar allt fólkið á
kvöldin. Einn las í bók, m.a. skáld
sögur. Fólkið fylgdist vel með
lestrinum. Gömul kona sat þar
á rúmi sínu og táraðist oft, er
lesin voru áhrifamikil atriði. Karl
einn sat þar og spann hrosshár á
snældu. Hann mælti, er eitthvað
mergjað var lesið; „Ankoti er
hann fimur að ljúga“. Það var
hans mat á skáldskapnum. En
þar var vel fylgzt með. Eftir það
talaði séra Sveinn Víkingur um
skáld og listamenn. Sagði hann
réttilega: listamaður eða rit-
höfundur þarf meir en kunnáttu
og dugnað, hann þarf að eiga
neistann í sálinni, sem getur
kveikt bálið er skapar listaverk.
Það er ótrúlegt að menn geti
bara setzt við að skrifa, dag
eftir dag og framleitt einungis
listaverk, eða málað eða samið
músík endalaust án þess að meiri
hlutinn verði lélegt. Allt of marg
ir rembast við að koma út bók-
um eftir sig, sem oftast í stað
þess að vanda sig vel og skrifa
færri bækur. Tillaga sr. Sveins
um að veita skóldastyrk einungis
sem verðlaun fyrir sérstakar bæk
ur er að vísu athyglisverð, en
þó að ýmsu levti varhugaverð
og ranglát.
★
Ein af perlunum í bókmennt-
um Norðurlanda, skáldsagan
Viktoria eftir Knut Hamsun er
nú lesin í útvarpi af frú Ólöfu
Nordal. Þýðingin sem er afbragðs
góð, var gerð af Jóni Sigurðssyni
frá Kaldaðarnesi. Frú Nordal les
ljómandi vel.
★
Kvöldvakan 30. jan. var ágæt.
Fyrst talaði Ríkarður Jónsson,
myndhöggvari um austfirzk orð
og orðtök, fróðlegt erindi fyrir
þá mörgu er málvísindum unna.
NÝLEGA var formlega opnuð ný
sjúkradeild fyrir 44 sjúklinga í
Hrafnistu, dvaiarheimili aldraðra
sjómanna. Er deild þessi fyrst og
fremst ætluð vistmönnum heim-
ilisins, sem hjúkrunar og lækn-
ishjálpar þurfa, en í þau rúm,
sem auð kunna að standa, verða
teknir aðrir legusjúklingar. —
Læknir sjúkradeildarinnar verð-
ur Jón Þorsteinsson og yfir-
hjúkrunarkona Guðleif Ólafs-
dóttir.
í þessu tilefni bauð forstjóri
heimilisins, Sigurjón Einarsson,
fyrrv. skipstjóri, og kona hans,
Rannveig Vigfúsdóttir, frétta-
mönnum og fleiri gestum að
skoða heimilið og þá sérstaklega
sjúkradeildina.
Á Sjómannaheimilinu eru nú
76 vistmenn og er fullskipað í
öll herbergin. Seinna er áform-
að að byggja tvær vitsmanna-
álmur til viðbótar, þannig að
hægt verði að taka við 500
manns, og hefur eldhús, setu-
stofur, þvottahús og annað í að-
albyggingunni verið miðað við
þá tölu. Er allur útbúnaður
heimilisins hinn fullkomnasti, og
herbergi mjög vistleg. Salur-
inn, sem kvikmyndahúsíð var
um tíma rekið í, hefur nú verið
tekinn fyrir borðsal, eins og
áformað var í upphafi, en aðal-
setustofa er enn ekki komin í
notkun. 1 kjallara er m. a. vinnu-
stofa, þar sem vistmenn geta
unnið við að hnýta í öngla, setja
upp lóðir og hnýta net.
Hin nýja sjúkradeild er á
þriðju hæð í aðalbyggingunni.
Þar eru fimm átta manna stofur,
ein þriggja manna stofa, og ein
einstaklingsstofa með sérstök-
um snyrtiklefa, læknastofa, setu-
stofa sjúklinga og annað sem
sjúkradeild tilheyrir. Sjúkra-
stofurnar eru bjartar og málað-
ar í ýmsum litum, sérlega vönd-
uð rúm hafa verið fengin frá
Svíþjóð, fjaðradýnur gerðar í
Hafnarfirði og ullarteppi með
merki heimilisins ofin í Klæða-
verksmiðjunni Álafoss. Tvær
hjúkrunarkonur starfa nú þegar
Þá voru sungin lög eftir Sigvalda
Kaldalóns. Eiríkur Bjarnason
flutti annað erindið um hrakn-
inga á Eskifjarðarheiði eftir Berg
þóru Pálsdóttur frá Veturhúsum.
Sú kona kann að segja frá og rita
fallegt mál. Þessar hrakningafrá-
sagnir eru gott dæmi um erfið-
leika á vetrarferðum hér um fjall
vegi. Einnig góð lýsing á ísl.
hjálpsemi og gestrisni — fórnfýsi
sem ekki er unnin til þess að fá
greiðslu fyrir. — Valdimar Lár-
usson las upp kvæði eftir Vil-
hjálm Ólafsson frá Hvammi í
Landsveit. Er Vilhjálmur afar-
hagmæltur og virðist allgott
skáld. — Loks sagði Hallgrímur
Jónasson kennari frá ferð, sem
ekki var farin alla leið. Nefndi
hann erindið Nótt á Bláfellshálsi.
Var hann þar með hóp af skóla-
fólki í 3 bifreiðum. Þrátt fyrir
ágæta veðurspá skall á hríð
(þetta var í okt.). Hafði ferðinni
verið heitið til Hveravalla, en
Hallgrímur sneri aftur er hann
sá hvað verða mundi, en grenj-
andi hríð gerði á Bláfellshálsi,
bílarnir stöðvuðust og þar varð
fólkið að bíða alla nóttina. Allt
fór þó vel að lokum, unga fólkið
sýndi dugnað og þrek. Hallgrím-
ur sagði afbragðsvel frá þessum
hrakningum, var frásögnin öll
hin ágætasta einnig góð viðvör-
un til fólks að fara gætilega í
vetrarferðum.
★
I þessari viku flutti Einar M.
Jónsson erindi um hina frægu
Theodóru drottningu Justinianus-
ar keisara í Konstantínópel, ótrú-
lega en þó sanna sögu þessarar
stórbrotnu konu.
Þorsteinn Jónsson.
í deildinni. Öll tæki á deild þessa
útvegaði Friðrik Dungal, mál-
un annaðist Anton Bjarnason og
veggfóðrun Viktor Guðnason.
Fjölmargir aðrir hafa að sjálf-
sögðu lagt þar hönd að verki.
Eftir að gestir höfðu gengið
um Sjómannaheimilið og skoðað
sjúkradeildina, var boðið til
kaffidrykkju í hinum stóra
borðsal heimilisins. Bauð Sigur-
jón Einarsson gesti velkomna og
lýstí sjúkradeildina formlega
opnaða frá þessum degi. Færði
hann Reykjavíkurbæ, ríki og
allri þjóðinni þakkir fyrir það
sem þessir aðilar hefðu látið
Sjómannaheimilinu í té. Sagði
hann, að síðan Sjómannaheimil-
ið var opnað árið 1957, hefði
smám saman miðað í rétta átt,
en margt væri þó enn ógert.
Næstur talaði Sigurður Sig-
urðsson, heilsugæzlustjóri. Sagði
hann að Sjómannadagsráð hefði
sýna mikinn dugnað og fyrir-
hyggju að reisa sérstaka sjúkra-
deild við þessa stofnun. Mikla
nauðsyn bæri til að séð væri vel
fyrir öldruðu fólki og að hjúkr-
unar- og sjúkradeildir kæmust
upp við allar slíkar stofnanir.
Taldi hann að sjúklingar ættu að
geta notið áframhaidandi með-
ferðar á sjúkradeild þessari eftir
að þeir hefðu fengið sjúkdóms-
greiningu og fyrstu læknismeð-
ferð á spítölum með fulikomn-
ari útbúnað. Próf. Snorri Hall-
grímsson tók í sama streng, sagði
það stórt spor í rétta átt að reisa
slíka sjúkradeild. Kvaðst hann
vonast til að Landsspítalinn gæti
haft góða samvinnu við sjúkra-
deild þessa og báðir aðilar haft
gagn af.
Aðrir ræðumenn voru Bryn-
jólfur Árnason, stjórnarráðsfull-
trúi, sem flutti kveðju og árn-
aðaróskir frá Friðjóni Skarphéð-
inssyni, heilbrigðismálaráðherra,
Henry Hálfdánarson, formaður
Sjómannadagsráðs Reykjavíkur
og Hafnarfjarðar og Sigurður
Björnsson frá Veðramóti, sem
talaði fyrir hönd Reykjavíkur-
bæjar.
febrúar, heldur Sinfóníuhljóm-
sveit fslands tónleika í Þjóðleik-
húsinu. Hefjast þeir kl. 8:3Q síðd.
— Er nú orðið alllangt síðan
Sinfóníuhljómsveitin hefir látið
til sín heyra á opinberum tón-
leikum, enda hefir hún allt frá
miðjum desember eingöngu starf-
að á vegum Þjóðleikhússins og
Ríkisútvarpsins.
★
Jón Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri hljómsveitarinnar, tjáði
fréttamönnum sl. föstud. að nú á
næstunni yrðu hins vegar nokkrir
hljómleikar með skömmu milli-
bili — og væru ýmsar nýjungar
á döfinni. Ekki skýrði hann þó
frekar frá því, í hverju þær nýj-
ungar væru fólgnar.
„Léttir“ tónleikar
Viðfangsefnin á tónleikunum á
fimmtudaginn verða öll af „létt-
ara taginu", eins og það er stund-
um orðað — þ. e. a. s. allt vel
þekkt og vinsæl verk. — Stjórn-
andi sveitarinnar verður Paul
Pampichler, en einsöngvarar
verða þau frú Þuríður Pálsdóttir
og Guðmundur Guðjónsson. —
Þuríði er óþarft að kynna —
hún er löngu viðurkennd sem
ein fremsta söngkona okkar —
en Guðmundur, sem er ungur og
lítt reyndur söngvari, hefir vak-
ið óskipta athygli undanfarið,
ekki sízt fyrir ágæta meðferð
sína á hinu vandasama hlutverki
Almaviva greifa í „Rakaranum
frá Sevilla“, sem sýndur hefir
verið í Þjóðleikhúsinu, síðan um
jól.
Efnisskráin
Efnisskráin á tónleikunum n.k.
fimmtudag verður þannig: Fyrst
flytur hljómsveitin hinn vinsæla
forleik að Jónsmessunætur-
draumi Mendelssohns, en 150 ára
afmæli tónskáldsins er í dag. —
Mun afmælisins enn frekar
minnzt á næstu tónleikum. Mend
elssohn var aðeins 18 ára gamall,
er hann samdi forleikinn, og „má
segja, að hann sé fullur af æsku-
fjöri og andagift — og sumir telja
hann eitt það bezta, sem eftir
Mendelssohn liggur“ — eins og
Jón Þórarinsson komst að orði
á blaðamannafundinum sl. föstu-
dag. — Næst á efmsskránni er
einsöngur. Frú Þuríður Pálsdótt-
ir syngur „Kossavísur" eftir Pál
ísólfsson og „Vöggukvæði" Emils
Thoroddsens, en Guðmundur
Guðjónsson syngur „Vorgyðjan
kemur" eftir Árna Thorsteinsson
og „Kveðju“ eftir Þórarin Guð-
mundsson. — Þá leikur hljóm-
sveitin „L’Arlesienne“-svítuna
eftir Bizet.
Að loknu tónleikahléi flytur
hljómsveitin svo forleik að ópe-
rettunni Skáld og bóndi eftir
Suppé, en að því búnu syngur
Guðmundur aríu úr óperunni
Mörtu eftir Flotow og Þuríður
„La danza“ eftir Rossini. Þá
syngja þau einn óperudúett, og
síðan lýkur hljómleikunum með
marsinum „Pomp and Circum-
stance" eftir enska tónskáldið
Edward Elgar.
Sinfóníuhljómsveitin hefir áður
haldið nokkra slíka „létta“ tón-
leika, og eru þeir liður í þeirri
viðleitni að ná til sem flestra
hlustenda. — Hafa þessir tón-
leikar orðið mjög vinsælir meðal
almennings.
Íbúð í vesturbænum
Höfum til sölu nýja glæsilega íbúð, næstum fullgerða, í
Hagahverfinu. íbúðin er 140 ferm., 5 herbergi, eldhús,
bað, skáli o.fl. Stórar og góðar svalir.
FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN,
(Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4.
Símar: 13294 og 14314.
Til sölu
Til sölu er mjög vandað einbýlishús við Teigagerði
í Smáíbúðahverfinu. Húsið er ein hæð 110 fermetrar
5 herbergja íbúð.
Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR
Austurstræti 9 — Sími 14400
Vönduð sjúkradeild opn-
uð í Sjómannaheimilinu
Þar eru rúm fyrir 44 sjúklinga