Morgunblaðið - 03.02.1959, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐIh
Þriðjudagur 3. febr. 1959
Björgunarstöð
SVFÍ í Reykjavík
AÐ undanförnu hafa verið haldn-
ir aðalfundir margi-a deilda Slysa-
varnafélags Islands víða um ]and-
ið og mikill áhugi verið ríkjandi
fyrir nýrri öflugri sókn í slysa-
varnamálum, bæði á sjó oð landi.
Er mikil gróska í félagsstarfinu
og f jölgar meðlimum Slysavarnafé
lagsins ár frá ári, og í sumum
hreppum eru allir íbúamir í félag-
inu. Félagið hefur eins og alltaf
áður mörg verkefni að leysa, þrátt
fyrir að því hefur orðið mikið
ágengt á liðnum árum. Meðal ann-
arra framkvæmda, seim verið er
að gera eða híða úrlausnar, eru
endurnýjun margra skipbrots-
mannaskýja, bygging annarra, þar
sem þess er þörf_ endumýjum og
endurbætur á ýntsum tækjum
björgunarsveitanna allt í kringum
landið, ennfremur er mikil nauð-
syn á aukinni fræðslu í umferðar-
málum og hjálp í viðlögum einnig
á leiðbeiningum um öryggi á vinnu
stað, fjölgun björgunarskipanna
og meira framlag til sjúkraflugs-
ins. Þar að auki er Slysavarnafé
lagið að reisa björgunarstöð í
Reykjavík, sem jafnframt verður
nokkurs konar félagsheimili allra
deilda þess. Hefur því verið valinn
staður við höfnina og er það vel
til fundið, þar eð vagga félagsins
stóð meðal sjómanna. Auik frana-
laga, er áður hefur verið getið,
hafa félaginu nýlega borizt mörg
og góð framlög frá deildum þess,
m.a. rúmar 20 þús. krónur frá
kvennadeild S.V.F.Í í Garðinum,
þar af 8 þús til Slysavarnahúss-
ins, frá kvennadeildinni í Kefla-
vík rúml. 60 þús. krónur þar af
10 þús. til hússins. Kvennadeild-
in í Vestmannaeyjuim hefur af-
hent yfir 80 þús., þar af 20 þús.
til hússins og að síðustu 50 þús.
frá Slysavamadeildinni Ingólfur í
Reykjavík í sama skyni.
Þórunn Cuðmundsdótfir
vann 10,000 krónurnar
Er vökukona á Kleppi og hefur góðan
tíma til lesfurs
ÞÓRUNN Guðmundsdóttir svar-
aði á sunnudagskvöldið síðustu
spurningunni úr Eddukvæðunum,
sem lögð var fyrir hana í út-
varpsþættinum „Vogun vinnur —
vogun tapar“ og vann þar með
til hæstu verðlauna, kr. 10.000.
Fréttamaður blaðsins átti i gær
stutt samtal við Þórunni, og
spurði hana m. a. hvernig hún
hefði aflað sér þessarar afburða
þekkingar á Eddukvæðunum.
Hún kvaðst lesa geysimikið og
eiginlega hvað sem væri, ef því
Húseignin var séreign konunnar
þcrtt hennai væri ekki getið í kaupmála
í HÆSTARÉTTI hefur verið
kveðinn upp dómur í máli er reis
út af framkvæmd fjárnáms í hús-
eign. Það er Agnar Gústafsson
hdl. hér í bænum, sem krafðist
þess að fjárnám yrði gert í eign-
um Axels Sigurðssonar, Melgerði
21, fyrir skuld að upphæð rúm-
lega 30 þús. kr. ásamt vöxtum
frá 22. nóv. 1947, rúmlega 1600
kr. í orlofsfé og greiðslu máls-
kostnaðar.
Þegar fjárnámsgerðin var tek-
in fyrir hinn 8. febr. 1958, var
því haldið fram af gerðarþola
að húseignin væri séreign konu
hans, Guðrúnar Sæunnar Guð-
mundsdóttur, samanber kaup-
mála þeirra hjóna um eignir
hennar.
Gerðarbeiðandi taldi, þar eð
ekki sé getið sérstaklega í kaup-
málanum þeirrar eignar, sem um
er deilt, þá beri að líta svo á, að
húseignin sé félagseign þeirra
hjóna og því megi gera fjárnám
til lúkningar skuldum gerðar-
þola.
Það kom fram að kona gerðar-
þola Guðrún Sæunn, hafði keypt
húseignina fyrir peninga, sem
voru séreign hennar og hún undir
ritað kaupsamninginn um hús-
eignina og hún þúnglýst eign
hennar.
í undirrétti urðu úrslit máls-
ins þau, að hin umbeðna fjár-
námsgerð var ekki látin fram
fara. í forsendum úrskurðarins
um þetta segir svo:
„Fasteign þessi var ekki til,
þá er kaupmáli þeirra hjóna var
gerður, og ekki er á það minnzt
í kaupmálanum, hvernig fara
skyldi um fasteignir, er þau hjón
kynnu að eignast. Aftur á móti
segir þar, að þeir fjármunir, sem
kona gerðarþola kynni að eign-
ast sem gjöf eða arf eða fyrir
eigin starfsemi, skuli vera sér-
eign hennar. Hefur gerðarbeið-
andi nú haldið þvi fram, að með
því að fasteigna sé ekki getið
í kaupmálanum, verði að telja
umrædda húseign, sem að vísu sé
skráð á nafn konu gerðaþola,
vera eign félagsbúsins, og megi
því að henni ganga til lúkningar
skulda gerðarþola sjálfs ...“
„Fyrir liggur í málinu, að
Guðrún Sæunn Guðmundsdóttir
hefur gert kaupsamning um um-
rædda fasteign. Hún hefur gefið
út skuldabréf í því sambandi, og
hún er þinglesinn eigandi eignar-
innar. Samkvæmt skilríkjum
þeim, sem lögð hafa verið fram í
málinu og ekki verður talin á-
stæða til að véfengja, verður
ekki betur séð en að hún hafi
verið fjárhagslega fullfær um að
eignast fasteignina og að inna af
hendi afborganir og vexti með
eigin aflafé og því, sem börn
hennar hafa látið henni í té. Með
tilliti til 3. liðar kaupmálans, ber
að líta á fasteign þessa sem sér-
eign Guðrúnar Sæunnar Guð-
mundsdóttur, og þykir því ekki
fært að gera fjárnám í eigninni
fyrir dómskuld þeirri, sem úm
ræðir í máli þessu, þar eð dóm-
urinn kveður ekki á um skyldu
hennar til að inna af hendi þar
greindar upphæðir."
Að niðurstöðu til staðfesti
Hæstiréttur þennan úrskurð og
segir m. a. í forsendum dómsins:
Kristján Kristjánsson, borgar-
fógeti í Reykjavík, hefur kveðið
upp hinn áfrýjaða úrskurð.
Áfrýjandi (Agnar Gústafsson)
hefur hvorki fært sönnur á, að
húseignin nr. 21 við Melgerði sé
hjúskapareign stefnda Axels Sig-
urðssonar né sameign hans og
konu hans, stefndu Guðrúnar S.
Guðmundsdóttur. Verður því eigi
gert fjárnám í húseigninni fyrir
dómskuld á hendur stefnda Axel.
Með þessum athugasemdum ber
að staðfesta úrskurð fógeta.
Eftir þessum málsúrslitum er
rétt ,að áfrýjandi greiði stefndu
málskostnað fyrir hæstarétti.
væri að skipta. Með því að lesa
mikið héldi fólk lengur sínum
námsgáfum og fengi svolitla þjálf
un i að beita huganum. Hún
kvaðst vera vökukona á Kleppi
og hefði því gott næði til lesturs.
Einkum sagðist Þórunn þó hafa
yndi af ljóðum, bæði nýjum og
gömlum. Og aðspurð tók hún því
ekki fjarri að hún hefði getað
valið sér önnur viðfangsefni á
sviði ljóðlistar til að glíma við.
Þó væri það þannig með þá sem
læsu mikið, að þeir kynnu yfir-
leitt sitt lítið af hverju, og vissu
varla fyrr en þeir færu að leggja
það niður fyrir sér hvað þeir
kynnu. í keppnina kvaðst hún
eingöngu hafa farið sér til
skemmtunar og til tilbreytingar.
Og um val viðfangsefnisins hefði
enginn haft áhrif á sig, því hver
og einn yrði að gera það upp við
sig sjálfur hvað hann treysti sér.
Hvort hún hefði ekki verið
sigurviss á sunnudagskvöldið, þar
sem hún hafði á takteinum svo
ágæt kveðjuorð til útvarpshlust-
enda? — Ja, mér fannst tilhlýði-
legt að kveðja hlustendur með
nokkrum orðum, hvort sem ég
stæði eða félli og var svolítið búin
að hugsa mér hvað ég vildi segja.
hvernig sem færi, svaraði Þór-
unn.
Og til hvers hún ætlaði að nota
þessar 10.000 kr.? — Þessiupphæð
veitir nú ekki möguleika til
neinnar stórkostlegrar eyðslu,
ekki sízt þar sem frá dragast
skattar og lögleg gjöld til ríkis
og bæjar, sagði Þórunn.
Þórunn Guðmundsdóttir er
ættuð vestan úr Önundarfirði,
dóttir Guðmundar A. Eiríkssonar
bónda og hreppstjóra sem var á
Þorfinnsstöðum. Hún gekk í
Kvennaskólann í Reykjavík og
stundaði einn vetur nám í
Kennaraskólanum. Eftir það
fékkst hún við barnakennslu á
ýmsum stöðum úti á landi, þang-
að til hún fluttist til Reykjavík-
ur, og í liðlega áratug hefur hún
nú vakað yfir sjúklingum á
Kleppi.
Gestur Jónsson, frá
Skeiði — Minningarorð
í dag verður jarðsettur frá Sel-
árdalskirkju í Arnarfirði Gestur
Jónsson, bóndi, frá Skeiði, er lézt
að hjúkrunarheimilinu Sólvangi
í Hafnarfirði hinn 23. janúar s.l.,
eftir 14 daga legu þar.
Gestur var fæddur 21. nóv.
1874, að Innri-Múla á Barða-
strönd. Foreldrar hans voru Ingi-
björg Jónsdóttir og Jón Einars-
son.
Barn að aldri missti Gestur
föður sinn og 10 ára fer hann
frá móður sinni, til þess að vinna
fyrir sér. Vorið 1901 réðst Gest-
ur, sem vinnumaður til séra Lár-
usar í Selárdal, sem rak stórt
bú og útveg á staðnum. Fól séra
Lárus honum hin vandasömustu
störf búsins, enda var Gestur vel
til þess fallinn, því hann var af-
bragðs verkmaður og hagur vel.
í mannskaðaveðrinu mikla, haust
ið 1900, þegar 18 menn fórust úr
Dalahreppi og þar af 15 frá Sel-
árdal, var meðal annarra, sem
fórust, Þórður Davíðsson, kenn-
ari og bóndi, á Skeiði í Selárdal.
Lét hann eftir sig konu, Bjarg-
hildi Jónsdóttur, ljósmóður,
ásamt 4 ungum börnum þeirra.
Þá tók við búsforráðum hjá
Bjarghildi aldurhniginn tengda-
faðir hennar, Davíð Snæbjarn-
arson frá Vörðufelli í Lunda-
reykjadal.
Vorið 1903 fluttist Gestur að
Skeiði og gerðist ráðsmaður hjá
Bjarghildi og bjuggu þau þar
myndarbúi til ársins 1942, er þau
fluttu að Bakka í Arnarfirði, en
hættu búskap þar tveim árum
síðar, þegar þau fluttust til Bíldu
dals og áttu þar heima næstu
átta ár. Þaðan fluttust þau til
Reykjavíkur og bjuggu hjá Guð-
rúnu, dóttur Bjarghildar, í Efsta
sundi 59.
Fanfani dregur
sig
hlé
RÓM, 31. jan. — Fanfani hefur
sagt af sér framkvæmdastjórn
Kristilega demókrataflokksins, en
hann hefur undanfarin 5 ár gegnt
forystuhlutverki í flokknum.
Fanfani segist nú ætla að draga
sig í hlé til þess að rýma fyrir
yngri mönnum og stuðla að því
að eining verði með flokksmönn-
um, en hann kennir óeiningu inn-
an flokksins stjórnarfallið á dög-
unum.
Enn nokkrar
r • *•
oeiröir
LEOPOLDVILLE, 31. jan. —
Frá því óeirðirnar hófust hér í
borg hafa samtals 1,500 Afríku-
menn verið handteknir. í gær
voru 620 manns handteknir á
þessum slóðum, en þeim verður
flestum sleppt eftir yfirheyrslu
og hinir innfæddu sendir heim
til þorpa sinna, en þeir eru víðs
vegar að, sem þátt taka í upp-
þotunum. —
Gífurleg offramleiðsla í
bandarískum landbúnaði
WASHINGTON, 29. jan. Reuter.
Eisenhower Bandaríkjaforseti hef
ur lagt til við þingið, að sett
verði ný lög um uppbótargreiðsl-
ur til bænda og þær minnkaðar
og greiðslukerfið gert sveigjan-
legra en nú er. Segir forsetinn,
að þrátt fyrir margvíslega við-
leitni á undanförnum árum til að
draga úr landbúnaðarframleiðslu
í Bandaríkjunum, bafi allt annað
orðið uppi á teningnum, og gíf-
urlegar umframbirgðir hafi safn-
azt fyrir í vöruskemmum hins
opinbera. Fari þær sífellt vax-
andi ár frá ári.
Til marks um þetta eru nú um-
frambirgðir af hveiti svo geysi-
miklar, að jafnvel þótt engin
hveitiuppskera fengist á þessu ári,
verða til nægilegar birgðir fyrir
heimamarkaðinn, til útflutnings
og til að gefa öðrum þjóðum, og
samt nauðsynlegar varabirgðir
fram til loka þessa árs
Þegar Bjarghildur og Gestur
bjuggu á Skeiði, voru hjá þeim
vandalaus börn á ýmsum aldri
til lengri og skemmri dvalar. Var
það jafnan þannig, að börn, sem
komið hafði verið til þeirra,
vildu helzt ekki fara þaðan aft-
ur. Fór þvi oft svo, að börn
ílengdust þar í mörg ár. Ólust
þar alveg upp Salómon Einars-
son, nú kaupfélagsstjóri í Haga-
nesvík og Þorbjörg Hálfdánar-
dóttir, sem gift var Þorsteini
Þorsteinssyni, framkvæmda-
stjóra í Reykjavík, en hún er
nú látin fyrir mörgum árum.
Ég, sem þessar línur rita, var
hjá þeim, sem ungur drengur í
nokkur sumur og minnist þeirra
ætíð með miklu þakklæti fyrir
alla þá umönnun og hjartahlýju,
sem þau sýndu mér, sem og öðr-
um börnum, sem hjá þeim dvöld-
ust. Þegar ég var þar, voru á líku
reki og ég, Davíð og Sigurður,
synir Bjarghildar, og Guðrún,
sem var yngst, en Ingibjörg var
tekin í fóstur til Gunnlaugs Pét-
urssonar og Margrétar Jónsdótt-
ur, að Háaleiti í Reykjavík.
Heimilið á Skeiði var annálað
fyrir gestrisni og var hverjum
vel fagnað, sem að garði bar.
Þó jörðin Skeiði væri ekki stór,
komust þau Bjarghildur og Gest-
ur vel af. Þar var líka útræði
og var Gestur góður sjómaður,
mikill aflamaður og skytta góð.
Var sama við hvað hann fékkst,
allt lék í höndum hans.
Mikið mótlæti urðu þau að
þola, Bjarghildur og Gestur.
Sumarið 1916 lézt Davíð, sonur
Bjarghildar úr mislingunum.
Hafði hann verið í Sjómanna-
skólanum um veturinn og var
mesti efnispiltur. Árið 1935 and-
aðist Sigurður, sem þá var orð-
inn þjónandi prestur í Vallanesi,
eftir langvarandi veikindi. Eina
dóttur eignuðust þau, Bjarghild-
ur og Gestur, en misstu hana
kornunga. Allt þetta mótlæti
báru þau með mikilii stillingu
og trúartrausti.
Eins og að framan greinir fluit-
ust þau, Bjarghildur og Gestur,
til Reykjavíkur frá Bíldudal, ár-
ið 1952 og settust að hjá Guð-
rúnu, sem veitti þeim alla þá að-
hlynningu og ástúð, sem hún
mátti og þar lézt Bjarghildur
árið 1954.
Hugurinn hvarflaði alltaf vest-
ur þegar vora tók. Gestur var
vanur að fara vestur í Arnarfjörð
á sumrin, átti þar nokkrar kind-
ur eftir að hann fluttist að vest-
an. Bjó hann jöfnum höndum á
Bíldudal og að Húsum í Selárdal
hjá Ingibjörgu, dóttur Bjarghild-
ar. Tvö s. 1. sumur bjó hann
einungis að Húsum.
Gestur hefur nú lokið langri
og gifturíkri starfsævi. Hann ósk
aði eftir að verða jarðsettur að
Selárdal og verður nú lagður til
hinztu hvíldar við hlið þeirrar
konu, sem hann unni og átti svo
lengi samleið með.
Allir þeir mörgu, sem þekktu
Gest, minnast hans, sem sér-
staks glæsimennis og drengskap-
armanns, sem alltaf lét gott af
sér leiða, hvar sem hann fór.
Guð blessi minningu þeirra,
Bjarghildar og Gests Jónssonar.
Loftur Bjarnason