Morgunblaðið - 03.02.1959, Page 8
8
MORCUIVBLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. febr. 1959
^J\i/enLjóÉin ocj LeimiíiÉ
Fólki, sem bakar af vankunnáttu,
hættir til að bruðla
segir Margrét Jónsdóttir í stuttu viðtali
SÍÐASTLIÐINN sunnudag hafði
Margrét Jónsdóttir, Bergþóru-
götu 1, kökusýningu hér í bæn-
um. Margrét á langa reynslu að
baki í kökubakstri, byrjaði að
baka flatkökur og pottbrauð á
hlóðum, 12 ára gömul, og hefur
undanfarin 33 ár bakað fyrir
húsmæður í Reykjavík. Frétta-
manni kvennasíðunnar lék því
forvitni á að sjá kökurnar henn-
ar og þóttist viss um að hún gæti
miðlað lesendum einhverju af
reynslu sinni í þessum efnum.
Á sýningunni voru 40 tegundir
af kökum, tertur, formkökur og
smákökur. Margrét hefur búið
uppskriftir sínar til sjálf eða
breytt öðrum uppskriftum eftir
því sem reynslan hefur kennt
henni. Nýlega gaf hún út lítinn
snotran bækling, „Kökur Mar-
grétar“, sem í er að finna 90
köku- og kremuppskriftir. Bók-
ina hefur hún sjálf til sölu.
Skreytingin á tertunum á sýn-
ingunni var ekki íburðarmikil, en
ákaflega smekkleg. — Það er
ekki svo mikið varið í að bera
sem mest í skreytinguna, segir
Margrét. Mest er um það vert að
hver kaka sé skreytt með því
sem bezt á við hana hvað bragð
snertir. T.d. á hindberjamauk
bezt við Týrólatertu-deigið mitt
(sjá annars staðar á síðunni),
því það er heldur bragðlítið.
Fyrir skömmu kvaðst kona nokk
ur hafa notað jarðarberjasultu í
þessa tertu og komst að raun um
að kakan missti við það sinn höf-
uðkost. Yfirleitt eru engar af
mínum kökum mjög sætar. Mér
finnst allt sætt svo væmið og
vont.
Vél vinnur verr en
mannshöndin
Mín reynsla er sú, að það sé
enginn mælikvarði á kökur hvort
mikið er í þær borið. Sumir halda
að kakan verði þeim mun betri
sem fleiri egg eru í henni. Þetta
er misskilningur. Oft vill það ein
mitt verða svo, að fólk sem bak-
ar af vankunnáttu, bruðlar. Það
er miklu meira virði að kakan
sé rétt blönduð. Hlutföllin verða
að sjálfsögðu að vera rétt, en
kakan getur orðið vond á bragð-
Nr. 7/1959.
Tilkynnmg
Innflutningsskrifstofam hefur ákveðið, að frá og með 1.
febrúar n.k. skuli fargjöld og flutningsgjöld innanlands,
á landi, sjó og í lofti, lækka um fimm af hundraði. Miðast
lækkunin við það, að hinir nýju taxtar verði fimm af
hundraði lægri en taxtar þeir, sem í gildi voru í nóv-
embermánuði s.l.
Þar sem sérstakir erfiðleikar kunna að vera á að fram
kvæma lækkun þessa fyrirvaralaust, er heimilt í sam-
ráði við verðlagsstjóra að fresta framkvæmd hennar
meðan á nauðsynlegum undirbúningi stendur. Þó skal
lækkunin koma til framkvæmda í síðasta lagi fyrir 5.
febrúar n.k.
VERÐLAGSSTJÓRINN.
Reykjavík, 31. janúar 1959.
IÐJA, félag verksmiðjufólks.
FramboBsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu
um kosningu stjómar, varastjórnar, trúnaðarmannaráðs,
varamanna í trúnaðarmannaráð og endurskoðenda Iðju,
félags verksmiðjufólks í Reykjavík, fyrir árið 1959.
Framboðsfrestur rennur út kl. 6. e h. miðvikudaginn
4. þ.m. og ber að skila listum (tillögum) í skrifstofu fé-
lagsins fyrir þann tíma. Hverjum lista skal fylgja skrif-
leg meðmæli 100 fullgildra félagsmanna.
Hver listi skal vera skipaður fullri tölu þeirra sem
kjósa skal.
Reykjavík, 2. febrúar 1959
IÐJA, félag verksiniðjufólks, Reykjavík.
ið þó þau séu það, ef blöndunar-
aðferðin er ekki sú rétta. Þess
vegna er nauðsynlegt að lesa vel
kökuuppskriftirnar og blanda
saman nákvæmlega eins og sagt
er fyrir. f flestar smákökur á t.
d. að nudda saman smjörlíkinu,
sykrinum og hveitinu, en þó eru
það nokkrar sem það á ekki við.
Ég hefi reynslu af því að ekki
er sama hvernig kakan er unn-
in. í átta ár kenndi ég bakstur á
námskeiðum. Þá fengu stúlkurn-
Margrét Jónsdóttir.
Dööluterta.
(Ein af tertum Margrétar).
350 gr. hveiti, 250 gr.
smjörlíki, 125 gr. púöursyk-
ur, 11/2 dl. síróp, 1 dl. mjólk,
2 e99, % tsk. engifer, %
tsk. allrahanda, 2 tsk. kanill,
2 tsk. lyftiduft.
Smjörlíkiö er látiö klökkna
og hrœrt meö sykrinum og
kryddinu, síöan eggjunum og
sírópinu. Þá er hveitiö látiö
í smátt og smátt ásamt lyfti-
duftinu og bleytt í meö
mjólkinni. Deigiö er bakaö í
skúffu meö sléttum botni og
smuröur smjörpappír lagöur
yfir botninn. Deiginu er
smurt jafnt yfir og bakaö
viö góöan undirhita og minni
yfirhita. Þegar kakan er
köld, er hvolft úr skúffunni
og pappírinn tekinn, kákan
skorin í j lengjur, jafn breiö-
ar, og þær smuröar meö
döölumauki. Kakan er klœdd
utan meö smjörkremi, dööl-
um raöaö ofan á hana og
brúnirnar skreyttar meö
kurluöu súkkulaöi.
P. s. — Margrét notar eig-
iö síróp í kökur sínar. Þaö
er búiö til úr 1 kg. af sykri,
6—7 dl. af vatni og 1 tsk.
af sálti. Sykurinn látinn á
pönnu og látinn brúnast,
vatninu bœtt í smátt og
smátt og svo sáltinu.
Tyrolarterta
(sem minnzt er á í viðtalinu)
250 gr. smjörlíki, 200 gr.
sykur, 100 gr. hveiti, j egg.
Smjörlíkiö er brœtt og hrœrt
þar til þaö storknar, þá er
sykurinn látinn í og hrært
lengi, þar nœst eggin, eitt í
senn, og alltaf hrært vel,
seinast hveitiö, lítiö í einu.
Bákaö í tertumóti meö laus-
um botni viö góöan hita.
Þetta veröa 3 botnar, sem
smuröir eru meö góðri sultu,
t. d. hindberjasultu, sem á
mjög vel við. Ekki er þörf
á aö skreyta þessa tertu, þar
sem botnarnir eru mjög
fállegir.
ar nákvæmlega sama magn og
sömu tegundir af efninu og stóðu
svo hlið við hlið við að hnoða
því saman, en deigið varð samt
ákaflega mismunandi hjá þeim.
Þar komu til greina hendurnar
og hnoðunarlagið.
—Notið þér hrærivél?
— Já, ég hefi því miður neyðzt
til þess síðustu fimm árin. Það er
hvíld í að hafa vélar, en þær
vinna aldrei eins vel og manns-
höndin. Áður hrærði ég allt með
handafli. Bakararnir verða líka
sterkir, bætti Margrét við og leit
niður á vöðvastælta handleggina
á sér.
Hver kona verður að þekkja
sitt eldfæri
— Og þér hafið auðvitað bakað
í margskonar eldfærum?
— Já, ég byrjaði að baka við
glóð austur í Loðmundarfirði, þeg
ar ég var 12 ára gömul. Þá voru
krakkar notaðir til alls og maður
komst strax upp á lag með þetta.
Til sölu er ný vönduð 4—5 herbergja íbúð á annari
hæði í Álfheimum70. íbúðin verður til sýnis í dag
þriðjudag milli klukkan 4—7 síðdegié.
íbúðir til sölu
Höfum til sölu í 3ja hæða húsi á bezta stað í Kópavogi
(við Hafnarfjarðarveg) íbúðir, sem eru 1 herbergi, 2 her-
bergi og 4 herbergi auk eldhúss, baðs, forstofu og annars
tilheyrandi. íbúðirnar eru seldar fokheldar með fullgerðri
miðstöð, öll sameign inni í húsinu múrhúðuð og húsið
múrhúðað að utan. Hægt er að fá íbúðirnar lengra komn-
ar. Verðið er mjög hagstætt. Minnstu íbúðirnar eru mjög
hagkvæmar einstaklingsíbúðir.
FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN,
(Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4.
Símar: 13294 og 14314.
Eftir að ég kom til Reykjavíkur
bakaði ég í kolaeldavél ú 14 ár,
og seldi kökur. Loks kom svo
rafmagnið til sögunnar. Það er
fjarska mikill munur að baka við
rafmagn. Sumar kökur er meira
að segja varla hægt að baka í
kolavél, t.d. Marengsterta, hana
má ekki baka við neinn hita að
ofanverðu. En þó flestir noti nú
orðið rafmagnsvélar, eru þær
mismunandi, auk þess sem raf-
straumurinn er mismikill eftir
því hvaða tími dags er. Það er
því ekki hægt að gefa upp alveg
nákvæman tíma og hita í köku-
uppskriftum. Hver kona verður
að þekkja sitt eldfæri.
Það þarf bæði vandvirkni og
nákvæmni til að baka góðar kölc-
ur. En svo einkennilegt sem það
virðist, þá er eins og maður finni
á sér hvað bezt muni vera á
bragðið, ef áhuginn er fyrir
hendi. Ég hefi aldrei lært neitt
nema af reynslunni. En ég hefi
alltaf haft svo mikið að gera, að
ég hefi lært að vinna mér létt.
T.d. er hagkvæmt fyrir hátíðar og
önnur tækifæri að hnoða öll deig-
in sama kvöldið og baka svo úr
þeim eftir því sem tími og tæki-
færi leyfa. Þetta ættu barnakon-
ur að nota sér.Þaðgeturkomið
sér vel fyrir þær að baka smám
saman úr deiginu á kvöldin, þeg-
ar krakkarnir eru sofnaðir.
— Hefur smekkur fólks á kök-
ur breytzt í þessi liðlega 30 ár,
sem þér hafið selt kökur?
— Nei, smekkurinn er sá sami.
Munurinn er sá, að fyrir 30 árum
hafði fólk svo litla peninga, að
það keypti ekki nema ódýrustu
kökurnar. Nú er sama hvað þær
kosta. Alltaf kann ég þó illa við
að þurfa að selja fólki mjög dýr-
ar kökur. En það liggur gífurleg
vinna í því að baka fínar tertur,
sem þarf að skreyta. Og það
versta er ,að fólk sækir þær ekki
alltaf, þegar það hefur sagzt ætla
að koma. Það hefur oft valdið
mér miklum erfiðleikum. Og nú
er ég að hætta að baka veizlu-
kökur, get það varla lengur. Samt
mun ég halda áfram að baka smá-
kökur og formkökur.
Engin kaka skemmdist
Þetta var einmitt tilefnið til
þess að Margréti langaði til að
sýna almenningi kökurnar sínar.
Og hún segir að þetta verði sín
fyrsta og síðasta sýning. Þó var
hún ekki nema 10 daga að baka
þessar 40 kökutegundir og undir-
búa sýninguna, og það eyðilagð-
ist ekki ein einasta kaka hjá
henni. Sýningin var vel sótt, hús-
fyllir allan daginn. 250 manns
skrifuðu í gestabókina, en að sjálf
sögðu fór hún framhjá fjölmörg-
um.
Þegar ég var búin að renna
niður síðasta bitanum af góm-
sætri eplaköku úr hnoðuðu deigi
og sandkökudeigi ofan á, með
eplamauki á milli og skreytta
eplum að ofan, þá kvaddi ég
Margréti og þakkaði henni fyrir.
Hún gaf mér góðfúslega leyfi til
að birta tvær af uppskriftunum
sínum. — E. Pá.