Morgunblaðið - 05.02.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.1959, Blaðsíða 1
46. árgangur 29. tbl. — Fimmtudagur 5. febrúar 1959 PrentsmiSja MorgnnblaSsIu Rauður bjarmi sást á tveim stöðum í náttmyrkrinu vestur af Grænlandi En þrátt fyrir hægara veður og betra skyggni bar leitin að Hans Hedtoft engan árangur Kaupmannahöfn, 4. febrúar — NTB. MENN í Grænlandi og á leitarskipum urðu sl. nótt varir við rauðleitan bjarma á tveimur stöðum úti við sjóndeildarhring. l»etta hefur orðið tilefni til þess að herða enn í dag leitina að braki úr skipinu Hans Hedtoft og víkka leitarsvæðið. — Þegar næturmyrkrið skall yfir í kvöld hafði leitin þó enn engan árangur borið. Hinir rauðleitu bjarmar sáust vestur af Grænlandi og litu þann- ig út, að hugsanlegt var að þetta væru ljós frá neyðarblysum. Slík- ur bjarmi sást frá einu leitarskip- anna á svæði um 100 sjómílur suð vestur af hvarfi og fóru banda- ríska strandgæzluskipið Campbell og þrjár flugvélar á vettvang í dag og urðu einskis vör, sem gæti leyst gátu bjarmans. Þá urðu íbúar í bænum Igassim iut við Breiðafjörð, skammt fyrir norðan Julianehaab, varir við rauðan bjarma til hafsins. Sást bjarminn þriðjudagskvöld og stóð í nokkrar mínútur. Það er all- miklu norðar en það svæði sem helzt hefur verið leitað á. Er því ekki talið sennilegt að þar sé um að ræða blys frá skipbrotsmönn- kennisstafina O.C.A.F. Stjórn Grænlandsverzlunarinnar segir að þeir einkennisstafir tilheyri ekki Grænlandsverzluninni né skipinu Hans Hedtoft. í dag bárust Friðrik 9. Dana- konungi samúðarskeyti frá Ólafi Noregskonungi og Kekkonen Finnlandsforseta. Dulles ; Evrópu Saburov — áður varaforsætis- ráðherra, — nú verksmiðju- stjóri. um af Hans Hedtoft, en ekki er hægt að útiloka það, því að þótt vindur hefði ekki borið skipbrots menn þá leið, mætti vera að harð ir straumar hefðu gert það. Þetta nýja svæði var athugað í dag úr lofti ,en ekkert fannst. í dag létti til yfir Grænlandshafi. Var skyggni ágætt og aðeins þrjú vindstig. Megináherzlan við leitina er enn sem fyrr lögð á svæðið suð- vestur af Hvarfi, en það er illa farið, að mönnum er ekki nægi- lega kunnugt um strauma kring- um Hvarf, en þeir eru mjög sterk- ir. Þýzka eftirlitsskipið Poseidon, sem unnið hefur mikið starf við leitina tilkynnti í dag, að það yrði að hætta þátttöku í leitinni, því að það yrði að sinna þýzkum togurum við Labrador og á Ný- fundnalandsmiðum. Grænlandsfarið Umanak sigldi aftur úr höfn í Ivigtut í dag, efitr að unnið hafði verið nótt með degi að því að gera skipið tilbúið til -leitarstarfs. Búizt er við að Umanak verði komið á leitarsvæð ið á fimmtudagsmorgun með birt ingu. Vélskipið Disko, sem er á leið- inni til Grænlands frá Kaup- mannahöfn var í kvöld 270 sjó- mílur austur af Hvarfi, en það er miðja vegu milli fslands og Grænlands. Það verður ekki kom- ið á leitarsvæðið fyrr en á föstu- dag, en mun þá hefja þátttöku í leitinni. Á þriðjudag fundust tvö dökk- rauð olíuföt í sjónum suðvestur af Hvarfi, en ekki er búið að sannprófa hvort þau eru af skiþ inu Hans Hedtoft, en slík olíuföt eru á mörgum skipum. Þá hafa fundizt í sjónum tvær tómar trétunnur, sem báru ein- LONDON 4. febr. (Reuter) Dulles utanríkisráðherra Banda ríkjanna kom í dag til Lundúna, flugleiðis frá Bandaríkjunum. Hann hyggst ferðast um Evrópu og ræða við evrópska stjórnmála menn um samstöðu vestrænna ríkja í Berlínar-málinu. Þegar eftir komuna til Lund- úna, hóf Dulles viðræður við Macmillan og aðra hrezka ráð- herra. Mun það ætlun þeirra að samræma aðgerðir sínar svo að viðræður Macmillans við rússn- eska ráðamenn í fyrirhugaðri heimsókn til Moskvu, geti orðið beint framhald af viðræðum Mikoyans við Eisenhower og Dulles. Saburov játar afbrot — og lýsir hinni samvirku forustu Moskvu, 4. febr. — NTB. JÁTNINGAR stalinistanna halda áfram á 21. flokksþing- inu í Moskvu. í dag flutti Maxim Saburov, fyrrverandi varaforsætisráðherra, þing- inu játningu sína. Saburov kvaðst vera sekur um alvarleg mistök og tækifæris- stefnu í stjórnmálum. Kvaðst hann hafa vitað af starfsemi „andflokkslegu“ klíkunnar og hefði hann reynt að vinna skemmdarverk á framkvæmd áætlana flokksstjórnarinnar um nýrækt og um það að fara fram úr Bandaríkjunum í framleiðslu ’ 'indbúnaðarvara. Áður fyrr var Saburov ábyrg- ur fyrir skipulagi rússnesks iðn- aðar. Nú kvaðst hann starfa sem framkvæmdastj óri verksmiðju nokkurrar í bænum Syzran um 800 km fyrir austan Moskvu. Lét hann það fylgja með játningu sinni, að nú vildi hann bæta fyrir öll sín fyrri brot. Saburov upplýsti að „and flokkslega" klíkan hefði haft sér- stöðu varðandi allar áætlanir og verið á móti öllum framfaratil- lögum í efnahagsmálum. Var þetta lýsing hans á hinni sam- virku forystu. Þá sagði hann að „andflokkslega“ klíkan hefði einnig verið upp á móti öllu í utanríkismálastefnu stjórnarinn ar. Jass-konungurinn Louis Arm- strong hélt hljómleika í Kaup- mannahöfn fyrir skemmstu. Með- al frægra manna, sem komu á hljómleikana, var atómfræðing- urinn, prófessor Niels Bohr, og er það í fyrsta skipti, sem hann kemur á jasshljómleika. Eftir hljómleikana ræddi Bohr við Armstrong og dró hinn síðar- nefndi fram gulltrompet sinn og sýndi prófessornum, hvernig tækið væri meðhöndlað. Kvað hafa farið mjög vel á með þess- um frægu mönnum. Prófessor Niels Bohr er eini heiðursmeðlimur dönsku stúd- entasamtakanna, en Louis Arm- strong er. eini heiðursstúdent sömu samtaka. Saga Grænlands sökk í hafið Kaupmannahöfn, 4. febr. Frá Páli Jónssyni og NTB. RÍKISSKJALAVÖRÐUR Danmerkur skýrði í dag frá því, að svo hörmulega hefði til tekizt, að auk hinna mörgu mannslífa, sem týndust er Hans Hedtoft fórst, hefðu í því slysi sokkið á hafsbotn ó- metanleg menningarverð- mæti. í farmi Hans Hedtofts var meginið af skjalasafni Suður- Grænlands. Var það geymt í 13 stórum kössum og átti að flytjast í ríkisskjalasafn Dan- merkur í Kaupmannahöfn. í þessu safni voru heimildir um Kristinn Andrésson stíg- ur í stólinn hjá Krúsjeff MO'SKVA, 4. febr. (Reuter) — Kristinn Andrésson fulltrúi ís- lenzka kommúnistaf lokksins f lutti í dag ræðu á 21. flokksþingi rúss- neska kommúnistaflokksins í Moskvu. íslendingurinn sagði í ræðu sinni: „Sósíalistar fagna því að vin- áttan milli Sovétríkjanna og ís- lands eflist stöðugt. Stöðugt er verið að auka menningarleg og viðskiptaleg tengsl milli ríkj- anna. Vegna víðtækra verzlunar- viðskipta við sósíalíska heiminn og sérstaklega við Sovétiíkin tókst okkur nærfellt að útrýma atvinnuleysi í landi okkar. Islenzka þjóðin mun aldrei gleyma því að í baráttu sinni fyrir 12 mílna fiskveiðilandhelgi, sem efnahagslíf landsins byggist á naut hún stuðnings Sovétstjórn- arinnar, sem lýsti yfir fullrj ,við- urkenningu á réttlátum kröfum íslendinga. Allt líf smáþjóðar eins og ís lendinga byggist á heimsfriði. Við kunnum því sérstaklega að meta það mikla framlag, sem Sovétþjóðin leggur fram til við- halds friðarins með hinni nýju sjö ára áætlun sinni.“ Yfirmenn í Hull ogCrims- by hóta verkfalli LONDON 4. febr. (NTB) • Yfirmenn á togurum í Grims- by og Hull ítrekuðu og stað- festu í dag á fundi, að þeir myndu hefja verkfall frá og með 12. febr. til að mótmæla fisklöndunum úr íslenzkum togurum í brezkum höfnum. • í dag landaði íslenzki togar- inn Ingólfur Arnarson, 120 tonnum af fiski í Grimsby og var söluverð 6800 sterlings- pund. Nokkru síðar var upp lýst að tveir íslenzkir togarar frá bænum Hafnarfirði, þ. e. togararnir Surprise og Ágúst væru á leiðinni til enskra hafna. Surprise mun koma á morg- un, fimmtudag með 145 tonn og Ágúst er væntanlegur á föstudaginn, en ekki er enn vitað hve mikill farmur hans byggð á Suður-Grænlandi allt aftur til 1780. Þar í voru allar kirkjubækur Suður-Græn- lands í eina öld. í ríkisskjalasafni Danmerk- ur hafði allt verið undirbúið til að taka á móti þessum merkilegu menningarsögu- legu plöggum. Þar standa nú 100 metrar af hillum auðir, þar sem geyma átti græn- lenzka safnið. Það hafði tekið mörg ár að safna þessum skjölum saman til Julianchaab í Suður-Græn- landi og sl. ár fór sérfræðing- ur frá danska ríkisskjalasafn- inu til Julianehaab til að fara í gegnum þau. Ríkisskjalasafnið hafði farið þess á leit við Grænlands- verzlunina að skjöl þessi yrðu ekki flutt að vetrarlagi vegna áhættunnar, sem fylgir vetr- arveðrum. Það fór fram á það, að skjölin yrðu ekki flutt fyrr en með vorinu, en af einhverj um ástæðum varð Grænlands- verzlunin ekki við þeirri beiðni. ★-----------------------★ Fimmtudagur 5. febrúar. Efni m. a.: Bls. 3: Sýndarmennska Framsóknar í byggingarmálum. (Frá umræð- um á Alþingi). — 6: Krúsjeff notar 7 ára áætlun sem keyri á þjóð sína. (Um þing Kommúnistaflokksins). — 8: Forystugreinin: Málefni eiga að ráða. Óperettublær á atburðum f Monaco (Utan úr heimi). — 9: Með vegavinnuverkstjóra í eft- litsferð (vig.). — 13: Viðarvöxtur barrtrjáa á íslandi (Hákon Bjarnason og Haukur Ragnarsson). — 14: Þrengslin snjóiaus þótt Hellis- heiði sé ófær. (Frá umræðum á Alþingi um Austurveg). Ostar og smjör selt undir einu merki. — 15: Bridgeþáttur. ★---------------------------★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.