Morgunblaðið - 05.02.1959, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. febr. 1959
MOFCTJNBLAÐIB
3
Sýndarmennska Ftamsóknar
í byggingarmálum
Ekki er vitað hver greiðsluafgangur
rikissjóðs verður
frá umrœðum á
Alþingi í gœr
Á dagskrá sameinaðs Alþingis
í gær var þingsályktunartillaga
Framsóknarþingmanna um að
verja 25 milljónum kr. af greiðslu
afgangi ríkissjóðs 1958 til bygg-
ingarsjóðs ríkisins, byggingar-
sjóðs Búnaðarbankans og veð-
deildar Búnaðarbankans.
Fyrsti flm. tillögunnar, Hall-
dór E. Sigurðsson, þm. Mýra-
manna, talaði fyrir henni. Kvað
hann alllangt síðan hún hefði ver
ið flutt, en eðlilegur andbyr
mundi hafa valdið því, að hún
var ekki tekin á dagskrá. Ræðu-
maður sagði, að gjaldeyristekjur
og aðrar tekjur ríkissjóðs, hefðu
verið meiri en áætlað var á sl.
ári og því væri um greiðsluaf-
gang að ræða. Á árunum 1954 til
1956 hefði verið um að ræða
nokkurn greiðsluafgang hjá ríkis
sjóði og þá hefði honum verið
ráðstafað á svipaðan hátt og hér
væri gert ráð fyrir og væri þessi
tillaga því ekkert nýmæli.
Þá rakti ræðumaður í alllöngu
máli, þróun byggingarmála hér á
landi, allt frá árinu 1928, og sagði
að Framsóknarmenn hefðu beitt
sér fyrir framgangi þoirra mála
frá fyrstu tíð. Þá lýsti hann undr-
un sinni yfir þeim ummælum,
sem fram hefðu komið í umræð-
um um niðurfærslufrumvarpið á
dögunum, að ráðstafa greiðslu-
afgangi á annan hátt, en gert
væri ráð fyrir í tillögu Framsókn
arþingmanna. Kvað hann hér
ekki um það að ræða, að auka
fjárfestingu, heldur að nota fé,
sem fyrir hendi væri til að full-
gera byggingar, sem þegar væru
hafnar og nýta þannig það fjár-
magn, sem þegar væri lagt í fjár-
festingu. Fór ræðumaður að lok-
um viðurkenningarorðum um
dugnað og áhuga þess fólks, er
hefði unnið að því að koma sér
upp eigin húsnæði á síðustu ár-
um.
Ekkl vitað um greiðsluafgang
Guðmundur Í Guðmundsson,
fjármálaráðherra, tók næstur til
máls. Kvað hann framsögumann
hafa sagt, að með þessari tillögu
væri verið að ráðstafa nokkrum
hluta af greiðsluafgangi ríkis-
sjóðs. Enn væri hins vegar ekki
vitað hver greiðsluafgangur rík-
issjóðs yrði fyrir árið 1958, en
þessa dagana væri verið að kom-
ast að niðurstöðu um það. Væri
eftir að ganga frá ýmsu í því sam
bandi. Undir árlok 1958 hefðu
t.d. verið inntar af hendi greiðsl-
ur, sem hefðu veruleg áhrif á
heildarútkomuna.
Sagði utanríkisráðherra, að um
verulegan greiðsluafgang yrði að
ræða, en á þessu stigi málsins,
væri ekki hægt að segja hve mik-
ill hann yrði. Hann gæti orðið
yfir 25 millj. kr., en hann gæti
líka orðið undir 25 milljónum.
Það væri þessvegna erfitt að sam
þykkja tillögu eins og þessa, þeg--
ar ekki væri vitað hverju væri
verið að ráðstafa. Væri heppi-
legra að menn kynntu sér hver
greiðsluafgangurinn yrði áður en
honum væri ráðstafað og kvaðst
fjármálaráðherra vilja mega
vænta þess, að fjárveitinganefnd
kynnti sér hver greiðsluafgangur
inn yrði áður en hún legði til
að honum væri varið í ákveðnu
augnamiði.
Þá skýrði utanríkisráðherra
svo frá, að sjóðir þeir, sem lagt
væri til að fengju féð, væru allir
láns þurfi til að geta staðið und-
ir verkefnum sínum. Hitt væri
annað mál, hvort hér væri valin
heppilegasta og réttasta leiðin til
ráðstöfunar á fénu. Nú væru
einnig unnið að lausn efnahags-
málanna og atvinnumálanna og
þyrfti allmikils fjár við til að
koma þeim í höfn. Það. væri
stefna ríkisstjórnarinnar, að
leysa þessi mál, án þess að leggja
á nýja skatta. Kvaðst ræðumaður
því vilja mælast til þess, að flutn-
ingsmenn tillögunnar bentu á
tekjuöflunarleiðir fyrir ríkis-
stjórnina ef þessi tillaga yrði
samþykkt, því að öðrum kosti
yrði ekki hjá þvi komizt að
leggja á nýja skatta.
Halldór E. Sigurðsson tók aft-
ur til máls og spurði hvernig ríkis
stjórnin hefði hugsað sér að afla
fjár til hinna umræddu sjóða ef
tillagan yrði ekki samþykkt.
Guðmundur í. Guðmundsson
svaraði því til, að ríkisstjórnin
hefði haft lítinn tíma til umráða,
en þó þegar gert tilraun til að
afla lánsfjár til sumra þessara
sjóða.
Jóhann Hafstein tók næstur til
máls. Kvað hann sér hafa skilizt
á fjármálaráðherra, að naumast
væri enn tímabært að deila þeim
reitum, sem afgangs hefðu orðið
á síðasta ári. Væri líka eðlilegast
að bíða átekta og fá athugun
þess máls að fullu lokið áður en
greiðsluafganginum væri ráðstaf-
að.
Á þessu stigi málsins kvaðst
Jóhann Hafstein hins vegar.vilja
gera nokkrar athugasemdir við
ræðu framsögumanns, Halldórs
E. Sigurðssonar. Hann hefði gert
tilraun til að rekja sögu bygging-
arframkvæmda hér á landi, en
þar hefði ýmislegt verið fellt und
an og margt vantað. Mætti segja
þessa sögu með allt öðrum hætti
en hann hefði gert.
Ræðumaður hefði horfið allt til
ársins 1928, en naumast hafi
nokkuð verið tíundað í frásögn
hans, nema Framsóknarmenn
hafi verið við það riðnir. Sann-
leikurinn í þessu máli væri hins
vegar sá, að á byggingarmálum
kaupstaða og þá einkum Reykja-
víkur, hefði enginn verið annar
eins dragbítur og Framsóknar-
flokkurinn.
Eftir 1928 hefði Framsóknar-
flokkurinn farið með forustu um
langt skeið. Á þeim árum hefði
veðdeild Landsbanka íslands, orð
ið meira og minna óvirk. Kvaðst
Jóhann Hafstein telja það einn
mesta ljóðinn á ráði Framsókn-
armanna um þessar mundir, að
þeir létu þessa helztu almennu
lánastofnun verða gagnslausa,
sem um langt skeið hafði verið
svo til eina stofnun, sem veitti
I lán til íbúðarbygginga.
Hefði komið í veg fyrir íbúða-
skortinn
Þá vék Jóhann Hafstein að því
að Sjálfstæðismenn hefðu þegar
árið 1950 flutt tillögu á þingi um
’að taka erlend lán til íbúða-
bygginga, enda hefði verið um
mjög litlar aðrar erlendar lán-
tökur að ræða þá. Megintilgang-
urinn með þeim lántökum hefði
átt að vera, að ljúka þeim íbúð-
um, sem þá hefðu verið í smíð-
um. Ef þessum tillögum Sjálf-
stæðismanna hefði verið fylgt,
hefði verið hægt að koma í veg
fyrir íbúðaskortinn.
En það voru einmitt Framsókn-
armenn, sem alltaf stóðu gegn
því, að fjárfestingarleyfi fengj-
ust, hélt Jóhann Hafstein áfram.
í Tímanum var það talin skað-
leg ráðstöfun, að byggja hús í
Reykjavík.
Þá vék ræðumaður að því, er
ríkisstjórnin var mynduð árið
1953 og Sjálfstæðismenn beittu
sér fyrir því að losað var um
fjárfestingarhömlur á bygging-
um, sem m. a. leiddi til þess, að
smáíbúðabyggingarnar risu upp.
Hefði fátt verið meira átalið, en
það óráð, sem hent hefði Sjáif-
stæðismenn að losa um þessar
hömlur og hefðu Framsóknar-
Atbyfi'li manna hefir að undanförnu beinzt að Grænlandi og rekisnum undan ströndum lands-
ins. ..i jakamir geti virzt sakleysisiegir er þess að gæta að níu tíuudu lilutar þeirra eru
undir yfirborði sjávar.
menn gengið lengst í að átelja
aetta. En nú kæmi hér Fram-
sóknarþingmaður og talaði um að
verja stórfé til íbúðabygginga.
Væri erfitt að skýra þessa stefnu-
breytingu Framsóknarmánna með
öðru en því, að nú væru kosning-
ar framundan og flokkur þeirra
óábyrgur.
STAKSTEINAR
Str'rri kjördacmi mynda
Skuld rikissjóðs
sterkari heildir
Jóhann Hafstein sagði að
tvennt þyrfti að athuga áður en
slík úthlutun ætti sér stað. sem
tillagan gerði ráð fyrir. Þegar
húsnæðismálalöggjöfin hefði ver-
ið sett árið 1955 hefði verið gert
ráð fyrir því að ríkið legði fram
til jafns við bæjar- og sveitar-
sjóðina til útrýmingar heilsuspill-
andi húsnæði. Hefði alltaf vant-
að mikið á að ríkið stæði við
sínar skuldbindingar hvað þetta
snerti og hefðu Sjálfstæðismenn
hvað eftir annað krafizt þess að
ríkið legði fram sinn skerf. Fram-
lag Reykjavíkur til íbúðabygg-
inga samkvæmt áðurnefndum lög
um væri um 40 til 50 milljónir,
en framlag ríkisins á sama tíma
aðeins um tíu milljónir. Reykja-
víkurbær ætti því kröfu að upp-
hæð 30 til 40 milljónir á hendur
ríkinu og ef nýtt fjármagn feng-
ist til þessara hluta kæmi að rík-
inu að standa skil á sínum hluta.
í öðru lagi kvaðst Jóhann Haf-
stein ekki muna betur en fyrr-
verandi ríkisstjórn hefði á sínum
tíma sagt að búið væri að sjá
þessum sjóðum fyrir nægu fé.
Kæmi því undarlega fyrir sjónir
er sömu menn væru nú að tala
um að sjóðirnir væru tómir.
Hefði það mikið verið auglýst á
síðari hluta þings í fyrra, hve
mikið fjármagn hefði verið út-
vegað til íbúðabygginga og hefði
þáverandi félagsmálaráðherra,
Hannibal Valdimarsson, ekki
hvað minnst hælt sér af fjárút-
vegun í þessu skyni.
í kosningamánuðinum
Jóhann Hafstein kvaðst hafa
gagnrýnt þetta þá, og það hefði
líka komið á daginn, að úthlut-
anir til íbúðabygginga hefðu
ekki verið miklar nema í einum
mánuði, janúarmánuði 1958, kosn
ingamánuðinum. Eftir þann mán-
uð hefði dregið mjög ört úr lán-
veitingum. Kvað ræðumaður það
mjög eðlilegt, • að Alþingi væri
gefin skýrsla um þessar úthlut-
anir áður en meðferð þessa máls
lyki.
Fyrrverandi fjármálaráðherra
hefði upplýst, að ástandið væri nú
þannig í þessum efnum, að fjöldi
manns væri að missa íbúðir sínar
og gæfi það út af fyrir sig upp-
lýsingar um hvernig orð og efnd-
ir hefðu verið í þessum málum í
tíð fyrrverandi ríkisstjórnar.
Fleiri tóku ekki til máls og var
tillögunni vísað til 2. umræðu og
fjárveitinganefndar með 27 sam-
hljóða atkvæðum.
Skemmtun Líknar
í Vestmannaeyjum
Kvenfélagið „Líkn“ í Vest-
mannaeyjum hélt hina árlegu
skemmtun sína fyrir eldra fólk-
ið þann 8. jan. s.l. í Samkomu-
húsi eyjanna.
Forstöðukona félagsins, frú
Jóna Vilhjálmsdóttir, setti
skemmtunina. Þá töluðu séra
Halldór Kolbeins, Einar Sigur-
finnsson, frá Iðu og séra Jóhann
Hlíðar. Kirkjukór Landakirkju
söng undir stjórn Guðjóns Páls-
sonar, sýndur var 1. þáttur úr
leikritinu „Gullna hliðið“ eftir
Davíð Stefánsson og unglingar
sýndu samkvæmisdansinn Les
Lanciers og fleiri dansa undir
stjórn Helgu Eiðsdóttur. Síðan
söng karlakórinn „Norðlingur",
undir stjórn Stefáns Árnasonar.
Að lokum lék 5 manna hljóm-
sveit fyrir dansi framyfir mið-
nætti. Fólk skemmti sér hið bezta
og þótti skemmtunin takast mjög
vel.
Grein Páls Guðmundssonar,
bónda á Gilsárstekk í S-Múla-
sýslu, um kjördæmamálið hér i
blaðinu i gær, hefur að vonum
vakið mikla athygli. Hinn greindi,
austfirzki bóndi ræðir þar vanda-
mál kjördæmaskipunarinnar aI
rökvisi og festu, án öfga og æs-
inga. Páll Guðmundsson kemst
m.a. að orði á þessa leið í grein
sinni:
„Stærri kjördæmin mynda
sterkari heildir og knýja þing-
fulltrúa — þótt mismunandi sjón-
armið hafi — til samstarfs um
málefni sinna umbjóðenda, og
það er vanmat á þeim og öðrum
þingfulltrúum að dreifbýlið sé
að tapa mikilsverðum rétti, þótt
breytt sé kjördæmaskipun og
færð til lýðræðislegri háttar
hlutdeild borgaranna í skipan
Alþingis. En vissir menn missa
rangfenginn spón úr aski og það
eru og verða þeir, sem æpa og
kveina. En þótt íslendingar séu
í eðli sínu hjálpfúsir og sífellt
boðnir og búnlr að rétta bágstödd
tum hjálparhönd, þá munu þeir
í þetta sinn láta sér fátt um finn-
ast, enda eru þetta ekki „alvöru"
— bágindi.
Þegar stjórnmálasaga siðustu
ára verður lesin og gaumgæfð I
hæfilegri fjarlægð, mun verða
augljóst, hvaða afglöpum hin
rangláta kjördæmaskipun hefur
orðið völd að, og þó án þess að
til hagsbóta hafi leitt í hinu svo-
nefnda dreifbýli.
Það mun einnig koma í dags-
ins Ijós, að alltof margir, sem f
góðri trú voru valdir til forystu
í hinum dreifðu byggðum, hafa
vitandi eða óafvitandi orðið vald-
ir að gífurlegum fjármunaflutn-
ingi til þéttbýlisins í gegnum
pólitísk viðskiptasambönd og er
það ef til vill mesta sorgarsaga
dreifbýlisins, og sú afdrifarik-
asta“.
Beint áframhald
af bróun
Alþýðublaðið ræðir elnnlg
kjördæmamálið í forystugrein
sinni í gær, undir fyrirsögninni:
„Kjördæmamálið á lokastigi".
í þessari forystugrein Alþýðu-
blaðsins er m.a. komizt að orði
á þessa leið:
„Sú breyting kjördæmaskip-
unar, sem nú virðist fram undan,
er ekki „bylting", eins og and-
stæðingar hennar halda fram.
Hún er beint áframhald af þróun,
sem hófst fyrir rúmum aldar-
fjórðung, þegar þjóðin fyrir al-
vöru valdi braut hlutfallskosn-
inga. Það er sýnilegt af reynsl-
unni að íslenzka þjóðin unir ekki
til lengdar miklu misrétti borgar-
anna við kjörborðið. Hún hefur
valið leiðina til að Ieiðrétta þetta
misrétti og nú stígur hún enn
stórt skref í sömu átt sem fyrr“.
Niðurfnprslunni vel tekið
Yfirleitt má segja, að almenn-
ingur um land allt hafi tekiö lög.
unum um niðurfærslu kaupgjalds
og verðlags vel. Fólk gerir sér
ljóst, að engra góðra kosta var
völ í efnahagsmálunum, eftir að
vinstri stjórnin hafði leitt yfir
þjóðina gifurlegan vöxt dýrtíð-
ar og verðbólgu á því %Vi ári,
sem hún fór með völd. Óhjá-
kvæmilegt var að setja bráða-
birgðastíflu í farveg verðbólgu-
flóðsins og freista þannig að koma
í veg fyrir fullkomið hrun og
upplausn.
Það sem mestu máli skiptir, er
að bæði valdhafarnir og þjóðin
sjálf líti raunaætt á ástandið.
Það verður að segja almenningi
sannleikann um eðli vandamál-
anna.