Morgunblaðið - 05.02.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.02.1959, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 5. febr. 1959 MÖRGZJISBLAÐIB 15 Samb. ísl. barnakennara mótmælir frumvarpi Framsóknar og komma VEGNA frumvarps til laga á þingskjali 68 og skrifa um málið blöðum vill Samband íslenzkra barnakennara taka fram eftir- farandi: 1. Með frumvarpi þessu er stefnt að því að veita próflaus- um mönnum full kennararétt- indi, en kjör þessara manna eru nú þegar þessi: I>eir fá full kennaralaun, eftir þriggja ára starf. Þeir hafa ó- skert réttindi í lífeyrissjóði barnakennara. Okkur er ekki kunnugt um, að réttindalausir menn njóti því- þvílíkra kjara innan nokkurrar stéttar. Yrði frumvarp þetta að lögum, vseri þar með einnig skapað fordæmi, hættulegt öðr- um stéttum sérmenntaðra manna. 2. Aukin og bætt menntun kennara er og hefur einatt ver- ið aðalbaráttumál stéttarinnar. Námstíminn hefur smám saman lengzt, og sama undirbúnings er nú krafizt í kennaraskólann og í menntaskóla. Auk þess afla margir kennarar sér framhalds- menntunar að loknu námi. Ef umrætt frumvarp yrði að lögum, yrðu afleiðingarnar með- al annars þessar: Menn gætu með fullu öryggi gtefnt að því að afla sér kenn- ara réttinda með því að starfa að kennslu í tíu ár. I stað þess að leggja á sig 5 eða 6 ára nám með þeim kostnaði, sem því fylgir, ynnu menn fyrir fullu kaupi allan tímann. Sá, sem afl- aði sér kennararéttinda með vinnu í stað náms, væri því „verðlaunaður", svo að næmi hundruðum þúsunda króna. Margur unglingurinn mundi fremur kjósa þennan greiða veg, aðsókn að kennaraskólanum minnkaði enn, og mætti svo fara, að hann legðist með öllu niður. 3. Þar sem kennarar, svo sem að framan segir, leggja sífellt á- herzlu á aukna menntun stétt- arinnar, kemur það okkur mjög á óvart, ef menn, sem lengi hafa starfað að kennslu og skilja ættu gildi sérmenntunar í starfi, leggja til, að stenft sé að þeirri lausn málanna, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. 4. Samband íslenzkra barna- kennara er því engan veginn andvígt, að mönnum þeim, er um . ræðir í frumvarpinu, verði auðveldað að taka kennarapróf með því að fá að ljúka slíku prófi í áföngum. Gæti þá reynsla þeirra í starfi komið að einhverju leyti í stað kennsluæfinga, svo að þeir gætu að mestu lokið námi sínu utan skóla. Eftir þeim upplýsingum, sem SÍB hefur fengið mun ekki hafa átt sér stað, að réttindalaus mað- ur hafi orðið að víkja úr far- kennarastöðu fyrir manni með kennarapróf eftir tíu ára starf á sama stað, enda eru stöður, sem réttindalausir menn gegna, ekki auglýstar til umsóknar, nema þeim sé sagt lausum eða skóla- nefndin óski þess, að staðan verði auglýst. Samband íslenzkra barnakenn- ara lítur svo á, að flutningsmenn þessa frumvarps hafi ekki gert sér nægilega grein fyrir eðli málsins og afleiðingum þess, ef frumvarpið yrði að lögum. Beinir sambandsstjórn þeim tilmælum til kennara, að þeir fylgist vel með málinu, ræði það í félögum sínum og vinni að því, að frumvarpið verði fellt. Stjórn Samands ísl. barnakennara. Gronchi biður Fanfani um að sitja sem fastast RÓMABORG 4. febr. (Reuter). Gronchi forseti Ítalíu hefur neitað að fallast á lausnarbeiðni Fanfanis forsætisráðherra. í dag gekk Fanfani á fund forsetans og ræddi við hann möguleika á lausn stjórnarkreppunnar, sem nú hefur staðið i 10 daga. Viðræðurnar stóðu í þrjá stund arfjórðunga. Forsetinn mun hafa beðið Gronchi að leita eftir at- kvæðagreiðslu þjóðþingsins um traustyfirlýsingu á hinni föllnu stjórn. Fanfani bað forsetann um frest og kvaðst mundu svara hon- um á morgun. Fanfani ákvað að segja af sér vegna sundrungar, bæði í eigin flokki, Kristilega lýðræðisflokkn um og í Jafnaðarmannaflokkn- um, sem studdi stjórn hans. Stjórn hans beið ósigur í þrem- ur atkvæðagreiðslum um minni háttar atriði. Var það vegna þess, að skæruliðar í Kristilega lýð ræðisflokknum greiddu atkvæði gegn stjórninni. Nú hefur Fan- fani, þar að auki sagt sig úr stjórn flokksins. Þorrablót Stúdentafé- lagsins á sunnudaginn STÚDENTAFÉLAG Reykj avíkur gengst fyrir þorrablóti í Sjálf- stæðishúsinu á sunnudaginn kl. 8 e. h. Verður mjög til þessa fagn- aðar vandað og leitazt við að gefa honum sem þjóðlegastan blæ. Húsið verður sérstaklega skreytt í þessu tilefni og á svið- inu verður komið upp baðstofu, þar sem gamall íslenzkur bóndi og kona hans rjátla við verk sín og stytta sér stundir við rímna- kveðskap og upplestur. Einnig munu gömlu hjónin stjórna al- mennum vísnasöng gestanna. Gg loks er þess að geta að meistari Þórbergur Þórðarson segir nokkr Flateyjarbók fór á 4100 kr. Á BÓKAUPPBOÐI Sigurðar Benediktssonar í Sjálfstæðishús- inu í fyrradag fór Flateyjarbók, Munksgaardsútgáfan Khöfn 1930, á 4.100 kr. Allir árgangar tíma- ritsins Óðins fóru á 1700 kr., Frís- bók, Munksgaardsútgáfan, fór einnig á 1700 kr. og sömuleiðis flest verk Hagalíns. Heimilis- blaðið 1.—38. árg. fór á 1300 kr., Lestrarbók handa alþýðu eftir Þórarin Böðvarsson á 600 kr., 1.—3. árg. af Gesti Vestfirðingi á 500 kr. og Verðandi, Khöfn 1882, á 320 kr. ar af sínum alkunnu draugasög um. Eins og venja er á þorrablótum verður borinn fram þjóðlegur ís- lenzkur matur í trogum. Loks verður stiginn dans fram yfir miðnættið. Með hlutverk bóndans og konu hans fara leikararnir Valdimar Lárusson og Emilía Jónasdóttir en Valdimar er eins og kunnugt er orðlagður kvæðamaður. Aðgöngumiðar að þorrablótinu verða seldir í Sjálfstæðishúsinu á morgun (föstudag) kl. 5—7 og á laugardaginn kl. 2—5, ef þá verður eitthvað óselt. Macmillan til Moskvu LONDON 4. febr. (NTB). Ákveðið hefur verið að Mac- millan fari í heimsókn til Moskvu innan skamms í boði rússnesku stjórnarinnar. Mikið er um það rætt á Vesturlöndum, að þetta heimboð kunni að hafa þýðingu í deilunum milli Austur og Vest- urs um Berlín og Þýzkalands- málin. í kvöld tók Macmillan á móti Dulles og munu þeir án efa ræða um Moskvuförina. Macmillan mun skýra brezka þinginu opinberlega frá þessu á morgun og þá væntanlega segja hvenær hann leggur af stað og hve lengi hann hyggst dvelja í Rússlandi. Helzt er búizt við að hann fari austur í lok þessa mán- aðar eða í byrjun marz. Það er upplýst að Macmillan hafi borizt boð þetta á mánudag- inn, eftir að sendifulltrúi Rússa í Lundúnum ræddi við Selwyn Lloyd utanríkisráðherra. Þegar orðrómur komst á kreik á mánu- daginn um hina fyrirhuguðu Moskvuför, var talið að viðstaða Macmillans í Moskvu yrði aðeins stutt. En nú herma fregnir að hann muni dveljast í Rússlandi allt að 10 daga, ræða við valda- menn í Kreml og skoða sig um í Rússlandi. Yrði heimsókn þessi þá sama eðlis og heimsókn þeirra B & K (Búlganín og Krúsjeffs) til Bretlands fyrir þremur árum. Svo mun verða litið á að heim- sókn hins brezka forsætisráð- herra til Moskvu beri vott um samkomulagsvilja Breta og vest- urveldanna. Þetta getur og haft áhrif á innanlandsstjórnmál í Bretlandi. Ef ferðin heppnast vel er talið að Macmillan verði fús- ari á að efna til kosninga í Bret- landi í vor, en ef hún misheppn- ast myndi hann vilja fresta þeim til haustsins. Friðrik Ólafsson kynnir skákir STÚDENTARÁÐ HÁSKÓLANS gengst fyrir skákkynningu kvöld. Fer hún fram á Gamla Garði og hefst kl. 9. — Þar mun Friðrik Ólafsson stórmeistari kynna skákir frá hinu nýafstaðna skákmóti í Beverwijk í Hollandi: þar sem hann vann hinn fræki legasta sigur, svo sem alkunna er, — Mun Friðrik fara yfir þær af skákunum frá mótinu, sem áhorf- endur helzt óska að sjá. — Skák kynningin er fyrst og fremst ætl uð háskólastúdentum, en þó er hverjum sem er heimill aðgang ur eftir því sem húsrúm leyfir. Skákkynning þessi er liður í við leitni Stúdentaráðs til að glæða áhuga á skákíþróttinni meðal stúdenta, en skáklíf hefir verið með minna móti í Háskólanum undanfarið. — í framhaldi af þessu er það svo ætlun Stúdenta ráðs að gangast fyrir nokkrum skákmótum stúdenta á næstunni Landlega STYKKISHÓLMUR, 4. febr. — Fjórir bátar hafa róið hér í jan úar og farið í 38 róðra. Heildar aflinn í janúar var 203 lestir, að meðaltali 5,3 lestir í róðri. Hæstur er Tjaldur með 64 lestir í 12 róðr um. í fyrra var heildarafli fimm báta, sem reru héðan, 172 lestir í 34 róðrum, 5 lestir að meðaltali í róðri. Enn er sama ótíðin hér við Snæfellsnes, og hafa bátarnir ekki getað róið í rúma hálfa aðra viku. Goðafoss var hér í morgun og tók 7 þús. kassa af fiskflökum erlendan markað. — ÁrnL ♦ ♦ ♦V ♦ 4> BRIDGEKEPPNI starfsmanna ríkisstofnana er lokið og sigraði sveit Útvarps- og viðtækjaverzl- unarinnar, hlaut 17 stig af 18 mögulegum. I sveitinni eru þau Kristján Kristjánsson, Sveinn Ingvarsson, Sigríður Bjarnadótt- ir, Kristrún Bjarnadóttir og Filippus Gunnlaugsson. A-sveit stjórnarráðsins var í öðru sæti, hlaut 14 stig. Keppni þessi hefir farið fram átta sinnum og hefir Útvarpið og Viðtækjaverzlunin sigrað þrisvar, Tryggingarstofn- un ríkisins hefir sigrað tvisvar og Brunabótafélagið, Áfengis- verzlunin og Fiskifélagið einu sinni hver. — í ráði er að efna til tvímenningskeppni fyrir starfs menn ríkisstofnana og mun hún hefjast 20. þ. m. Skulu þátttöku- tilkynningar berast Ragnari Þor- steinssyni hjá Brunabótafélagi ís- lands hið fyrsta. í þriðju umferð sveitakeppni meistaraflokks hjá Tafl- og Bridgeklúbbnum fóru leikar þannig: Svavar vann Ingólf 71:61 Björn vann Björgvin 63:53 Hákon vann Ragnar 73:36 Hjalti vann Sófus 81:30 Sigurleifur vann Jón 70:62 Úrslit í 4. umferð: Svavar vann Sigurleif 96:39 Hjalti vann Jón 69:22 Ragnar jafnt Bjöm 51:51 Björgvin jafnt Ingólfur 52:52 Hákon vann Sófus 64:63 Úrslit í 5. umferð: Svavar vann Björgvin 83:27 Ragnar vann Ingólf 61:55 Jón vann Hákon 97:15 Hjalti vann Sigurleif 73:24 Sófus vann Björn, sem ekki mætti til leiks. Staðan að 5 umferðum loknum er þessi: 1. Hjalti 10 stig 2. Svavar 8 stig 3. Hákon T stig 4. Jón 6 stig 5.—6. Ragnar og Sófus 5 stig 6. umferð fer fram í kvöld og verður spilað í Sjómannaskólan- um. Jafnframt hefst í kvöld tví- menningskeppni og verða spilað- ar þrjár umferðir. ★ í annarri umferð sveitakeppni meistaraflokks hjá Bridgefélagi kvenna fóru leikar þannig: Eggrún vann Dagbjörtu Ásta G. jafnt Ásta B 54:33 40:40 Úrslit í 3. umferð: Dagbjört vann Lovísu 68:31 Margrét vann Elínu 50:32 Vigdís vann Unni 42:15 Eggrún vann Ástu B. 56:22 Ásta G. jafnt Þorgerður 48:46 Fjórða umferð fer fram annað kvöld. Mánudaginn 9. þ. m. hefst einmenningskeppni hjá Bridge- félagi kvenna og skal tilkynna stjórninni um þátttöku: Margir bridgespilarar og það jafnvel góðir spilarar tapa oft spili sbr. það er hér fer á eft- ir. Það er að vísu ekki merki- legt, þegar bent hefur verið á hættuna, en samt lærdómsríkt og ástæða til að minna á það. Suður er sagnhafi og spilar 4 spaða. Hjarta-kóng er spilað út ♦ 10 5 4 V 9 6 5 ♦ 8 6 2 * Á 7 3 2 ♦ 8 3 * 7 6 2 ¥ K D 10 N ¥ G 7 4 3 2 ♦ K G 9 5 V A ♦ 4 3 S * D G 10 9 * 8 6 5 Vigdís vann Lovísu 55:18 Margrét vann Unni 36:22 Elín vann Þorgerði 38:29 * A K D G 9 ¥ Á 8 • ♦ A D 10 7 4> K 4 Suður á að spila þannig að hann geti trompað fjórða tiglin- um í borði með spaða tíu. Hann má ekki taka neina óþarfa á- hættu með því að trompa út og ekki heldur að reyna að „svína“ tiglinum. Réttasti spilamátinn er því að drepa hjarta ás, spila tigli úr borði og drepa með tigul ás. Láta síðan út laufa-kóng og annað lauf, drepa það með ás í borði og láta því næst út tigul frá borði. Þannig tryggir suður sér alltaf 10 slagi, hvernig sem spilið liggur. BÍLDUDAL, 4. febr. — Ekkert hefur verið róið héðan sl. viku vegna ógæfta. Hér hefur verið versta veður, og í dag er mjög hvasst. — Hannes. RAGNAR JONSSON hæsíaréttarlögmaður. Laugavegi 8. — Sími 17752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla KARL L. GUÐMXJNDSSON Vitastíg 11, andaðist 3. febrúar í Bæjarspítalanum í Reykjavík. Vandamenn. Jarðarför bróður okkar og fósturbróður GUÐNA GUÐMUNDSSONAR múrara, Hveragerði, fer fram frá Kotstrandarkirkju, laugardaginn 7. febrúar og hefst kl. 2 e.h. Margrét Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, * Lára Guðmundsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við fréifall og jarðarför eiginmanns, föðurs, tengdaföðurs, afa og bróðurs SIGURÐAR Þ. SKJALDBERG stórkaupmanns. Þorbjörg A. Skjaldberg, Björn Þ. Skjaldberg, Halla Helga Skjaidberg, Pálmi Theódórsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.