Morgunblaðið - 05.02.1959, Blaðsíða 13
Flmmtudagur 5. febr. 1959
MORGUlSfíL AÐIÐ
13
Hákon Bjarnason og Haukur Ragnarsson:
Viðarvöxtur barrtrjáa á íslandi
Grein sú er hér fer á eftir er upp úr
Skógræktarritinu 1958. Þar fylgir linu
rit I litum sem oft er vísað til i grein-
inni.
heildarvöxtinn fram að þeimtíma, að greiða stofnkostnaðinn að
ÝMSUM mun leika hugur á að
vita hvernig ræktun barrskóga
muni borga sig hér á landi. Því
er ekki unnt að svara nema að
undangengnum mælingum á
vexti hinna ýmsu trátegunda. —
Þegar slíkar mælingar eru fyrir
hendi, er það einfalt reiknings-
dæmi að finna hagnaðinn.
Hér á landi eru ýmsar tegund-
ir barrtrjáa að komast á þann
aldur, að unnt er að setja upp
vaxtarlínurit fyrir þau, er sýna
hve ör vöxtur þeirra er á hinum
ýmsu aldursskeiðum. Þegar menn
þekkja vaxtarhraðann og aldur-
inn má bera línuritin saman við
ýmsar vaxtartöflur, en af þeim
má svo ráða, hvernig trén muni
vaxa í framtíðinni.
Blágrenin á Hallormsstað eru
nú rösklega 50 ára, og til eru
rauðgreni á ýmsum aldursskeið-
um fram að 50 árum, elztu skógar
fururnar eru líka allt að 50 ára
og síberiska lerkið nokkru yngra.
Þá eru til 20 ára sitkagreni
þau vaxa dreift og á ýmsum stöð-
um, svo að það er enn erfitt að
draga ályktanir af mælingum á
því.
Árið 1951 voru gerðar mæling-
ar á lerki og furu og niðurstaðan
af þeim mælingum var birt í rit-
inu Ræktun barrskóga, sem nú
mun í fárra höndum. Síðan eru
liðin 6 ár, og á þeim tíma hrfur
vöxtur barrtrjánna verið jafn og
allhraður. Við athugun hefur kom
ið í ljós, að ályktanir þær umvöxt
næstu ára, sem dregnar voru af
mælingunum þá,voru mjög hóf-
legar, því að vöxturinn undan-
farin 6 ár hefur farið allmikið
fram úr því, sem þá var ætlað.
Nú hafa því verið gerðar nýjar
mælingar á lerki, og sett hefur
verið upp vaxtarlínurit fyrir
greni í fyrsta sinni. Það línurit
er látið ná yfir bæði rauðgreni
og blágreni með því að gengið
er út frá því að vöxtur þeirra sé
ekki ósvipaður.
Á grundvelli hinna nýju mæl-
inga breytist nokkuð það, er áð
ur var vitað um viðarvöxtinn, og
með því að slíkt getur skipt miklu
máli, þegar rætt er og ritað um
skógrækt, þykir rétt að birta það.
Af þeim trjám, sem hér koma
við sögu vex lerkið hraðast, þar
næst grenið, en furan hægast.
★ ★
Mælingar á vexti lerkisins á
Hallormsstað í svokölluðum Gutt
ormslundi ná nú yfir 19 ár eða
sem næst tvo tugi ára. Þá eru og
sem árin segja til um á láréttu
línunni. Hið strikaða bil neðst
á súlunum sýnir, hve mikill við-
ur hefur alls fengizt við grisj-
un.
Nú vitum við af mælingum okk
ar, að í Guttormslundi nemur
árlegur viðarvöxtur röskum 16
teningsmetrum á hektara lands
á ári. Nú standa þar nokkuð yfir
100 teningsmetrar viðar á hekt-
aranum, og hefur því meðalvöxt-
urinn numið liðlegum 5 tenings-
metrum. Fyrstu 10 árin hefur
viðarvöxturinn auðvitað verið
mjög lítill, en hann hefur hrað-
vaxið eftir þann tima.
Til þess að fara varlega í sak-
irnar er viðarvöxturinn á lerk-
inu lækkaður um 30% á línurit-
inu, og þeirri lækkun er síðan
haldið, það sem miðað er við rúss
neskar töflur. Af þeim sökum
ætti ekki að vera hætta á að vóxt-
urinn verði of hátt metinn. Við
þykjumst þess fullviss að vöxtur
næstu ára muni fara töiuvert
fram úr því, sem línuritið gefur
til kynna, og af þeim sökum ætti
en að mega búast við, að viðarmagn-
ið eftir 50—60 ár sé varla of liátt
metið. En samkvæmt því ætti
heildarvöxturinn á 80 árum að
nema 460 teningsmetrum, en með-
alársvöxtur 5,57 teningsmetrum.
Tekjur af grisjuninni fara að
koma eftir 17—20 ár og fara þær
síðan vaxandi ár frá ári. Skógur-
inn er oft ekki nema á miðjum
aldri, þegar allur stofnkostnaður
er greiddur. Sem dæmi má nefna,
að í lerkilundinum á Hallorms-
stað hafa þegar verið felld um
1200 tré, þar af voru um 500
vænir girðingarstaurar og álíka
margir millistaurar.
fullu. Þó eru miklar líkur til þess,
að sitkagrenið muni skila svip-
uðum vexti sunnanlands eins og
lerkið hefur skilað austanlands.
Línuritið yfir vöxt furunnar er
hið sama og birt hefur verið áð-
ur. Heildarvöxturinn nemur alls
245 tengingsm. við 80 ára aldur,
en árlegur meðalvöxtur er 3.06
teningsmetrar. Vöxtur furunnat
er táknaður með grænu á línu-
ritinu.
★ ★
Hér verða ekki gerðir útreikn-
ingar á hagnaði af ræktun hinna
ýmsu tegunda. En þess má geta,
að verð hvers teningsmetra viðar
á rót má telja með núverandi
verðalagi 8 til 9 hundruð krón-
ur, og jafnvel þar yfir. Þeir, sem
skoða línuritin með athygli,
munu sennilega furða sig á, hvað
skógar geta gefið í aðra hönd í
beinhörðum peningum, auk
margskonar þjóðfélagsnytja og
fegurðarauka fyrir iandið.
Vöxtur grenisins er fundinn á
svipaðan hátt og vöxtur lerkisins.
Hann er táknaður með gulum súl-
um á línuritinu. Hafa stóru blá-
grenitrén verið mæld nákvæm-
lega og síðan áætlað, að staðið
gætu 600 slík tré á sama aldri á
ha, sem virðist ekki um of. Þá
var einnig mældur vöxtur rauð-
grenitrjánna við Jökullæk og var
línuritið síðan teiknað með hlið-
sjón af vexti þessara trjáa miðað
við norskar vaxtartöflur. Gætt
var allrar varúðar við útreikn-
ingana til þess að eigi væri hætta
á að vöxturinn væri ofmetinn.
Af línuritinu sést, að grenið
hagar vexti á annan hátt en lerk-
ið. Það fer hægar af stað, en sæk-
ir síðan á og herðir vöxtinn, þeg-
ar það kemst á miðjan aldur og
nálgast lerkið við 80 ára aldur.
tirrmæling"ar''af“eídra“lerkinu“ frá j feiidarvöxtur þess er um 435
1922, en það hefur vaxið nokkuð ten m mlðað Vlð 80 ara a,dur
hægar en hið yngra, enda tæplega
eins vel ættað fyrir OKKar skil-
yrði.
Með því að bera mælingarnar
á lerkinu í Guttormslundj saman
við ýmsar rússneskar mælingar
á lerki má segja fyrir vöxt þess
10 til 20 ár fram í tímann með
mikilli nákvæmni. F,n það má
lika skyggnast lengra fram í tím-
ann. Við það minnkar nékvæmn-
in nokkuð, en vega má upp á
móti því með því að áætla vöxt-
inn varlega, þegar fram í sækir
Samkvæmt mælingum og út-
reikningum eftir þessum töflum
hefur viðarvöxtur lerkisins verið
teiknaður á línurit, semhérfylgir.
Þar er vöxtur þess táknaður með
rauðum súlum. Hver súla sýnir
Kvillasamt í Rvík
FREMUR kvillasamt mun vera
í bænum um þessar mundir. —
Einkum er mikið um kvefsótt,
iðrakvef og kveflungnabólgu.
Hins vegar eru mislingar í rén-
un. í vikunni 18.—25. jan. voru
246 kvefsóttartilfelli hér í
Reykjavík að því er segir i
skýrslu frá skrifstofu borgar-
læknis
en árlegur meðalvöxtur þess er
5.44 teningsm.
Svipað gildir um grisjun gren-
is og lerkis, en grenið er lengur
Gæftir slæmar
í Hornafirði
Heildarafli bátanna
588,144 lestir
HÖFN í Hornafirði, 3. febr. ■
Á Hornafirði voru gæftir mjög
slæmar síðari hluta janúar. Alls
fóru bátarnir 6 samtals 37 róðra
og var aflinn samanlagt 212
lestir. Heildarafli bátanna í janú-
ar er sem hér segir: Jón Kjart-
ansson með 116 lestir í 14 róðr-
um, Gissur hvíti með 114,4 lestir
í 18 róðrum, Helgi með 102,4
lestir í 16 róðrum, Akurey með
100 lestir í 17 róðrum, Hvanney
með 79,3 lestir í 13 róðrum, Sig-
urfari með 75,7 lestir í 14 róðr-
um. Meðalafli á bát í róðri eru
6,4 lestir. Mestan afla í róðri fékk
Helgi 24. jan., 14 lestir. Heildar-
aflinn er þá orðinn 588,1 lest af
slægðum fiski með haus í 92
róðrum. — Gunnar.
Nokkrir skápar fyrirliggjandi.
fl.].Bectel5eníCn "r
Hafnarstræti 11.
ORN CLAUSEN
heraðsdómslögmaður
Málfutningiiskrifstofa.
Bankastræti 12 — Simi 18499.
Félagslíf
Körfuknatleiksdeilil KR, stúíkur
Munið æfinguna í dag kl. 7 stund-
víslega í íþróttahúsi Háskólans.
Áríðandi að allar mæti
Stjórnin
Knattspyrnudeild KR — drengir
5. flokkur. Æfing í kvöld kl. 6,55
4. flokkur. Æfing í kvöld kl. 7,45,
5. flokkur. Æfing í kvöld kl. 8,35,
Kappleikir verða í öllum flokk-
unum. Mætið stundvíslega.
Stjórnin.
I. O. G. I.
Stúkan Frón nr. 227
Fundur i kvöld kl. 20,30. Stúkan
Andvari kemur í heimsókn. Kaffi
drykkja og dans eftir fund. Þess
er fastlega vænzt, að Frónsfélag
ar fjölmenni stundvíslega, svo
hægt verði að byrja fundinn
auglýstum tíma.
Æ.t.
St. Andvari nr. 265
St. Frón nr. 227 he'msótt
kvöld. Mætum öll að Fríkirkju
vegi 11 kl. 8,30 stundvíslega.
Æ.t,
BEZT — ÚTSALAN
Nýtt á útsölunni í dag.
Smábarnafatnaður, barnakjólar.
BEZT Vesturveri
Mikið af nýjum bútum.
BEZT Vesturgötu 3
Stúlka, íslenzk eða útlend
óskast til húsverka í nokkra mánuði. Öll húsþægindi.
Sérherbergi. Upplýsingar á heimili Ólafs Jónssonar,
Melhaga 1.
Nokkur hundruð ferm■
óinnréttað inðaðarhúsnæði til leigu fyrir léttan iðnað
eða annað. Ekki jarðhæð. Uppl. í síma 10602.
Moskwitch leyfi
til sölu. Upplýsingair í síma 32907 eftir
kl. 7 e.h.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Sigurðar Baldurssonar hdl. og að undan-
gengnu fjárnámi þ. 30. apríl 1958 verður bifreiðin Y-416
seld á opinberu uppboði, sem haldið verður við skrifstofu
mína, Álfhólsveg 32 Kópavogi föstudaginn 13. febrúar
1959 kl. 15.
Greiðsla fari fram viðhamarshögg .
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nr. 12/1959.
Tilkynning
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið að gjaldskrá,
þvottahúsa og efnalauga skuli lækka um 5 af hundraði.
Einnig skulu lækka um fimm af hundraði öll gjöld á
rakarastofum, hárgreiðslustofum og öðrum snyrtistofum.
Lækkun þessi skal koma til framkvæmda ekki síðar en
5. þ.m. og ber að senda Verðlagsstjóra afrit af hinni nýju
gjaldskrá.
Reykjavík, 3. febrúar 1959.
VERÐLAGSSTJÓRINN.
Nr. 11/1959.
Tilkynning
Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið, að framleiðsluvör-
ur innlendra skó- og fatnaðarverksmiðja skuli lækka í
verði sem nemur minnst tveimur og hálfum af hundraði
miðað við núgildandi heildsöluverð.
I verzlunum kemur þessi lækkun til framkvæmda jafn-
óðum og nýjar vörur berast og kemur þá til viðbótar
við áður auglýsta lækkun vegna álagningar í smásölu.
Reykjavík, 3. febrúar 1959.
VKRÐLAGSSTJÓRINN.