Morgunblaðið - 05.02.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.02.1959, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ Allhvass suðvestan og- él. ____ inmtttMaMfr 29. tbl. — Fimmtudagur 5. febrúar 1959 Sýndarmennska Framsóknar Sjá bls. 3. Verður utanríkísmála- nefnd kölluð saman í dag vegna atburðanna fyrir Austurlandi? Fjórir sólarhringar liðnúr og enn situr við sama' Nokkrar meiriháttar hafnir veröi fullgerðar Myndi stuðla að aukinni framleiðslu og gja/deyristekjum Tillaga Sjálfstœdismanna á Alþingi FJÓRIR þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Sigurður Bjarnason, þm. N-ísf., Sigurður Ágústsson, þm. Snæf., Kjartan J. Jóhannson, þm. ísf., og Magnús Jónsson, þm. Eyf., lögðu i gær fram á Alþingi tiUögu til þingsály ktunar um lán vegna hafnargerða. Er tillagan svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að tekið verði allt að 60 millj. kr. lán utanlands eða innan til meiri háttar hafnarframkvæmda á þeim stöðum í hverjum lands- fjórðungi, þar sem mesta nauðsyn ber til að bæta aðstöðu sjávar- útvegsins, auka útflutningsframleiðsluna og gjaldeyristekjur þjóð- arinnar af henni. í GÆRKVÖLDI sat enn við það sama út af Loðmundarfirði. Svo virðist sem Bretar séu í slæmri klípu, því að seint í gærkvöldi var ekkert svar komið frá brezka flotamálaráðuneytinu um, hvað hinn stóri tundurspillir Agincourt skuli aðhafast í máli togarans Valafells. Skipstjórinn á togaranum, sem raunverulega hefir verið í haldi með skip sitt frá því á sunnu- dagsmorgun, er farinn að gerast æði óþolinmóður. En tilmæTum hans um að mega sigla á brott er ávallt svarað á sama hátt: Að hann verði að bíða átekta, þar sem yfirmenn hans í Lundunum hafi engin svör gefið enn, og ha.nn verði skilyrðislaust að láta sér þetta líka. Þess má geta, að 19 brezkir togarar eru að veiðum út af Langanesi og úti á Austfjarðar- miðum. Allur þorri þeirra er djúpt úti. ★ Gefið var í skyn í blaðinu í gær, að Landhelgisgæzlan myndi brátt hugsa sér til hreyfings í máli togarans Valafells, en málið er nú komið á dálítið annað stig, þar sem fyrirsjáanlegt virðist eftir umræður á Alþingi í gær, að þetta mál muni nú koma fyrir utanríkismálanefnd Alþingis. Þingfréttaritari blaðsins segir svo frá umræðum á Alþingi í gær: ER FUNDUR hafði verið settur í sameinuðu Alþingi í gær, kvaddi Einar Olgeirsson sér hljóðs utan dagskrár. Kvaðst hann vilja beina þeirri fyrirspurn til dóms- málaráðherra, hvað ríkisstjórnin hefði hugsað sér að gera vegna atburðanna út af Loðmundarfirði. Væri þetta i annað skipti síðan í haust, sem brezk herskip hótuðu að skjóta á íslenzkt varðskip. Ef ríkisstjórnin hefði ekki myndað sér ákveðna skoðun á málinu, kvað Einar Olgeirsson nauðsynlegt, að utanríkismála- nefnd yrði kvödd ríkisstjórninni til ráðuneytis um málið. Þá sagði hann það sína skoðun, að tafar- laust bæri að kalla sendiherrann heim frá London. Við yrðum að hafa gát á því, að við værum ekki að baka málstað olckar tjón með aðgerðarleysinu. Friðjón Skarphéðinsson, dóms- málaráðherra, varð fyrir svörum af hálfu rikisstjórnarinnar. Kvað hann skipin enn bíða átekta út af Loðmundarfirði. Á þessu stigi málsins kvaðst hann ekki geta skýrt frá því, hvað gert yrði í málinu, en búizt væri við, að úr þvi yrði leyst á hverri stundu, hvern endi þófið út af Loðmund- arfirði tæki. Meðan ekki væri séð hvernig þessum þætti málsins ]yki, yrðu ekki teknar neinar á- kvarðanir af hálfu ríkisstjórnar- innar. Eysteinn Jónsson tók næstur til máls. Kvaðst hann fyrir sitt leyti vilja leggja hina mestu á- herzlu á, að ríkisstjórnin tæki VEGNA óviðra tlMlli egra ástæðna, geta málfundir þeir, sem hefjast áttu í kvöld, ekki hafizt fyrr en nk. þriðjudagskvöld. upp fundarhöld með utanríkis- málanefnd. Það væri einnig í framhaldi af þeirri stefnu, sem Framsóknarmenn hefðu haft frá öndverðu í þessu máli. Bjarni Benediktsson kvaddi sér hljóðs og sagðist mjög vilja taka undir þær óskir, sem fram hefðu komið, um að haft yrði samráð við utanríkismálanefnd og þar með alla stjórnmálaflokkana um þetta mál. Því miður hefði orðið misbrestur á því, áður fyrr, að sú aðferð væri viðhöfð. Þegar ekki ósvipað atvik hefði komið fyrir í haust, hefðu Sjálfstæðis- menn lagt til, að ákveðin aðferð yrði höfð um framkvæmd máls- ins, en því hefði því miður ekki verið sinnt. Það hefði þó ef til vill getað hindrað þennan atburð, ef stefnu Sjálfstæðismanna hefði verið fylgt þá. Bjarni Benediktsson kvaðst að lokum eindregið vilja leggja til að ríkisstjórnin hefði samráð við utanríkismálanefnd um málið. Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra ,talaði næstur. Kvaðst hann ekki hafa kvatt ut- anríkismálanefnd til samráðs við sig í þessu máli vegna þess, að á hverju augnabliki væri von á nýj- um atriðum, sem nauðsynlegt gæti verið fyrir nefndina að hafa vitneskju um er hún kynnti sér málið. Kvaðst utanríkisráðherra hafa ástæðu til að ætla, að ekki yrði langt að bíða unz þau atriði lægju fyrir, en ef einhver drátt- ur yrði enn, kvaðst hann ekki mundi bíða lengur með að kalla nefndina saman. Einar Olgeirsson tók aftur til máls. Hann sagði að ef lengri dráttur yrði væri nauðsynlegt að utanríkismálanefnd kæmi saman til að fjalla um hvort ekki væri rétt að kalla heim sendiherrann í London. Listi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs, B-listinn, er þannig skipaður: Form.: Guðjón Sv. Sigurðsson, Hörpu, Varaform.: Ingimundur Er- lendsson, Iðju, Ritari: Þorvaldur Ólafsson, Kassagerðinni, Gjaldkeri: Ingólfur Jónsson, O. J. & Kaaber, Meðstjórnendur: Jóna Magnús- dóttir, Andrési Andréssyni, Ingi- björg Arnórsdóttir, Svani-Vík- ingi, og Steinn Ingi Jóhannsson, Skógerðinni Þór. Varastjórn: Björn Jónatansson, Kassagerð- inni, Búi Þorvaldsson, Svani-Vík- ingi, og Klara Georgsdóttir, Borgarþvottahúsinu. Skipin hafa stækkað í greinargerð segir svo: Þrátt fyrir verulegar umbætur í hafnarmálum landsmanna sl. áratugi brestur mjög á það, að sæmileg aðstaða hafi skapazt fyr ir útgerð og sjósókn í hinum ýmsu landshlutum. Skipin hafa stækkað, en hafnarskilyrðin hafa víða ekki verið bætt að sama skapi. Veldur það margvíslegum erfiðleikum og miklu árlegu tjóni, bæði vegna skemmda á Magnúsi Jónssyni feikna vel tekið Kaupmannahöfn, 4. febr. (Þór Vilhjálmsson) 1 KVÖLD var frumsýning í Konunglega leikhúsinu á óper unni Boheme eftir Puccini. — Magnús Jónsson söng aðal- hlutverkið, Randolfo. Var honum feiknavel tekið, enda tókst frábærlega vel hjá hon- um bæði söngur og leikur. — Uppselt var í leikhúsið og voru margir íslendingar meðal áheyrenda. Trúnaðarmannaráð: Auður Jónsdóttir, Belgjagerð- inni, Ragnheiður Sigurðardóttir, Leðurgerðinni, Víðimel, Magnús Pétursson, Nýju-Efnalauginni, Þorvarður Áki Eiríksson, Sæl- gætisgerðinni Amor. NÝLEGA hefir verið stofnað í Reykjavík hlutafélag, sem heitir City Hotel h.f. Er frá þessu skýrt í Lögbirtingablaðinu 31. jan. sl., og þar tekið svo til orða í til- kynningu til hlutafélagsskrár í Reykjavík, að tilgangur félagsins skipunum og öryggisleysis, er dregur úr sjósókninni. Áætlunum þeim, sem gerðar hafa verið um hafnarbætur, mið- ar yfirleitt seint áfram. Veldur fjárskortur þar mestu um. Hverf andi litlu af þeim miklu fjár- hæðum, sem teknar hafa verið að láni erlendis síðustu árin, hefur verið varið til hafnarbóta. Innan- lands er lánsfjármarkaðurinn orðinn mjög þröngur. Aukin framleiðsla Flm. þessarar tillögu hafa þess vegna leyft sér að leggja tU, að ríkisstjórnin noti gild- AKRANESI, 4. febr. — Það slys vildi til síðdegis í gærdag að bandarískur piltur hrapaði í fjallinu Þýrli í Hvalfirði og slas- aðist alvarlega. Pilturinn, sem heitir James V. Gaffney, var flutt ur með sjúkrabíl Akurnesinga á Iðju um Varamenn: Anna Kristmundsdóttir, Tole- do, Jón Björnsson, Vífilfelli, María Níelsdóttir, Belgjagerð- inni, Sigurður Jónsson, ölgerð- inni. Endurskoðendur: Eyjólfur Davíðsson, Andrési Andréssyni, Oddgeir Jónsson, Framtíðinni. Varaendurskoðandi: Halldór Christensen, ísaga. STYKKISHÓLMI, 4. febr. — Ungmennafélagið Skallagrímur í Borgarnesi kom hingað sl. sunnu dag og hafði tvær sýningar á leikritinu Tannhvöss tengda- mamma. Leikstjóri var Karl Guð mundsson. Leiknum var mjög vel tekið, og húsfyllir á báðum sýn- ingum. — Árni. sé rekstur gistihúss, veitingastarf semi og annar skyldur rekstur. Framkvæmdastjóri er Sveinn B. Valfells. Að því er blaðið hef- ir fregnað, mun allur undirbún- ingur þessarar starfsemi vera enn á frumstigi andi lagaheimildir til þess að afla erlends eða innlends láns til þess að gera stórt átak í hafnarmálum þjóðarinnar. — Vakir það fyrst og fremst fyr- ir þeim, að lánsfé yrði notað til þess að fullgera nokkrar meiri háttar hafnir, sem mikla þýðingu hafa fyrir sjávarút- veginn í helztu útvegsbyggð- arlögum landsins. Mundi það eiga mikinn þátt í að auka út- flutningsframleiðsluna og þar með gjaldeyristekjur þjóðar- innar af henni. Treystir grundvöll lífskjaranna Hér er um mikið og hagnýtt þjóðþrifamál að ræða. Er það skoðun flm., að verulegar um- bætur í hafnarmálum lands- manna muni stuðla meira að því en flest annað að auka arðinn af starfi þjóðarinnar og treysta þannig grundvöll lífskjara henn- ar. Hinar lógu árlegu upphæðir fjárlaga, sem ætlaðar eru til hafnarbóta, hrökkva allt of skammt í þessum efnum, auk þess sem þeim er dreift á fjölda framkvæmda. Óhjákvæmi legt er því að gera sérstakar ráð- stafanir til þess að ljúka nokkr- um meiri hóttar höfnum, sem unnið hefur verið að og fram- kvæmdaáætlanir hafa verið gerð ar um. Er það von flm., að Al- þingi fallist á nauðsyn þess. Landakotsspítalann. Slysið vildi til, er þrír Banda- ríkjamenn voru að klífa kletta uppi á fjallinu Þyrli. Bar þá svo við, að tveir mannanna hröpuðu. Annar þeirra, Donald M. Step- hens, náði þó dálítið neðar taki á steini og gat stöðvað sig, en Gaffney hrapaði og rann síðan tæplega 200 m niður eftir fjalls- hlíðinni. Stephens snerist um ökkla og fékk taugaáfall, en Gaff- ney meiddist mikið á höfði og hlaut sár ó annan fótinn. Hinn slasaði piltur var í skyndi fluttur hingað í sjúkrabíl, en er læknar höfðu kannað meiðsli hans, var hann tafarlaust fluttur í sjúkrabíl Akurnesinga í Landa- kotsspítalann. — Oddur. Samkvæmt upplýsingum, er blaðið fékk frá Landakotsspítala í gærkvöldi, er pilturinn, sem er 18 ára, þungt haldinn. Hann er alvarlega meiddur á höfði og hef- ir ekki komið til fullrar meðvit- unar síðan hann var fluttur þang- að. Flugfargjöld lækka \ dag F R Á og með deginum í dag lækka far-, flutnings- og af- greiðslugjöld á innanlandsflug- leiðum Flugfélags íslands um 5%. Munu fargjöld á utanlands- leiðum hins vegar verða óbreytt. Ingólfur Arnarson seldi í Grimsbv í gær TOGARINN Imgólfur Arnarson seldi afla sinn í Grímsby í gær 127 lestir fyrir 6825 sterlings- pund. Aflinn var mestmegnis þorskur fenginn á heimamiðum. Togarinn var með hálffermi, enda hefir afli á heimamiðum verið tregur. Stjórnarkosning í næstu helgi Listi lýðræðissinna er B-listi UM næstu helgi fer fram stjórnarkosning í Iðju, félagi verksmiðju- fólks. Tveir listar hafa komið fram: B-listi lýðræðissinna, borinn fram af stjórn og trúnaðarráði, sem er að mestu skipaður sama lólki og skipað hafa stjórn félagsins sl. tvö ár og komið fleiri hags- ínunamálum iðnverkafólks í framkvæmd, heldur en nokkru -sinni óður hefur átt séi stað í sögu félagsins. Það vekur athygli, að listi kommúnista: A-listinn, er nú ein- göngu skipaður koinmúnistum, sem sérstaklega eru þekktir fyrir fiokksþægð, en í stjórnarkosningunum í fyrra voru aftur á móti rokkrir lýðræðissinnar með þeim á lista, og er Björn Bjarnason cnn einu sinni í kjöri sem formaður á lista kommúnista. Hlufafélag stofnað til reksturs nýs gistihúss Bandarískur piltur hrapar í Þyrli og slasast alvarlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.