Morgunblaðið - 05.02.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.1959, Blaðsíða 6
6 MORGUTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. febr. 1959 3. grein um 21. Jbing rússneska kommúnistaflokksins Knapinn Krúsjeff notar 7-ára áætlun sem keyri á Jb/óð sína og segist œtla fram úr Bandaríkjunum TYRIR tæpum þremur árum Krúsjeff upp í (ræðustólinn í Kreml og flutti fulltrúum á 20. flokksþingi rússneska kommún- istaflokksins heljar mikla ræðu, sem stóð í 6 klst. í þessari ræðu, sem ekki má blanda saman við leyniræðu hans um Stalin, ræddi Krúsjeff efnahagsástandið í Sovétríkjunum. Hann færði full- trúunum nýja fimm ára áætlun, þá sjöttu í röðinni, sem skyldi verða kórónan á meistaraverk- inu. Var ræðumaður mjög hreyk inn er hann lýsti með löngum talnaþulum inn í glæsta framtíð Sovétþjóðarinnar. Á næstu fimm árum skyldu þjóðartekjurnar aukazt um 68%, iðnaðarframleiðslan skyldi auk- ast um 50% og landbúnaðarfram leiðslan um 70%. Tvöfalda skyldi íbúðarhúsabyggingar. Með árinu 1957 skyldi taka upp 7 klst. vinnu dag og síðar fimm daga vinnu- viku. Þrjú ár eru liðin síðan og fátt eitt af hinum glæstu loforðum Krúsjeffs komið í framkvæmd. En þann 26. september 1957 tit- kynnti ráðstjórnin í Kreml, að „endurskoða" þyrfti fimm-ára á- ætlunina. f reyndinni var henni kastað í bréfakörfuna vegna þess, hve óraunhæf hún var og í nærri hálft annað ár hefur rússneskt efnahagslíf starfað án áætlunar. ENN er nýtt flokksþing rússn- eskra kommúnista, það 21, í röðinni sezt á rökstóla í Kreml. Og við setningu þess vann Krú- sjeff það frægðarverk að flytja aðra 6 klst. ræðu og birta þjóð sinni með engu minna sjálfs- trausti nýja áætlun. Sú hin nýja áætlun á að gilda til 7 ára. Með því að lengja áætlunartímann stækka tölurnar um áætlaðar framfarir og framleiðsluaukn- ingu sem því nemur, en í raun- inni er Krúsjeff að draga saman seglin með nýju áætluninni. í ræðu sinni minntist Krúsjeff varla einu örði á hina misheppn- uðu fimm ára áætlun og þeim mun síður að hann bæri nýju sjö ára áætlunina saman við hana. En við athugun kemur það í ljós, að markið er nú ekki sett eins hátt. Það kemur t.d. í ljós að fram kvæmd 7 klst. vinnudags og fimm daga vinnuviku er frestað enn í nokkur ár og yfirleitt er öllum framleiðslumörkum frestað nokk- uð. ÞAÐ er t. d. áætlað í 7 ára áætluninni nýju, að heildar- framleiðsla iðnaðarins aukizt um 80% á árunum 1959—1965, þ.e. 8,6% aukning á hverju ári. En samkvæmt 5 ára áætluninni, sem samin var 1956 átti árleg fram- leiðsluaukning að nema 10,5%. f nýju sjö ára áætluninni er áætl- að að þjóðartekjurnar aukist ár- lega um 7,2%, en samkvæmt hinni misheppnuðu fimm ára á- ætlun, skyldi árleg aukning vera 10%. Af þessu kynnu menn að vilja draga þá ályktun, að sjö-ára á ætlun Krúsjeffs sé raunhæf og i samræmi við efnahagskerfi Sovét ríkjanna. Það er að vísu rétt, að hin nýja áætlun hans er nær raunveruleikanum en síðasta fimm ára áætlun, sem virðist hafa verið langt uppi í skýjunum. En sjö ára áætlun Krúsjeffs er með sama markinu brennd og all ar fyrri efnahagsáætlanir Rússa. Hún ber þess meiri keim, að hún sé áróðursplagg ,heldur en sann- söguleg mynd af framtíðinni. For ustumenn Rússa hafa líka stund markið með vilja of hátt, til þess að áætlunin verki sem keyri á framleiðsluna. ÞEIR sem heimsótt hafa Rúss- land síðustu ár hafa oft eftir- minnilega kynnzt því, að Rússar eru haldnir minnimáttarkennd gagnvart Vesturlöndum. Þeir finna mjög sárt til þess í sínu þjóðernissinnaða hjarta, að lífs- kjör í Rússlandi eru enn miklu lakari en almennt gerist á Vest- urlöndum. Það særir Rússa, þegar þeim er skýrt frá þvi, að í Banda ríkjunum eigi verkamenn al- mennt hver sinn bíl, sjónvarps- tæki, ísskáp o.s.frv., því að þessa muni virðast rússneskir verka- menn um ófyrirsjáanlega fram- tíð ekki geta eignazt. Þegar Mik- oyan aðstoðarforsætisráðherra Rússa heimsótti Ford-verksmiðj- una í Detroit í Bandaríkjunum, var hann spurður, hvenær þeir tímar kæmu að rússneskir verka menn gætu almennt átt sinn bíl. Hann svaraði: — Það verður óra- langt þangað til. Er Krúsjeff leggur nú fram sína sjö ára áætlun leikur hann mjög á þessa strengi þjóðernis- legrar minnimáttarkenndar. Við- kvæðið í allri ræðu hans um efnahagsmálin var, að á næstu sjö árum skyldu Sovétríkin fara fram úr Bandaríkjunum á mörg- um sviðum framleiðslu sinnar og lífskjörin verða jöfn því sem ger- ist á Vesturlöndum. ÞAÐ, sem Krúsjeff lofaði þjóð sinni að gert skyldi á næstu sjö árum er m.a. þetta: 1) Framleiðsla iðnaðarins aukin um 80%. 2) Framleiðsla landbúnaðarins aukin um 70%. 3) Þjóðartekjur auknar um 67% 4) Meðallaun aukin um 46%. 5) Fjárfesting aukin um 85%. 6) Neyzluvöruframleiðsla auk- in um 62%. 7) Járnframleiðsla aukin úr 40 millj. tonnum í 70 millj. tonn. 8) Stálframleiðsla aukin úr 60 millj. tonnum í 90 millj. tonn. 9) Olíuframleiðsla aukin úr 100 millj. tonnum í 240 millj. tonn aukin. Þjóðin á að borða karamell ur í stað þess að drekka Vodka! Fulltrúar á flokksþinginu í Kreml, hafa ekki aðstöðu til að sannprófa, hvort tölur Krúsjeffs eru réttar og enn síður rússnesk- ur almenningur. Alþýða lands- ins er í eðli sínu tortryggin á loforð valdhafanna í Kreml, en samanburðurinn við Bandarík- in, á að hafa þau áhrif að fylla Rússa þjóðernislegum metnaði og þannig vinna bug á tortryggni þeirra gagnvart tölunum. KRÚSJEFF boðar nú efnahags- lega samkeppni við Banda- ríkin. Líkist hann knapa, er situr á véðhlaupahesti og knýr hann sporum, svo hann fari fram úr bandaríska gæðingnum. í sjálfu sér væri það ekkert óeðlilegt, þótt Rússar færu fram úr Bandaríkjamönnum í fram- leiðslu. Hið víðáttumikla land þeirra er auðugt af allskyns gæð- og eftir 7 ár verðurðu miklu stærri en hann. 10) Rafmagnsframleiðsla aukin úr 240 milljörðum kílóvatta í 520 milljarða kílóvatta. 11) Framleiðsla á skóm aukin úr 355 milljón í 515 milljón. 12) Framleiðsla á sjónvarpstækj- um aukin úr 3 milljónum í 13,8 milljónir. 13) Þá heitir Krúsjeff stórkost- legri aukningu efnavöruverk- smiðja ,svo sem í plasti og næloni og stóraukinni notkun sjálfvirkra tækja í verksmiðj- um. Svo bætti hann við: Þá verður framleiðsla á karamellum stór- um og íbúatala þess er um fjórð- ungi hærri. En knapinn Krúsjeff og hinn rússneski veðhlaupahestur á langa leið eftir til að komast fram úr Bandaríkjunum. Þeir sjá máske bandaríska gæðinginn framundan og ætla að komast fram úr honum. En jþeir vara sig bara ekki á því, að sá bandaríski hefur hlaupið einum hring fleiri á veðhlaupabrautinni. Glöggt dæmi um þetta er t. d. áætlun Rússa um að ná Banda- ríkjunum í stálframleiðslu. Nú sem stendur er stálframleiðsla úr skrifar daglegq lifínu Lækkanirnar koma til framkvæmda. FATT er það, sem hefir meiri áhrif á vort daglega líf en verðlag á lífsnauðsynjum og kaup máttur launa þeirra, sem við fá- um á hverjum útborgunardegi. Og um fátt er að sjálfsögðu meira rætt þessa dagana, þegar menn hittast á förnum vegi en ákvörð- un þings og stjórnar um að færa niður verðlag og laun og reyna þar með að stöðva þessa ógnvekj andi verðbólgu, sem vísir menn segja að muni að öðrum kosti stækka eins og púkinn, sem hleypt var úr flösku. Það þarf reyndar engan speking til að segja almenn um viðurkennt, að þeir setji ingi að hann getur ekki grætt á kapphlaupinu milli kaupgjalds ' og ganga eftir því að fyrirmælum og verðlags. Á það hefur hvsr vinnandi maður rekið sig æ ofan í æ á undanförnum árum. Og nú er annað uppi á teningn- um. Það er reglulega ánægjulegt að hlusta á tilkynningalestur út- varpsins þessa dagana. Hver til- kynningin rekur aðra um lækk- að vöruverð. Að vísu munar ekki mjög miklu á hverri vörutegund,. en konurnar, sem annast dagleg kaup til heimilanna vita bezt að slíkt dregur sig saman, þegar um er að ræða daglegar nauðsynjar. Fólk yfirleitt bjartsýnt. SJÁLFSAGT er erfitt fyrir hvern einn að átta sig á því hvað hann fær í aðra hönd, hvort lækkun á kaupi vinnst upp með lækkuðu vöruverði, en mér virð- ist fólk yfirleitt bjartsýnt. Það veit af reynslunni hvernig farið hefði, ef ekki hefði verið spyrnt við fótum og fyrstu afleiðingar frumvarpsins um niðurfærslu verðlags og launa spá góðu. — Byrjað var á að mæla svo fyrir að mestu nauðsynjavörur almenn ings skyldu lækka; mjólk. kjöt, kartöflur o. s. frv. Næstu daga ættu verðlækk- anirnar að fara að segja áþreif- anlega til sín og um leið gefst betra tækifæri til að átta sig á því, hvað er að gerast, því ekk- ert skilur fólk betur en ef það fær meiri vörur fyrir færri krónur. Um að gera að fylgjast vel með. g nú er um að gera að fylgj- ast með þvi hvað á að lækka, 0 verðlagsyfirvaldanna sé hlýtt. Þó verður að hafa það í huga, að kaupmönnum hefur verði gefinn frestur til 10. febrúar til að koma lækkuninni í kring. En sé ein- hvers staðar pottur brotinn í þessum efnum, eftir að auglýstar lækkanir eiga að hafa gengið í gildi, er sjálfsagt að gera verð- gæzlunni aðvart. Enginn má kom ast upp með að hlíta ekki settum reglum. Nokkrir einhleypingar hafa komið að máli við Velvakanda og látið í ljós átta um að þeir komi ekki til með að njóta góðs af lækkunum á matvörum, vegna þess að þeir borða á veit- ingahúsum. Að óreyndu virðist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því, þar sem þegar hefur ver- ið auglýst 5% lækkun á allri greiðasölu. Aðrir hafa látið í ljós ótta sinn um að strætisvagnafargjöld falli ekki undir liðinn lækkuð flutn- ingsgjöld. Þegar þetta er ritað, er ekki komið fram hvernig þeim málum er háttað. Þetta atriði skiptir fjölmarga aðila miklu máli, þar sem strætisvagnagjöld eru stór liður í útgjöldum margra fjölskyldna. Þannig mætti lengi telja. Mörg atriði koma hér til greina, og víða skýtur tortryggni upp kollinum. En eitt er þó nýstárlegt við þess- ar efnahagsaðgerðir, og það er að vörurnar eru byrjaðar að lækka samhliða eða jafnvel á undan kaupinu. Rússa um 60 milljón tonn og Bandaríkjanna um 90 millj. tonn. Krúsjeff segist ætla að ná Banda ríkjunum árið 1965 með 90 millj. tonna stálframleiðslu, en hann tekur það ekki til greina, að þá hefur stálframleiðsla Bandaríkj- anna aukizt og verður komin upp í 140 millj. tonn. Svona virðist þetta vera á öll- um sviðum. Krúsjeff stærir sig af því, að hann ætli að fara fram úr Bandaríkjunum, en hann gerir ekki ráð fyrir neinni framleiðslu aukningu í Bandaríkjunum á þessum sama tíma. Vitanlega er Krúsjeff ekki svo skyni skroppinn, að hann ímyndi sér, að stöðnun verði í banda- rísku atvinnulífi. En hann fer með rangt mál af ásettu ráði, af því að það kemmr honum vel í áróðursskyni. Meðal fundar- manna á 21. flokksþinginu er þessi áróður síðan tekinn góður og gildur. Enginn þorir að benda á missmíðina á útreikningum Krúsjeffs. Hver, sem það gerði gæti átt það á hættu, að vera úthrópaður „endurskoðunarmað- ur“ og færður á galdrabrennu. ÞÓTT ekki sé kannske mikið að marka tölurnar í 7 ára á- ætlun Krúsjeffs, má þó nokkuð sjá stefnuna í hinu rígbundna efnahagskerfi Sovétríkjanna. Það er auðséð að enn er megináherzl- an lögð á fjárfestinguna og þá fyrst og fremst hráefnaframleið- sluna og þungaiðnaðinn. En nú gerist það helzt nýtt, að ætlunin er að stórauka efnavöruiðnaðinn og íbúðahúsabyggingar. Áætlunin um íbúðarhúsabygg- ingar er sérstaklega athyglis- verð. Krúsjeff segir að áætlað sé að byggja á næstu sjö árum 15 milljón nýjar íbúðir. Þetta lof- orð á sér þær rætur, að húsnæð- isleysi, hefur verið óskaplegt í Sovétríkjunum, að undanförnu, einkum þó í stærstu borgunum. Fólk hefur svo milljónum skiptir orðið að hafast við í hreysum, sem ekki eru boðleg vistarvera fyrir mannfólk, allra sízt þegar naprir vetrarvindar blása yfir steppuna. Ástandið er orðið svo geigvænlegt á þessu sviði, að ó- hjákvæmilegt er að gera eitthvað í því. Áætlunin gerir ráð fyrir 15 milljón nýjum íbúðum. Jafn- vel þó því marki yrði náð, myndi það fjarri því fullnægja þörfinni. Fólksfjölgun í Sovétríkjunum er ör og nú eykur það stöðugt á vandræðin. að íbúðarhúsin, sem hrófað var upp eftir styrjöldina voru óvönduð og ganga fljótt úr sér. Ferðamenn í Rússlandi geta borið um það, hvernig 10 ára gömul hús eru farin að molna niður, full af slaga og sprungum. OVANDAÐAR íbúðarhúsabygg- ingar eru aðeins ein afleið- ing þeirrar spennu, sem stöðugt hefur verið í rússnesku efnahags- lífi. Önnur afleiðing þeirrar sömu spennu var sú ákvörðun valdhaf- anna í júní 1957, að „fresta" þ. e. strika út ríkislán að upphæð 260 milljarða rúblna og svipta rússn- eska alþýðu þannig meginhlutan um af raunverulegum sparifjár- inneignum sínum. Hinn nýi valdhafi virðist ætla að viðhalda sömu spennunni og áður. Hann gefur fyrirheit um styttingu vinnutíma í rússnesk- um verksmiðjum. En verkamenn verða beðnir um að vinna þeim mun lengri eftirvinnutima kaup- laust til þess að uppfylla áætl- anirnar. Har.n gefur einnig fyrir- heit um skattalækkanir, en al- ræðisstjórn hans getur með einu pennastriki jafnað þær með því að strika út fleiri ríkislán, sem almenningur hefur verið skyldað ur til að leggja sparifé sitt í. □- -□ BELGRAD, 31. jan. — Mikið kaupæði hefur gripið um sig í Júgóslavíu. Þykjast menn hafa veður af gengislækkun. □- -□

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.