Morgunblaðið - 10.02.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.02.1959, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. febrúar 1959 MORGVNBLAÐIÐ 3 Tíminn og niðurgreiðslur landbúnaðarafurða SÍÐASTL. laugardag helgar Tíminn Ingólfi Jónssyni heilan leiðara, vegna aukinna niður- greiðslna á landbúnaðarafurðir, sem núverandi ríkisstjórn ákvað um sl. áramót. Tíminn er mjög hneykslaður yfir því, að stjórn- in hefur aukið niðurgreiðslu verðlags landbúnaðarafurða. Það virðist eins og hann telji að nið- urgreiðsla á landbúnaðarvörum sé goðgá, er skaði bændastéttina. Það er þess vegna rétt að minna Tímamenn á það, að á meðan Framsóknarmenn fóru með land- búnaðarmálin í fyrrverandi rík- isstjórn, hækkuðu þeir niður- greiðslur á landbúnaðarvörum næstum því eins mikið eins og núverandi ríkisstjórn hefur gert. Vondur viðskilnaSur Þá má minna á það, að hækk- un á niðurgreiðslu mjólkur var 54 aurar á lítra í tíð fyrrver- andi ríkisstjórnar. Hækkun á niðurgreiðslu kjötverðs á sama tíma var 4,04 aurar á kíló. Nið- urgreiðslur á verði kartaflna hækkuðu einnig talsvert. Þá hækkaði fyrrverandi ríkisstjórn niðurgreiðslur á smjöri, ostum, skyri og rjóma. Núverandi rík- isstjórn hækkaði niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum vegna þess að þær vega mest í vísitöl- unni. Barátta núverandi ríkis- stjórnar, eins og margra fyrrver- andi stjórna, er við vísitöluna og dýrtíðina. Starf núverandi stjórn- ar er vissulega erfitt, eftir við- skilnað vinstri stjórnarinnar. Eins og kunnugt er hækkaði visitalan um 17 stig 1. desember sl. Hefði hún farið upp í 270 stig á komandi sumri, eftir því sem efnahagsmálasérfræðingur vinstri stjórnarinnar hefur upp- lýst, ef ekki hefði verið að gert. Núverandi ríkisstjórn hefur kom ið vísitölunni niður í 175 stig, m. a. með því að lækka vísitölu- SÍÐDEGIS á laugardaginn var fréttamönnum boðið um borð í bátinn Björgu frá Siglufirði, sem lá við verbúðarbryggjuna til að skoða hina nýju yfirbyggingu bátsins, sem er úr glertrefjaplast efninu deborine. Yfirbyggingin er gerð í Skipasmíðastöð Njarð- víkur. , Skipasmíðastöðin var stofnsett í febrúar 1946 og hefur frá fyrstu tíð fengizt við viðgerðir og ný- smíði báta. Hefur stöðin byggt þrjá nýja báta. Sagði Bjarni Ein- arsson. að nú væri áformað að snúa sér meira að smíði úr de borine, en stöðin byrjaði að fram leiða úr þessu efni, er þar voru byggðir nótabátar úr glertrefja- plasti fyrir vertíðina í fyrra. Hafa þeir bátar yfirleitt reynzt vel. Efnið deborine er enskt og er samansett úr glertrefjum og plasti. Eru fluttar inn mottur úr glertrefjum, en plastið er flutt inn fljótandi á tunnum. Smíðinni er hagað þannig, að gerð eru mót að bátnum eða stýrishúsinu, sem smíða á, glermotta er vætt í plasti verð landbúnaðarvara með nið- greiðslum og með því að allar stéttir þjóðfélagsins hafa látið nokkuð áf mörkum, með lækk- un afurðanna og beinni kaup- lækkun launþega. Auka söluna Það er misskilningur hjá Tím- anum að niðurgreiðslur land- búnaðarvara skaði bændastétt- ina.. Niðurgreiðslur landbúnað- arvara miða að því að stórauka sölu afurðanna á innlendum markaði. Sláturfélag Suðurlands hefur upplýst, að kjötsalan hafi stóraukizt síðan að niðurgreiðsl- urnar voru auknar. Má þess vegna gera ráð fyrir að útflutn- ingur á kjöti verði miklu minni vegna þessara aðgerða og bænd- f HÆSTARÉTTI er genginn dóm ur í sérstæðu skaðabótamáli. Maður nokkur keypti hús eitt hér í bænum. Eftir að kaupin voru gerð, komu fram á húsinu ýmsir gallar. Maðurinn, sem húsið keypti, er Þór Johannsson, hús- gagnabólstrari, en hús það sem um ræðir er Efstasund 19, múr- húðað timburhús á steingrunni. Keypti Þór það af Pétri Sveins- syni, verkstjóra, er þar bjó, en hann hafði látið reisa húsið. Fóru þessi kaup fram í ágúst 1949 og var söluverð hússins 150.000 kr. Þegar Þór var búinn að vera í húsinu 1—2 ár varð hann var við að hurðir urðu stífar og lét hann og lögð innan í mótið og þannig hver trefjamottan af annarri unz þeim styrkleika er náð, sem ætl- ast er til. Deborine hefur marga xosti fram yfir önnur efni. Það er í fyrsta lagi mjög létt, eðlisþyngd- in er aðeins 1,8, en til samanburð- ar má geta þess, að eðlisþyngd alúmíníums er 2,7. Þá er þanþol þess mikið þannig að það stökkn- ar ekki í frosti og hrekkur ekki fyrir höggi. Deborine hefur verið notað í iðnaði í tíu ár m.a. mikið í vatnabáta og nokkuð í flugvélar. Það er dýrt að smíða úr debor- ine eða um 20% dýrara en úr tré. Fiskimálasjóður styrkti þá til- raun, sem gerð var með yfirbygg ingu Bjargar þannig að skipa- smíðastöðin fékk helming styrks- ins, en útgerð bátsins hinn helm- inginn. Viðhaldskostnaður við stýrishúsið verður hins vegar lítill því ekki þarf nema þvo það og bóna. Litnum er blandað í plastið áður en smíðin hefst og þarf því aldrei að mála. ur af þeim ástæðum fái meira í sinn hlut. Þá hefur einnig verið upplýst að smjörsalan hafi aukizt og gangi mjög á birgðirnar, en und- anfarið hafa smjörbirgðir verið bagalega miklar. Einnig má reikna með því, að sala á neyzlu- mjólk muni aukast vegna þess- ara aðgerða og útflutningur á osti eins og sl. ár geti lagst nið- ur. En útflutningurinn á mjólk- urafurðum lækkar mjólkurverð- ið til bændanna. Það er þess vegna mikið atriði að sala á neyzlumjólk, mjólk- urafurðum og kjöti geti aukizt, með því að bændur fá þá hærra útborgað fyrir afurðirnar. Vinstri stjórnin greiddi litlu minna niður afurðaverðið en núverandi stjórn gerir. Nú verandi stjorn hefur greitt mjólkurverðið niður um 90 aura á lítra. Niðurgreiðsla á kjöti hefur verið aukin um kr. hefla þær upp, nokkru síðar varð honum ljóst að grunnur hússins var allur á hreyfingu og gólf- platan tekin að síga. Ákvað Þór Jóhannsson nú að fara í mál við Pétur Sveinsson. Matsmenn voru kvaddir til. í þeirra álitsgjörð segir m.a.: „að undirstöður hússins það lélegar að ekki verði hjá því komist að setja nýjar undirstöður undir húsið . . .“ Matsmenn töldu kostn að við þetta hæfilega metinn á kr. 53,980,—. Eftir að Þór hafði stefnt fyrr- um eiganda hússins, stefndi hann og Sigurði Jónssyni, múrarameist ara, Fjölnisvegi 18 hér í bæ, en hann hafði ritað á uppdrátt húss- ins nafn sitt sem múrarameistari, en kom þar aldrei nærri. Frekari atiiði málsins skulu ekki rakin hér, því þau koma fram í forsendum dóms Hæsta- réttar, er staðfesti dóm undirrétt- ar í öllum aðalatriðum, taldi þá Pétur Sveinsson og Sigurð Jóns- son bótaskylda. — Eftir að kröf- um í málinu hefur verið lýst í málsskjölum Hæstaréttar — en geta má þess að Þór krafðist 80.000 króna skaðabóta ásamt vöxtum — segir svo m.a. í dóms- forsendum: ' Vorið 1958 hóf gagnáfrýjandi (Þór Jóhannsson) viðgerð á hús- inu. Kom þá í ljós, að gallarnir voru að mun meiri en sýnilegt hafði verið, þegar matsgerðirnar fóru fram. Voru nú grafnir skurð ir fram með útveggjum hússins, og varð þess þá vart, að undir- stöður veggjanna voru þannig gerðar, að grafnir höfðu verið fyrir þeim grunnir skurðir, sem síðan höfðu verið fylltir með grjóti, lítt eða ekki hlöðnu. Undir uppfyllingu þessari var laus jarð vegur, tvær til þrjár skóflustung- ur, niður á fastan botn. Þegar gólf hússins var brotið upp, kom í ljós, að ekkert malarlag eða önnur einangrun var undir því. Vegna þessara galla og annarra fleiri, sem taldir eru hafa verið á húsinu, afréð gagnáfrýjandi að rífa það til grunna. Samkvæmt því, sem hér var greint, og að öðru leyti með skír- skotun til þess, sem nánar er rakið um galla hússins í héraðs- dómi, eru fullar sönnur að því leiddar, að mikil missmíði hafi verið á undirstöðum og gólfi húss- ins og að gerð þessa hluta hús- byggingarinnar hafi hvergi nærri fullnægt kröfum byggingarsam- þykktar Reykjavíkur. Ber aðalá- frýjandi Pétur Sveinsson, sem húsið reisti, fébótaábyrgð á tjóni gagnáfrýjanda vegna umræddra leyndra galla á húsinu við sölu þess. 5,35 pr. kíló, niðurgreiðsla á kartöflum kr. 0,47 aura pr. kíló, niðurgreiðsla á skömmtuðu smjöri kr. 8,80 pr. kíló. Látið staðreyndirnar tala Tíminn skrökvar því vísvit- andi, að Sjálfstæðismenn hafi það á stefnuskrá sinni að af- nema niðurgreiðslurnar, án þess að tryggja hag bænda á annan hátt. Þetta er í samræmi við mál- flutning Tímamanna um land- búnaðarmál og þjóðmálin yfir- leitt. Þeir ætlast til að bænda- stéttin hafi ekki fylgzt með að- gerðum Framsóknarmanna í vinstri stjórninni hvað landbún- aðinn snertir. Þeir bændur, sem ekki höfðu áður áttað sig á falsi og svikum Framsóknarflokksins geta nú látið staðreyndirnar tala og borið saman, hvernig að bændastéttinni var búið undir forystu Framsóknar í vinstri stjórninni við það sem áður var meðan Sjálfstæðismenn höfðu áhrif á stjórn landsins. Þegar húsið var reist, var í gildi samþykkt nr. 43/1924 um breytingu á 5. gr. byggingarsam- þykktar fyrir Reykjavík nr. 68/1903. í samþykktinni segir, að ekki megi byrja á nýrri bygg- ingu, fyrr en byggingarfulltrúa hafi verið tilkynnt, hver standi fyrir byggingunni, og skuli það vera trésmiður eða múrsmiður, sem fengið hafi viðurkenningu byggingarnefndar til að mega standa fyrir húsasmíði í Reykja- vik, og skuli viðurkenndur múr- smiður sjá um alla múrsmíði. Þá er mælt í samþykktinni, að það sé á ábyrgð húsasmiðs og hús- eiganda, að fylgt sé ákvæðum byggingarsamþykktar um fram- kvæmd húsasmíðis. Á teikningu af húsinu, sem afhent var bygg- ingarfulltrúa, hafði aðaláfrýjandi, Sigurður Jónsson ritað nafn sitt sem múrarameistari. Með því tók hann á sig skyldu samkvæmt framangreindum ákvæðum bygg- ingarsamþykktarinnar til að sjá um, að tilhlýðilega væri gengið frá undirstöðum og gólfi hússins. f almennum viðskiptum eiga menn að geta treyst því, að lög- giltir húsasmiðir, sem taka að sér að sjá um byggingu húsa, sinni þessari skyldu sinni. Af hálfu aðaláfrýjanda Sigurðar Jónsson- ar hefur því verið lýst í máli þessu, að hann hafi aldrei komið á staðinn, meðan húsið var í smíðum, og ekkert eftirlit haft með verkinu né sagt fyrir um það. Sökum þessarar stórfelldu vanrækslu verður að telja hann bera fébótaábyrgð gagnvart gagn áfrýjanda vegna framangreindra galla á undirstöðum og gólfi húss ins in solidum með aðaláfrýjanda Pétri Sveinssyni, enda verður að telja, að fyrningarfrestur á kröf- unni hafi ekki tekið að líða, fyrr en gagnáfrýjandi mátti verða gallanna var.....“ Eftir að héraðsdómur gekk, hófst gagnáfrýjandi handa um að leita fullnægju á fjárhæðum þeim, sem honum voru dæmdar í héraði, og fór í því skyni fram fjárnám samkvæmt kröfu hans í eignum aðaláfrýjanda Péturs Sveinssonar hinn 8. febrúar 1957. En áfrýjun málsins af hendi gagn áfrýjanda til hækkunar fébóta ekki samrýmanleg þessum að- gerðum, og verða honum þegar af þeirri ástæðu ekki dæmdar hærri bætur hér fyrir dómi en gert var i héraði. Hins vegar er ekki ástæða til að lækka fjár- hæð þá, sem gagnáfrýjanda var dæmd með héraðsdómi. Verður niðurstaðan því sú, að hinn áfrýj- aði dómur verður staðfestur að öðru leyti en því, að aðaláfrýj- endum verður gert að greiða alla bótafjárhæðina in solidum. Samkvæmt þessu verður krafa aðaláfrýjanda Péturs Sveinsson- ar um, að áðurgreind fjárnáms- gerð verði felld úr gildi, ekki tekin til greina. ------------i- i- i—- ~ ~ ~ ~ ~ r r r r r r r m STAKSTEINAR ivað sýna Iðju-kosning- arnar Síðan frumvarpið um niður- færslu verðlags og launa var lagt fram á Alþingi, hafa kommún- istar hamazt gegn viðleitni stjórn arvaldanna til þess að stöðva það verðbólguflóð, sem vinstri stjóm- in helti yfir þjóðina. Þeir hafa einbeitt áróðri síntum að því að sanna launþegum, að kjör þeirra hafi verið skert stórkostlega. Jafn framt hafa þeir hvatt til andstöðu verkalýðshreyfingarinnar gegn niðurfærsluleiðinni. En augljóst er nú orðið, að þessi áróður komm únista hefur ekki haft mikil áhrif. Það kom í fyrsta lagi í Ijós f stjórnarkosningunum sem fram fóm í janúar í verkamannafélag- inu Dagsbrún, sem um langt skeið hefur verið höfuðvígi kommún- ista. Þrátt fyrir áskormn kommún- ista til Dagsbrúnarmanna um að sýna andúð sína á niðurfærslu- leiðinni, varð niðurstaðan sú, að lýðræðissinnar héldu fyllilega fylgi sínu í félaginu og komu sterkari út úr stjórnarkosning- unni en oftast áður hin síðari ár. En nú hefur farið fram kosning í öðru verkalýðsfélagi í Reykja- vík, Iðju, félagi verksmiðjufólks. Og hvað sýna þær kösningar? Þær sýna það, að áróður komm- únista gegn niðurfærslu verðbólg unnar hefur síður en svo haft þau áhrif að rýra traust verksmiðju- fólksins á forustu lýðræðissinna f félaginu. Miðað við seinustu stjórnarkosningar í Iðju hafa lýð- ræðissinnar í félaginu aukið fylgi sitt, á sama tíma sem fylgf kommúnista hefur minnkað. Þessar staðreyndir tala vissw- lega sínu máli. /ymenningur vill stöðva verðbólguna Sannleikurinn er sá, að allur al- menningur, fólkið í verkalýðs- félögunum einnig, hefur gert sér þá hættu Ijósa, sem verðbólgu- stefna vinstri stjórnarinnar hefur leitt yfir þjóðina. Fólkið veit, að þegar svo er komið, að fram- færsluvísitalan getur á nokkrum mánuðum hækkað um 50 stig, þá er vá fyrir dyrum. Almenningur gerir sér einnig ljóst, að hækkun vísitölunnar á iy2 ári upp í allt að 400 stig hlyti að hafa í för með sér stórfellda kjaraskerðingu og hættu fyrir afkomu launastétt- anna sem annarra landsmanna. Þess vegna er nú svo komið, að mikill meirihluti þjóðarinnar vill áreiðanlega leggja á sig einhverj- ar fórnir til þess að bægja voða verðbólgunnar frá dyrum sínum. Feluleikuir vinstri stjórnarinnar Vinstri stjórnin lagði jafnan megin áherzlu á það á valdadög- um sínum, að fela hina uggvæn- legu verðbólguþróun fyrir fólk- inu. Eysteinn var látinn leggja á nýja skatta, sem námu milljörð- um króna, en jafnhliða var fólk- inu sagt að í þessu fælist engin kjaraskerðing. Þvert á móti væri þetta aðeins „millifærsla", eina og það var orðað. Sjálfstæðismenn telja hins veg- ar, að höfuðnauðsyn beri til þess að þjóðinni sé sagður sannleik- ur um ástand og eðli efnahags- vandamála hennar. Þeir draga enga dul á það, að þær ráðstaf- anir, sem nú hafa verið gerðar til stöðvunar verðbólgunni fela í sér nokkra kjaraskerðingu fyrir laun þega, í bili að minnsta kosti. En það er skoðun Sjálfstæðismanna, að með niðurfærslunum hafi ver- ið gerðar bráðabirgðaráðstafanir, sem stefna í rétta átt. Sfýrishús á fiskibári gert úr glertrefjaplasti Meistarinn dæmdur vegna galla, sem á húsinu voru þótt hann kæmi hvergi nærri smíði þess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.