Morgunblaðið - 10.02.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.1959, Blaðsíða 20
VEÐRID Allhvass suðaustan og rigning, gengur í sunnan eða suðvestan með jeljum upp úr hádeginu. 33. tbl. — Þriðjudagur 10. febrúar 1959 TVO SAMTOL Sjá grein á bls. 11. Sjálfstæðismenn efna til glæsilegs happdrættis Vinningurinn er Ford-Fairline, smíðaár 1959, 180 þús. kr. virði í DAG hefst sala á miðum í happ drætti, sem fjármálaráð Sjálf- stæðisflokksins efnir til í því skyni að afla flokknum tekna. Næstu daga munu flokksmönn- um berast miðar og er þess vænst, að þeir geri skil á and- virði þeirra sem allra fyrst, svo að rekstur happdrættisins geti gengið sem greiðlegast. Er það því nauðsynlegra, þar sem happ- drættið stendur aðeins yfir í rúm an mánuð. Dregið verður 16. madz n.k. Vinningurinn Vinningurinn í happdrættinu er ný bifreið af gerðinni Ford- Fairline, smíðaár 1959. Verðmæti bifreiðarinnar er 180 þús. kr. Verð hvers happdrættismiða er hið sama og verið hefur í undan- förnum bílahappdrættum flokks- ins, eða 100 kr. Vinningurinn að þessu sinni er hins vegar all- miklu verðmætari en áður hefur verið. Mikið starf framundan ,Þetta ár verður ár mikils starfs og baráttu. Gera má ráð fyrir tvennum Alþingiskosningum og verður því að margfalda flokks- starfið á ýmsum sviðum. Jafn- framt verður hin fasta starfsemi flokksins æ fjölþættari samfara auknu fylgi flokksins. Það er augljóst mál, að tvennar Alþingiskosningar hafa í för með sér margvísleg útgjöld. Það velt- ur því á miklu. að happdrætti það, sem fjármálaráð flokksins efnir nú til, skili þeim árangri, sem vonast er eftir. En allt er þetta háð undirtektum og áhuga þess fólks, sem vill vinna að framgangi flokksins og stefnu hans. Aldrei hefir sá hópur verið Baldur Eiríksson forseti bæjar- stjórnar á Siglu- firði SIGLUFIRÐI, 9. febr. — Bæjar- stjórn Siglufjarðar kaus forseta og ne"ndir á fundi sínum sl. föstu dag. Baldur Eiríksson var sjálf- kjörinn forséti bæjarstjórnar. — Fyrsti varaforseti var kjörinn Kristján Sigurðsscn og annjir varaforseti Ragnar Jóhannesson með hlutkesti á móti Þóroddi Guðmundssyni. Forseti minntist Þormóðs heit. Eyjólfssonar, ræðismanni, sem lengi var bæjarstjórnarforseti á Siglufirði. Þá ávarpaði forseti Þórodd Guðmundsson, bæjarfull- trúa af því tilefni að hann hefur nú setið óslitið í aldarfjórðung í bæjarstjórn Siglufjaarðar. Bæj- arstjóri mælti síðan til Sigurðar Gunnlaugssonar, hafnargjaldkera en hann hefur starfað á vegum kaupstaðarins í 25 ár. —Stefán. eins fjölmennur og nú og er því full ástæða til að vera bjartsýmt um árangur. Með samstilltu átaki er auðvelt að selja alla miða í happdrættinu. Er enda vinningur inn mjög glæsilegur. Hefjum sókn þegar í byrjun og linnum ekkí fyrr en allir miðar eru seldir. Skrifstofa happdrættisins er í Cjálfstæðishúsinu og verður opin frá 10 f.h. til 10 e.h. Sími 1-71-00. Togarar verðo fyrir sjóskaða UM SÍÐUSTU helgi brast á of- viðri og frostharka á Nýfundna- landsmiðum. Voru á þessu veiði- svæði allmargir' togarar þar á meðal nokkrir íslenzkir. Einn þeirra, Þorkell máni, varð þá fyrir minni háttar skaða. Tog- arinn var langt kominn með að ljúka veiðiförinni og orðinn hlað- inn, er veðrið skall á. Af þeim sökum varðist hann ver en ella og hlóðst á hann ís. Einkum hafði þó ísinn hlaðist á aftanverða yfir- byggingu togarans. Var þá t' þess ráðs gripið, til þess að minnka yfirhleðsluna að skip- verjar losuðu skipið við báða björgunarbátana og eitthvað fleira lauslegt af aftanverðu skip inu. Ekki varð togarinn þó björg- unarbátalaus því hann er auk þess búinn hinum öruggustu gúmmíbjörgunarbátum fyrir alls 48 menn. Einn skipsmanna, Sigurður Kol beinsson, sem er 2. stýrimaður í þessari fer, hafði slasazt, en í gærkvöldi var ekki gjörla vitað um meiðsli stýrimannsins. Aðrir íslenzkir togarar, er voru á óveðurssvæðinu, munu hafa verið léttari en Þorkell máni og því varizt betur, því ekki er kunnugt um að þeir hafi orðið fyrir skakkaföllum. Þetta hafði gerzt á laugardagskvöld. Togarinn Pétur Halldórsson, sem er á heimleið af Nýfundna- landsmiðum, fékk sjó á sig á laugardaginn. Kom ólagið aftan til á skipið, og mölvaði annan ar. björgunarbátinn. Var togarinn búinn að sigla rúmar 200 mílur frá Nýfundnalandsmiðum, er þetta gerðist. Togarinn Askur, sem fór á veiðar á miðvikudag- inn, var á leið til Nýfundalands- miða, en hefur orðið að snúa við til Reykjavíkur vegna vélabilun- ,Camli og nýi tíminn' hjá Stúdentafélaginu Á KVÖLDVÖKU Stúdentafélags Reykjavíkur í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld verður fjölbreytt og nýstárleg dagskrá. Þar verður gestum sýnt inn í gamla baðstofu, þar sem „gamall bóndi og kona hans“ skemmta sjálfum sér og öðr um við rímnakveðskap og lestur úr klassískum verkum. Þá munu þau einnig taka lagið með gest- unum í ýmsum gamalkunnum söngvum. Næst segir meistari Þórbergur Þórðarson nokkrar af- sínum al- kunnu sögum um „eilífðarver- urnar“, sem venjulegir menn kalla drauga. , Síðan verður horfið til hins allra nýjasta og undrabarnið Gitta syngur nokkur af lögunum. sem gert hafa hana fræga. um Norðurlönd. Að lokum verður stiginn dans. ,Aðgöngumiðar að kvöldvökunni verða seldir í Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 4—6 og kosta 70 krónur. Dulles kom við í Keflavík en mun engann íslending hafa hitt KEFLAVIKURFLUGVELLI, 9. febr. — Utanríkisráðherra Banda ríkjanna, John Foster Dulles. kom hér við á leið sinni frá Ev- rópu til Bandaríkjanna á sunnu- dagskvöldið. Flugvélin, sem flutti ráðherrann, Constellation C-121, kom hér við um klukkan 8 um kvöldið. Sami háttur var nú hafður á og þegar Bandaríkjaforseti kom hér við í fyrravetur, að flugvélin, sem Dulles kom með, ók að stóra flugskýlinu á vellinum, en þaðan mun ráðherrann hafa ekið í fyld með yfirmönnum varnar- liðsins beint í samkomuhús þeirra hér á flugvellinum þar sem hann snæddi kvöldverð með yfirmanni varnarliðsins, Thorne hershöfð- ingja og Philbrick yfirmanni flugliðsins. Eftir hálfrar annarrar klukku- stundar hvíld 1 samkomuhúsi varnarliðsyfirmanna, var Dulles aftur ekið í bíl beint að flugvél- Dr. Sig. Þórarins- son í fyrirlestrar- ferð til Noregs SIGURÐUR ÞÓRARIN SSON, jarðfræðingur, hefur þegið boð Háskólans í Osló að flytja þar þrjá fyrirlestra fyrstu vikuna í marz. Flugfar fram og til baka greiðir nefnd sú í Evrópuráðinu, sem stuðla á að auknum sam- skiptum háskóla aðildaríkjanna. Sigurður mun einnig dvelja viku í Björgvin og flytja þar fimm fyrirlestra, tvo við verzl- unarháskólann, tvo við Björg- vinjarháskóla og einn í Vísinda- félagi Björgvinjar. Með þeim fyrirlestri mun hann sýna Heklukvikmynd þeirra Steinþórs Sigurðssonar o" Árna Stefáns- sonar. Gullfoss lestar f isk NESKAUPSTAÐ, 9. febrúar. — Gullfoss var hér í gær og lest- aði hraðfryst karfaflök til Tékkó- slóvakíu. Hann tók einnig karfa á Seyðisfirði og Eskifirði — og siglir með hann til Hamborgar. — Fréttaritari. Togarcsklpstfórinn hress'st á sjúkrohúsinu ú Sevðisiirði BREZKA togaraskipstjóranum, Roland Pretious, sem liggur á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði, líður nú miklu betur eftir að hann sofnaði á sunnudaginn og svaf vel aðfaranótt mánudags. Settur héraðslæknir á Seyðis- firði, Kjartan Ólafsson segir, að skipstjórinn hafi verið mjög illa haldinn, er hann kom á sjúkra- húsið á laugardaginn. Pretious var lagður inn á sjúkrahúsið á Seyðisfirði í ágúst sl., og var þá magaveikur. Hefur hann skýrt lækninum frá því að alla tíð síð- an hann kom aftur út til Eng- lands hafi hann við og við verið undir læknishendi. Hann þjáðist af magabólgum, sem nálguðust magasár. Honum var sanst að batna, er honum bauðst að taka að sér skipstjórnina á Valafelli. Telur læknirinn á Seyðisfirði, að þess- ar magabólgur og aðkenning að magasári hafi tekið sig upp við hina löngu bið og kvíða og síð- ast taugaáfall, sem skipstjórinn fékk. Skipstjórinn sofnaði ekkert fyrr en á sunnudaginn. Hafði hann kastað upp öllu, sem hann lét ofan í sig, en á mánudags- morguninn fékk hann aspars- súpu, sem honum varð gott af. Eftir svefninn og þessa næringu virðist líðan hans sæmileg og ef þessu fer fram mun ekki líða á löngu þar til hann verður ferðafær. Mun Pretious skipstjóri þá væntanlega fara til Reykja- víkur og þaðan flugleiðis til Englands. Borholunni lokað HINNI aflmiklu borholu á gatna mótum Laugarnesvegar og Há- túns var alveg lokað síðastliðinn laugardag, til að koma í veg fyrir að hún ylli íbúum nærliggjandi hverfis óþægindum. Leggur því ekki lengur neina gufu upp af henni. Seint í þessari viku verða gerð- ar mælingar í holuni, en áður þarf að setja þar upp sérstök tæki. inni. Ekki var mönnum hér kunn ugt um að neinn íslendingur hafi hitt ráðherrann að máli meðan hann hafði hér viðdvöl. Sigurður Péturs* son, fyrrv. bygig- ingarfulltrúi, látinn SIGURÐUR Pétursson, fyrrver- andi byggingarfulltrúi, lézt í Bæjarspítalanum aðfaranótt 8. þ.m., en hann hafði að undan- förnu átt við vanheilsu að stríða. Sigurður var fæddur í Reykja- vík árið 1896, sonur Péturs Þor- steinssonar verkstjóra og Kristín- ar Sigurðardóttur. Hann lauk prófi í múrsmíði 1919 og prófi í húsagerðarfræði í Kaupmanna- höfn 1925. Hann var skipaður byggingarfulltrúi í Reykjavík í ársbyrjun 1927 og gegndi því starfi til skamms tíma. Sigurðnr Pétursson gegndi mörgum trún- aðarstörfum, átti m.a. sæti í nefnd til samningar byggingarsam- þykktar fyrir Reykjavík. Einnig kenndi hann í fjöldamörg ár við Iðnskólann. Vörður á Akur- eyri 30 ára í DAG er vörður félag ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri. 30 ára. Vörður hefur frá stofnun ver ið fjölmennasta og þróttmesta fé lag ungra Sjálfstæðismanna utan Reykjavíkur. Fyrsti formaður fé- lagsins var Árni Sigurðsson, verzl unarmaður, og er hann nú heið- ursfélagi þess. Starfsemi félags- ins er mikil og gengst það að jafnaði fyrir stjórnmálanámskeið um árlega. Meðal stjórnmála- manna innan Sjálfstæðisflokks- ins, sem mikið hafa látið að sér kveða, eru ýmsir fyrrverandi fé- lagsmenn Varðar. Núverandi for maður félagsins er Leifur Tómas- son, verzlunarmaður. Nánar verður getið um starfsemi Varð- ar síðar. Fisksölur f jögurra togara erlendis TVEIR íslenzkir togarar seldu afla sinn erlendis í dag. Jón for- seti seldi 160,8 lestir í Cuxhafen fyrir 77.000 mörk og Egill Skalla- grímsson seldi 154 lestir í Hull fyrir 9.593 pund. Á morgun selja tveir togarar í erlendum höfnum, Hallveig Fróðadóttir í Bretlandi og Þor- móður goði í Þýzkalandi. Málfundir Heimdallar SVO sem skýrt er nánar frá á öðrum stað í blaðinu, eru nú að hefjast mál- fundir á vegum Heim- dallar. Verður fyrsti fundurinn f kvöld og hefst kl. 20.30. Ævaran R. Kvaran, leik- ari mun þá flytja erindi um framsögn og leiðbeina þátttakendum í því efni. öllum unngum Sjálfstæðismönnum heimil þátttaka í námskeiðinu. Ævar R. Kvaran er að sjálfsögðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.