Morgunblaðið - 10.02.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.1959, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 10. febrúar 1959 MORCUNBLAÐIÐ 13 H/usfoð á útvarp LAUGARDAGINN 31. jan var í útvarpinu leikrit Þjóðleikhúss- ins Faðirinn eftir August Strind- berg, þýðinguna gerði Loftur Guðmundsson rithöfundur og leikstjóri var Lárus Pálsson. Ýmsir helztu leikarar fóru með leikritið. — Enginn neitar því að Strindberg var mikill snillingur, — eitt af fremstu skáldum Norð- urlanda — en hann var ákaflega róttækur og öfgafullur. Hann var geðsjúkur maður og sjálfselsku- fullur, án þess, kannske, að gera sér grein fyrir því, kemur þetta oft fram í ritum hans, m. a. í þessu leikriti. Ekki var nema eðlilegt að Þjóðleikhúsið tók leikritið til meðferðar, einnig að því var útvarpað enda þótt al- menningur tæki því ekki með sérlegum áhuga, hvorki í leik- húsi né útvarpi. Leikritið er þess eðlis að það nær ekki hylli fjöld- ans, nú um stundir. Leikur Vals Gíslasonar var snilldarlegur. ★ Sunnudaginn 1. þ. m. var út- varpað frá umræðufundi stúd- entafélagsins um kjördæmamálið (fundur þessi var haldinn 13. jan.) Voru umræður þessar fróð- legar og kom vel í ljós hversu erfitt er að verja núverandi kjör- dæmaskipulag. Voru rök þau er fylgjendur núverandi skipulags höfðu fra: í að bera mjög léttvæg eins og ætíð verður er menn reyna að halda fram röngum málstað. Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að núverandi mis- rétti þarf að laga. Kjósendur landsins verða að vera jafnrétt- háir hvar á landinu sem þeir búa. Smákjördæmi geta beinlínis venð hættuleg, ef óprúttið auðvald vill beita sér. Ég geri ráð fyrir að þessar umræður hafi orðið til þess að opna augu margra hlust- enda svo að þeir nú sjái betur hvílík nauðsyn það er að breyta kjördæmunum í stærri heildir. Það er að breyta orðið til þess, að hið ísl. lýðveldi fengi stjórnar- skrá bráðl ga. ★ Það var skemmdlegt að Þór- unn Guðmundsdóttir vann 10.000 kr. verðlaunin í þ. 'ttinum Vogun vinnur — vogun tapar. Hún stóð sig afburðavel í síðustu lotunni, efast ég um að nokkur maður sé nú hennar jafningi í kunnáttu um Sæmundar Eddu. Hún hefur efalaust þaulesið Eddu síðan spurningatíminn hófst. Þetta var þjóðlegt og fræðandi efni er hún valdi sér. Á ekkert mun nú meira hlustað en þennan þátt Sveins Ásgeirssonar. Hinn hluti þáttar- ins, að þekkja þá sem eru bakvið tjaldið, fer óðum batnandi og er ágætur. ★ Andrés Kristjánsson blaða- maður talaði um daginn og veg- inn í þessari viku. Stakk hann upp á því, að bjóða Færeyingum að setjast að hér á landi með fjölskyldum sínum. Færeyingar eru dugandi sjómenn og ágæt þjóð, en ég er hræddur um að þeir vilji ekki yfirgefa sínar eyj- ar. Hafa þeir lítið flutt sig til annarra landa, líklega minnst af öllum þjóðum í Evrópu að Sviss- lendingum undanskildum. Ræðu- maður talaði um ofbeldi Breta er þeir nú láta herskip sín verja lögbrjóta innan 4. mílna land- helgi. Vildi Andrés helzt slíta stjórnmálasambandi við Breta, kalla heim sendiherra vorn í London og óska þess að hinn brezki sendiherra fari heim. Víst er það, að gremja manna vex nú mjög út af aðförum Breta í ísl. landhelgi. Þá sagði ræðumaður að konur manna ættu nú að skrifa undir skattframtöl með mönnum sínum. Ég hef spurt um þetta á Skattstofunni og var tjáð, að konur ættu einungis að rita undir ásamt mönnum sínum, ef þær hefðu einnig atvinnu utan heimilis. Auk þess talaði. A. K. um veðrið og hið hræðilega sjó- slys við Grænland. Útvarpsþættir hans um daginn og veginn eru jafnan athyglisverðir. Á laugardaginn 7. þ. m. flutti Jón Ásbjörnsson, hæstaréttar- dómari erindi um íslenzk fornrit, hina ágætu útgáfu gullaldarbók- mennta voj'ra, sem félag manna hefur séð um að gefin hafa verið út. Jón Ásbjörnsson hefur jafnan verið formaður og aðalfrumkvöð- ull þessarar útgáfu. Mörgum hef- ur fundist útgáfan ganga seint, en varla hafa þeir gætt þess að slík útgáfa er ekkert áhlaupa- verk, þar sem allrar vandvirkni er gætt og færustu og fróðustu menn fengnir til að sjá um sam- anburð frumrita og rita vandaða formála. Auk þess hefur kostn- aður verið mikill, ritin vandlega útgefin á ágætan pappír með myndum. Undirtektir almennings hafa ekki verið góðar að því er áskrifenda eða kaupendafjölda viðvíkur, sagði Jón Ásbjörnsson, að utan Rvíkur hefðu ótrúlega fáir keypt ritin. Vonandi getur útgáfa þessi haldið áfram. Flest öndvegisritin eru þegar út komin, en betur má ef duga skal. — Leikrit eftir Laugu Geirs, vestur-íslenzka konu, I óveðurs- lok, þýðandi Aðalbjörg Bjarna- dóttir var leikið í útvarpi síðastl. laugardag. Leikstjóri var Hildur Kalman, meðal leikenda voru margir helztu leikarar hér og á- gætlega farið með leikritið. — Leikrit þetta gerist á fyrstu ár- um ísl. landnáms vestan hafs, enda kemur það ljóslega fram. Uppistaðan eru erfiðleikar þeir, er fólk þetta átti í, sömuleiðis hjálpsemi þess, og fórnfýsi. Ekki er leikritið ritað í nútímastíl. Efni þess er, að ungur land- nemi, Baldur að nafni, ágætis- maður tekur þá ákvörðun, með- fram að ráðum vina sinna, að kvongast íáðskonu sinni, sem er eldri nokkuð en hann en mjög Sparifjáreigendur Ávaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 f.h. og 6—7 e.h. Margeir J. Magnússon. Stýrimannastíg 9. Sími 15385 Sigurður Ólason Hæslaréttarlögmaður Þorvaldur Lúðviksson HéraSsdömslögniaður Málflutningsskrifstofa Austurstræti 14. Sínii 1-55-35. Rimlatjöld í Carda-glugga Sími 13743, Lindargötu 25. mikilhæf kona. En Baldur hefur flutt frá fslandi sökum þess, að unnusta hans þar, eða a. m. k. kona, ung að aldri, er hann unni hugástum og hugði einnig að bæri sama hug til hans, hafði brugðist honum. Vissi hann ekki annað en þessi stúlka væri gift. En Skömmu fyrir brúðkaup þeirra Baldurs og bústýru hans kemur gamla unnustan frá ís- landi. Kemur þá og í ijós, að ósamlyndi þeirra byggðist á óvið- ráðanlegu atviki. — Ráðskonan sér að þau unnast mjög og gefur Baldri eftir loforð sitt um eigin- orð og tekur fyrir annað lífsstarf af mannkærleika og fórnfýsi. — Það má vera að margt eða allt sé satt, sem sagt er í leikriti þessu. Talsverður þróttur er í því og rétt af útvarpinu að taka það til flutnings. ★ Ég vil geta þess í viðbót við það, er ég sagði í stuttri umsögn um leikritið í leit að fortíð eftir Jean Anouil, að leikstjóri var frú Inga Laxness, sem einnig þýddi leikritið. Ég hefði óvart talið leikstjóra annan mann. Þorsteinn Jónsson. Vil kaupa Jarðýtu má vera ógangfær. Verðtilboð og lýsing á ýtunni, Sendist afgr. Mbl. merkt: „Strax—5754“. Vörulager Vörulager til sölu með 20—50% afslætti, frá heildsöluverði. Tilvalið tækifæri fyrir góðan sölumann. Tilboð send- ist til blaðsins fyrir 15. þessa mánaðar, merkt „Góð kaup—5081“. Stúlka óskast í veitingastofu. í vetingastofu. Upplýsingar milli 3—5 í ADLON, Aðalstræti 8. íslenzk ull íslenzk vinna Vilton Gólfdreglar Framleitt af Vefarinn h.f. Einlitir og sprengdir litir * 4 Hvítt/Svart Gult/Svart L j ósgrænt/H vít^ Grátt/Hvítt Gult/Blátt Gult/Hvítt A 4> 't. % *«>. • *■ ý. Allt tízkulitir Saumum gólfteppi í öllum stærðum — Klæðum ganga og stiga Spairið gólfdúk 14 ára reynsla í starfinu Gólfteppagerðin h.f, Skúlagötu 51 Sími 17360 (Hús Sjóklæðag irðatr íslandsh.f.) Sími 23570 Þ E I R, sem ætla að selja málverk á næsta Listmunauppboði, ættu að láta vita um það sem fyrst. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar. Austurstræti 12 — Sími 1-37-15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.