Morgunblaðið - 10.02.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.02.1959, Blaðsíða 18
18 MORCTJfiBL'AÐIÐ Þriðjudagur 10. febrúar 1959 V*" Prjónagarn og ný sending prjónarnynstur. Loftpressa til sölu Le Roi loftpressa 108 cubfet í góðu standi til sölu. Upplýs- ingar í síma 10463. Bio Dop kr. 33,50 túban. Weet-hóreyðandi krem kr. 12,50 túban Valdermakrem kr. 10,40 og 14,10 túban. Læ'kkað verð. Atvinna óskast Óska eftir starfi við gæzlu eða iðnaðarvélar. Er reglusamur. Upplýsingar í síma 22439. Atvinnuhúsoœbi til leigu á Laugaveg 27. Uppl. í sima 16393 og 33150. Gleraugu töpuðust í gær. Finnandi hringi í síma 19259. Söngþœttir landspóstanna 1—3 Rauðskinna Fra ystu nesjum Heimskringla Ársrit kvæðafélagsins Bókin um manninn o. fl. Bókaverzlunin Frakkastíg 16 Atvinna Duglegur og laghentur maður getur fengið vinnu nú þegar. STEINSTÓLPAR h.f. Höfðatúni 4 — Sími 17848 Trésmiður óskar að taka á leigu 2—3ja herbergja ibúð í vor. Gegn því að taka að sér vinnu við innréttingar eða standsetningu ef um eldra hús næði er að ræða. Uppl. í síma 18604 eftir kl. 7 í kvöld og næstu kvöld. ATHUGIÐ að borið samar við útbreiðslu, ei Va igtum ódýrrra a3 auglýsa i Mcrgunblaðinu, en J öðrum biöóum. — Mynd þessi er frá síðasta stjórnmálanámskeiði Heimdallar Notuð Paff saumavél í tösku til söiu. Uppl. í síma 22832 eftir kl. 6 í kvöld. Kona óskast til að gæta barns frá 9—5 á daginn fimm daga vikunnar. Nánari upplýsingar í síma 12503. alc° Austin 8 '46 sendiferðabíll í mjög góðu lagi til sýnis og sölu í dag. Bifreiðasalan Njálsgötu 40. — Sími 11420. V-reimar Hinar þekktu FEMNER OFHULL Kílreimar og reimskífur eru sterkastar og endingarbeztar. Ávallt fyrirliggjandi. Verzl. Vald. Poulsen h/i Klapparstíg 29. Sírni 13024. ORN CLAUSEN héraðsdómslögmaður Málf'utningsskrifstofa. Bankastræti 12 — Simi 13499. Gís/f Einarsson héraðsdómslöguia ður. Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 8. — Sími 11043. Málfundir Heimdallar að hefjast í KVÖLD hefst málfundastarf- semi Heimdallar á þessum vetri. Verða fundirnir með talsvert öðru sniði en hingað til hefur verið. Á fyrsta fundinum flytur Ævar R. Kvaran, leikari, stutt erindi um framsögu og leiðbeinir þátt- takendum i því efni. Annar fund- ur verður síðan málfundur, en á þriðja fundinum mun Baldvin Tryggvason, lögfræðingur gera grein fyrir helztu venjum v&rð- andi fundastjórn og fundasköp. Eftir það verða eingöngu mál- fundir. Ákveðið hefur verið að mál- fundirnir verði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, og gert er ráð fyrir að námskeið- ið standi í fjórar vikur, þannig, að alls verði haldnir 8 fundir. Á hverjum fundi munu verða 4 —6 framsögumenn og umræðu- efni þannig, að skoðanir séu nokk uð skiptar um þau. Ættu því um- ræður og geta orðið heitar og fjörugar. Tilgangurinn með þessum mál- fundum er sá, að venja menn við að standa upp og túlka skoð- anir sínar, en eins og kunnugt er, og oft hefur verið vakin at- hygli á, skortir mjög á, að mennta stofnanir veiti mönnum nægilega eða öllu heldur nokkra tilsögn í því efni, og vanrækja þannig al- gjörlega það, sem í raun og veru er einn mikilvægasti þáttur sannr ar menntunar. Úr þessu vill Heim dallur nokkuð reyna að bæta og því efnir félagið til þessa nám- skeiðs. Heimdellingar og aðrir ungir Sjálfstæðismenn eru hvattir til þess að sækja fundina og nema og notfæra sér þann fróðleik sem þar verður veittur, en umfram allt öðlast þar nokkra æfingu í að flytja mál sitt. Skráning þátttakenda fer fram á hverjum degi í skrifstofu Heim dallar í Valhöll við Suðurgötu (sími 1-71-00). — Verið með frá upphafi og látið skrá ykkur til þátttöku hið fyrsta. 4. landsleikur íslands í handknatt- leik í kvöld f KVÖLD fer fram í Osló hinn fyrsti af þremur landsleikjum sem íslenzka landsliðið í hand knattleik leikur í Norðurlanda ferð þeirri er það lagði upp í á sunnudaginn og sem lýkur nk. sunnudag. Leikurinn fer fram í glæsilegasta íþróttahúsi Oslóarborgar, Nordstrandhall- en, þar er handknattleiksvöll- ur 20x40 metrar á stærð. — Leikurinn hefst kl. 19,30, eftir norskum tíma, en það er kl. 17.30 eftir ísl. tíma. Þetta er fjórði landsleikur er ísl. handknattleiksliðið í karlaflokki gengur til og í annað sinn, er Norðmenn og íslendingar mæt- ast í handknattleikslandsleik. Ailir fjórir landsleikir íslend- inga í handknattleik voru leiknir á sl. ári. Þrír hinir fyrstu voru í sambandi við heimsmeistara- keppnina sem fram fór í Austur- Þýzkalandi. Þar mætti ísland, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi og Rúmeníu og var frammistaða ísl. liðsins langt fram yfir það, sem hinir bjartsýnustu höfðu þorað að vona. Sannaði landsliðið í þeirri för að geta handknattleiks mannanna okkar hefur verið van metin. Úrslit leikjanna í heims- meistarakeppninni urðu þessi: fsland—Tékkóslóvakía 17:27 ísland—Ungverjaland 16:19 ísland—Rúmenía 13:11 Á heimleiðinni lék liðið lands- leik við Norðmenn og fóru leikar svo, að Noregur vann 25:22. Undirbúningur undir ferðina nú hefur verið góður þann stutta tíma sem hann hefur staðið. — Áhugi leikmanna hefur verið mikill á því að komast í lands- leikjasamband við frændþjóðirn- ar á Norðurlöndum þótt þar sé við ramman reip að draga, því Svíar og Danir eru meðal allra beztu handknattleiksþjóða heims og Norðmenn standa þeim langt að baki. Til marks um áhuga piltanna sem nú skipa landslið íslands er það, að þeir leggja fram úr eigin vasa 2500 krónur hver. Þegar þess er gætt að leik- irnir þrír fara fram á 5 dögum kemur í Ijós að framlag þeirra er kr. 500 á dag. Þetta er dæmi um einstæðan áhuga og fórnar- lund til þess að íslbnzkar íþróttir séu kynntar erlendis. Það er von liðsins og fjölmargra annarra, að þessi keppnisför lands liðsins takist vel. Verði svo, mun komast á náin samvinna íslenzkra og norrænna handleiksmanna. Takizt förin illa, er vart um ann- að að ræða en kyrrstöðu og ein- angrun næstu árin. Það verða því áreiðanlega margir, sem senda liðinu hlýjar óskir í dag. * KVIKMYNDIR + Tjarnarbió: 'Vertigo //1 ÞETTA er amerísk mynd tekin í litum og er leikstjórinn Alfred Hitchcock. Er þá ekki að sökum að spyrja, því að þessum snjalla leikstjóra bregzt sjaldan eða aldrei bogalistin. Segir myndin frá lögregluþjóni (James Stewart), sem hættir Orosending frá Húsnæðismálastjórn. Að marggefnu tilefni skal lánaumsækjendum úr Bygging- arsjóði ríkisins á það bent, að strax og íbúðir þær, sem sótt er um lán út á, eru orðnar fokheldar, er nauðsyn- legt að senda Húsnæðismálastofnun ríkisins vottorð þar um, undirritað af byggingarfulltrúa viðkomandi kaup- staðar eða kauptúns. Þær umsóknir einar, er slíkt vottorð fylgir, koma til greina við úthlutun lána á vegum húsnæðismálastjórnar. Þá vill húsnæðismálastjórn minna væntanlega lána- umsækjendur á, að þeim ber að senda Húsnæðismála- stofnun ríkisins teikningar af íbúðum sínum áður en framkvæmdir eru hafnar. Húsnæðismálastjórn. störfum vegna þess hversu mjög hann þjáist af lofthræðslu. En þá kallar gamall skólabróðir hans á hann og biður hann að hafa auga með konu sinni, sem hann segir að sé mjög undarleg í hátt- um og hann óttast að muni sitja um færi til að fremja sjálfsmorð. Lögregluþjónninn tekur að sér þetta starf og gerast nú margir hlutir ærið spennandi og dular- fullir. En furðulegust er þó lausn gátunnar í lok myndarinnar. En um það atriði þegir efnisskrá kvikmyndahússins og um það ætla ég líka að þegja. Spenna þessarar myndar er geysimikil, einkum í seinni hluta hennar og hún er þráfaldlega vel samin að efni og vel gerð, svo að Hitchcock hefur vart betur tekizt áður. Og leikur James Stewarts í aðalhlutverkinu er afbragðsgóð- ur og áhrifamikill. Kim Novak leikur konuna. Er hún fögur á- sýndum, en leikur hennar nú, sem fyrri daginn, næsta tilþrifalítill. Hins vegar er leikur Barböru Bel Geddes, í hlutverki, vinkonu lög- regluþjónsins, sannur og mann- legur. Ego. Sandarar leika í Stykkishólmi STYKKISHÓLMI, 9. febr. — Sl. laugardagskvöld kom til Stykkishólms leikflokkur af Hellissandi og sýndi sjónleikinn „Ráðskonu Bakkabræðra" og einnig kl. 3 á sunnudag. Fengu þeir fullt húsið bæði skiptin og skemmtu áheyrendur sér mjög vel. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.