Morgunblaðið - 10.02.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.1959, Blaðsíða 8
MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. febrúar 1959 Á þessum slóðum fórst Hans Hedtofí. Björgunarvél frá Keflavík leitar skipbrotsmanna af ,Hans Hedtoft' Frdsögn íslenzks flugmanns, sem tók þdtt í leitinni VIÐ svífum skýjum ofar i tíu þúsund feta hæð nokkru fyrir neðan okkur geisar óveður, rign- ing og stormur, það er næsta ótrú legt að sitja í hægindastól urn borð í hlýjum farkostinum, og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu í bili. Vélfluga sú, sem við erum í er af gerðinni C-54, eða öðru nafni Skymaster og er eign björgunardeildar Bandaríkjaflug- hers. Hún er að vísu talsvert frá- brugðin því sem við eigum að yenjast frá farþegavélum okkar af sömu gerð, því að í flugunni eru aðeins sæti fyrir átta manns, enda ekki ætluð til mannflutn- inga það er líka prýðilega rúmt um viðkomandi aðila í þetta skipti. Sætunum er komið fyrir í miðri flugunni, og snúa tvö og tvö hvort á móti öðru. Fyrir framan þau vinstra megin gefur að líta fullkomið eldhús með stórum bakaraofni til upphitunar á ýmsum matvælum, fimm kaffi- könnur og sitt af hverju matar- kyns, sem gleðja kann svangan ferðalang. Allt gengur þetta vita- skuld fyrir rafmagni. Aftur i flug unni er geysimikið geymslupláss þar eru ótal gúmmíbjörgunar- bátar, tveir stórir kassar með nyðarblysum, og alls kyns ann- ar útbúnaður til björgunar á sjó og landi, þar eru og þrettán fall- hlífar það passar fyrir áhöfnina og okkur aukamennina, en við urðum að máta, ef ske kynni. Jæja, þar fyrir aftan eru svo tveir útsýnisturnar sinn hvorum megin í flugunni. Þeir eru íhvolfir og gefa ágæta yfirsýn bæði upp, niður og út frá, einnig eru þeir upplagðir til myndatöku. Við hvorn þessara turna eru þægi- legir stólar, og tæki til að senda boð fram í stjórnklefann ef með þarf. Fremst er svo stjórnklefinn. Þar heldur áhöfnin tíu manns til, hún samanstendur af flugstjóra tveimur flugmönnum, tveimur siglingafræðingum, tveimur véla- mönnum, og einum loftskeyta- manni. Fluga þessi er sérstaklega vel útbúin af öllum tækjum, og má þar nefna að radarskífa, er bæði hjá flugstjóra og siglingar- fræðing, og ótal margt annað sem of langt -rði upp að telja. Við erum þrettán um borð í þessari ferð, þar af erum við tvö aðskota- dýr, ég og Frank Poulsen sjón- varpstökumaður frá Danske tele- vision og Film journalen. Einnig er með verndarengill okkar og leiðsögumaður Sgt, Lindsey frá upplýsingaþjónustu hersins. Poul sen, vinur minn, er fyrir margra hluta sakir athyglisverður maður hann hefur víða farið, og var meðal annars hér á ferð fyrir skömmu með Nínu og Friðrik, og tók þá myndir fyrir danska sjónvarpið. Hann var sá eini sem tók sjónvarpsmyndir af ógæfu- skipinu Hedtoft i reynsluför þess hafði hann því hug á að fá sem gleggsta yfirsýn um leit, þá, sem nú stóð yfir. Við lögðum af stað frá Kefla- vík klukkan fjögur þrjátíu og var veðrið þar þá þannig að varla var á bætandi, það var suð- suð- austan þrjátíu hnútar og grenj- andi regn. En það mátti þó segja að hressandi væri að koma út í þetta eftir að hafa gengið í gegn um hreinsunareldinn á skrifstof- unni. Þar undirskrifuðum við fjöldan allan af pappírum allt frá matargjalds viðurkenningum, til þess hvert ætti að senda líkið. þar var allt á ferð og flugi, flugmenn leiðsögumenn og veð- urfræðingar að ganga frá ýmsu sem við kom fluginu. Loksins er við komumst af stað út kallaði einhver gárunginn á eftir okkur, gleðilegt ár piltar: Ef þið þurfið að labba heim, Þar sveif hinn óþvingaði andi flugmannsins yfir vötnunum. Af stað var haldið og hér erum við í tíu þúsund fetum á leið til þessa hörmungarstaðar við suðurodda Grænlands, til leitar, ef ske kynni að einhver væri enn lífs þarna á óravidd hafsins af hinu gæfusnauða skipi. Við höfum flogið í vestur í rúm- an hálftíma og ferðafélagarnir hafa lagt sig, ég sit við aðra út- sýnis kúluna og horfi út í svart- nættið. Það eina, sem sést er vængurinn og það örlar fyrir ís- ingu á honum. Ég geng því frammí til áhafnarinnar til að drepa tímann. Gammi inn klýfur loftið með tvö hundruð og tuttugu mílna hraða á klst. Það hefur verið skratti kalt í flugunni síðasta klukkutímann, þar sem hita- kerfið varð fyrir smávegis bilun, en það er nú verið að lagfæra það. En kuldinn hefur ýtt við Poul, hann er nú að ranka við sér, og hefur að tína hin furðu- legustu tæki úr pússi sínu sem brátt fylla tvö sæti. Leitin hafin Klukkan er 09,52. Við erum staddir yfir bandaríska strand- gæzluskipinu Campbell sem statt er á 59 gráðum 20 mínútum norð- ur og 45 gr. 30 mín. vestur um það bil íimm mílur frá Prinee Christian höfða. Það sendir út hljóðmerki og eftir þeim er blind- flugs aðflugið hafið. Flugan lækkar sig um eitt þúsund fet á mínútu, sem er um fimm hundr- uð fetum meira en yfirleitt er gert á samsvarandi flugum í far- þegaflugi. Það er fjári ókyrrt á leiðinni niður og þarf mannskap- urinn iðulega að grípa í armana á stólunum svona til frekara ör- yggis. í eitt þúsund fetum förum við yfir Campbell. Við erum komnir í sætin við útsýnis-kúlurnar ég og Sgt. Lindsey.Við sjáum þessu litla skipi bregða fyrir sem snöggv- ast, þar sem það veltur og enda- sendist i hafrótinu sem er gífur- legt, en það hverfur okkur sjón- um í óskaplegum hríðar hryðjum, sem yfir ganga. Leitin er hafin. Þessi ein umfangsmesta leit sem sögur fara af, og sýnir bezt þá fórnarlund og drengskap, sem tengir menn saman á örlagastund. Við fljúgum í þríhyrning sem smáminnkar og reynt er að grand skoða hvern blett innan hans. Hríðarbyljirnir skella á flugvél- inni með ofsaferð líkt og dynj- andi skothrið og byrgja allt út- sýni um stund þess á milli sér í hvítfyssandi hafið, líkast suðu- potti ólgandí og freyðandi. Og í röstinni sjást einstaka öldur hefj- ast í mikla hæð, er þær skella saman. Okkur er áreiðanlega hugsað til sjómannanna, sem velkjast um þarna í hafrótinu fyrir neðan, í vonlítilli leit að sárþjáðum með- bræðrum. En það skal ekki gefist upp meðan nokkur vonarneisti er eftir. Flugan kastast óþyrmilega til í byljunum og við verðum að ríg- halda okkur í útsýniskúlurnar. Þetta er hörku-blindflug og ég öfunda alls ekki flugmennina af starfi þeirra í þetta skipti, en þrautseigju þeirra virðast engin takmörk sett. Tvisvar eru þeir búnir að biðja um heimild til að lækka flugið, en stjórnendur leit arinnar í Halifax neitað. Sömu sögu er að segja um félaga þeirra frá Goose Bay, sem eru á næstu grösum við okkur. Öðru hvoru sjáum við til landsins forna fjanda, það hlýtur ósjálfrátt að fara hrollur um hvern þann sem hefst við í nágrenni hans. Ég sé að vængbörð flugvélarinnar eru niðri um einar þrjátíu gráður og því hlýtur að vera flogið með eins litlum hraða og mögulegt er. Hryðjurnar verða æ þéttari og byrgja að lokum að mestu leyti útsýnið. Það verður að reikn ast mér til syndar, þegar mér verður það ósjálfrátt á að vona, að þetta hafi tekið nógu fljótt af fyrir vesalings fólkið, og það þurfi ekki að kveljast til bana af vosbúð og kali þarna niðri. Það hriktir í allri flugvélinni og við höfum spennt okkur í stól- ana. Það er haldið áfram klukku tíma eftir klukkutima en samt virðist tíminn standa í stað. — Skyndilega breytist hljóðið í hreyflunum og vélin breytir um stefnu, hún tekur að hækka sig. Við stöndum upp frá útsýnis- turnunum stirðir og lerkaðir eftir setuna. Menn eru venju fremur hljóðir, þeir vita sem er, að þetta er jafnvel síðasta leitarflugið. Hafið hefur tekið sinn skatt að þessu sinni, jafnvel fyrir skamm sýni einhvers eða einhverra. Við skulum vona, að þessi ógurlega reynsla komi í veg fyrir fleiri fórnir. Það er flogið í 10 þúsund fet- um heim á leið. Okkur er borin ýmiss konar hressing, svo sem heitur rr tur og kaffi. Poulsen má þó varla vera að því að nær- ast þvi hann myndar allt dautt og lifandi í flugvélinni, og við hinir förum ekki varhluta af þeim „trakteringum“. Þegar við erum nær miðsvegar heim, komum við í glampar di sólskin og blíðu. Það léttir strax yfir mannskapnum, og nú geta meðlimir áhafnarinnar leyft sér að koma afturí og spjalla saman. Jafnvel flugstjórinn stend ur loksins upp úr sæti sinu og lætur öðrum stjórnina eftir um stund. Þegar við nálgumst Keflavík versnar \ 'ðrið aftur, og að lok- um er kominn rigningarsuddi. Flugstjó.i.m fer í sætið sitt aft- ur og skömmu seinna hefur hann blinflugsaðflug að Keflavíkur- fiugvelli. Ég sé, að Poulsen ætlar að taka mynd í lenchngunni, en það verðu. nú ekki alveg af því, þareð súldin byrgir allt útsýni niður aó braut. Flug-n sezt svo þýtt, að á betra verður ekki kos- ið. Flugstjórinn Lt. Parson hefur staðfest það, sem mér hafði áður verið sagt, að hann væri afburða flugmaður. Þegar numið er staðar við flug skýlið, kemur strax fjöldi manna, sem tekur farkostinn í sínar vörzl ur næstu flugferð, hvert, sem henni verður heitið. Við tínum saman hafurtask okkar, og áhöfn in kvödd með virktum. Þegar út er komið, dynur þessi spurning úr öllum áttum: „Any luck; did you see anything to day?“ — Við hristum höfuðið, og göngum í átt að flugstcðvarbryggjunni. Fram- undan er rúmlega klukkustundar akstur um hraun og hæðardrög Suðurnesja. Einar Frederiksen. Enska knattspyrnan WOLVERHAMPTON hefur tekið forystuna í fyrstu deild, af Ar- senal, sem hefur einnig 36 stig, en verri markahlutföll. Manch. United hefur unnið 9 af 10 síð- ustu leikunum og gert eitt jafn tefli.Bolton lék án Lofthouse, tap aði í fyrsta sinn á þessu ári. Fyrir leikinn gegn Arsenal skipti fram- kvæmdastjóri Manch. City um 8 stöður í liðinu. Sigur Birming- ham gegn Preston er athyglis- verður. Luton tókst vel upp á móti Burnley. Aston Villa og Portsmouth reka enn lestina í fyrstu deild. Sheffield Wednesday heldur áfram sigurgöngunni í 2. deild og Liverpool skauzt upp fyrir Ful- ham öðru sinni í ár. Grimsby, sem hefur gengið illa undanfarið, unnu Cardiff City. Leyton Ori- ent hefur 7 töp í röð að baki. Staðan í 1. deild Sunderland ... 4 13 45:54 26 Wolverhampton 27 17 2 8 64:33 36 Brighton .... 28 8 9 11 48:67 25 Arsenal 29 16 4 9 68:45 36 Middlesbro ... .... 27 9 5 13 56:47 23 Manchester Utd. 28 14 6 8 67:50 34 Huddersfield .... 28 9 5 14 40:53 23 27 13 7 7 50:41 33 .... 27 9 5 13 41:55 23 West Bromwich 26 12 8 6 61:40 32 Scunthorpe ... .... 28 8 7 13 36:54 23 Blackpool 27 11 10 6 41:31 32 Grimsby .... 25 7 7 11 46:55 21 Preston N.E 29 14 4 11 52:51 32 Leyton Orient.... 28 7 5 16 39:56 19 Nottingham F. 27 14 3 10 53:37 31 Lincoln City .... 28 7 4 17 42:67 18 West Ham 27 13 3 11 59:51 29 Rotherham ... .... 27 6 5 16 29:58 17 Blackburn 27 11 7 9 54:49 29 Birmingham .... 27 12 4 11 48:48 28 3. deild Leeds Utd 28 10 7 11 37:46 27 Accrington — Hull City 0:1 Burnley 27 10 6 11 49:50 26 Bury — Notts County .... 0:1 Chelsea 28 12 2 14 54:66 26 Chesterfield - - Mansfield 3:1 Newcastle 28 11 3 14 56:57 25 Doncaster — Bournemouth .... 5:1 28 11 3 14 47:62 25 0:0 Luton Town .... 26 8 8 10 45:40 24 Newport County — Swindon Town 3:0 Tottenham 28 8 5 15 51:68 21 Plymouth — Colchester 1:1 Leicester City .... 27 7 7 13 45:64 21 Q.P.R. — Southend 1:3 Manchester City 27 7 7 13 42:62 21 Rochdale Norwich City .... 1:2 Portsmouth 28 6 6 16 44:69 18 Southampton — Bradford City 1:2 28 7 4 17 41:68 18 2:2 Tranmere — Reading 2:1 2. deild Brighton — Huddersfield.......... 2:0 Bristol Rovers — Lincoln City ... 3:0 Derby County — Fulham ........... 2:0 Grimsby Town — Cardiff City ..... 5:1 Ipswich Town — Sunderland ....... 0:2 Leyton Orient — Sheffield Wedn. 0:2 Liverpool — Bristol City ........ 3:2 Middlesbrough — Charlton ........ 1:3 Rotherham — Scunthorpe ......... 1:0 Sheffield Utd. — Barnsley ...... 5:0 Swansea — Stoke City ........... 1:0 1. deild Sheffield Wedn. 27 19 4 4 76:30 42 í 2. deild, en 4 neðstu falla niður í 4. 5:1 27 18 2 7 60:38 38 deild. I 4. deild flytjæt fjogur efstu Blackburn — Portsmouth 2:1 Fulham 28 17 4 7 62:45 38 liðin upp í 3. deild. 2:1 28 15 4 9 53:41 34 Chelsea — West Ham Utd 3:2 Sheffield Utd 27 14 5 8 53:30 33 4. deild Leeds United — Everton 1:0 Derby Co 29 12 7 10 50:55 31 Port Vale 28 17 6 5 72:39 40 Luton Town — Burnley 6:2 Cardiff City .... 26 14 2 10 46:41 30 Coventry City .. 29 16 7 6 60:29 39 27 11 7 9 52:42 29 31 17 4 10 55:39 38 Newcastle — Wolverhampton 3:4 Bristol City 27 13 3 11 56:46 29 Exeter City 26 16 5 5 57:33 37 Nottingham For. — Bolton Wandrs. 3:0 Swansea Town 27 10 7 10 53:51 27 York City 29 13 10 6 48:32 36 Tottenham — Manchester Utd. 1:3 Charlton Athl.,.. 27 11 5 11 59:60 27 Shrewsbury 31 14 7 10 60:44 35 West Bromwich — Leicester City 2:2 Ipswich Town ... 28 11 4 13 42:48 26 Crystal Palace ... 30 12 9 9 57:51 33 Staðan í 3. deild (Efstu og neðstu liðin) Southampton Notts County Doncaster Rochdaie ...... 31 29 16 10 3 62:36 42 32 18 6 8 64:39 42 31 14 7 10 55:49 35 31 12 9 10 73:52 33 29 12 9 8 51:40 33 29 10 6 13 44:59 26 29 9 6 14 44:52 24 29 6 11 12 41:60 23 31 8 2 21 32:65 18 31 5 7 19 28:64 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.