Morgunblaðið - 10.02.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.02.1959, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 10. febrúar 1959 MOff',ryivnT 4 niÐ 11 Tvö samtöl við Hemmingway og „gamla manninn" Ernest Hemingway skrifaði „Gamla manninn og hafið“ árið 1957 og hlaut Nóbelsverðlaunin um haustið. GAMLI snillingurinn studdi oln- bogunum á yztu brún barborðs- ins á Café Floridita. Fyrir framan sig hafði hann ískaldan romm- kokteil í einu af þessum stóru glösum, sem taka um það bil einn pela. Ég hóf samræðurnar, þaðan sem ég sat, tveimur stólum innar. Þremur klukkustundum síðar var Hemingway búinn að hvolfa í sig sjö af þessum geysistóru romm- kokteilum í viðbót, og þegar hann yfirgaf svalan barinn og hélt út í hitabeltismolluna, sem alltaf ríkir í Havana um hádegisbilið, þá var hann með áttunda glasið í hendinni. Áður hafði ýmislegt borið á góma, þ. á. m. hvernig á því hefði staðið að hann fór að skrifa „Gamla manninn og hafið“ bókina sem aflaði honum Nóbelsverðlauna árið 1954. Uppistaðan í sögunni hafði einkum vakið forvitni mína og það var ástæðan til þess að ég hafði lagt kapp á að hitta Hem- ingway; ég vildi komast að sann- leikanum í henni. Hemingway er enn ákaflega karlmannlegur, þrátt fyrir þessi sextíu ár, sem hann á að baki. Hann er mikill á velli, 180 sm. á hæð og 100 kg. af vöðvum, sem ekkert eru farnir að láta sig. Hann rakar sig sjaldan vegna húðsjúkdóms, þannig að gisna, hvíta skeggið á honum gerir hann líkastan gömlum sjóara. Og stóru, brúnu, stingandi augun fylgjast með öllu af gráðugri forvitni og djúpstæðri samúð. — Hvernig Gamli maðurinn og hafið varð til? Með mestu þrautum, drengur minn, með mestu þrautum. — Nei, ég á við það, hvers vegna þér ákváðuð að vinna ein- mitt úr þessu efni? Hvar fenguð þér þráðinn. — A-a, það er allt annað mál. Það skal ég segja yður. Ég komst yfir þessa sögu af hreinustu til- viljun. Einn morgun var ég staddur niðri á hafnarbakka og var að spjalla við gamlan sjó- mann. Hann sagði mér hana. Að vísu ekki nákvæmlega eins og ég skrifaði hana, því eins og allir góðir blaðamenn kryddaði ég hana ofurlítið hér og þar. Ég er nefnilega alltaf blaðamaður, eins og þér kannski vitið. Hef alltaf verið það, og verð það alltaf. Picasso er líka blaðamaður. Hann segir frá því sem gerist. Alvjg eins og Goya. Ekki hvað sízt Goya. Lítið bara á rissmyndirnar úr stríðinu og frá nautaatinu. Rithöfundur þarf engin ósköp — Hvað sagði kúbanski fiski- maðurinn yður? spurði ég. — O-o, næstum ekki neitt, svaraði Hemingway stuttur í spuna. Hann lét frá sér glasið. Ég skal segja yður eitt ungi mað- ur. Rithöfundur þarf ekki nein ósköp til að koma sér af stað. Fiskimaðurinn barmaði sér dálít- ið yfir óheppni sinni og kvartaði undan því að hafa í eitt einasta skipti veitt stóran fisk og þá misst næstum alla veiðina í kjaft- inn á hákörlunum. Alveg eins og í skattana. Andinn kemur yfir mann, maður þrælar og fær stóra ávísun fyrir allt erfiðið, en þá koma skattheimtu-hákarlarnir og glefsa það næstum allt frá manni aftur. Þetta sagði fiskimaðurinn að vísu ekki. Meðan við borðuðum, drukkum og spjölluðum saman, komu öðru hverju einhverjir kunningjar Hemingways yfir til okkar, til að heilsk upp á hann. Hanr. brosti alltaf við þeim og tók í hendina á þeim. Og þessum vinum hans þótti sýnilega vænt um að sjá hann. Hemingway nýtur gífur- legra vinsælda á Kúbu, þvi Kúbu búar dá hetjur. 21. júlí í fyrra sæmdi stjórnin á Kúbu hann Carlos-Manuel-heiðursmerkinu í þakklætisskyni fyrir það sem hann hefur gert fyrir Kúbu æð frásögnum af fiskimönnunum þar, og einkum fyrir Gamla manninn og hafið. Ég bauð honum góðan kúb- anskan vindil, þegar glösin okk- ar voru orðin full enn einu sinni, en hann hafnaði honum: — Ég er hættur að reykja. Þeir sem reykja mikið eru alltaf Skrauf- þurrir í munninum á morgnana. Þess vegna hætti ég. Það er annað með áfengið. Eini gallinn við rommið er verðið á því. Núna drekk ég hérna fyrir næstum 15 dali. Ég verð alltaf gjaldþrota á níu mánaða fresti. — Þér fenguð þó dálaglegan skilding fyrir Gamla manninn og hafið, var það ekki? Life nefndi 30.000. Veit ég vel. Og einhver annar talaði um 60.000. En ég fékk í rauninni 40.000 dali. Hafið þér nokkurn tíma reiknað það út hve stór hluti af því fer í skatta? Auk þess hef ég mikil útgjöld. Konan mín eyðir þó ekki eyri. Hún er alveg ágæt og fær mig til að spara. En ég á hús, búgarð, bíl, bát, hunda, dúfur, kýr ... niður í Finca Vigia. Þar er búgarðurinn minn. Þér ættuð að sjá hann ein- hvern tíma seinna. Núna er ég önnum kafinn við nýju bókina mína. — Þér vinnið á nóttunni. Hvern ig eruð þér í augunum núna? Ég hafði veitt því athygli að hann var með gleraugu í stálumgjörð- um. — Ekki sem verstur. Annað er lélegt, hitt ágætt. Ég þarf ekki að kvarta. Það rak náungi fingurinn upp í augað á mér, og síðan sé ég lítið með því. En hitt er í ágætu lagi. — Hafið þér ekki þó nokkrum sinnum orðið fyrir þess háttar óþægindum? Hann hló við. — O-jú, sjö sinn- um heilahristing og sex nfbeins- brot ... Hann ýtti frá sér tóma glasinu og tók annað fulit. Ég fór að dæmi hans, þó kollurinn á mér væri orðinn talsvert léttur. — Til hvers er að hafa áhyggjur af smáslysum? Þau hljóta óhjá- kvæmilega að bera að höndum, ef maður eyðir ekki ævinni undir sæng. — Hvað exuö þér að skrifa núna? spurði ég, án þess að búast við svari. — Get ekki sagt yður það. Ég kæri mig ekki um að blaðra öllu út úr mér þó ég rabbi við menn. Og ég vil ekki neina auglýsinga- starfsemi í kringum það. Meðan ég er að skrifa reyni ég að forðast allt slíkt. Nú verð ég að vinna eins og þjarkur til að sxrifa betri bók en þá síðustu, sem ég var bara heppinn með, og ég forðast alla auglýsingastarfsemi þangað til ég hefi skrifað eitthvað, sem er þess virði að á það sé minnzt. Þangað til verð ég bara að vona að ég hafi vit á að ríghalda kjafti. Gamli maðurinn í eigin persónu Eftir nokkra risakokteila í við- bót, yfirgaf ég Floridita, ákveð- inn í að grafa upp sömu söguna, sem Gamli maðurinn og hafið er sprottin upp af, jafnvel þó ég þyrfti fyrst að kaupa körfu af skemmdum fiski af hverjum ein- asta fiskimanni á staðnum. Það var svalara niðri á hafnar- bakkanum en inni í bænum, þar sem hitasvækjan var eins og í bakaraofni. Ferskur andvari blés úr austri og allir éiskibátarmr voru tryggilega bundnir, þvi fiski mennirnir voru ekki í nokkrum vafa um að bráðum mundi skella á rok. Ég klöngraðist um borð í gamlan óhreinan bát, sem virtist varla hanga saman á öðru en málningunni. Ég ávarpaði tötra- lega klæddan mann, sem blund- aði aftur undir stýrishúsinu á bátnum. — Halló. Þekkirðu manninn, sem senor Hemingway segir frá í bókinni sinni? Á Kúbu þekkja allir Hemingway og vita hvílíkrar frægðar hann hefur aflað eyjunni með sögunni. Það rumdi eitthvað í þeim gamla og hann rétti höndina eftir vínflöskunni. Eftir að hann hafði fengið sér góðan teyg, rumdi aftur í honum og hann svaraði: — Já, mano, ég þekki hann. Ég fleygði 5 dala seðli á stýris- húsið og spurði: — Hvar finn ég hann? — Ég skal vísa þér á hann, svar aði gamli maðurinn um leið og hann tróð seðlinum vandlega ofan í vasann á óhreinu buxunum sín- um. Hann reis á fætur og gekk á undan mér inn í litlu káetuna á bátnum, sem áður hlaut að hafa verið notaður sem hvalveiðibátur. Nú var hann búinn vél og stýris- húsi. Það bar vitni um óvenju góðan efnahag hjá kúbönskum fiskimanni. Þegar inn var komxð í káetuna, sem angaði af fisklykt og olíulykt, benti gamli maðurinn mér á kvartel, og ég fékk mér þar sæti. Hann dró upp ávexti, harðfisk og rauðvín og bauð mér að snæða með sér. Ég þáði það, en velti því fyrir mér hvenær hann ætlaði með mig til manns- ins, sem ég var að leita að. Ef það var þá ekki karlinn sjálfur. Ég var ekki lengi í vafa um það. — Svo þú þekkir þá Hemingway, vin minn? sagði hann og hellti rauðvíni í glösin. Talaði hann um mig? — Hann sagðist hafa fengið þráðinn í hina frægu sögu sína hjá kúbönskum fiskimanni. Það hlýtur að vera þú. Vitu segja mér söguna? • — Hvaða sögu? spurði gamli maðurinn tortryggnislega. Mína eða hans? — Þína, hina hef ég lesið. Þarna sat þá „gamli maðurinn“ fyrir framan mig í eigin persónu. Hann þurrkaði sér um munninn m'eð handarbakinu, rumdi af vei- líðan og bað um góðan vindil. Svo ýtti hann stráhattinum aftur á hnakka, svo svartur lubbinn kom í ljós, votur í hitanum af svita. — Sjáðu til, senor, ég var ein- hver óheppnasti maðurinn á jarð- ríki. Áður en Hemingway kom til sögunnar. Nú leikur lánið við mig. Ég veiði alltaf nægan fisk og lendi aldrei í óveðri. Nú vinn ég mér inn peninga. Þegar ég fór í þennan hræðilega róður, sem Hemingway segir frá, þegar stóri fiskurinn beit á hjá mér, þegar mig hrakti undan veðrinu og þegar hákarlarnir rifu í sig fisk- inn minn, áður en ég komst með hann hingað inn í höfnina, þá var hvorki stýrishús, vél eða yfirleitt nokkur hlutur á gamla hvalbátn- um. Nú gengur allt miklu betur fyrir Ulibarri. — Ert það þú? — Já, senor, Manuel Ulibarri | Montespan. Yfir Kúbubúum er alltaf einhver virðuleikablær, jafnvel þeim allra aumustu. Man- uel þessi var í lörfum, óhreinn og órakaður, en engu að síður hafði hann til að bera þennan virðuleika. Það virtist skipta miklu máli að hann var eigandi bátsins og frægur á hafnarbakk- anum fyrir að vera hetjan í sögu mikilmennisins. — Ég skal segja þér alla söguna, sagði hann allt í einu, og svo.geturðu dæmt um það hvor er betri, saga Manuels eða saga Hemingways. Sagan, eins og hún gekk fyrir sig — Stormurinn skall skyndilega á, þegar ég var úti á opnu hafi, hóf hann frásögnina. Á mesta óveðurstímanum er það hreinasta brjálæði að hætta sér sjóleiðina til Tortugas. En óheppnin hafði lengi elt mig og þegar þannig er í pottinn búið, neyðist maður til að taka áhættuna. Ég var búinn að fá stóran fisk á færið, en missti hann og mér var fjandans sama þó þetta gamla bátskrifli sykki og drekkti mér. En bátskelin er sterk og hún klauf hryðjurnar jafn auðveldlega og fugl vindinn. Ég náði til Tortuga-eyjanna i Mexikóflóanum, vestan við Flor- ida. Þegar ég hafði tekið vistir, lagði ég aftur á hafið. Ég renndi færi, sigldi lengra, renndi aftur og hélt ennþá lengra út. Én ég veiddi ekkert annað en marhnút og nokkra hákarla. Nokkrum sinnum sá ég risastóra sverðfiska stökkva upp úr vatninu, en þeir komu aldrei í námunda við bát- inn. Hvað eftir annað sagði ég við sjálfan mig að þeir væru að hæðast að mér með þessari leik- fimi sinni, og að þeir gerðu bara gys að mér. Að skutla einn þeirra mundi jafngilda því að veiða þús- und pund af fiski í einu kasti ... kannski meira, kannski meira að segja 15 hundruð pund. Ég freist- aði gæfunnar í eina viku. Svo einn daginn, sem byrjaði með heiðskírum himni, björtu, heitu sólskini og spegilsléttum flóan- um, svo hillti undir Kúbu úti við sjóndeildarhringinn, þá dimmdi í lofti um hádegisbilið, sjórinn varð eins og olía og undarleg kyrrð hvíldi yfir hafinu. Það sást ekki nokkur fugl á sveimi. Ég þóttist viss um að nú væri aftur stormur í að sigi, því þessi ein- kenni eru einmitt óveðursboðar á þessum slóðum. Ég hafði ekki hræðst fyrra óveðrið og ég óttað- ist ekki þetta. Eins og ég sagði áðan, er það brjálæði að hætta sér út á þetta haf á mesta óveðra- tímanum. Að vísu var ég ekki Framh. á bls. 12 Gerð hefur verið kvikmynd eftir sögunni „Gamli maðurinn og hafið“ og kemur hún á markaðinn í vor. Hér sést Spencer Tracy í hlutverki gamla mannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.